Dagblaðið Vísir - DV

Date
  • previous monthJanuary 1997next month
    MoTuWeThFrSaSu
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1997, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1997, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 2. JANUAR 1997 Fréttir_____________________________________________________dv Samkomulag Súðavlkurhrepps, Frosta hf. og Landsbankans vegna vangreidds hlutafjár: Fimm eigendum Togs tryggð yfirráð með tugmilljóna láni - bankinn tekur veð í hlutabréfum og bíður átekta - afgreiðsla hreppsins til félagsmálaráðuneytis Frá Súðavík þar sem Landsbankinn hefur nú komiö 5 eigendum Togs hf. til bjargar og ætlar að lána þeim rúmar 70 milljónir króna. Þar með ná eigendurnir að halda yfirráðum f Frosta hf., langstærsta fyrirtæki Súövíkinga. DV-mynd Magnús Ólafsson „Það er ljóst að ekki eiga allir kost á slíkum lánum. Þama sannast hið fomkveðna að mestu skulda- kóngamir fá stærstu lánin. Það er greinilegt að bankinn er að skera þessa menn niður úr snörunni," segir Heiöar Guðbrandsson, hrepps- nefndarmaður í Súðavík, um sam- komulag sem gert hefur verið milli Súðavikurhrepps, Frosta hf. og Landsbanka íslands þar sem bank- inn tryggir fimm eigendum Togs hf. áframhaldandi yflrráð yfir Frosta hf. með því að lána þeim sem nem- ur um 70 milljónum króna. Sam- kvæmt heimildum DV greiddu eig- endur Togs af persónulegum lánum sinum, sem notuð voru til kaupanna fyrir áratug, úr sjóðum Frosta hf. Þannig skulduðu þeir fyr- irtækinu orðið milljónatugi og voru í raun orðnir brotlegir við lög. Skuldin 70 milljónir króna Þá hafa Togsmenn ekki staðið við hlutafjárloforð sem þeir gáfu fyrir 10 árum þegar þeir keyptu hluta- bréfin í Frosta hf. sem tryggðu þeim yflrráð yfir fyrirtækinu og nam skuld þeirra, samkvæmt heimildum DV, um 70 milljónum króna um ára- mót. Súðavíkurhreppur, sem er langstærsti einstaki hluthafinn í fyrirtækinu, réð í haust lögmann til að innheimta þessa peninga og tryggja þannig hagsmuni Frosta. Nú hefur náðst samkomulag milli Landsbankans, Súðavíkurhrepps og stjómar Frosta hf. sem felur í sér að bankinn lánar eigendunum Togs þá fjármuni sem þarf til að þeir haldi enn yfirráðum yfir fyrirtækinu. Viðskiptasamkomulagið hljóðar upp á það, samkvæmt heimildum DV, að Landsbankinn lánar Togi hf. um 70 milljónir króna gegn veði í hlutabréfum Togs i Frosta. Þar með hefur bankinn lánað eigendum Togs, þeim Barða Ingibjartssyni skipstjóra, Jóhanni R. Símonarsyni, útgerðarstjóra Frosta, Auðunni Kcirlssyni, yfirverkstjóra hjá Frosta, Ingimar Halldórssyni, fram- kvæmdastjóra Frosta, og Jónatan Ásgeirssyni skipstjóra á annað hundrað milljónir króna ef tekið er tillit til lána bankans til þeirra fé- laga fyrir áratug síðan. Ekki mun þó vera um að ræða nýtt fjármagn þar sem gengið hafði verið í sjóði Frosta til að greiða af lánum. Held- ur skuldbreytir bankinn vanskilum Frosta og færir skuldimar yfir á Tog með áðumefndu veði. DV er kunnugt um að bankinn hefur haft áhyggjur af rekstri Frosta að undan- fömu en fyrirtækið er mjög skuld- sett og hefur ekki náð að greiða nið- ur skuldir nema óverulega þrátt fyr- ir góðæri í vinnslu rækju á undan- fomum áram. Hreppsnefnd Súðavíkurhrepps samþykkti á fundi sínum þann 29. desember samkomulag það sem Landsbankinn bauð upp á. Heiðar Guðbrandsson og Siguijón Samúels- son, fulltrúar í minnihluta hrepps- nefndar, sátu hjá við afgreiðslu málsins og töldu málið alls ekki hafa verið kynnt nægilega í hrepps- nefnd áður en það var lagt fram til afgreiðslu. Fjöregginu kastaö á milli „Þessi vinnubrögð eru að minu mati forkastanleg. Þetta er mál sem varðar lífsafkomu allra Súðvíkinga. Þama er verið að kasta fjöregginu á milli sín,“ segir Heiðar Guðbrands- son sem óskað hefur eftir liðsinni félagsmálaráðuneytis vegna sam- þykktarinnar. í samkomulaginu er gert ráð fyr- ir að eigendur hlutabréfa i fyrirtæk- inu leitist við að selja bréf sín við fyrsta tækifæri og að fyrirtækið fari á almennan hlutabréfamarkað með hlutaflárútboði. Þá er gerð sú krafa á hendur stjóm Frosta að gengið verði til sameiningar við dótturfyr- irtæki þess. í þvi felst að útgerðarfé- lagið Álftfirðingur og Frosti verði sameinuð og útgerðarfélagið Þor- grímur