Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1996, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1996, Qupperneq 28
36 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 * ____________________________ Það sem sundr- ar íslensku þjóðinni „Ég hef alltaf sagt frá upphafi að kvótakerfið eigi eftir að sundra íslensku þjóðinni." Elías Björnsson, form. Sjó- mannfél. Jötuns, í Degi-Tíman- um. Erum öll agalaus „Það er ekki hægt að búast við að agi sé meiri í skólanum en annars staðar í þjóðfélaginu. Unnur Halldórsdóttir, fram- kvæmdastj. Heimilis og skóla, í Degi- Timanum. Meira en 10% „Það er miklu meira en 10%.“ Halldór Björnsson, form. Dags- brúnar, í DV þegar hann var spurður um launakröfur. Ummæli Efnahagur og menntun „Á sama tíma og klifað er á því að auka þurfi fjölbreytni í efiiahagslífi okkar er þrengt að því eina sem getur skapað slíka fjölbreytni: menntun." IMjörður P. Njarðvík, í Morgun- blaðinu. Engin söluvara „Mér er líka ekkert í mun að selja þær. Mér finnst vænt um þær og gaman að eiga þær sjálf- ur.“ Eggert Magnússon listmálari um myndir sínar, í Alþýðublað- inu. Bubbi Morthens les eigin Ijóö á Súfistanum. Ljóðakvöld með Bubba í kvöld verður Bubbi Mort- hens á Súfístanum - bókakaffinu í Bókabúð Máls og menningar að Laugavegi 18. Les hann þar ljóð af nýja ljóðadiskirium sínum, Hvítu hliðinni á svörtu, við und- irleik Guðna Franzsonar á blást- urshljóðfæri, Tómasar R. Einars- sonar á kontrabassa, Eyþórs Gunnarssonar á píanó og Eð- varðs Lárussonar á gítar. Upp- lesturinn hefst kl. 22.00. Bókareisa 1966 Rithöfundarnir ungu, Andri Snær Magnason, Gerður Kristný og Kristján B. Jónasson, halda áfram yfirreið sinni um landið og lesa úr nýjum hókum sínum. í hádeginu í dag kl. 12.15 verða þau í Menntaskólanum á Akur- eyri og í kvöld kl. 20.30 i Bóka- vali á Akureyri. í hádeginum á morgun lesa þau svo upp í Menntaskólanum á Egilsstöðum og í Kaffihomi Kaupfélags Hér- aðsbúa kl. 16.30. Upplestur Þrír rithöfundar í Gerðarsafni Að venju verður upplestur á vegum Ritlistarhóps Kópavogs í kaffistofu Gerðarsafns milli kl. 17.00 og 18.00 í dag. Rithöfund- amir Bjami Bjamason, Einar Öm Gunnarsson og ísak Harðar- son lesa úr verkum sínum sem koma út fyrir þessi jól. Allhvasst í austanáttinni Um 700 km suðaustur af Hvarfi er vaxandi 985 mb lægð sem hreyfist norðaustur. Yfir Skandinavíu er 1027 mb hæð. Veðrið í dag í dag verður austanstormur eða rok suðaustan til en annars austlæg átt, allhvöss eða hvöss vestan til en hægari norðaustanlands. Um landið sunnanvert og allra vestast verður rigning og hiti 1 til 4 stig en skýjað og hiti nálægt frostmarki á Norður- landi. í nótt verður alihvöss eða hvöss austan- og norðaustanátt með slyddu á norðausturhorninu, skúrir eða slydduél suðaustan til en um landið vestanvert verður úrkomulít- ið. Hiti verður þá nálægt frostmarki. Á höfuðborgarsvæðinu verður austlæg átt, allhvöss eða hvöss og rigning fram eftir degi en norðaust- an stinningskaldi eða allhvasst og skýjað undir kvöld. Norðan stinn- ingskaldi í nótt. Hiti 0 til 4 stig. Veðrið kl. 6 í morgun iy // Sólarlag í Reykjavík: 15.54 