Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1996, Blaðsíða 10
FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996
10
Lítill og
þœgilegur
Audiovox 680
GSM handsími
► 235 g með rafhiöðunni
► Rafhlaða endist í allt að
22 klst. í bið
► Númerabirting 10
síðustu númera
PÓSTUR OG SÍMI
Söludeild Ármúla 27, sími 550 7800
Þjónustumiðstöð í Kirkjustræti, sími 800 7000
Söludeild Kringlunni, sími 550 6690
Póst- og símstöðvum um land allt
Mbenning
Ofnasmiður í köldu landi
Það hljómar kannski eins og fúll brandari að kalla
framkvæmdastjóra Ofnasmiðjunnar eldhuga en sú
lýsing á þó vissulega við Sveinbjörn Jónsson.
Hann var byggingarmeistari af ástríðu og
raunar einnig uppfinningamaður og
mannvinur.
Sveinbimi er lýst sem alda-
mótamanni, ekki endilega sein-
ustu aldamóta heldur allra
aldamóta þegar vitund manna
er skýrari um að tíminn líði
og að nú þurfi að fara að
byggja. Sveinbjörn var af
fuilveldiskynslóðinni og
hlutverk þeirrar kynslóð-
ar var uppbygging ís-
lands. Sveinbjörn helgaði
sig því í bókstaflegum
skilningi, alla ævina er
hann að byggja.
Hugtakið uppbygging
hefur þó greinilega haft
víðtækari merkingu hjá
Sveinbimi sem er í þessari
bók á sífelldri ferð og flugi.
Hann er bindindisfrömuður,
siðbótarmaður, áhugamaður
um menningu og fornar minjar.
Sveinbjöm er því þess háttar at-
hafnamaður sem of fá eintök eru til
af.
Ofnasmiðja SveinbjEtrnar er auðvitað
fyrirtæki og gott fyrirtæki. En þeir sem nú
Bókmenntir
Ármann Jakobsson
berjast kappklæddir við bítandi kulda og hafa í hlý
hús að venda geta reynt að gera sér í hugarlund illa
hituð hús. Á íslandi er ofnasmiðja fyrst og fremst hug-
sjón, úr ofninum kemur hiti sem yljar upp kalt land.
Fyrir tilstilli athafna- og uppfinningamanna eins og
Sveinbjarnar umbreyttist daglegt líf al-
mennings á íslandi. Hann kemur við
sögu margra heimilistækja sem nú
eru talin of sjálfsögð til að vera
frásagnarverð.
Saga Sveinbjarnar er eins
og ævintýr. Þrátt fyrir að
hafa veikst af berklum á
unga aldri lætur hann
engan bilbug á sér finna
og styrkur hans virðist
fleyta honum áfram
yfir allar hindranir.
Þetta hljómar kannski
eins og hetjusaga og er
það kannski en Svein-
bjöm er trúverðug
hetja sem auðvelt er
að hafa samúð með.
íslendingar hafa
stundum verið kallaðir
ævisagnaþjóð en eins og
nýlega hefur verið haldið
fram er réttara að kalla
þjóðina sjálfsævisagna- eða
viðtalsbókaþjóð. En saga
Sveinbjarnar í ofnasmiðjunni
er ævisaga, unnin af þremur
fræðimönnum þar sem byggt er á
heimildum frá hinum látna og sem
þeir hafa fundið sjálflr, t.d. frá æskustöðv-
um hans á Ólafsfirði. Saga Sveinbjamar í ofna-
smiðjunni minnir þvi á ævisögur sem við þekkjum frá
Englandi og víðar en íslendingar mættu vera iðnari
við að setja saman slíkar sögur.
Fridrik G. Olgeirsson, Halldór Reynisson og Magnús
Guðmundsson:
Byggingarmeistari í stein og stál. Saga Sveinbjarnar
Jónssonar í Ofnasmiðjunni 1896-1982.
Fjölvi 1996.
