Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1997, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1997, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 1997 Líkamsrækt SMIÐJUVEGI 1 • 200 KOPAVOGI SMIÐJUVEGUR 1 ■ 200 KOPAVOGUR SÍMI: 554 3040 SIMI: S54 3040 og 554 3026 GSM 895 0795 Fullkominn tækjasalur 8 vikna lokað fitubrennslunámskeið aðskildir hópar fyrir konur og karla. Mæling, vigtun, fitumæling, fyrirlestur, matarlistar. Bolur, ljós og annar Leiðbeinendur: Ragna Bachmann, Heilpraktíker, Einar Vilhjálmsson, lífeðlisfræðingur. W ViX>V Ufsstíu rt\egur Ndsr‘ngarlegt MfriVcegj Stuttar fréttir Útlönd Tengdafaðir handtekinn Tengdafaðir Benazir Bhutto, fyrrum forsætisráðherra Pakist- ans, var handtekinn í nótt. Eig- inmaður Bhutto er einnig í haldi yfirvalda. Verkföll á ný Tvö helstu verkalýðsfélög S- Kóreu ætla að boða til verkfalls á ný innan fárra daga. Belgar bjartsýnni Belgíska þjóðin er bjartsýnni á komandi ár en hún var á sama tíma í fyrra, þrátt fyrir barna- níðingshneykslin sem skóku samfélagið á síðari helmingi 1996. Juppé burt Alain Juppé, forsætisráðherra Frakklands, á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir því meirihluti þjóðarinnar gerir sér vonir um að hann missi embættið á nýbyrjuðu ári, að því er fram kemur í skoðanakönnun sem birtist í gær. Frakkar með evro Meirihluti Frakka er fylgjandi sameiginlegri mynt Evrópusam- bandsins. Reuter Hunsa bann yfirvalda Þúsundir stjórnarandstæð- inga í Belgrad efndu til mót- mæla þrátt fyrir bann yfirvalda. Dæmdir til dauða Herdómstóll í Líbýu hefur dæmt sex liðsforingja og tvo óbreytta borgara til dauða fyrir njósnir. Hvetur til íhugunar Vaclav Havel, forseti Tékk- lands, hvatti landa sina til íhug- unar um gildi lífsins og dýpri skiln- ings á sameig- inlegum mark- miðum í nyarsavarpi sínu. Sagði hann fráfall eiginkonunn- ar og veikindi sín hafa leitt til þess að hann hafi öðlast dýpri skilning á heiminum sem við lif- um í. Gíslum sleppt Fimm pólskum ferðamönn- um, sem voru í haldi sérstaks ættbálks í Jemen yfir hátíðarn- ar, hefur verið sleppt. Flokkar sameinist Jiang Zemin, leiðtogi Komm- únistaílokks Kína, hefur hvatt stjórnarflokkinn í Taívan og stjórnarandstöðuflokkinn til að koma með tillögur um samein- ingu flokkanna. Sjómönnum bjargað Japanir björguðu í morgun 31 sjómanni af rússnesku olíuskipi. Sjómennirnir fundust á reki í björgunarbátum. Hermaður skotinn Rússneskur hermaður fannst skotinn til bana í Dushanbe, höf- uðborg Tadsjikistan, í gær. Heimskuleg yfirlýsing San Suu Kyi, leiðtogi stjómar- andstöðunnar í Burma, segir yf- irlýsingar stjórnvalda um að þau tak- marki ferðir hennar vegna hennar eigin öryggis heimskulegar. Suu Kyi þarf að gera yfir- völdum grein fyrir ferðum sín- um innan Rangoon. Yfirvöld ákveða einnig hverjir fá að fara fram hjá vegatálmum við götu hennar. Rætt um Hebron í átta stundir eftir skotárás á markaöstorgi: veg fyrir samkomulag Israelskur lögregluþjónn stumrar yfir særöum Palestínumanni til aö kanna hvort hann er enn á lífi eftir skotárás ísra- elsks hermanns á markaðstorgi í bænum Hebron í gær. Sjö Palestínumenn hlutu sár í skothríöinni.Símamynd Reuter Samningamenn tsraela og Palest- ínumanna leystu flest ágreiningsmál sín sem hafa tafiö fyrir samkomulagi um brottflutning israelskra her- manna frá Vesturbakkabænum Hebron í viðræðum í gær. Að sögn embættismanna eru samt miklar líkur á að fundur leiðtoga þjóðanna til að innsigla samkomulagið verði haldinn siðar í dag. „Aðeins eitt mál er enn óleyst og eftir það verður ákveðið með leið- togafund," sagði Mahmoud Abbas, aðalsamningamaður Palestínu- manna, við Reuters-fréttastofuna og átti þar við fund þeirra Yassers Ara- fats, forseta Palestínumanna, og Benjamins Netanyahus, forsætisráð- herra ísraels. Samningaviðræðumar í gær voru haldnar í skugga voðaverks í Hebron þar sem ísraelskur hermaður á frí- vakt hóf skothríð á markaðstorgi og særði sjö Palestínumenn, þar af tvo al- varlega. Hermaðurinn, hinn 22 ára gamli Noam Friedman, vildi með þessu gera sitt til að koma í veg fyrir að yfirráð yfir Hebron færðust til Palestínumanna. Aðrir hermenn yfir- buguðu Friedman þegar hann hafði tæmt eitt skothylki í M-16 rifQi sínum. Friedman var klæddur að hætti heittrúaðra gyðinga þegar hann framdi voðaverkið og þegar hann var kominn undir manna hendur glotti hann og skók hnefann. Bill Clinton Bandaríkjaforseti og leiðtogar Israels fordæmdu skotárásina. Mahmoud Abbas ræddi við Yitzhak Mordechai, varnarmálaráð- herra ísraels, í rúmar átta klukku- stundir í gærkvöldi og fram á nótt til að reyna að koma saman samkomu- lagi sem kveður á um að ísraelsmenn afhendi Palestinumönnum yfirráð yfir 80 prósentum Hebron. Friedman lýsti því yfir við ísra- elska sjónvarpið að Hebron væri borg gyðinga og vísaði i sögu úr Bibl- íunni þar sem Abraham keypti Patr- íarkahellinn. Hellir þessi er helgur staður bæði múslíma og gyðinga og þar voru 29 múslímar drepnir af ísra- elskum landnema fyrir þremur árum. Reuter Eitt mál kemur enn í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.