hf., sem Súðavíkurhreppur á 15 prósenta hlut í, verði lagt nið- ur. Þá er gert ráð fyrir aukningu hlutafiár í Frosta um 150 milljónir króna. Loks er ákvæði um að takist ekki að selja hlutabréfin leysi Landsbankinn þau til sín á genginu 1,15. Takist að selja hluta bréfanna skuldbindur bankinn sig til að kaupa afganginn á verði sem nemur 0,25 prósentum undir söluverði. Talið er af þeim sem til þekkja frem- ur ólíklegt að eigendum Frosta tak- ist að uppfylla skilyrðin og því eins líklegt að Landsbankinn eignist fyr- irtækið á næstunni. Engin Vestfjaröaaöstoö Heiðar segir gagnrýnisvert er að sameining hafi ekki farið fram þeg- ar Vestfiarðaaðstoðin var á ferðinni og það sé túlkun margra að fyrir- tækið hafi þar með slegið af sér verulegum fiármunum eða allt að 100 milljónum króna. „Ég sætti mig ekki við að Þor- grímur hf. verði lagður niður og hluthöfum fækkað í fyrirtækjasam- stæðunni um Frosta á sama tíma og samkomulagið gerir ráð fyrir að far- ið verði með fyrirtækið á opinn markað og þar með smáum hluthöf- um fiölgað. Þama er verið að halda niðri hlut Súðavíkurhrepps eða með öðram orðum þeirra 300 íbúa sem búa í sveitarfélaginu," segir Heiðar. Hann segir efnislega meðferð odd- vita á málinu ámælisverða og það sé áleitin spuming hvort Sigríður Hrönn Elíasdóttir oddviti hafi ekki verið vanhæf við afgreiðsluna vegna þess að hún á einnig sæti í stjóm Frosta. Þá hafi málið ekki verið kynnt fyrir hreppsnefndar- mönnum og þeim ekki gefist tóm til að kynna sér gögn þess. Hrepps- nefndarmönnum hafði veriö gefinn kostur á að lesa viðskiptasamkomu- lagið á fúndi fyrr í mánuðinum en gögnunum safnað saman í fundar- lok. Bankinn vill leynd Sigriður Hrönn Elíasdóttir, odd- viti Súðavíkurhrepps, sagðist í sam- tali við DV ekkert geta sagt um sam- komulag bankans og hreppsins. „Landsbankinn óskaði eftir því að farið yrði með þetta sem trúnað- armál og það vil ég virða. Hrepps- nefndin hefur afgreitt málið og ég vil ekkert frekar tjá mig um það,“ segir Sigríður Hrönn. -rt AthuguU vegfarandi: Kom i veg stórtjón Athugull vegfarandi kom í veg fyrir að stórtjón yrði þegar hann var á gangi á Langholtsvegi á ní- unda tímanum í fyrrakvöld. Vegfarandinn varð var við eld í jólaskreytingu í húsi við Lang- holtsveginn og hringdi strax í slökkvilið. Þegar það kom á vett- vang var skreytingin alveg við það að brenna niður og mátti ekki tæpara standa. Húsið var mannlaust og höfðu húsráðendur farið frá án þess að slökkva á skreytingunni. -RR Akureyri: Rúðubrjótur í miklum ham DV, Akureyri: Ölvaður maður tók heldur bet- ur til hendinni í miðbæ Akureyr- ar á nýársdagsmorgun. Hann braut fyrst rúöu í verslunni Aug- sýn við Strandgötu á Akureyri en lét ekki þar viö sitja. Annar maður, sem kom þar aö, hafði afskipti af málinu og skipti engum togum að rúðubrjóturinn tók hann og kastaði honum inn í verslunina. Maðurinn skarst við þetta nokkuð vegna glerbrota og þurfti að flyfia hann á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins. Sam- kvæmt upplýsingum þaðan var maðurinn ekki mikið slasaður en sauma þurfti nokkur spor vegna skurða sem hann haföi hlotið -gk l/^S % o= SMIÐJUVEGUR 1 ■ 200 KÓPAVOGU SÍMI: 554 3040 Leiðbeinendur: Einar Vilhjálmsson, lífeðlisfræðingur, Ragna Bachmann, heilpraktíker. SPáilRT TEC 2000 Hágceða heilsuvörur Karlaþrek að hefjast fyrir þá sem vilja ná árangri SIMI: SS4 3040 Fullkominn TECHNOGYM æfingatæki Sport Tec 2000 æfingakerfi, fjölþætt áreiti. Mastercare, Sænski Heilsubekkurinn gegn verkjum í baki, hnakka og öxlum. Næringar- og bætiefnaráðgjöf. Vildarkjör á bætiefnum frá Sport Tec 2000 innifalin í 8 vikna námskeiði. Einkaþjálfun GSM: 896 7080

x

Dagblaðið Vísir - DV

Værktype:
Samling:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Sprog:
Årgange:
41
Eksemplarer:
15794
Registrerede artikler:
2
Udgivet:
1981-2021
Tilgængelig indtil :
15.05.2021
Udgivelsessted:
Nøgleord:
Beskrivelse:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Sponsor:
Tidligere udgivet som:

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue: 1. tölublað (02.01.1997)
https://timarit.is/issue/197179

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

1. tölublað (02.01.1997)

Actions: