Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1996, Blaðsíða 2
2
FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996
Fréttir
Rofaði til í lífi Súðavíkurhjóna með fæðingu „jólabarns“ á föstudag:
Hlakka til þegar Iffið
verður eftlilegt á ný
- gleði og ótti bærast með okkur - segja Berglind Kristjánsdóttir og Hafsteinn Númason
Þetta er yndisleg tilfmning, en
blendin, maður veit varla hvort
maður á að hlæja eða gráta,“ segja
hjónin Berglind Kristjánsdóttir og
Hafsteinn Númason, en þeim fædd-
ist dóttir sl. föstudagsmorgun þeg-
ar klukkuna vantaöi 17 mínútur í
sjö.
Stofan hjá þeim Berglind og Haf-
steini var full af blómum þegar DV
heimsótti þau í gær á heimili
þeirra í Mosfellsbæ. Hamingjuósk-
ir hafa streymt til þeirra frá bæði
vinum, vandamönnum og vanda-
lausum frá því að litla dóttirin
fæddist, en þau hafa mátt ganga í
gegnum erfiðari lifsreynslu og
þyngri sorg en halda mætti að
hægt væri að leggja á fólk, síðan
þau misstu þrjú börn sín í Súða-
víkurhamförunum.
Hafsteinn Númason segir í
samtali við DV að hann hafi
fram til þessa átt erfitt með
að sjá og handfjatla ýmislegt
sem tengist börnum, svo
sem barnaföt, bleiur og
þess háttar, en nú, eftir að
litla dóttirin er fædd,
hafi hann orðið að gera
það og það fylgi því ein-
kennilega blendin til-
finning harms og sakn-
aðar, en jafnframt gleði og til-
hlökkunar og Berglind bætir við
að tilfinningin sé ótrúleg að halda
á litlu barni í faðminum aftur eft-
ir þennan tíma.
„Það er bæði gleði og ótti sem
bærist innra með manni, en mað-
ur er varla kominn niður á jörð-
ina og farinn að trúa því að þetta
sé raunveruleiki,“ segir Haf-
steinn. DV spurði þau hvort þau
óttuðust að þau mundu ofvernda
barnið eftir þær ógnir sem yfir
þau hjónin hafa dunið. Þau segja
að þetta hafl þau rætt sín í milli
og velt fyrir
sér.
Hafsteinn Númason með nýfædda dóttur sína. Þau hjónin, hann og Berglind
misstu öll börn sín í snjóflóðinu í Súðavík og hafa átt erfiða tíma. Það er því
stúlkan verði Ijós í sortanum.
„Við erum meðvituð um þetta og
munum gæta okkar,“ segir Haf-
steinn.
Þau hjónin höfðu ekki í gær
ákveðið hvað dóttir þeirra skyldi
heita, en að litla jólabamið þeirra
skyldi skírt í fyrrum sóknar-
kirkju Berglindar, Dómkirkj-
unni í Reykjavík, eftir áramót-
Tíminn sem liðinn er frá
hamforunum í Súðavík hefur
verið þeim Berglind og Haf-
steini erfiður og ýmis eftirmál
hamfaranna eru enn óútkljáð.
Berglind segir þetta hafa verið
sér mjög erfiðan tíma og
kveðst hlakka til þegar hægt
verður að leggja fortíðina að
baki og tilveran kemst í eðli-
legt horf og fjölskyldan öðlast
eðlilegt næði til að lifa eigin
lífi. „Ég hlakka tU þess þegar
málin komast í lag og lífið
verður eðlUegt á ný. Við vUj-
um líka þakka vináttu, sam-
hug og stuðning sem fólk hefur
veitt okkur og hlýhug í okkar
garð. Það er okkur mikils
virði,“ segir Berglind Kristj-
Kristjánsdóttir, ánsdóttir.
viðbúið að litla -SÁ
DV-mynd GVA
Álver á Grundartanga:
Hreinsibúnaður
uppfyllir ströng-
ustu kröfur
- segir iðnaðarráðherra
„Varðandi ótta íbúa Kjósar-
hrepps um mengun frá álveri
sem hugsanlega verður byggt á
Grundartanga vU ég 'taka fram
að það hefur þegar farið fram
umhverfismat á svæðinu. Sam-
kvæmt því uppfyllir sá hreinsi-
búnaður sem þama verður not-
aður aUar ströngustu kröfur
sem við gerum í þessum efnum.
Það er ekki búið að taka
ákvörðun um það að álverið
risi nákvæmlega á þessum stað
þótt búið sér að undirrita fjár-
festingarsamning, raforku-
samning og lóðasamning um
byggingu álvers á Grundar-
tanga. Þeir samningar eru mik-
Uvægir fyrir okkur því um leið
erum við að fá tryggingu fyrir
því að tveir þriðju hlutar þess
kostnaðar sem Landsvirkjun
leggur út i tU undirbúnings
þessum framkvæmdum ffam til
1. mars á næsta ári verði
greiddir af Colombia fyrirtæk-
inu,“ sagði Finnur Ingólfsson
iðnaðarráðherra vegna mót-
mæla íbúa Kjósarhrepps við
byggingu álvers á Grund-
artanga.
Hann bendir á varðandi stað-
setningu álvers á Grundartanga
að þar sé þegar fyrir stóriðjufyr-
irtæki. Á meðan menn geti hald-
ið mengim innan þeirra marka
sem við krefjumst sé ákjósanlegt
að byggja upp fyrirtæki í skyldri
starfsemi nærri hvert öðru en
dreifa þeim ekki um landið.
„Það þarf að meta staðarkosti
á einstökum svæðum með tUliti
til þess hvaða atvinnustarfsemi
við teljum heppilegt að þar fari
fram,“ sagði Finnur Ingólfsson.
