Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1996, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1996, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996 Fréttir 35 CHRYSLER CIRRUS (STRATUS) Til sölu CHRYSLER CIRRUS, árg. 1996, ekinn aðeins 1.600 km, 2,5 L - LXI - 24 ventla - 160 hestöfl - 4 dyra - sjálfskiptur Einn með öllu ásamt: hraöastillingu, þokuljósum að framan, leðuráklæði, 15" krómuðum álfelgum, geislaspilara, loftkælingu og þjófavörn. llpplýsingar í síma 565-6096 Slökkviliö Dalvíkur gagnrýnt vegna frammistööu viö slökkvistarf við Vallakirkju: Opinber rannsókn mjög var- hugaverð fyrir samfélagið - slökkviliðið gerði sitt besta „Við leituðum eftir því við menn hjá Brunamálastofnun aö þeir kæmu hingað og rannsökuðu þetta mál sem þeir gerðu. Ég vil meina eftir þá úttekt og samkvæmt minni eigin skoðun á málinu að margt sem sagt er um frammistöðu slökkviliðsins hafi ekki verið á rök- um reist og slökkviliðið hafi staðið eins vel að verki og kostur er við þessar aðstæður," segir Rögnvaldm- Skíði Finnbjömsson, bæjarstjóri á Dalvík, um þann kvitt sem verið hefur uppi um að slökkvilið Dalvík- ur hafi ekki staðið nógu vel að verki þegar Vallakirkja í Svarfaðardal brann í nóvember og stórskemmdist eða jafnvel eyðilagðist. Því hefur verið haldið fram að skaðinn hafi orðið svo mikill sem raun bar vitni vegna seinagangs slökkviliðsins við að komast á staðinn og vegna lélegs tækjabúnaðar og skipulagsleysis. Málið hefur verið rætt innan bæjar- ráðs Dalvíkur en þó óformlega og án afgreiðslu. Rögnvaldur Skíði segir að ekki hafi liðið óeðlilega langur timi þangað til slökkviliðið komst á stað- inn og það sé skoðun sín og Bruna- málastofnunar að þar hafi verið unnið eins gott starf og hægt var við erfiðar aðstæður. Alltaf megi finna eitthvað sem fari úrskeiðis en á það beri að líta að slökkviliðsmennimir séu ekki 100 prósent atvinnumenn. segir bæjarstjórinn á Dalvík „Vissulega fer alltaf eitthvað úr- skeiðis. Við emm með slökkvilið þar sem menn em skyldugir til að starfa. Þetta em að vísu ekki 100 prósent fagmenn en það er þó ekk- ert sem réttlætir þær ásakanir sem fram hafa komið. Það varð þarna óhapp þegar dæla virkaði ekki þar sem sía var biluð og töfin var nokkrar minútur,“ segir Rögnvald- ur Skíði. Hann segir varasamt fyrir slökkviliðið og samfélagið í heild að halda áfram með málið og hefja op- inbera rannsókn. „Þetta er voöalega viðkvæmt mál hjá þeim sem eiga hlut að máli. Þarna kviknaði í út frá efnum sem valda sjálfsíkveikju og ekki mega vera saman. Það eru einhverjir sem segjast vilja opinbera rannsókn en ég tel slíkt mjög varhugavert. Ef slökkviliðsmenn lenda í yfírheyrsl- um þá getur það haft mjög slæm áhrif á starf þeirra. Þá er það ekki gott fyrir samfélagið að draga alla í yfirheyrslur,“ segir Rögnvaldur Skíði. -rt „Öryggi barna - okkar ábyrgð“: Hvetur til oflugra forvarna til að fækka slysum Árlega veitir átakið Öryggi bama - okkar ábyrgð viðurkenn- ingar vegna framúrskarandi fram- lags til slysavama bama. Tilgang- urinn með veitingu viðurkenning- anna er að hvetja til þess að vel- ferð og vemd bama sé virt og stuðla að öraggu umhverfí þeirra. í framkvæmdastjóm átaksins sitja fulltrúar frá Rauða krossi íslands, Landlæknisembættinu, Foreldra- samtökunum, Neytendasamtökun- um og Umferðarráði. Slys á bömum á Islandi em hlut- fallslega algengari hér á landi en í nágrannalöndum okkar og segja má að slysin séu stórt heilbrigðis- vandamál. Kostnaður vegna slysa og afleiðinga þeirra er gífurlegur. Fjölmörg samtök og stofnanir starfa markvisst að slysavömum bama og að því að fækka slysum. Reynt er að ná til foreldra með ým- iss konar fræðslu, myndböndum og bæklingum. En betur má ef duga skal, segir í bréfi frá framkvæmdanefnd átaks- ins en hún hefur það að markmiði að fækka slysum á börnum hér á landi. Skorað er á stjómvöld að gera það sem í þeirra valdi stendur til þess að auka varnir gegn þess- um slysum því það hafi sýnt sig að með öflugum forvömum sé hægt að draga verulega úr fjölda slysa og koma þannig i veg fyrir örkuml og þjáningu þeirra bama sem slasast. -sv Trausti Ólafsson hefur starfaö hjá sama fyrirtækinu í 51 ár. Hér er hann að skera niöur saltfisk sem síöan fer í neytendapakkningar. DV-mynd ÞÖK Síðustu ár hefur skátahreyfing'm selt sígrcen eðaltré, í hæsta gœðaflokki og prýða þau nú mörg hundruð íslensk heimili. <*■ 10 ára ábyrgð Eldtraust 10 stærðir, 90 - 370 cm n. Þarfekki að vökva í*. Stálfótur fylgir **. íslenskar leiðbeiningar Ekkert barr að ryksuga n Traustur söluaðili »- Truflar ekki stofublómin r* Skynsamleg fjárfesting BANDALAG ÍSLENSKRA SKÁTA * Gefðu íslenskan jakka í jólagjöf Verðið kemur á óvart Rétt ver3 16.900. Margir litir og stœrðir Fríar Póstkröfur ffCápusalan Ótrúleqt KápuúrvallgSnorrabrQut 56 5 562 4362 Hefur starfað í rúma hálfa öld hjá sama fyrir- tækinu DV, Hauganesi: „Ég byrjaði að vinna hjá þessu fyrirtæki þegar ég var 17 ára. Ég hef í gegnum tíðina ekki unnið annað, nema hvað ég hef róið trillu minni að sumrinu," segir Trausti Ólafsson, 68 ára starfsmaður Trausta ehf. á Hauganesi. Trausti starfar við saltfisk- vinnslu hjá fyrirtækinu og lætur ekki deigan síga. Hann segir gott að starfa fýrir eigendur Trausta enda séu þeir frændur sínir. „Ég hef kunnað ágætlega við þetta. Ætli megi ekki segja að þetta séu sæmilegir húsbændur." -rt Reykvíkingar! Reglulegum fundum Borgarstjórnar Reykjavíkur er útvarpað á Aðalstöðinni, FM 90,0, á fimmtudögum. Skrilstofa borgarstjóra i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.