Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1996, Page 29
FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996
37
Hörður Áskelsson stjórnar
Schola cantorum og leikur á
nýtt orgel í Þoriákshafnarkirkju.
Fjögurra
radda messa
Schola cantorum er nýr kór
sem stofnaður hefur verið við
Hallgrímskirkju í Reykjavík.
Um er að ræða kammerkór sem
skipaður er sautján manns sem
flestir syngja eða hafa sungið
með Mótettukómum. Fyrstu
tónleikar kórsins verða haldnir
í Þorlákshafharkirkju í kvöld
kl. 21.00. Tónleikamir verða
endurteknir í Hallgrímskirkju á
sunnudaginn kl. 17.00.
Á efnisskránni er aðallega
ensk tónlist frá sextándu og
sautjándu öld. Þar kemur Willi-
am Byrd mest við sögu og ber
hæst fjögurra radda messa
hans. Stjómandi Schola cant-
orum er Hörður Áskelsson, org-
anisti Haligrímskirkju.
Tónleikar
Aðventutónleikar
Lúðrasveitar
Hafnarfjarðar
Lúðrasveit Hafnarfjarðar
verður með aðventutónleika í
Hafnarborg í kvöld kl. 20.30.
Efnisskráin er fjölbreytt að
vanda og verða flutt innlend og
erlend lög ásamt jólalögum.
Einnig mun blásarakvintettinn
Þeyr koma fram. Aðgangur að
tónleikunum er ókeypis.
Að girnast
konu
Félag áhugamanna um heim-
speki stendur fyrir fyrirlestri í
stofu 101 í Odda í kvöld kl. 20.00.
Jóhann Bjömsson flytur fyrir-
lestur sem hann nefiiir Að gim-
ast konu.
Fjölskyldan og
heimilið
Fræðslustundum Reykjavík-
urprófastsdæmis eystra í Kópa-
vogskirkju verður haldið áfram
í kvöld kl. 20.30. Dr. Sigmjón
Ámi Eyjólfsson héraðsprestur
mun leggja út frá fjórða boðorð-
inu í erindi sem hann nefnir
Fjölskyldan og heimilið.
Samkomur
Hreyfimyndafélagið
Hreyfimyndafélag Háskólans
sýnir óskarsverðlaunavestrann
Shane í leikstjóm George
Stevens í Háskólabiói í kvöld kl.
23.00.
Gaukur á Stöng
Hljómsveitin Loðin rotta
skemmtir gestum á Gauki á
Stöng í kvöld.
Tvímenningur
Brids, tvímenningur verður
spilaður í Risinu í dag kl. 13.00.
Félag frímerkjasafnara
Félagsfundur verðrn- haldinn
i kvöld kl. 20.30. Ólafur Elíasson
flytur erindi.
Bráðabirgða-
tenging á
Skeiðarársandi
Góð vetrarfærð er á landinu en
víða er nokkur snjór og hálka á veg-
um. Búið er að opna veginn yfir
Skeiðarársand á ný fyrir almenna
umferð. Gerðir hafa verið bráð-
birgðaslóðar og brýr þar sem mest-
ar skemmdir urðu. Slóðarnir em
Færð á vegum
grófir malarslóðar og em vegfarend-
ur beðnir að aka gætilega. Sérstakr-
ar aðgæslu er þörf við tengingar
slóða við Hringveginn og við brým-
ar yfir Gigju og Skeiðará. Unnið er
að frekari lagfæringum og merking-
um og em vegfarendur beðnir að
sýna vinnuumferð tillitssemi.
Skemmtanir
Þeir félagar KK og Magnús verða
með tónleika á Café Royal í kvöld þar
sem þeir munu flytja lög af plötunni og
sjáifsagt fylgir með eitthvert annað góð-
meti. Þeim til halds og trausts á tón-
leikunum verður Magnús „mandólín"
Einarsson. Tónleikamir hefjast kl.
