Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1997, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 2. JANUAR 1997 lenning 11 Hver setning verður að vekja aðra setningu Bragi Ólafsson, þekktur fyrir bassaleik með Sykurmolunum úti um alian heim og sjarmerandi alþjóðleg ljóð í fjórum ljóðabókum, gaf út sitt fyrsta prósaverk fyrir jólin: Nöfnin á útidyrahurðinni. Hvemig bók er það? „Eins og ég hef útskýrt oft og er orðinn svolítið þreyttur á þá átti þetta upphaflega að vera samfelld saga, skáldsaga, og fyrsta sagan í bók- inni er eins konar formáli að henni,“ segir Bragi, örlítið mæðulega, enda Þorláksmessa þegar hringt er til hans og markaðssetningu nýrra skáld- verka á að vera lokið. - Ætlarðu einhvem tíma að skrifa þá bók? „Nei. Ég var búinn að skrifa heil- mikið af henni en svo datt hún í sundur og mér hætti að lítast á hana. Ég nota kannski meira af henni seinna í sögur; annars er ég kominn með nýja sögu í hausinn." - Er það ennþá skáldsaga? „Já, það er önnur tilraun til skáld- sögu.“ - Hvernig leist þér svo á Nöfnin á útidyrahurðinni þegar þú vissir hvemig bók þetta yrði? „Ja, ég sá náttúrlega að hún var svolítið sundurleit, ólíkar sögur inn- byrðis, og ég efaðist mikið um þær. En þær komu af sjálfu sér, ýmist upp úr ófullgerðum ljóðum eða ljóðum sem ég hef teygt úr, og mér finnst gaman að vinna þannig. Þess vegna fengu þær að koma út. En ég vil ekki kalla þetta smásagnasafn heldur era þetta textar, prós- ar.“ - Hvemig hefur fólk tekið bókinni? „Mér fmnst bestu lesendur hennar þeir sem hafa lesið mikið af ljóðum. En gagn- rýnendur hafa tekið henni vel, þó maður finni að þeir vita ekki alveg hvað þeir eiga að segja." - Það er nú ekki von þegar þú ert ekki klár á því sjálfur. „Ég hef aldrei verið klár á neinni bók eft- ir mig! Fólk hefur til dæmis verið að benda mér á að áfengi sé rauður þráður í þessari bók, ekki hafði ég komið auga á það. Þessi áfengisneysla er ekki til neinna vandræða og ég er ekkert að tala um hana sem slíka heldur er hún eins eðlileg og kaffidrykkjan Bragi Ólafsson: Ef endirinn er fyrirfram ákveðinn er efniö dautt. í bókum Gyrðis Elíassonar. Líka bendir fólk á að dauðinn gangi í gegnum sögurnar. Ég gerði mér enga grein fyrir þessu meðan ég var að skrifa.“ - Er allt öðruvísi að skrifa prósa en ljóð? „Já, það fmnst mér. En þessi bók er leit að leið til að koma frá mér texta, tilrauna- kennd bók sem hefur kennt mér margt. Mér finnst ég mik- ils vísari eftir hana. Veit bet- ur hvað ég geri næst. Ég er mjög ánægður með að hafa skrifað þessa bók þótt hún sé ef til vill misjöfn. Einhver gagnrýnandi talaði um að það væri sama ein- kennið á ljóðunum mínum og þessum sögum, bæði væra opin í báða enda og það væri markviss stefha hjá mér að hafa texta þannig. En það er ekki markviss stefna, svona skrifa ég bara, en mér finnst sjáifum kostur að fleiri en einar dyr opnist á ljóðum og sögum. Ég geng ekki út frá hug- mynd sem hefur ákveðinn endi held- ur vekur hver setn- ing aðra setningu. Ef ég byrja á að gera efnisyfirlit yfir sögu þá er spennan farin úr henni og þá get ég ekki haldið áfram að skrifa hana. Það var vandamálið með skáldsöguna sem þessi bók átti að verða, ég vissi hvemig hún átti að enda og þá var efn- ið einhvern veginn dautt fyrir mér. Ég veit auðvitað ekki hvemig þessi aðferð skilar sér til lesenda en það em margir hrifnir og ég er ánægður með það.