Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1996, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1996, Side 13
FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 13 Fréttir Endumýting gamalla fiskiskipa: Núgildandi reglur um úreldingar eru slys „Ríkisvaldið ákveður hversu mikið má veiða af fiskinum en vill líka ráða því hvernig fiskurinn er veiddur og með hvaða skipum. Manni þætti eðlilegt að menn fengju sjálfir að ráða því hvernig þeir sækja fiskinn og á hvernig skipum þeir gera það,“ segir Lárus Grímsson, skipstjóri á nótaveiði- skipinu Júpiter. Lárus gagnrýnir úreldingarregl- ur fiskiskipa harðlega og segir að þær stuðli að þvl að verið sé að sækja sjóinn á gömlum skipum og jafnvel varasömum, sem verði varasamari og varasamari eftir því sem þau vérða eldri. Þótt verið sé að lagfæra t.d. nótaskipin þá verði oftast eitthvað óendumýjað eftir sem síðar geti komið mönnum í koll. Skip séu ekki fremur en bílar - segir Lárus Grímsson, skipstjóri á Júpiter smíðuð til að endast um aldur og ævi og það liggi í augum uppi að gömul og þunghlaðin nótaskip séu ekki öll í stakk búin til að mæta stórviðrum á opnu úthafi. „Ef þessi úrelding hefði ekki verið hefðum við verið að kaupa 5-6 ára gömul skip, uppfærð og fin, en erum þess í stað að kaupa 20 ára gömul skip á verði 5-6 ára gamalla skipa. Þetta getur ekki talist annað en hneyksli. Ef við ætlum að kalla okkur fisk- veiðiþjóð þá hljótum við að þurfa að halda flotanum eðlilega við. Nú er verið að taka síldarbáta sem voru smíðaðir í kringum árið 1968 í þriðju umferðina í endurbótum og uppbyggingu en þrátt fyrir það sitja menn alltaf uppi með gamalt. Að mínu mati er þetta slys og ekk- ert annað,“ segir Lárus. Skip Lárusar, Júpiter, er rétt tæpra 40 ára gamalt, en þótt Júpit- er sé elsta nótaveiðiskip flotans er hann ótrúlega gott skip miðað við aldur, að sögn Lárusar. Júpiter var upphaflega síðutogari og hét Gerp- ir en eftir að skipið komst í eigu Júpiters og Marz hf. í Reykjavík fékk það núverandi nafn. Árið 1978 var því breytt í nótaveiðiskip og í það horf sem það er nú. Síðan þá hafa einungis smávægilegar endur- bætur verið gerðar á Júpiter, auk eðlilegs og góðs viðhalds, en að sögn Lárusar hefur skrokki skips- ins aldrei verið breytt frá upphafi. Júpiter er aflahæsta loðnuveiði- skipið á yfirstandandi vertíð og ann- að tveggja nótaskipa sem náð hafa því að veiða yfir 50 þúsund tonn af loðnu og síld á einni vertíð. Skipið liggur nú í Reykjavíkurhöfn og er verið að setja í það nýja kraftblökk. Sú gamla var orðin yfir 20 ára gömul og skorti orðið afl til að ráða við þau veiðarfæri sem nú eru notuð. -SÁ Lárus Grímsson, skipstjóri á nóta- veiöiskipinu Júpiter. DV-mynd Hilmar Þór Allt á einum stað H smurstöð Vetrarhjólbaröar og umfelgun Pvottur og bón Púströr - bremsuklossar - perur - rafgeymar Smur, bón og dekkjaþjónusta sf Tryggvagötu 15, sími 562-6066, fax 562-6038 Greiðslukort OLÍS, Visa og Euro Afnema a reglurnar um úreldingu - segir framkvæmdastjóri Útvegsmannafélags Norðurlands DV, Akureyri: „Það er kominn fram mikill þrýstingur á stjómvöld að breyta núgildandi reglum um úreldingu fiskiskipa og í rauninni að leggja af þær takmarkanir sem eru á því að menn geti fjárfest í skipum. í dag þarf að úrelda rúmlest á móti hverri rúmlest sem bætt er við,“ segir Bjarni Hafþór Helgason, framkvæmdastjóri Útvegsmannafé- lags Norðurlands, um þær reglur sem gilda um úreldingu fiskiskipa þar sem ekki má byggja ný fiski- skip eða breyta skipum sem byggð voru eftir 1985 án þess að leggja fram samsvarandi úreldingu á móti. Nokkur umræða hefur verið um þessi mál að undanförnu, ekki síst vegna þess að nokkuð hefur vantað á undanfarin ár að hægt væri að veiða allan loðnukvótann og verð- mæti hafa því verið að tapast. „Já, það hafa tapast mikil verð- mæti vegna þessara reglna. Það er skiljanlegt hvers vegna þessar regl- ur voru settar á sínum tíma, þá var flotinn allt of stór, þorskveiði á stöðugri niðurleið, úthafsveiðar sáralitlar og fleira í þeim dúr. Þá var eðlilegt að menn hefðu fyrir- komulag sem kom í veg fyrir stækkun flotans. Nú hins vegar er önnur staða uppi og menn segja sem svo að það sé vandi hvers og eins hvernig hann nær þeim kvóta sem honum er úthlutað. Það sem vegur þó einna þyngst er það að á síðustu fimm árum höfum við aðeins einu sinni náð að veiða þá loðnu sem fiskifræðingar hafa sagt að hægt væri að veiða og úthlutað hefur verið. Það sem upp á vantar á þess- um síðustu fimm árum eru hvorki meira né minna en 450 þúsund tonn og þetta eru glötuð verðmæti því loðnan hrygnir og deyr síðan. Ef við tökum þessi 450 þúsund tonn og hugsum sem svo að þau hefðu öll farið i bræðslu erum við búnir að tapa yfir 4 milljörðum króna. Á síðustu vertíð náðum við ekki milljón tonnum af loðnu en mátt- um veiða 1150 þúsund tonn. Menn velta því fyrir sér hvað gerist núna þegar kvótinn er miklu meiri. Bæði LÍÚ-þing og Fiskiþing hafa ályktað í þá veru að þessi mál verði nú tek- in til alvarlegrar endurskoðunar og reglurnar um úreldingu fiskiskipa í rauninni afnumdar," segir Bjarni Hafþór Helgason. -gk ár í fararbroddi RAGNAR BJÖRNSSON ehf Dalshrauni 6 220 Hafnarfjörður Sími 555 0397 565 1740 -Fax 565 1740 AAAAAAAAAAAAAAAAAAA Láttu senda þér heim fít'O' AAAAAAAAAAAAAAAAAAAA Komdu og sœktu 12" pizza m. 3 áleggsteg. kr.1000.- 16" pizza m. 2 áleggsteg. kr.1000.- 18" pizza m. 1 áleggsteg. kr.iooo- Fjölskyldutilboð 4848 Dalbraut 1 12" pizza m. 2 áleggsteg. Kr. 690.- 16" pizza m. 2 áleggsteg. Kr.790.- 18" pizza m.2áleggsteg. Kr. 890.- ^ i I.CLlla 18"pizza m. 3 áleggsteg. 12" hvíUauksbrauð, hvítlauksolía & 21 Coke Kr.1790.- °Pid fösH vvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.