Gráblátt er í gólfi og lofti og Ijósbrúnt í veggjum, undir japönskum listaverkum. Rúmt er um smekklega valin tré-
borð og tréstóla. Reitaöir tréskermar skipta staönum í þrjá hluta, sem stór pottabióm gera fremur notalega.
Samurai:
Forsetabókin
Nú er komin á almennan markað
Forsetabókin - forsetakjörið 1996 í
máli og myndum - eftir
Karl Th. Birgisson og
Einar Karl Haraldsson,
þar sem saga forseta-
kjörsins er rakin í
texta og fjölmörgum
ljósmyndum. Hún hef-
ur þegar verið seld í
áskrift og fylgir henni heillaóskaskrá
með nöfnum um 2000 íslendinga.
Útgefandi er Félag um forsetafram-
boð Ólafs Ragnars Grímssonar en ís-
lensk bókadreifing annast dreifingu.
Veiðisögur
Bókin Af silunga- og laxaslóðum
fjallar um veiðiár landsins á liðnu
sumri. Hvernig gekk
veiðin? Hverjir voru að
veiða og hvar? Hvað er
mönnum minnisstæð-
ast? Hér eru spriklandi
nýjar veiðisögur af öllu
landinu. Sérstakur
kafli er imx sjóbirt-
ingssvæðin, veiðar og
rannsóknir á þeim
merkilega fiski.
Bókin er sjálfstætt framhald ritrað-
ar íslensku stangaveiðihandbókarinn-
ar. Fjöldi ljósmynda prýðir bókina.
Útgefandi er Sjónarrönd.
Stelpurnar á stöðinni
Stelpumar á stöðinni er tveggja
binda verk sem fjallar um talsímakon-
ur á íslandi frá 1906-1991 eða í 85 ár.
Tilefnið er 90 ára afmæli símans á
þessu ári. Ásthildur Steinsen tók
verkið saman og skráði en einnig eru
í því fjölmargar myndir. Útgefandi er
Alfa Gamma og er verkið eingöngu
selt í áskrift. Simi 555 1525.
Brúðuhúsið
Spennusagan Brúðuhúsið eftir Ev-
j elyn Anthony tjallar um
Rósu Bennet sem
starfar í bresku leyni-
: þjónustunni. Henni er
j gert að njósna um einn
af fyrrverandi njósn-
j urum hennar hátignar
sem nú rekur hótel
j úti í sveit. Rósa tekur
herbergi á leigu á ___
hótelinu en kemst þá að því að
starfsemi þess er aðeins yfirvarp fyrir
aðra og vafasamari starfsemi.
Evelyn Anthony er einnig höfundur
: bókarinnar Uppljóstrun sem kom út í
fyrra. Þórbergur Þórsson þýddi bók-
ina en Vaka-Helgafell gefur út.
Jólasöngvar í Langholts-
kirkju
Viskí fyrir te
Innrétting í Samurai er einfóld og vönduð að
japönskum hætti, andspænis Gamla Biói við Ingólfs-
stræti. Hrár fiskur í sushi og sashimi er yfirleitt
ferskur og fallegur að japönskum hætti. Og verðlag er
hátt að japönskum hætti. En tilfinningasnauð og of-
gerð matreiðsla staðarins er hins vegar ekki merkileg
og úr stíl við önnur sérkenni.
Gráblátt er í gólfi og lofti og ljósbrúnt i veggjum,
undir japönskum listaverkum. Rúmt er um smekk-
Veitingahús
Jónas Kristjánsson
lega valin tréborð og tréstóla. Reitaðir tréskermar
skipta staðnum í þijá hluta, sem stór pottablóm gera
fremur notalega. Nokkrir barstólar eru viö sushi-bar-
inn, þar sem kokkurinn setur saman hráa fiskbita.
Gestir fá volga dúka fyrir máltíð að hreinlátum
hætti Japana. Þjónusta er elskuleg og fremur hæglát.
Á leiðbeiningarsíðu í matseðli er því haldið fram full-
um fetum, að bjór og viskí henti vel með japönskum
mat, en ekki minnzt á te. Þetta sérstæða viðhorf kann
að skýra metnaðarlitla matreiðslu. Töluvert er um
gesti, einkum viðskiptakarla og jafnvel Japani.
