Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1997, Blaðsíða 10
FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 1997 JjV 10 #enn/ng BOfr ÚT^ARPÍ Tilveran: Mótettukór Hallgrímskirkju - afar góöur. Góður Hafnarfjörður er loksins kominn í veitinga- söguna. Þar sem Linnetstígur mætir Fjarðar- götu hefur verið opnuð eins konar hverfismat- stofa, sem býður frambærilegan mat á viðráð- anlegu verði í notalegu umhverfi. Tilveran er eins konar Laugaás í sparifötum. Veitingasalurinn er opinn og fremur hljóð- bær, með sumargrænu og samræmdu ávaxta- mynztri í gluggatjöldum, borðdúkum og áklæði notendavænna armstóla. Breytilegar málverkasýningar eru á þægilega grænum og gulrauðum veggjum. Eina feilnótan felst í óvenjulega smekklausum kryddstaukum á borðum. Þjónusta er þægileg, en oft óskóluð og stöku sinnum ruglingsleg. Að tjaldabaki er lágvær dósatónlist. Staðurinn er vel sóttur og stemningin góð. Þarna er venjulegt fólk úti að borða til spari, hjón eða bamafólk, enda kostar þríréttuð kvöldmáltíð ekki nema 2.100 krónur á mann að meðaltali, að kaffi meðtöldu, og ekki nema 1.530 krónur að meðaltali, ef valið er af seðli dagsins. í hádeginu kosta súpa og val af seðli dagsins um 830 krónur að meðaltali. Vínlistinn er líka ódýr og vel valinn. Vín hússins frá Chile kostar 400 krónur glasið. i mm\ \ vfgg 1> m DV mlw I Fjorkalfinum i DV a fostudogum ^ULCJ-PN iPILflk llflllll A Bylgjunm a fimmtudogum kl. 20 og endurfluttur á laugardögum kl. 16 (0W(iííUM0NIHN Veitingasalurinn er opinn og fremur hljóöbær, með sumargrænu og sam- ræmdu ávaxtamynztri f gluggatjöldum, borðdúkum og áklæöi notenda- vænna armstóla. Breytilegar málverkasýningar eru á þægilega grænum og gulrauðum veggjum. DV-mynd Hilmar Þór. með þröngt svigrúm til metnaðar. Við pöntun er skynsamlegt að biðja um, að salti og eldun- artíma fiskrétta sé í hóf stillt. Ósýnilegt Guðsríki úr titrandi lofti „Mesta tónskáld allra tíma, Jóhann Sebastían Bach, var þreyttur. Á dimmu desemberkvöldi stikaði hann heim á leið en þar biðu öll börnin hans óþolinmóð eftir honum, baldin og hávær... Hvað gæti hann gert til að gleðja þau? Sú spurning kraumaði án afláts í ægifógru höfði hans. Sem hann gekk þarna í hægðum sínum í slabbinu á skítugum götunum fékk hann hugmynd. Með söng, sagði hann við sjálfan sig, skal ég gleðja þau. Ekki veitir þeim af þessum vesalings vinum minum. Er hann nálgaðist húsið þar sem hann hjó ásamt fjölskyldu sinni og sá ljósin lýsa þar inni upphófst skyndilega hið innra með honum fagurt lag. Hugmynd hafði fundið form sitt!... Þetta urðu miklir hamingjudagar fyrir fjölskylduna er þau skipuðu sér umhverfis slag- hörpuna skömmu fyrir jólin 1734. Hið fegursta var orðið til.“ Þannig hljómar fyrsta skólaritgerð piltsins Sidners Nordenssons í skáld- sögu Görans Tunströms, Jólaóratoríunni. í hugarheimi bamsins spratt „hið fegursta" úr gráma daglegs amsturs og erfiðis. Þaðan reis það i hæðir sem á öðrum stað í sömu sögu er lýst þannig: „Jóhann Sebastían Bach skóp úr titrandi lofti hið ósýnilega Guðsríki sem nær um allan heim...“ Var ekki líka jólaundrið mikla sprottið úr einfóldum hversdagsleika fátæklegs fjár- húss og jötu? Flutningur Mótettukórs Hallgrímskirkju á Jólaóratoríu Bachs á sunnu- dag var fúllkomnun á fognuði jólanna. Söngur og hljóðfæraleikur undir stjórn Harðar Áskelssonar var þnmginn þeirri einlægu og innilegu gleði sem í verkinu er fólgin. Það er ekki við hæfl að fara að tína til hnökra og galla þegar svo ber við; á sama hátt og ekki hefði verið við hæfi að benda á skúm og skít í fjárhúsinu forðum. Slíkt skiptir ekki máli þar sem undrin verða til. Það má hins vegar benda á margt sem tókst frábærlega, eins og Tónlist Bergþóra Jónsdóttir tígulegan páku- og trompetleik í upphafi verksins og fallegan trompetleik með söng Lofts Erlingssonar i aríunni „Drottinn lífs og ljómi sólar.