Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1996, Blaðsíða 24
32
FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996
Fréttir
DV-mynd ÆMK
Varnarliöið á Keflavíkurflugvelli:
Hrafns- og fálkahreiður
í loftnetsskermunum
Þúsund tonna klippa
fellir loftnetsskermana
DV, Suöurnesjum:
Fiskur 2000 á Blönduósi:
Sveinn Ásgeirsson, eigandi Hringrásar.
DV-mynd ÆMK
„Við buðum í verkið af smáleik-
araskap. Peningalega séð á þetta að
ganga upp og við eigum eftir að hafa
hagnað af þessu i lokin. Það er það
gott efni í loftnetsskermunum að
stálverksmiðjur erlendis vilja
kaupa svona efni. Við munum
brytja þá niður í smáhluti sem
verða fluttir út með skipi,“ sagði
Sveinn Ásgeirsson, annar eigenda
Hringrásar ehf., sem sér um að fella
Qóra loftnetsskerma varnaxTiðsins
við Básenda á Keflavikurflugvelli.
Að sögn Friðþórs Kr. Eydals upp-
lýsingafulltrúa hafa loftnetsskermar
flarskiptastöðvar varnarliðsins
staðið ónotaðir frá því að stöðin
hætti starfsemi 1992 eftir 30 ára
dygga þjónustu. Skermarnir eru 40
metra háir, úr stáli, og vegur hver
um sig um 250 tonn. Friðþór segir
að margir muni sakna skermanna,
einkum sjómenn smábáta sem hafa
tekið mið af skermunum með stað-
setningu í huga.
Við verkið hefur Hringrás færan-
lega endurvinnslustöð sem vinnur
skermana eftir að búið er að fella þá
og gerir það kleift að skipa efninu
fullunnu út um Njarðvíkurhöfn á
erlendan markað. Til að fella sker-
mana er notuð 40 tonna beltagrafa
með þúsund tonna klippu. Um eina
viku tekur að vinna einn skerm.
-ÆMK
Hráefnið sótt þvert yfir landið
liðsins við Básenda á Keflavíkur-
flugvelli. Þegar þeir höfðu verið
felldir tóku starfsmenn eftir hreiðr-
unum. í einum skerminum voru tvö
hreiður í hornunum. Hörður hefur
það eftir starfsmönnum, sem unnu
við stöðina, að hrafninn hafi verpt
annað hvert ár í hreiðrin til skiptis.
Það fundust ekki bara hrafnshreið-
ur því í einum skermanna var fálka-
hreiður og var fálkinn að sniglast í
kringum skerminn þegar hann var
felldur. -ÆMK
Hörður Ástþórsson heldur á hrafnshreiðrinu.
- starfsfólk pikkað af atvinnuleysisskrám
Það er unnið hér flesta daga og yf-
irleitt nóg að gera,“ segir Hrefna
Zoéga, verkstjóri hjá fiskvinnslunni
Fiski 2000 á Blönduósi.
Hjá fyrirtækinu, sem hóf starf-
semi sína á árinu, er unnið mest við
flatfisk og þar byggt að mestu á ut-
ankvótategundum, svo sem skráp-
flúru og sandkola. Að auki er unn-
inn skarkoli og aðrar tilfallandi teg-
undir.
Hráefni fyrirtækisins er sótt
þvert yfir landið, til Þórshafnar og
Vopnafjarðar á annan veginn en
Þorlákshafnar á hinn veginn.
Hrefna segir vinnsluna hafa gengið
vel frá upphafi og sæmilega hafi
gengið að fá starfsfólk.
„Við höfum pikkað fólk af at-
vinnuleysislistanum og þannig hef-
ur gengið sæmilega að manna
vinnsluna. Það er þó skortur á vönu
fiskvinnslufólki hér enn sem komið
er,“ segir Hrefna. -rt
Hrefna verkstjóri hjá Fiski 2000 á Blönduósi með vænan skarkola sem sóttur er þvert yfir landið. DV-mynd ÞÖK
SIMALEIKUR
Jólagjafahandbókarinnar
904 1750
Hafðu
jólagjafa-
handbók
sem kom út
4. desember
við höndina
og taktu
þátt í
frábærri
verðlauna-
getraun.
Þú
getur
unnið
þessi
glæsilegu
tæki
hér til
hliðar.
BRÆÐURNIR
©IQKMSSONHF
Lágmúla 8 - sími 533 2800
AKAI
SJÖNVARPSMIÐSTÖÐIN HF
SíBumúla 2 - sími 568 9090
Einar
Farestveit & Cohf.
BÖrRartánT28 tf562 2901 og 562 2900
ATV
ÁRMÚLtt 38 SfM 5931133
Verð aðeins 39,90 mín.
DV, Suðurnesjum:
„Ég hef áður séð hrafnshreiður
en aldrei svona sóðaleg hreiður. 1
þessum hreiðrum eru meðal annars
spýtnabrak, vírar, ljósakrónur, kop-
arvírar, stangir, rafmagnsvirar,
girðingaefni og gaddavír. Ef hægt
væri að safna þessu saman á einn
stað væri það í góða endurvinnslu,“
sagði Hörður Ástþórsson, starfs-
maður Hringrásar.
Hringrás sér um að fella niður 40
metra háa loftnetsskerma vamar-
Sænsk-íslenski samstarfssjóðurinn
Markmið sjóðsins er að efla sænsk-íslenska samvinnu og
menningarsamskipti og stuðla að upplýsingamiðlun um
þjóðfélagsmál og menningarlíf í Svíþjóð og á íslandi.
í því skyni veitir sjóðurinn einstaklingum, félagasamtökum og
stofununum styrki til verkefna, einkum á sviði menningar-,
vísinda- og menntamála.
Umsóknarfrestur um styrki úr sjóðnum á árinu 1997 ertil 28.
febrúar 1997. Áritun á íslandi er Menntamálaráðuneytið,
Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Sérstök umsóknareyðublöð
munu liggja fyrir þar og hjá Norræna félaginu, Bröttugötu 3b,
101 Reykjavík, svo og í Norræna húsinu.
Stjórn Sænsk-íslenska samstarfssjóðsins