21.30. KK og Magnús Eiríksson leika lög af nýrri plötu á Café Royal í kvöld.
KK og Magnús Eiríksson á Café Royal:
Ómissandi fólk
í öllu jólaplötuflóðinu, sem nú
streymir á markaðinn, er margt athygl-
isverðra platna og ein slík er
Ómissandi fólk þar sem sameina krafta
sína tvö stórmenni í íslenskri dægur-
tónlist, KK (Krisfján Kristjánsson) og
Magnús Eiríkson. Þeir hafa ekki áður
leikið opinberlega saman þannig að um
forvitnilegt samstarf er að ræða. Þessir
frábæra lagahöfundar og hljóðfæraleik-
arar hafa gert góða hluti í hvor í sínu
lagi og eftir þá liggur mikið af góðu efni
svo víst er að margir em forvitnir um
hvemig samvinna þeirra hefur tekist.
m Hálka og snjór
án fyrirstöðu
Lokaö
s Vegavinna-aögát
m Þungfært
@ Öxulþungatakmarkanir
(g)Fært flallabílum
Ástand vega
Frægasti leikari Frakka í dag, Ger-
ard Depardieu, leikur annað aöal-
hlutverkiö.
Verndar-
englarnir
Meðal mynda sem Háskólabíó
sýnir er franska gamanmyndin
Verndarenglamir (Les Anges
Gardiens). Myndin segir frá
Antoine Carco sem er ófyrirleit-
inn kaupsýslumaður i París. Dag
nokkurn hringir gamall félagi
hans úr símaklefa í Hong Kong
og biður hann að hjálpa sér að
koma fimm ára syni sínum og dá-
góðri fjárupphæð úr landi. Þegar
þangað kemur er kínverska mafí-
an búin að drepa gamla félagann
og reynir einnig að koma honum
fyrir kattarnef. Carco fær þá til
liðs við sig prestinn Hervé Tarain
sem fer með stráksa og pening-
ana til Parísar. En þegar þangað
kemur fyrirhitta bæði Carco og
klerkurinn yfirnáttúrlega tvífara
sína, eins konar engla og algjörar
andstæður þeirra, sem sleppa
þeim ekki úr augsýn og gera
þeim lífið leitt.
*:
Kvikmyndir
í aðalhlutverkum em Gerard
Depardieu og Christian Clavier.
Leikstjóri er Jean-Marie Poiré.
Nýjar myndir:
Háskólabíó: Verndarenglarnir
Laugarásbíó: Tll síðasta manns
Saga-bíó: Körfuboltahetjan
Bíóhöllin: Aðdáandinn
Bíóhöllin: Gullgrafararnir
Bíóborgin: Hvíti maðurinn
Regnboginn: Hetjudáð
Stjörnubíó: Hættuspil
Krossgátan
Lárétt: 1 skjól, 6 keyrði, 8 hlass, 9
snemma, 10 lærlingur, 12 orka, 14
kvendýr, 16 bergmála, 17 prýðileg,
19 drukkin, 21 bleyta, 22 tími, 23
æviskeiðið.
Lóðrétt: 1 flugtæki, 2 hreyfi, 3 deila,
4 komist, 5 vofur, 6 belti, 7 óvild, 11
gufa, 13 þekkta, 15 loga, 16 mörg, 18
málmur, 20 svik.
Lausn á síðustu krossgátu:
Lárétt: 1 flensa, 8 rofa, 9 ólm, 10
egndi, 11 dá, 12 studdi, 15 tuðrana,
17 assa, 19 góð, 21 kákaði.
Lóðrétt: 1 frestar, 2 log, 3 efnuð, 4
nadd, 5 sói, 6 aldin, 7 smánaði, 13 *"
tusk, 14 duga, 16 rak, 18 sá, 20 óð.
/
Systir Dagnýjar
Elísu
Litla stúlkan á mynd-
inni fæddist á fæðingar-
deild Landspítalans 14.
nóvember kl. 01.19. Hún
var við fæðingu 2.800
Barn dagsins
grömm að þyngd og
mældist 50 sentímetra
löng. Foreldrar hennar
era Sigurborg Sturludótt-
ir og Þorsteinn Jónasson.
Hún á eina systur, Dag-
nýju Elísu, sem er þriggja
og hálfs árs gömul.
Á NÆSTA
SÖLUSTAÐ
EÐA
ÍÁSKRIFT
ÍSÍMA
550 5752