“ Loftur hefur sérdeilis ómþýða og hlýja barítonrödd. Það má nefna fagran englasöng Þóru Einarsdóttur þegar engillinn boðar fæðingu frelsarans og gott samspil Rannveigar Fríðu Bragadóttur og Martials Nardeaus í vögguvísu Maríu; frá- bæran söng og leik Rannveigar Fríðu og Sigm'björns Bemharðssonar konsertmeistara í annarri ariu Maríu, þeirri unaðsriku „Hjarta mitt, geym þetta heilaga undur...“; og einstaklega góðan söng Gunnars Guðbjartssonar verkið á enda í erfiðu hlutverki guðspjallamannsins. Mótettukór Hallgrímskirkju er afar góður kór; hljómurinn tær og hreinn og fremur léttur. Söngur kórsins í Jólaóratoríunni var jafn og hrífandi, ekki síst í vandsungnum kórölunum. Sópranrödd kórsins söng sig iðulega í hæstu hæðir, fislétt, tandurhreint og áreynslulaust og eftirtektarvert er hve margir kórfélaga virtust kunna verkið vel og njóta þess að syngja það. Hljómsveitin, skipuð ungu tónlistarfólki, var góð; leikur strengjanna létt- ur og tær eins og söngurinn. Þama var valin manneskja í hverju rúmi; ungt hæfileikaríkt fólk sem sannarlega sýndi hvað í því býr. Herði Áskelssyni ber heiður og þökk fyrir að færa okkur þetta ósýnilega Guðsríki sem Jó- hann Sebastían Bach skóp úr titrandi lofti. Tónleikar í Hallgrímskirkju 29. desember 1996: Á efnisskrá: Jólaóratorían BWV 248, 1., 2., 3. og 5. kantata, eftir Jóhann Sebastian Bach. Flytjendur: Mótettukór Hallgrímskirkju og einsöngvararnir Þóra Einarsdóttir, Rannveig Fríða Bragadóttir, Gunnar Guðbjörnsson og Loftur Erlingsson; kammersveit ungra tónlistarmanna; Sigurbjörn Bernharðsson konsertmeistari; Hörður Ás- kelsson stjórnar. svartfugl Heilar flöskur af traustum tegundum kosta 2.000-3.000 krónur, Villa Antinori og Santa Cristina frá Toskaníu, Monticello Crianza frá Rioja og Chateau Cadillac frá Bordeaux. Lýs- ingar fylgja í stil Einars Thoroddsens. Súpur dagsins voru yfirleitt rjómaðar hveitisúpur, heitar og miklar, hver annarri líkar, bomar fram með volgu, sætu og hvítu brauði. Það voru seljustöngulsúpa, blaðlauks- súpa og blómkálssúpa, sem hér var raunar kölluð grænmetissúpa. Skelfisksúpa af að- alseðli var mun betri, sennilega hveitilaus. Veitingahús Jónas Kristjánsson Grænmetissalat með túnfiski, camembert- osti og olífusósu var bezti forrétturinn, efnis- mikill og fjölbreyttur og einkum þó vel fersk- ur. Fiskréttir voru lítillega ofeldaðir og sumir ofsaltaðar, en hvorugt til mikils skaða. Smjör- steikt smálúðuflök voru fremur góð og græn- metið hæfilega léttsteikt, en sveppasósa var fremur hlutlaus. í annað skipti var pönnu- steikt lúða dálítiö sölt, borin fram með falleg- um sveppum og hæfilega léttsteiktu græn- meti. Ristuðu lamhalundimar vom lítillega ofeld- aðar eins og fiskurinn, bomar fram með villi- sveppasósu og skemmtilega bakaðri kartöflu- stöppu á hýðisbotni, soðinni peru, léttsteiktu grænmeti og hveitilausri sveppasósu. Pipar- steikin var hins vegar fin, meyr og ljúf, borin fram með hveiti- lausri piparsósu og sama staðlaða meðlætinu. Bezti maturinn var léttsteikt svartfúglsbringa með gráðostsósu, hæfilega lítið eld- uð og bráðnaði á tungu. Meðlæti og framsetning var svipuð og með öðru kjöti og ostasósan var of hlutlaus. Heimalagaður is hússins var borinn fram með þeyttum rjóma, súkkulaðisósu og ávaxta- sneiðum. Osta- kaka hússins var alveg eins og Royal-búðingur að áferð og bragði. Heit epla- baka með þeytt- um rjóma var hins vegar góð. Matreiðslan í Tilverunni er ekki framúr- stefnuleg eða hugmyndarík, heldur frambæri- leg og stöðluð, betri í kjöti en fiski, sem er einmitt einkenni miðlungsstaða

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.