-S.dór
Frosti hf:
Landsbankinn
fylgist með
„Ég vil leyfa jólunum og áramót-
unum að líða í friði. Síðan veröur
gerð skýr krafa um að trúnaði verði
aflétt,“ segir Heiðar Guðbrandsson,
hreppsnefhdarmaður í Súðavík, um
fund sem haldinn var í hrepps-
nefndinni í fyrradag. Á fundinum,
sem stóð í 6 klukkustundir, voru
málefni Frosta hf. rædd en stjómar-
menn fyrirtækisins hafa ekki enn
greitt að fullu 60 mUljóna króna
hlutafé sem þeir lofuðu fyrir áratug.
Heiðar vUdi ekki upplýsa hvað
fram hefði fariö á fundinum en sam-
kvæmt heimUdum DV bárust hrepps-
nefndinni skilaboð Landsbankans,
viðskiptabanka Frosta, sem fylgist
grannt með framvindu mála. Bank-
inn leggur tU að skoðaðir verði
möguleikar á að Frosti sameinist öðr-
um fyrirtækjum og aukið hlutafé fá-
ist inn í fyrirtækið. Frosti skuldaði
samkvæmt ársreikningi 1995 langt á
annan mUljarð króna. -SÁ
Alþingi:
Styrkur til
almenn-
ingsbóka-
safna
Menntamálaráðherra hefur
lagt fram á Alþingi frumvarp tU
laga um almenningsbókasöfh
sem felur meðal annars í sér að
ríkissjóður leggi fram 20 mUljón-
ir króna á næstu 5 árum til að
styrkja bókasöfnin. Markmiðið
er að almenningsbókasöfn geti
boðið þjónustu sem styðst við
nútíma upplýsingatækni. Einnig
er greitt fyrir tengingu almenn-
ingsbókasafna við upplýsinga-
net. Fénu má því verja til kaupa
á tölvum og kosta safnverði á
námskeið og gefa út fræðsluefni
fyrir almenning. -S.dór
Stuttar fréttir
Jólakvíði
Biskup íslands mælist til þess
að prestar biðji fyrir þeim sem
kvíða jólunum í sérstakri helgi-
stund á sunnudaginn kemur.
Flugleiðir og Sout-
hwest
Flugleiðir og Soutwest Airli-
nes í Bandaríkjunum eru komin
i samstarf um tengiflug milli
áfangastaða í Bandaríkjunum og
Evrópu um Baltimore.
200 miiyóna sparnaður
Bændur gætu sparað allt að
200 milljónir með þvi að kaupa
innfluttan áburð í stað innlends,
að sögn Alþýöublaðsins. Kaupfé-
lag Ámesinga er að sögn blaðs-
ins að undirbúa stórfelldan inn-
flutning áburðar.
3 bækur á mann
Rúmlega helmingur lands-
manna ætlar að kaupa 3-5 bæk-
ur fyrir jólin, Sórðungur ætlar
enga bók að kaupa og um 30%
bíða með að kaupa þar til þeir
hafa fundið hvar verðið er lægst,
samkvæmt könnun Hagvangs.
Sjónvarpið sagði frá.
Lestrarerfiðleikar
Fleiri böm eiga erfitt með lest-
ur á Vestfjörðum en á höfúð-
borgarsvæðinu, samkvæmt nið-
urstöðum rannsóknar íslensks
háskólanema í Ósló. Sjónvarpið
segir frá.
Uppsagnir afturkallaðar
Uppsagnir hjá Fiskiðjusam-
lagi Húsavíkur, sem taka áttu
gildi 22. desember, hafa verið aft-
urkallaðar vegna nýrrar laga-
túlkunar sem felst í dómi um
lokun hjá Fiskiðjunni Skagfirð-
ingi. Dagur Tíminn segir frá.
80 sagt upp
Öllum starfsmönnum Sjóla-
stöðvarinnar hefur verið sagt
upp, eða 80 manns, vegna hráefn-
isskorts. Uppsagnimar taka gildi
27. desember. Morgunblaðið
sagði frá. -SÁ
Þú getur svaraB þessari
spurningu meö því að
hringja í síma 9041600.
39,90 kr. mínútan
Já§5 Neí 2
j rödd
FOLKSINS
904 1600
Er rétt að skera niður
vegaframkvæmdir á
höfuðborgarsvæðinu?
sigurinn í sjö ár
Stærsti
Átta leikir vora í NBA í nótt og
urðu úrslit þessi:
Cleveland-New Jersey .......99-81
Orlando-Indiana............95-102
Detroit-New York...........112-78
Milwaukee-LA Lakers.......105-111
Denver-Sacramento ..........95-79
Phoenix-Washington........114-107
Portland-Seattle..........102-106
Golden State-Minnesota .... 123-96
Detroit sýndi allar sínar bestu
hliðar þegar liðið tók New York í
kennslustund. Þetta var um leið
stærsti sigur liðsins í sjö ár. Linds-
ey Hunter gerði 28 stig fyrir
Detroit en John Starks skoraði 15
stig fyrir Knicks.
Shaquille O’Neal gerði 41 stig
fyrir Lakers í Milwaukee en Glenn
Robinson skoraði einu stigi meira
fyrir Milwaukee. Lakers vann
þama sinn sjötta leik í síðustu 7
leikjum.
Indiana vann Orlando í tvífram-
lengdum leik. Reggie Miller gerði
34 stig fyrir Indina. Orlando var 11
stigum yfir í hálfleik.
Sam Perkins skoraði 25 stig og
Shawn Kemp 22 í sigri Seattle á
Portland. Isaiah Rider skoraði 23
stig fyrir Portland. Cleveland hefur
unnið 21 af síðustu 23 viðureignum
gegn New Jersey. -JKS