Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1997, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 2. JANUAR 1997 Fréttir_____________________________________________________dv Samkomulag Súðavlkurhrepps, Frosta hf. og Landsbankans vegna vangreidds hlutafjár: Fimm eigendum Togs tryggð yfirráð með tugmilljóna láni - bankinn tekur veð í hlutabréfum og bíður átekta - afgreiðsla hreppsins til félagsmálaráðuneytis Frá Súðavík þar sem Landsbankinn hefur nú komiö 5 eigendum Togs hf. til bjargar og ætlar að lána þeim rúmar 70 milljónir króna. Þar með ná eigendurnir að halda yfirráðum f Frosta hf., langstærsta fyrirtæki Súövíkinga. DV-mynd Magnús Ólafsson „Það er ljóst að ekki eiga allir kost á slíkum lánum. Þama sannast hið fomkveðna að mestu skulda- kóngamir fá stærstu lánin. Það er greinilegt að bankinn er að skera þessa menn niður úr snörunni," segir Heiöar Guðbrandsson, hrepps- nefndarmaður í Súðavík, um sam- komulag sem gert hefur verið milli Súðavikurhrepps, Frosta hf. og Landsbanka íslands þar sem bank- inn tryggir fimm eigendum Togs hf. áframhaldandi yflrráð yfir Frosta hf. með því að lána þeim sem nem- ur um 70 milljónum króna. Sam- kvæmt heimildum DV greiddu eig- endur Togs af persónulegum lánum sinum, sem notuð voru til kaupanna fyrir áratug, úr sjóðum Frosta hf. Þannig skulduðu þeir fyr- irtækinu orðið milljónatugi og voru í raun orðnir brotlegir við lög. Skuldin 70 milljónir króna Þá hafa Togsmenn ekki staðið við hlutafjárloforð sem þeir gáfu fyrir 10 árum þegar þeir keyptu hluta- bréfin í Frosta hf. sem tryggðu þeim yflrráð yfir fyrirtækinu og nam skuld þeirra, samkvæmt heimildum DV, um 70 milljónum króna um ára- mót. Súðavíkurhreppur, sem er langstærsti einstaki hluthafinn í fyrirtækinu, réð í haust lögmann til að innheimta þessa peninga og tryggja þannig hagsmuni Frosta. Nú hefur náðst samkomulag milli Landsbankans, Súðavíkurhrepps og stjómar Frosta hf. sem felur í sér að bankinn lánar eigendunum Togs þá fjármuni sem þarf til að þeir haldi enn yfirráðum yfir fyrirtækinu. Viðskiptasamkomulagið hljóðar upp á það, samkvæmt heimildum DV, að Landsbankinn lánar Togi hf. um 70 milljónir króna gegn veði í hlutabréfum Togs i Frosta. Þar með hefur bankinn lánað eigendum Togs, þeim Barða Ingibjartssyni skipstjóra, Jóhanni R. Símonarsyni, útgerðarstjóra Frosta, Auðunni Kcirlssyni, yfirverkstjóra hjá Frosta, Ingimar Halldórssyni, fram- kvæmdastjóra Frosta, og Jónatan Ásgeirssyni skipstjóra á annað hundrað milljónir króna ef tekið er tillit til lána bankans til þeirra fé- laga fyrir áratug síðan. Ekki mun þó vera um að ræða nýtt fjármagn þar sem gengið hafði verið í sjóði Frosta til að greiða af lánum. Held- ur skuldbreytir bankinn vanskilum Frosta og færir skuldimar yfir á Tog með áðumefndu veði. DV er kunnugt um að bankinn hefur haft áhyggjur af rekstri Frosta að undan- fömu en fyrirtækið er mjög skuld- sett og hefur ekki náð að greiða nið- ur skuldir nema óverulega þrátt fyr- ir góðæri í vinnslu rækju á undan- fomum áram. Hreppsnefnd Súðavíkurhrepps samþykkti á fundi sínum þann 29. desember samkomulag það sem Landsbankinn bauð upp á. Heiðar Guðbrandsson og Siguijón Samúels- son, fulltrúar í minnihluta hrepps- nefndar, sátu hjá við afgreiðslu málsins og töldu málið alls ekki hafa verið kynnt nægilega í hrepps- nefnd áður en það var lagt fram til afgreiðslu. Fjöregginu kastaö á milli „Þessi vinnubrögð eru að minu mati forkastanleg. Þetta er mál sem varðar lífsafkomu allra Súðvíkinga. Þama er verið að kasta fjöregginu á milli sín,“ segir Heiðar Guðbrands- son sem óskað hefur eftir liðsinni félagsmálaráðuneytis vegna sam- þykktarinnar. í samkomulaginu er gert ráð fyr- ir að eigendur hlutabréfa i fyrirtæk- inu leitist við að selja bréf sín við fyrsta tækifæri og að fyrirtækið fari á almennan hlutabréfamarkað með hlutaflárútboði. Þá er gerð sú krafa á hendur