Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1996, Blaðsíða 11
11
FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996
menning
Gamansamt ævintýri með
alvarlegum undirtóni
Úlfar Harri Elíasson er ungur
maöur sem var aö gefa út sína
fyrstu bók. Það er ævintýrasaga fyr-
ir böm og heitir því ljóðræna nafni,
Sól yfir Dimmubjörgum.
- Hvað ertu
að gera í þess-
ari bók, Úlfar?
„Aðallega að
skemmta les-
andanum - en
um leið að
reyna að koma
að uppbyggileg-
um hugmynd-
um, til dæmis í
sambandi við
jafnrétti. Ég
passa að alls
staðar sé gert
ráð fyrir þvi að
allir séu jafhir
og jafhræði ríki
milli kynja, án
þess að lesand-
inn þurfi að
hugsa mikið
um það. Ég tel
mikilvægt að
höfundar hafi Úlfar Harri Elíasson.
uppbyggilegt
hlutverk bókanna í bakgrunni.
Svo er ég kannski svolítið að gera
grín að hetjuhlutverkum í ævintýr-
um í þessari sögu. Góðu karlmenn-
imir og hetjumar eru í eilífum
vandræðum og óttalega klaufskir,
en Dimmína hin illa er öflugasti
karakterinn í sögunni.
Þetta er sem sagt gamansamt
ævintýri með alvarlegum undirtóni
en ég er á móti bókum með beinum
boðskap sem skellur á lesandan-
um.“
- En af hverju barnabók?
„Af því að ég byrjaði bara á
henni, settist niður og skrifaði
bamabók.
Þegar ég var
búinn að
skrifa hana
datt mér í
hug að mynd-
skreyta hana
- og gerði
það, teiknaði
tíu myndir
við höfuðvið-
burði sög-
unnar.“
Hvað
lastu sjálfur
þegar þú
varst á aldur
við lesendur
þína?
„Allt sem
ég komst í,
meðal annars
svona ævin-
týrabækur
en ekkert
frekar. Mað-
ur fór bara á bókasafnið og tók sín-
ar tíu bækur, svo skilaði maður
þeim og tók næstu tíu. Ég las allar
bækur - bækur fyrir böm, unglinga
og fúllorðna. Alger alæta á bækur.“
- Og hvað er næst á dagskrá? Ætl-
arðu að skrifa aðra bók?
„Já, ég er byijaður á nýrri bók.
Það verður unglingabók sem gerist í
alvörunni, hér og nú.“
Drakúla greifi við orgelið
'\SLENSK4
S ^ ^ S
Fjölskylduskemmtun 99 plasthlutir
Einfalf, shemmfilegf og fræflandi spil om núfíma viöshipfí
i Neworld -
íslenska
viöskiptaspitinu
getur þu eignast
hlutabréf í 20
öflugum
íslenskum
fyrirtœkjum.
Leikmenn versla
með veröbréf,
gult. demanta,
kaffi, sykur,
gjaldeyri o.fl.
Leikmenn byggja
upp fyrirtœkin
með húsum,
flugvétum.
skipum,
gervihnöttum og
otiuhreinsunar-
stöövum. atlt eftir
eöli hvers
fyrírtœkis.
Viðskiptin ganga
hratt fyrir sig og
spennan helst atlt
tit enda.
■-------—' - I
HEILiDSÖLUDREIFING:
ístenska Viðskiptaspllið
Simí; 564*0034 • Fax: 564 0046 í
Verk eftir Bach, Pál ísólfsson,
Hafliða Hallgrímsson og fleiri eru á
glænýjum geisladiski með Bimi
Steinari Sólbergssyni orgelleikara.
Skref gefur diskinn út en eins og
margir vita er Skref nýtt útgáfufyr-
irtæki sem hefur það að markmiði
að koma ungum íslenskum tónlist-
armönnum á framfæri. Geisladisk-
arnir kosta minna en aðrir íslensk-
ir diskar svo þeir séu söluvænlegri
og því hefur minna verið lagt upp
úr kápu og meðfylgjandi bæklingi.
Enda er kápan vægast sagt ólistræn
Tónlist
Jónas Sen
og innihald bæklingsins rýrt. Á
framhliðinni gefur að lita náttúm-
lausa mynd af orgeli og einu upplýs-
ingamar í bæklingnum em um org-
elleikarann sjálfan og orgelið sem
hann leikur á. Ekkert er fjallað um
tónverkin sem hann flytur og er víst
að mörgmn þykir þetta miður. Sér-
staklega þar sem sum viðfangsefha
listamannsins eru hin merkile-
gustu.
