Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1996, Síða 19
FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996
27
Kristinn Björnsson hefur byrjaö keppnistímabilið mjög vel og náö mjög
góöum árangri á tveimur fyrstu mótum vetrarins. Árangur hans lofar vægast
sagt góðu fyrir komandi mót í vetur.
Skíði:
i
i
i
Kristinn bætti
árangur sinn
Kristinn Björnsson,
skíðamaður frá Ólafs-
Fu-ði, keppti í gær á
öðru móti sínu í vetur.
Kristinn keppti í
Geilo í Noregi og bætti
hann fyrri árangur
sinn töluvert í stór-
svigi.
Kristinn hafnaði í
10. sæti, aðeins 1,40
sekúndum á eftir Sví-
anum Thobiasi Hel-
mann sem sigraði.
Kristinn fékk 21 FIS-
punkt fyrir árangur-
inn en hafði 29 punkta
fyrir mótið.
Þessi glæsilega byrj-
un Kristins kemur
nokkuð á óvart en
hann meiddist á sið-
asta vetri. Árangur-
inn hefur komið
Kristni sjálfum á óvart
og mun hann hjálpa
honum mikið við þær
æfingar og keppnir
sem fram undan eru.
Kristinn keppir
ásamt Arnóri Gunn-
arssyni á tveimur
svigmótum í Dombaas
í Noregi um næstu
helgi. -SK
Útlendingarnir þreyt-
ast fljótt í Englandi
Erlendu leikmennimir, sem leika með liðum í ensku úrvalsdeildinni,
eiga margir erfitt með að venjast þeim mikla hraða sem í enska boltan-
um er og þekkist varla annars staðar.
„Aðalbreytingin fyrir erlendu leikmennina er að hér er leikið á fullu í
90 mínútur. Það er aldrei tími til slaka á og hvíla sig í leik. Það er alltaf
eitthvað að gerast og það er það sem gerir enska knattspyrnu svo sér-
staka,“ segir Graeme Souness, framkvæmdastjóri Southampton.
Souness hefur áhyggjur af þeim erlendu leikmönnum sem leika með
Southampton og þar hafi mikill hraði allan leiktímann mest að segja.
-SK
■■■■■■■■■■■■
íþróttir
Seinni leikurinn viö Dani í Álaborg á sunnudag:
íslendingar fjöl-
menna til Álaborgar
- um 500 íslendingar hafa þegar keypt miöa á leikinn
Meðal íslendinga í Danmörku er
mikill áhugi fyrir síðari landsleik
þjóðanna í undankeppni HM sem
fram fer í Álaborg á sunnudaginn
og ljóst að íslenska liðið fær þar
mikinn stuðning.
Guðbjörg Ragnarsdóttir stundar
nám í Álaborg og er í stjóm íslend-
ingafélagsins í borginni. Hún segir
að þegar sé mikil stemning fyrir
leiknum meðal íslendinganna sem
em fjölmargir í Álaborg og ná-
grenni.
„Hér em búsettir um 350 íslend-
ingar og þar af hafa þegar 160 keypt
miða. Félagið beitti sér fyrir því að
fá keypta miða í forsölu og það gekk
mjög vel. Siðan koma íslendingar
víðs vegar að úr Danmörku á leik-
inn og hafa keypt um 500 miða. Höll-
in tekur 800 manns í sæti og 2.600
manns alls þannig að við munum
eiga góðan hluta af því,“ sagði Guð-
björg í samtali við DV í gær.
íslendingarnir málaöir og
skrúöganga á leikinn
Hún sagði að sunnudagurinn yrði
tekinn snemma en leikurinn hefst
klukkan 16.30 að staðartíma.
„Við ætlum að hittast á einu
stærsta diskótekinu í Álaborg, Uret,
klukkan eitt og stöndum þar fyrir
því að mála íslendinga í fánalitun-
um, auk þess sem íslenskir fánar
verða til sölu. Síðan förum við í
skrúðgöngu að höllinni klukkutíma
fyrir leik og munum styðja íslenska
liðið af fullum krafti," sagði Guð-
björg.
Danir vita ekki mikiö um
leikinn
Danir tala hins vegar litið um
leikinn, að sögn hennar, og virðast
borgarbúar mest lítið vita enn þá að
hann eigi að fara þar fram.