“ Minnisbókin 1997 Minnisbók Fjölvíss, „litla alfræðibókin", fyrir árið 1997 er komin út. Að venju eru upplýsingar um hvern dag, hvað helst gerðist þá og hvemig stendur á tungli, auk þess kort yfír helstu bæi á landinu og skrár yflr allt mögulegt: umferð- armerki, þjóðfána, þjón- ustusímanúmer og margt fleira. Nýjung er að hér er birt í stuttu máli saga þriggja þjóðþrifastofnana, Háskóla íslands, Sambands ís- lenskra berklasjúklinga og Dvalarheimilis aldr- aðra sjómanna. Styrkir Snorra Sturlusonar Arið 1991, þegar 750 ár vom liðin frá því að Snorri Sturluson var veginn, ákvað rikisstjóm íslands að efna til styrkja sem kenndir yrðu við nafn hans. Þeir skulu árlega boðnir erlendum rit- höfundum, þýðendum og fræðimönnum til að dvelja hér á landi í þrjá mánuði hið minnsta til að kynnast íslenskri tungu, mannlífi og menn- ingu. Skal greiða ferðakostnað styrkþega og dval- arkostnað meðan hann er hér. Stofnun Siguröar Nordals auglýsir styrkina og tekur á móti um- sóknum. Styrkir fyrir 1997 vom auglýstir i júlí og bár- ust 57 umsóknir frá 21 landi. Þau sem urðu fyrir valinu eru: Dr. Helena Kadecková, háskólakenn- ari í Prag í Tékklandi. Hún hefur m.a. þýtt Snorra-Eddu og Ynglingasögu á tékknesku og er að semja bók um miðaldasögu og menningu ís- lendinga fyrir tékkneskt bókaforlag; Dr. Russell Poole, kennari við Masseyháskóla í Palmerston á Nýja-Sjálandi. Hann er að rannsaka dróttkvæðan hátt og fornt skáldskaparmál; og Dr. Vera Gancheva, bókmenntarýnir og þýðandi í Sofiu í Búlgaríu. Hún er að fást við íslenskar bókmennt- ir og safha efni í bók um Snorra Sturluson. í úthlutunamefnd eru Úlfar Bragason, for- stöðumaður Stofnunar Sigurðar Nordals, Helga Kress prófessor og Ingibjörg Haraldsdóttir rithöf- undur. íslensk tónlist á Ítalíu Elsa Waage hélt glæsilega tónleika í leikhúsinu i Como á Norður-Ítalíu skömmu fyrir jól. Húsið er um 200 ára gamalt, byggt í svipuðum stíl og Scala en minna og ýmsir af frægustu söngvurum fyrr og síðar hafa staðið þar á sviði. Elsa hefur verið við söng- þjálfun á Ítalíu í þrjú ár og hefur haldið nokkra tónleika þar. Samkvæmt fréttum frá Guðrúnu S. Sigurðardóttur á Ítalíu var efnisskrá Elsu að hluta íslensk þó að ítalir séu afar íhaldssamir og vilji helst heyra sitt eigið tungumál. Einnig sagði hún að íbúar þessa svæðis þyki fremur kaldir og lokaðir sem áheyrendur. En söngiu- Elsu hreif alla með sér og áhorfendur klöppuðu hana margsinn- is upp í lokin. Yfirskrift tónleikanna var „Ástar- söngvar" og söng Elsa verk eftirElsa Waage sló í gegn á italíu. Brahms, Grieg og Tosti fyrir hlé, auk ís- lensku laganna „Fuglinn í fjörunni", „Ég lít í anda liðna tíð“ og „Draumalandið". Á seinni hluti tónleikanna söðl- aði Elsa alveg um, söng fyrst lög úr Kátu ekkjunni, brá sér svo yfir í Brecht og því næst í lög úr My Fair Lady og West Side Story. Mest á óvart, að mati Guðrúnar, kom túlkun Elsu á söng Elizu Doolittle, „Wouldn’t it be Lovely", sem Guðrúnu fannst svo skemmtileg og fullkomin í öllum smáatriðum að ógleymanlegt yrði. Gagnrýnandi staðarblaðs sagði i grein um tónleikana að Elsa hefði ákaf- lega fallega rödd frá náttúrunnar hendi, hún syngi glæsilega og af hyggju- viti, öfundsverðum ferskleika og fiöri. Tónleikarnir voru haldnir í góðgerðaskyni og gaf Elsa ágóðann í árlega söfnun sem heitir Casa Telethon. Söfnunarfénu er varið til styrktar fólki sem þjáist af vöðvarýmunarsjúkdómum og til rannsókna á arfgengum sjúk- dómum. Aðalsöfnunin fer fram um jólin, meðal annars í sjónvarpsdagskrá þar sem helstu tónlistarmenn Ítalíu koma fram. ^AN^ Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 10.000 GKR. 1976-2.fl. 25.01.97 kr. 16.400,00 1977-l.fl. 25.03.97 kr. 15.306,70 1978-l.fl. 25.03.97 - 25.03.98 kr. 10.378,30 1979-l.fl. 25.02.97 - 25.02.98 kr. 6.862,30 FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 10.000,00 1981-l.fl. 25.01.97 - 25.01.98 kr. 260.165,10 1985-1.fl.A 10.01.97 - 10.07.97 kr. 78.602,80 1985-1.fl.B 10.01.97 - 10.07.97 kr. 34.900,60 ** 1986-1.íl.A 3 ár 10.01.97 - 10.07.97 kr. 54.179,90 1986-1.fl.B 10.01.97 - 10.07.97 kr. 25.740,50** 1986-2.fl.A 4 ár 01.01.97 -01.07.97 kr. 51.283,20 1987-l.fl.A2 ár 10.01.97 - 10.07.97 kr. 42.112,60 1987-l.fl.A4 ár 10.01.97 - 10.07.97 kr. 42,112,60 1989-1.fl.A 2,5 ár 10.01.97 - 10.01.98 kr. 20.652,70 *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. **) Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 31. desember 1996 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.