Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1996, Page 24
32
FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996
Sviðsljós
Ástfangin af líf-
verði sínum
Lisa Marie Presley hefur fall-
iö fyrir lífveröi sínum sem er
kvæntur maður. Lífvörðurinn,
Scott Pesch, og Lisa kynntust á
fundi hjá Scientology trúfélag-
inu sem þau eru bæði félagar í.
Lisa bað lífvörðinn og konu
hans, Kim, að flytja i hús á land-
areign sinni í Los Angeles og fór
vel á með þeim þremur í fyrstu.
En eiginkonunni fór að mislíka
náin vinátta Lisu og eigin-
mannsins og fór í fússi.
Tommy Lee Pameluspúsi dregur fyrrum hóru heim í kotið:
I ástarleikjum ofan
á píanói konunnar
Ólíkt hafast hjónin að. Á meðan
strandvarðagellan og sílíkonkrúttið
Pamela Anderson var úti að kaupa
fot á litla bamið sitt var eiginmað-
urinn Tommy Lee aftur á móti
heima með fyrrum þúsund dollara
hóru að gamna sér ofan á stofústáss-
inu, píanóinu hennar Pamelu. Enda
hefur Pamela sótt um skilnað þótt
Tommy reyni hvað hann geti til að
lappa upp á hjónabandið.
Húðflúraði málsveitartrommar-
inn hann Tommy var svo aðfram-
kominn af losta, fikniefna- og áfeng-
isvímu að hann hreinlega stóðst
ekki hana Suzie Sterling sem hann
komst í kynni við í næturklúbbi og
fór með heim.
„Þegar hann giftist Pamelu var
hún bara nýtt leikfang í hans aug-
um. Þegar sonurinn Brandon fædd-
ist var hann líka bara nýtt leikfang.
En Tommy verður fljótt leiður á
leikfongunum sinum og þarf að fá
sér ný. Ég var líka nýtt leikfang,"
segir Suzie sem nú starfar sem fata-
fella. Hún var áður á snærum hóru-
mömmunnar alræmdu, Heidi
Fleiss, sem margir af frammámönn-
um Hollywood áttu viðskipti við.
Suzie Sterling var með Tommy.
Eitthvað hefur innkaupaferð Pa-
melu dregist á langinn því Suzie
eyddi hvorki meira né minna en
þremur sólarhringum með kyns-
vallaranum Tommy trommara.
„Hann fór með mig heim. Ég vissi
að Pamela var ekki heima,“ segir
Suzie og lýsir eldheitum ástarleikj-
um uppi á píanóinu. Ekki verður
farið nánar út í þá sálma hér. En
Suzie var greinilega ánægð með
rokkarann.
„Hann hefur ótrúlegt úthald,"
segir Suzie um Tommy.
MIKIÐ ÚRVAL AI NÝJUM OG NOTUÐUM HLJÓÐFÆRUM
Kassagítarar frá kr. 8.000,- 12 strengja gítarar. Kassagítarar með pikkupi. FERNANDES gítarar á tilboðsverði. Sendum í póstkröfu. GÍTARINN ehf. Laugavegi 45 • sími 552 2125 • fax 557 9376 Effektatæki. Strengir. Neglur. Magnarar. Trommusett. Hljóðnemar. Statív. Mandolín. Ukulele. Gítarbækur. og margt fleira.
FÖSTUDAGAR
f
r
P
gjjp'
V
t
r
f
;
w
1L^4 Um helgina:
Fersk umfjöllun um það helsta
sem er á döfinni í menningar-
og skemmtanalífinu um helgina.
Tónlist:
Fjörkálfurinn fjallar ítarlega um
íslenska og erlenda tónlist og
tónlistarheiminn ásamt því að
birta íslenska listan.
EI53 Myndbönd:
Spennandi þriggja síðna
umfjöllun um myndbönd í
víðum skilningi er að finna í
Fjörkálfinum á föstudögum. Þar
er m.a. umfjöllun um nýjustu
myndböndin, leikara,
stjörnugjafir ásamt
myndbandalista vikunnar.
- alltaf á
föstudögum
Fjörkálfurinn:
Fjörkálfurinn er mjög
skemmtileg 12 síðna útgáfa á
föstudögum i DV. Fjörkálfurinn
fjallar um það sem er heitast í
gangi hverju sinni:
Þar sem rússneskir vetur geta verið harðir þykir evrópskum tískuhönnuðum við hæfi að sýna klassískan vetrarfatn-
að á sýningum sínum í Moskvu. Vonast þeir til að auðugum Rússum, sem fer ört fjölgandi, lítist vel á fatnaðinn eins
og til dæmis þennan sem er frá tískuhúsi Ninu Ricci í París. Símamynd Reuter
Branagh vill gera söng-
leik eftir Shakespeare
Kenneth Branagh, sá breski senu-
þjófur, leikari og leikstjóri, hefur
áhuga á að gera enn eina kvikmynd
eftir leikriti Shakespeares. í þetta
sinn í söngleikjaformi. Leikritið,
sem hann telur henta vel slíkri með-
ferð, er Ástarglettur.
Stykki þetta er ekki oft sett á fjal-
imar sökum þess hve fjölmennt það
er og segir Branagh að það sé
skemmtilegt viðfangsefni fýrir leik-
konur.
„Það eru fimm eða sex góð kven-
hlutverk í því,“ segir Branagh.
Nýjasta kvikmynd hans er einnig
eftir leikriti Shakespeares, sjálfu
meistarastykkinu um Hamlet Dana-
prins. Hún verður frumsýnd í Holly-
wood í næstu viku og ríkir þegar
mikil eftirvænting í englahársborg-
inni, enda einvalalið sem fer með
hlutverkin. Þar skal fyrstan telja
Derek Jacobi, sjóaðan Shakespeare-
leikara sem íslendingar þekkja bet-
ur sem bróður Cadfael. Einnig má
sjá þar Gérard Depardieu hinn
franska, Judi Dench, Charlton
Heston, Julie Christie, Jack Lemm-
on og fleiri og fleiri.