Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1997, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1997, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 1997 9 Breski auðjöfurinn Richard Branson: Ætlar umhverfis jörðina í loftbelg DV Margrét Dana- drottning í 24 ára gömlum kjól Ekki verður annað sagt um Margréti Þór- hildi Dana- drottningu en hún sé nýtin þegar fót eru annars vegar. Drottningin var í 24 ára gömlum kjól í nýárshófinu sem hún hélt fyrir erlenda sendiherra í Kaup- mannahöfn. Kjóllinn var saumaður fyrir drottningu fyrir opinbera heim- sókn hennar til Svíþjóðar í janú- ar 1973 en árið 1986 var svo saum- aður við hann jakki með minka- skinnsbryddingum. Kjóllinn hef- ur verið mikið notaður alla tíð. Danir með 60 prósent af vind- myllumarkaði Danskir vindmylluframleið- endur gera það gott um þessar mundir og hafa náð undir sig sí- fellt stærri hluta heimsmarkað- arins. Á nýliðnu ári voru 60 pró- sent seldra vindmylla dönsk en 45 prósent á árinu 1995. Velta dönsku vindmyllufyrir- tækjanna vai- á fimmta tug millj- arða íslenskra króna í fyrra. Margar ástæðar eru fyrir vel- gengni dönsku fyrirtækjanna en ein er sú að helsti keppinautur þeirra, bandarískt fyrirtæki, varð gjaldþrota síðastliðið vor. En þrátt fyrir góðæri hjá Dönum hefur ekki orðið aukning á mark- aðinum í heild. Ástralir hafa los- að sig við bann- aðar byssur Ástralir hafa skilað inn rúm- lega 250 þúsund bönnuðum byss- um í kjölfar fjöldamorðaima í Port Arthur á Tasmaniu í apríl þegar 35 voru skotnir til bana af einum og sama manninum. Stjómvöld greiða fyrir byss- urnar og til þessa hafa um sem svarar sex milljörðum króna ver- ið greiddir út. Byssur af öllum stærður og gerðum hafa verið af- hentar yfirvöldum. Byssueigendur efndu til mót- mælafunda þegar samþykkt voril lög sem bönnuðu nánast allar gerðir af hálfsjálfvirkum byssum en samkvæmt skoðanakönnun- mn studdu nærri 90 prðsent þjóð- arinnar herferðina gegn byssu- eign í kjölfar fjöldamorðanna. Rússlandsstjórn hörð gegn stækkun NATO Boris Jeltsín Rússlandsfor- seti og aðrir leiðtogar lands- ins itrekuðu eftir fund í gær andstöðu sína við áform Atl- antshafsbanda- lagsins (NATO) um stækkun til austurs. Jeltsín kvaddi Viktor Tsjerno- myrdín forsætisráðherra, Anatólí Tsjúbaís starfsmanna- stjóra, utanríkisráðherra sinn og öryggismálastjóra á sinn fund eft- ir að talsmaður stjórnvalda hafði upplýst að ekki hefðu nein tíð- indi gerst á fundum með Kohl Þýskalandskanslara um helgina. Itar-Tass fréttastofan sagði að leiðtogarnir hefðu rætt leiðir til samstarfs við NATO en einnig hvernig þeir ættu að bregðast við ef bandalagið gerði alvöru úr því að taka fyrrum bandamenn Sov- étríkjanna í sínar raðir. Reuter Breski auðjöfurinn Richard Bran- son hyggst í dag hefja ferð sína um- hverfis hnöttinn í loftbelg. Áætlað er að ferðin taki 2 til 3 vikur. Branson ætlar að leggja í ferðina frá Marokkó í risastórum loftbelg sem í gær var tekinn úr geymslu í Marrakesh. Samkvæmt veðurspá í gær voru skilyrðin til ferðarinnar þau bestu sem verið hafa síðastliðin fimm ár. Yfir 300 marokkóskir hermenn aðstoðuðu í gær um 40 breska tæknimenn við að búa loftbelginn undir förina. Var loftbelgurinn fyllt- ur af 30 þúsund rúmmetrum af hel- Leiðtogar ísraela og Palestínu- manna sátu stífa fundi með Denn- is Ross, sendimanni bandarískra stjórnvalda, fram á rauðanótt en fréttir hermdu að samkomulag um brottflutning ísraelskra hermanna frá Vesturbakkabænum Hebron væri svo gott sem í höfn. Ross ræddi við Benjamin Net- anyahu, forsætisráðherra ísraels, í nótt til að skýra honum frá gangi mála í viðræðum við Yasser Ara- fat, forseta Palestínumanna, fyrr um kvöldið. „Þeir eru að ræða ýmsa þætti Hebron samkomulagsins," sögðu starfsmenn á skrifstofu Netanya- hus. „Á þessu stigi er ekkert frek- ar á dagskránni.