stjóm Frosta að gengið verði til sameiningar við dótturfyr- irtæki þess. í þvi felst að útgerðarfé- lagið Álftfirðingur og Frosti verði sameinuð og útgerðarfélagið Þor- grímur hf., sem Súðavíkurhreppur á 15 prósenta hlut í, verði lagt nið- ur. Þá er gert ráð fyrir aukningu hlutafiár í Frosta um 150 milljónir króna. Loks er ákvæði um að takist ekki að selja hlutabréfin leysi Landsbankinn þau til sín á genginu 1,15. Takist að selja hluta bréfanna skuldbindur bankinn sig til að kaupa afganginn á verði sem nemur 0,25 prósentum undir söluverði. Talið er af þeim sem til þekkja frem- ur ólíklegt að eigendum Frosta tak- ist að uppfylla skilyrðin og því eins líklegt að Landsbankinn eignist fyr- irtækið á næstunni. Engin Vestfjaröaaöstoö Heiðar segir gagnrýnisvert er að sameining hafi ekki farið fram þeg- ar Vestfiarðaaðstoðin var á ferðinni og það sé túlkun margra að fyrir- tækið hafi þar með slegið af sér verulegum fiármunum eða allt að 100 milljónum króna. „Ég sætti mig ekki við að Þor- grímur hf. verði lagður niður og hluthöfum fækkað í fyrirtækjasam- stæðunni um Frosta á sama tíma og samkomulagið gerir ráð fyrir að far- ið verði með fyrirtækið á opinn markað og þar með smáum hluthöf- um fiölgað. Þama er verið að halda niðri hlut Súðavíkurhrepps eða með öðram orðum þeirra 300 íbúa sem búa í sveitarfélaginu," segir Heiðar. Hann segir efnislega meðferð odd- vita á málinu ámælisverða og það sé áleitin spuming hvort Sigríður Hrönn Elíasdóttir oddviti hafi ekki verið vanhæf við afgreiðsluna vegna þess að hún á einnig sæti í stjóm Frosta. Þá hafi málið ekki verið kynnt fyrir hreppsnefndar- mönnum og þeim ekki gefist tóm til að kynna sér gögn þess. Hrepps- nefndarmönnum hafði veriö gefinn kostur á að lesa viðskiptasamkomu- lagið á fúndi fyrr í mánuðinum en gögnunum safnað saman í fundar- lok. Bankinn vill leynd Sigriður Hrönn Elíasdóttir, odd- viti Súðavíkurhrepps, sagðist í sam- tali við DV ekkert geta sagt um sam- komulag bankans og hreppsins. „Landsbankinn óskaði eftir því að farið yrði með þetta sem trúnað- armál og það vil ég virða. Hrepps- nefndin hefur afgreitt málið og ég vil ekkert frekar tjá mig um það,“ segir Sigríður Hrönn. -rt AthuguU vegfarandi: Kom i veg stórtjón Athugull vegfarandi kom í veg fyrir að stórtjón yrði þegar hann var á gangi á Langholtsvegi á ní- unda tímanum í fyrrakvöld. Vegfarandinn varð var við eld í jólaskreytingu í húsi við Lang- holtsveginn og hringdi strax í slökkvilið. Þegar það kom á vett- vang var skreytingin alveg við það að brenna niður og mátti ekki tæpara standa. Húsið var mannlaust og höfðu húsráðendur farið frá án þess að slökkva á skreytingunni. -RR Akureyri: Rúðubrjótur í miklum ham DV, Akureyri: Ölvaður maður tók heldur bet- ur til hendinni í miðbæ Akureyr- ar á nýársdagsmorgun. Hann braut fyrst rúöu í verslunni Aug- sýn við Strandgötu á Akureyri en lét ekki þar viö sitja. Annar maður, sem kom þar aö, hafði afskipti af málinu og skipti engum togum að rúðubrjóturinn tók hann og kastaði honum inn í verslunina. Maðurinn skarst við þetta nokkuð vegna glerbrota og þurfti að flyfia hann á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins. Sam- kvæmt upplýsingum þaðan var maðurinn ekki mikið slasaður en sauma þurfti nokkur spor vegna skurða sem hann haföi hlotið -gk l/^S % o= SMIÐJUVEGUR 1 ■ 200 KÓPAVOGU SÍMI: 554 3040 Leiðbeinendur: Einar Vilhjálmsson, lífeðlisfræðingur, Ragna Bachmann, heilpraktíker. SPáilRT TEC 2000 Hágceða heilsuvörur Karlaþrek að hefjast fyrir þá sem vilja ná árangri SIMI: SS4 3040 Fullkominn TECHNOGYM æfingatæki Sport Tec 2000 æfingakerfi, fjölþætt áreiti. Mastercare, Sænski Heilsubekkurinn gegn verkjum í baki, hnakka og öxlum. Næringar- og bætiefnaráðgjöf. Vildarkjör á bætiefnum frá Sport Tec 2000 innifalin í 8 vikna námskeiði. Einkaþjálfun GSM: 896 7080

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.