Fyrsta tónsmíðin er prelúdía og
fúga í G-dúr BWV 541 eftir Bach.
Túlkun Bjöms Steinars á þessu
snilldarverki er hin stórbrotnasta
og auðheyrt að hann er orgelleikari
í fremstu röð. Hann hefur mikla
tækni og fúllkomið vald á orgelinu.
Hljóðfærið leikur í höndum hans og
eiga öragglega margir eftir að fyll-
ast andakt við að hlýða á þessa vold-
ugu tóna. Sömuleiðis er Slá þú
hjartans hörpustrengi - sem flestir
þekkja - úr kantötu BWV 147 eftir
Bach fallega spilaö. Þó það sé stutt
er það eitt og sér góð og gild ástæða
til að kaupa diskinn.
Maestro Páll ísólfsson er næstur
á dagskrá. Bjöm Steinar leikur eig-
in umritanir á tveimur af þremur
„píanóstykkjum“, Búrlesku og Int-
ermezzo. Búrleskan er reyndar
ósköp klunnalegt og hugmyndas-
nautt popplag sem vel hefði mátt
sleppa en Intermezzóið er öllu
merkilegri tónsmíð. Umritun
Björas Steinars á þessu verki er vel
gerð og eiginlega hljómar tónlistin
mun betur á orgel en píanó.
Ekki er pláss til að fjalla um
hvert og einstakt verk á efnisskrá
þessa ágæta geisladisks. Helst ber
að nefna Hugleiðingu um ummynd-
un Krists á fjallinu eftir Hafliða
Hallgrímsson en það var samið í
fýrra. Þetta er stórbrotið tónverk,
þrungið andstæðum og miklum til-
finningum. Ekki er laust við að hin-
ir ómstríðu, sterku orgelhljómar
séu hálfóhugnanlegir - og eiga
margir hlustendur væntanlega eftir
að minnast gamalla vampýruhryll-
ingsmynda með ljúfum hrolli. Verk
Hafliða er í öllu faUi áhugavert og
eitt besta sem samið hefur verið fýr-
ir orgel hérlendis. Sömuleiðis er
geisladiskm- Bjöms Steinars með
þeim betri sem koma út nú í ár.
HEIMAR
Orlofsíbúðahótel
RCI.
Söluskrifstofa Suðurgötu 7
Sími 561 3300 Fax 561 3301
opið alla daga frá kl. 14:00-22:00
9
Otrúlegt verö!
★ 3 diska geislaspilari
★ SuperT-bassi
★ Tengi f. aukabassahátalara
★ Tvöfalt segulband
★ Starf. útv. 32 stöðva minni
★ Fullkomið karaoke kerfi
★ Tvö hljóðnematengi
★ 2x40W RMS surround magnari
★ Tónj. meö rock-pop-classic
★ Segulv. hátalarar og fjarstýring
Nú kr. 44.900 staögr.
Rétt verð kr 49.900 staðgr.
SLiMJSL - mest seldu hljómtækin á íslandi í dag
Umboðsmenn aivva um land allt: ARMUU 38 SIMI5531133
Reykjavík: Heimskringlan Kringlunni - Hafnarfjörður: Rafbúö Skúla - Grindavík: Rafeindaþj. Guðmundar - Keflavík: Radíókjallarinn
Akranes: Hljómsýn - Borparnes: Kaupfélag Borgfirðinga 7 Blönduós: Kaupfélag Húnvetninga - Hvammstangi: Rafeindaþj. Odds
Sigurössonar - Sauðárkrókur: Kaupfélag Skagfirðinga - isafjörður: Ljónið - Siglufjörður: Rafbær - Akureyri: Naust/Tölvutæki Bókval
Húsavík: Omur - Vopnafjörður: Verslunin Kauptún - Egilsstaðir: Rafeind - Neskaupstaöur: Tónspil - Eskifjörður: Rafvirkinn
Seyðisfjöröur: Tumbræður - Höfn: Rafeindaþj. BB - Hella: Gilsá - Selfoss: Radiórás - Vestmannaeyjar: Eyjaradíó.