„Flestir koma af fjöllum þegar
maður spyr hvort þeir ætli á leik-
inn. Það er heldur ekki mikill áhugi
fyrir handboltanum héma í Dan-
mörku, það er helst að þaö sé fylgst
með kvennalandsliðinu sem hefur
gert það gott en karlamir fá ekki
mjög mikla athygli," sagði Guð-
björg.
-VS
Stórliðin lágu öll
Hreint ótrúleg úrslit litu dagsins ljós í ensku deild-
arbikarkeppninni í gærkvöld.
Bolton vann stórsigur, 6-1, gegn Tottenham í deild-
arbikamum og hafa Guðna Bergssyni varla leiðst þau
úrslit. Manchester United, sem mætti nánast með
varalið sitt í leikinn, bæði viljandi og vegna meiðsla,
tapaði á heimaveUi Leicester, 2-0.
Liverpool vann frábæran sigur á Arsenal, 4-2, þar
sem Robbie Fowler skoraði 2 mörk fyrir Liverpool.
Newcastle steinlá á heimavelli Middlesborough, 3-1,
og þar skoraði RavaneUi eitt markanna. Loks náði
West Ham aðeins jafntefli, 1-1, á heimavelli sínum
gegn 2. deUdar liði Stockport, 1-1. í 8-liða úrslitunum
mætir Ipswich Leicester, Middlesborough leikur gegn
Liverpool, Bolton á heimaleik gegn Wimbledon og
West Ham eða Stockport mætir Southampton eða Ox-
ford.
í 1. deUd vann Manchester City fyrsta sigur sinn í
Knattspyrna:
Hermann
skoraði í
Skotlandi
DV, Eyjum:
Hermann Hreiðarsson, knatt-
spymumaður í ÍBV, sem fór í
síðustu viku tU Skotlands til að
reyna fyrir sér hjá úrvalsdeildar-
félaginu Aberdeen, er að gera
þar góða hluti.
Hermann lék með varaliði
Aberdeen i fyrradag og komst
vel frá leiknum. Aberdeen lék
gegn 2. deUdar liði Wueens Park
og sigraði, 5-0. Hermann skoraði
eitt marka Aberden með skaUa
eftir sendingu frá Haraldi Ing-
ólfssyni, íslensk samvinna af
bestu gerð.
„Þetta hefur bara gengið ágæt-
lega hjá mér. Við lékum við frek-
ar slakt lið. Ég spilaði sem mið-
vöröur og komst bara vel frá
þessu. Það ræðst væntanlega af
frammistöðu minni með varalið-
inu á næstu dögum hvort af því
verður að ég komist að hjá félag-
inu. Ég átti upphaflega að vera
hér í viku en ég á alveg eins von
á því að verða eitthvað lengur
hjá Aberdeen," sagði Hermann í
viðtali við DV í gær.
„Þaö er ekki enn búið að bjóða
mér samning. Mér líst mjög vel á
þetta og er verulega spenntur.
En við emm þrir tU reynslu hjá
félaginu núna og framhaldið
verður bara að koma í ljós. Ég er
að vinna um þessar mundir í
Reykjavík og gæti alveg hugsað
mér tUbreytingu frá því, tU
dæmis að komast að hjá erlendu
liði við að leika knattspymu,"
sagði Hermann sem er samn-
ingsbundinn ÍBV og Aberdeen
þarf því að kaupa hann af ÍBV ef
liðið hefur áhuga. -ÞoGu
Jólatilboó!
Ótrúlegt verð!
Sófasett 3+2,
leðurlíki
Áður kr. 69.300
Sparað kr. 18.302
Nú kr. 49.998 stgr.
Borðstofuborð
og 4 stólar
Áður kr. 47.520
Sparað kr. 9.522
Nú kr. 37.998 stgr.
Kjarakaupí
Faxafeni 10
Sími 568 4910
Visa og Euro raögreiöslur til allt aö 36 mánaöa
Gólfvasi
53 cm hár
Aðeins kr. 1.980
Bastsófasett
og borð
Áður kr. 39.600
Sparað kr. 9.602
Nú kr. 29.998 stgr.