“ Palestínumenn sögðu í gærkvöld að hægt yrði að halda fund með leiðtogunum tveimur innan fárra íum og heitu lofti og mun hann stíga upp í 10 þúsund metra hæð yfír Atlasfjöllin, að því er Branson greindi frá í gær. Tveir aðstoðarmenn verða með Branson um borð. Er þetta í annað sinn sem hann reynir að komast í loftbelg umhverfis jörðina en í fyrra skiptið varð að hætta við ferðina vegna slæms veðurs. Ákveðið var að leggja upp í ferðina frá Marokkó vegna hraðra og suðlægra vinda. Hraðinn er nauðsynlegur þar sem Branson ætlar að keppa við banda- ríska loftbelgsfarann Steve Fosset sem ætlar að leggja í sina heims- klukkustunda. Þeir Netanyahu og Arafat hittust á laun á laugardags- kvöld. ísraelska útvarpið sagði að Yitzhak Mordechai varnarmála- ráðherra hefði greint þingnefnd frá því að gengið hefði verið frá samkomulagi um Hebron en að- eins væri eftir að undirrita það. Palestínskir embættismenn hafa sagt að ágreiningurinn sem hefur tafið fyrir undirritun samkomu- lags snúist ekki um Hebron heldur um afhendingu lands í sveitahér- uðum Vesturbakkans í hendur Palestínumönnum, eins og kveðið 'er á um í samningum ísraels og PLO sem þegar hafa verið gerðir. Afhending meginhluta Hebron hefur tafist í tfu mánuði vegna ör- yggismála. Borgin er helgur staður í augum bæði gyðinga og múslíma og þar búa um 400 landnemar gyð- reisu frá Sviss ásamt tveimur að- stoðarmönnum. „Ég er meðvitaður um samkeppnina en ég get fullviss- að ykkur um að við verðum 1 til 2 dögum á undan Steve Fosset,“ sagði Branson á fundi með fréttamönnum í gær. Ef vel tekst til mun loftbelgurinn fljúga yfir Alsír, Líbýu, Egyptaland, Sádi-Arabíu, íran, Afganistan, Pa- kistan, Indland, Hong Kong, Japan, Kyrrahaf, Ameríku og Atlantshaf áður en lent verður í Engiandi. Heildarkostnaður við ferðina verður 150 til 200 milljónir íslenskra króna. Reuter inga og um 120 þúsund Palestínu- menn. Reuter ______________Útlönd Kveðst hafa brugðist kon- ungdæminu „Ég hef gert ýmislegt rangt og það hefur yerið svo í lang- an tíma. Ég hef brugðist drottn- ingunni, fjöl- skyldu minni, þar á meðal Vil- hjálmi og Harry, og Camillu,“ hefur breska blaðið Mirror eftir Karli Breta- prinsi og vitnar þá í vin hans. Prinsinn segist jafnvel hafa brugðist Díönu. Vinur Karls, sem ekki er nafn- greindur, segir að prinsinn ætli aö snúa blaðinu við. „Það gerist ekki á einni nóttu. En héðan í frá ætlar Karl að einbeita sér að því að vinna fyrir aðra, einkum kon- ungsfjölskylduna. Samkvæmt niðurstööum ný- legrar skoðanakönnunar telja 46 prósent aðspurðra að Karl verði góður konungur. 36 prósent telja að hann verði lélegur konungur. Grænlendingar vilja fiskveiði- fulltrúa i Brussel Samtök grænlenskra útvegs- manna vilja að Grænlandi fái sérstakan sjávarútvegsmálafull- trúa í Brussel. Samtökin segja nauðsynlegt fyrir Grænlendinga að þekkja til allra smáatriða í fiskveiðistefnu Evrópusambands- ins ætli þeir að gera sér vonir um að geta haft áhrif á neikvæð áhrif hennar. Samkvæmt samkomulagi milli Evrópusambandsins og Græn- lands greiðir sambandið með peningum fyrir fiskveiðiréttindi 1 grænlenskri landhelgi. í sam- komulaginu er einnig ákvæði um að Grænlendingar bjóði Evrópu- sambandinu allan þann fisk sem þeir geta ekki veitt sjálfir áður en þeir bjóða hann gegn fiskveiði- réttindum í landhelgi annarra þjóða. Atvinnuleysi minnkar í Fær- eyjum Atvinnuleys- ið í Færeyjum, sem var 25 pró- sent í upphafi ársins 1995, var 10 prósent um síðustu áramót, að því er Ed- mund Joensen, lögmaður Fær- eyja, greindi frá í nýársræðu sinni. Ræða lögmannsins ein- kenndist af bjartsýni yfir því að tekist hefði að rétta úr kútnum fyrr en gert hafði verið ráð fyrir. „Efnahagshrunið 1992 varð miklu verra en nokkur okkar hafði reiknað með. En þegar árið 1995 tókst okkur að snúa þróuninni við. Og á síðasta ári náðist mikill árangur,“ sagði lögmaðurinn. |1| BORGARSTJÓRINN í REYKJAVÍK Reykvíkingar! Hirðing jólatrjáa hefst í dag þriðjudaginn 7. janúar. Setjið jólatrén út fyrir lóðarmörk og verða þau þá fjarlægð. Þá vil ég hvetja ykkur til að hirða upp leifar af skoteldum og blysum í nágrenni ykkar. Höldum borginni okkar hreinni. Með nýárskveðju. Borgarstjórinn í Reykjavík Per Lindstrand, Rory McCarthy og Richard Branson ætla að leggja upp í hnattreisu í loftbelg í dag. Símamynd Reuter Samkomulag nánast í höfn: Stífir fundir fram á rauða- nótt um afhendingu Hebron

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.