Sólarupprás á morgun: 10.40 Síðdegisflóð í Reykjavlk: 20.30 Árdegisflóð á morgvui: 08.45 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri Akurnes Bergstaöir Bolungarvík Egilsstaöir Keflavíkurflugv. Kirkjubkl. Raufarhöfn Reykjavík Stórhöföi Helsinki Kaupmannah. Ósló Stokkhólmur Þórshöfn Amsterdam Barcelona Chicago Frankfurt Glasgow Hamborg London Los Angeles Madrid Malaga Mallorca París Róm Valencia New York Nuuk Vín Washington Winnipeg alskýjaö 3 rigning 5 rign. á slö. kls. 3 skýjaö 5 léttskýjaö 2 rigning 3 alskýjaó 4 hálfskýjaö 2 úrkoma í grennd 4 skýjaö -3 alskýjaö 2 skýjaö -3 hálfskýjaö -1 alskýjaó 6 þokumóöa 0 hálfskýjaó 10 skýjaö -9 slydda 2 mistur 1 lágjmkublettir -2 þokumóöa 2 léttskýjaö 7 skýjaö 17 léttskýjaö 10 skýjað 2 heiöskírt 4 heiöskírt 15 skafrenningur -1 kornsnjór 0 léttskýjað -25 Falur Jóhann Harðarson tölvunarfræðingur: Einhver þurfti að taka af skarið DV, Suðumesjum: „Viö eram með mjög skemmti- legt lið og hópurinn er einnig mjög skemmtilegur. Liðið er meira létt- leikandi nú heldur en í fyrra og mun fljótara. Menn hafa sett spumingarmerki og finnst við vera litlir en ég held að það sé meira áhyggjuefhi fyrir andstæð- ingana," sagði Keflvíkingurinn Falur Jóhann Harðarson sem átti stórleik gegn KR á laugardaginn og var maðurinn á bak við sigur Keflvíkinga sem urðu Lengjubik- armeistarar. Maður dagsins Falur, sem er einn af skemmti- legustu leikmönnum deildarinnar, fann sig mjög vel í leiknum og var hrein unun að horfa á piltinn á köflum. „Damon var kominn með fjórar villur i fyrri hálfleik. Ein- hver þurfti að taka af skarið. Ég kom vel stemmdur til leiks og náði að skjóta mig í gang. Það var gott að heyra þegar Sigurður Ingi- mundarson þjálfari sagði alltaf við okkur þegar hann tók leikhlé að við myndum vinna, sama hvernig staðan var. Að hafa trú á því sem Falur Jóhann Haröarson. við gerum fleytir okkur langt.“ En var Falur ánægður með keppnina? „Mótið var mjög skemmtilegt og gaman að vera fyrstir til að vinna Lengjubikar- inn. Það kom mér á óvart hvað öll liðin höfðu mikinn metnað til að standa sig vel í keppninni." Kefl- víkingar, sem eru einnig Reykja- nesmeistarar, tefla fram hálfgerðu sirkusliði sem margir af snjöllustu körfúboltamönnum landsins eru í og hafa áhorfendur fengið að kynnast skemmtun leikmanna á leikjum liðsins í vetur. Falur byrjaði að æfa körfuknatt- leik 10 ára. Hann æfði fyrst í Njarðvik í tvö keppnistímabil. Það var kannski ekki skrýtið þar sem mágur hans, Jón Viðar Matthías- son, aðstoðarslökkviliðstjóri í Reykjavík, æfði og spilaði með meistaraflokki Njarðvikinga með góðum árangri. Falur skipti siðan yfír í Keflavík þar sem hann er fæddur og uppalinn. Falur fór til Bandaríkjanna 1991 i háskólanám í tölvunarfræði sem tók 3 ár og spilaði einnig körfu með háskólaliðinu. Þegar hann kom heim spilaði hann eitt ár með KR. í fyrra kom hann síðan heim til Keflavíkur eins og Falur orðar það. Falur starfar sem tölvunar- fræðingur hjá tölvudeild Flugieiða í Reykjavík. „Þetta er mjög fjöl- breytilegt og skemmtilegt starf. Þá spillir ekki að þetta er mjög góður vinnustaður." En getur Falur sinnt öðram áhugamálum en körfubolta og vinnu sinni sem tek- ur mikinn tíma? „Allur sá tími sem er afgangs fer í að vera með fjölskyldunni.