Bezt er að fá sér hráa fiskinn, því að hann er yfir-
leitt ferskur og góður, lax, silungur, úthafsrækjur,
lúða, humar, gervikrabbi, laxahrogn, smokkfiskur,
rauðspretta og karfi. Sushi útgáfur hans eru mótaðar
með hrísgrjónum, en sashimi án þeirra. Réttirnir eru
bomir fram með sterkri piparrót og sojasósu til hlið-
ar. Fimm saman kosta sushi 650 krónur, sjö kosta 860
og níu kosta 1020 krónur. Sama magn af sashimi kost-
ar 780 krónur, 1080 krónur og 1440 krónur.
Mikið úrval smárétta er á matseðlinum og kosta
um 600 krónur hver. Þrir eða fjórir saman mynda þeir
heila máltíð fyrir einn. Aðrir kaflar matseðilsins
fjalla um núðlusúpur, hrísgrjónarétti, pottrétti, súpur
og djúpsteikingar.
Yaki Ramu voru hæfilega grillaðir og bragðgóðir
lambakjötsbitar á teinum. Furai Mono var djúpsteikt
og hlutlaus blanda af svínakjöti, kjúklingum og rækju
í of miklum steikarhjúpi. Masu Yaki var grillaður sil-
ungur sæmilegur með sætri sósu. Yakitori voru of-
grillaðir kjúklingabitar á teinum. Oyalu Don voru
egg, ofeldaður kjúklingur og laukur á hrísgrjónabeði
í súpuskál. Yakitori Don voru eggaldin, paprika, seig-
ur kjúklingur, og kryddlegnir hvítkálsþræðir á hrís-
grjónabeði í súpuskál. Miso-súpan skildist sundur,
einkum í hádeginu.
Samurai gefur takmarkaða innsýn í japanska mat-
reiðslu, hina einu í heiminum, sem stenzt samjöfnuð
við hina franskættuðu matreiðslu Vesturlanda. Sú
japanska einkennist af áherzlu á bragði og gæðum
hráefnanna, snöggri eða engri matreiðslu þeirra, ein-
faldri og litríkri framreiðslu. Japanskir kokkar
kunna vel með þang og þara að fara og ættu að því
leyti að geta verið okkur til fyrirmyndar.
Bezt er hér að halda sig við sushi og sashimi. Þess-
ir réttir eru að vísu ekki eins girnilegir og slíkir rétt-
ir voru nokkur haust i boði á Borginni, en þeir eru
frambærileg kynning á því, hvernig góður japanskur
matur er einfaldastur. Að öðru leyti má skola matn-
um niður með viskíi og gleyma honum.
Á fostudagskvöldið kl. 23 verða ár-
legir Jólasöngvar Kórs og Gradu-
alekórs Langholtskirkju og er þegar
uppselt á þá tónleika en þeir verða
endurteknir á laugardagskvöldið á
sama tíma. Þriðju tónleikarnir verða
svo kl. 20 á sunnudagskvöldiö.
Einsöngvarar á tónleikunum eru
Eiríkur Hreinn Helgason og Ólöf Kol-
brún Harðardóttir auk kórfélaga en
stjómandinn er sem fyrr Jón Stefáns-
son. Miðar fást í kirkjunni á 1000 kr.
en ókeypis er fyrir börn 12 ára og
; yngri.
Klarínett, píanó, sópran
Þrír tónlistarmenn hafa gefið út
geisladisk með verkum
eftir Gade, Finzi,
Debussy, Stravinsky,
Lutoslawski og
Schubert. Þetta eru
Rúnar Óskarsson
klarínettuleikari,
Kees Schul píanó-
og Suze van Grootel sópran-
söngkona. Hljómplatan var tekin upp
í Amsterdam en það er Arsis Classics
sem gefur hana út.
Umsjón
Silja Aðalsteinsdóttir