“ Kona Fals er Margrét Sturlaugs- dóttir og eiga þau eina dóttur, Lo- vísu, sem er 2 ára. -ÆMK Langdregin bók Myndgátan hér aö ofan lýsir nafnoröi. Fjórir leikir í körfunni í kvöld verður leikið í Úrvals- deildinni í körfubolta og era á dagskrá fjórir leikir sem leiknir verða víðs vegar um landið. Hin- ir nýbökuðu Lengjumeistarar frá Keflavík bregða sér bæjar- ferð til Borgamess og keppa þar við Skallagrím. í Grindavík taka íþróttir heimamenn á móti ÍA, á Sauðár- króki keppa Tindastóll og KR og fjórði leikurinn fer fram í Reykjavlk, ÍR-ingar leika á heimavelli gegn Njarðvíkingiun. Allir leikimir hefjast kl. 20.00. Jörð, undir pari í kvöld kl. 20.00 opnar Sólveig Þorbergsdóttir sýningu, sem ber yfirskriftina Jörö, undir pari, að Smiðjustíg 3. Sólveig sýnir tvö videoverk og einnig rýmisverk. Á opnuninni í kvöld mun hún fremja gjöming. Sólveig er fædd í Reykjavík 1964 og var við nám í skúlptúrdeild Utrecht School of the arts. Hún hefur áður haldið nokkrar sýningar í Hollandi, London og Reykjavík. Sýningin stendur yfir til 14. desember. Opnunartími Undir pari er fimmtudaga til laugardaga kl. 20.00-23.00. Sýningar Gunnar Öm sýnir í Norræna húsinu Nú stendur yfir málverkasýn- ing Gunnars Amar Gunnarsson- ar í kjallara Norræna hússins. Sýnir hann þar ný verk. Gunnar er einn af okkar þekktustu myndlistarmönnum og hefur haldið margar einkasýningar hér á landi sem og erlendis. Hef- ur hann hlotið margar viður- kenningar fyrir list sína. Bridge Bridge er flókin íþrótt og oft koma vandamál upp við borðið sem erfitt er að leysa. En í sumum tilfellum verða vandamálin auðveld ef menn fylgja þeirri grundvallarreglu sem sagnhafi að telja upp hendur and- stæðinganna eftir því sem kostur er. Skoðum hér eitt dæmi frá bridgehöf- undinum Mike Lawrence af nýjum geisladiski, Counting at Bridge, sem hann setti nýlega á markað. Sagnir ganga þannig í spilinu, norður gjaf- ari og enginn á hættu: é ÁK109 G643 G * Á654 4 863 44 ÁKD107 •f D864 * 9 * DG72 * 952 4 Á7 * KD82 Norður Austur Suður Vestur 1 4 pass 14 2 44 2 4. pass 3 * pass 4 4 p/h NS enda í hinum eðlilega samningi 4 spöðum og vestur hefur vömina á því að taka 3 hæstu í hjartalitnum, austur fylgir einu sinni lit en hendir síðan tveimur tíglum. Vestur spilar fjórða hjartanu, austur trompar og sagnhafi yfirtrompar. Nú eru trompin tekiri af andstöðunni og nú er að reyna að gera sér ákveðna mynd af höndum AV. Ljóst er að austur átti eitt hjarta og tvo spaða og því byrjaði hann með 10 spil í láglitum. Mjög sennilegt er að austur eigi 6 tígla og 4 lauf eða 5 tígla og 5 lauf því meö fleiri tígla hefði hann sennilega hindrað eft- ir opnun norðurs á einu laufi. Ef lauf- in eru 5-0 er ekki hægt að vinna spil- ið en ef vestur á eitt lauf þá verður það að vera gosi, tía eða nía. Þá er laufi spilað á ás og áttunni síðan svín- að af öryggi ef austur leggrn- ekki á. Einfóld spilamennska ef menn gleyma ekki að telja. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.