Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1997, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1997, Qupperneq 13
ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 1997 13 Lýðræði í örsamfélagi Kjallarinn Getur verið að i örsamfélagi eins og okkar sé aðhald að stjórnmála- mönnum ekki nógu öflugt til að lýðræðisleg um- ræða fái að dafna? Að hin faglega þekking sé á færi fárra og hags- munatengslin of náin. Eðlileg gagn- rýni og uppbyggi- leg umræða eigi erfitt uppdráttar. Að fjölmiðlar séu ekki nógu öflugir til að haldi úti sér- hæfðu fréttafólki á margvíslegu svið- um. Valdamenn komast upp með að segja hluti sem engan veginn standast alvarlega, málefnalega og heiðarlega skoðun. Þeim er ein- faldlega ekki svarað. Slíkt um- hverfi slævir stjómmálamenn í at- höfnum sinum. Umhverfíð verður ólýðræðislegt. Menn keyra sína línu og yfir aðra. Máttleysið gref- ur um sig. Áhugi á stjórnmálum Jóhann Rúnar Björgvinsson hagfræöingur „Ábyrgð stjórnmálamanna er í raun mikil. Sannur stjórnmálamaður, sem vill þjóð sinni vel og er í þessu starfí hennar vegna, veit að hag- vöxtur og efnahagsleg gæði eru ekki allt. Hann veit að þjóðin þarf að hafa sjálfsvirðingu og fínna fyrir gusti lýðræðislegs umhverfís og markmiðum þess samfélags sem við viljum móta dofnar. Fólk finnur til vanmáttar og verður af- skiptalaust. Ábyrgð stjórnmálamanna er í raun mikil. Sannur stjómmála- maður, sem vill þjóð sinni vel og er í þessu starfi hennar vegna, veit að hagvöxtur og efna- hagsleg gæði er ekki allt. Hann veit að þjóðin þarf að hafa sjálfsvirðingu og finna fyrir gusti lýðræð- islegs umhverfis. Að sú vitund að geta haft áhrif á samfélagið er veruleg- ur hluti af lífsgæðum nú- tímasamfélags. Stjórn- málamaður hins nýja tíma ýtir þess vegna undir skoðanaskipti, umræður og rökræður. Hann vinnur með fólki en ekki fyrir fólk. Hættulegir ríkisfor- stjórar í Serbíu Milosevics ógiltu hæstaréttardóm- “““ arar úrslit sveitar- stjómakosninga. Nokkr- ir þeirra höföu þó kjark og manndóm til að endurskoða þá afstöðu sína eftir að hinn breiði ljöldi hafði sýnt andstöðu sína. En þannig mun það ávallt verða að þeir sem þiggja brauðmolana, embættin, bitlingana og aðstöðuna munu verða tryggir fylgissveinar meðan slíkt gefur af sér. En slík undirgefni er dýrkeypt hverju samfélagi. Við höfúm því miður of marga gagn- rýnislausa ríkis- forstjóra. Á aðfangadag siðastliðinn hirtu tveir ríkisfor- stjórar grein í Morgunblaðinu um virkjunarmál hér á landi til að efla rökræna um- ræðu um þau mál, að þeirra sögn. Þar tíund- uðu þeir ýmsa virkjunarkosti. Niðurstaða þeirra var að framleiðslukostnaður flestra virkjanakosta sé á bilinu 1,2 krónur til 1,4 krónur á kílówattstund. Og til að sýna fram á hagkvæmni þeirra kosta báru þeir kostnaðinn saman við meðal- verð Landsvirkjunar á árinu 1995 „Við höfum enga þörf fyrir stjórnmálamenn með skerta lýðræðisvitund sem halda að þeirra sé að drottna og okkar að þiggja," segir Jóhann Rún- ar Björgvinsson. sem var 1,7 krónur á kwst. Nú vita flestir sem eitthvað hafa kynnt sér þessi mál að heimilin í landinu borga mun hærra verð fyrir raf- orku en stóriðja. Á fyrrnefndu ári greiddu heimilin 2,5 krónur á kwst. en stóriðjan 1,05 krónur á kwst. Hvernig geta þessir menn borið það á borð að svona líti dæmi út fyrir stóriðju. Hér er um mjög al- varlegan hlut að ræða að mínu mati. Þeir eru vísvitandi að blekkja almenning með falsrökum. í alvöru samfélögum þar sem ara- grúi er af sérfræðingum á hverju sviði og sterk málefnaleg umræða eru líkur á heiftarlegri gagnrýni á menn í þeirra stöðu sem láta slík falsrök frá sér fara. Falsrök iönaöarráðherra Á svipuðum nótum voru falsrök iðnaðarráðherra fyrir stóriðju- framkvæmdum í nýlegu útvarps- viðtali. Þar fjallaði hann um marg- fóldunaráhrif, gjaldeyristekjur og viðskiptajöfnuð vegna stóriðju- framkvæmda. Ég skora á þann mæta ráðherra að setja þessi rök sín á blað og birta svo þau fái dagsljós og umræðu. Við höfum enga þörf fyrir stjómmálamenn með skerta lýö- ræðisvitund sem halda að þeirra sé að drottna og okkar að þiggja. Við viljum stjómmálamenn sem leiða okkur inn i framtíðina og skapa lýðræðislegt umhverfi sem gott er að lifa í. Stjómmálamenn sem vinna með fólki en ekki fyrir fólk. Stjómmálamenn sem skynja hið nýja lýðræði - að sérhver þjóð- félagsþegn skuli hafa jafnan rétt til áhrifa á þau málefni sem varða almannahag - sem verður mál 21. aldarinnar eins og segir í jólahefti The Economist. Við þurfum að taka okkur verulega á í þeim efn- um. Jóhann Rúnar Björgvinsson Fiskilögsagan í norðurhafinu Ég átti nokkra möskva eða um- ferðir í fyrsta handhnýtta flottroll- inu sem gert var í heiminum, en faðir minn, Ásgeir Torfason á Sól- bakka við Flateyri, lét gera það árið 1935. Þetta flottroll var upp- haflega útbúið með tvö flot sem ætlunin var að nota til að stilla af dýpið. Þess vegna fékk það nafnið sem enn gildir. Það kom svo strax í ljós að flotin vora til óþurftar og flæktust bara fyrir þegar trollið var reynt á gamla Fjöra-Þór. Síðan lét hann árið 1939 gera annað og stærra flottroll sem reynt var m.a. á síld austur í Meðallandsbug með jákvæðum árangri undir stjóm Jó- hanns P. Jónssonar skipherra, sennilega á fyrsta Ægi. Flottroll komust ekki í almenna notkun fyrr en upp úr 1950 þegar Bjami Ingimarsson, veiðikló, var skip- stjóri á Marz. Þá höfðu skipin fengið asdic eða fiskleitarsjár. Nú eru flottroll afkastamesta veiði- tækið á stórum skuttoguram. Kjaftopið á Gloríu-trollum Hamp- iðjunnar nú er á stærð við sex fót- boltavelli og vélarafl sumra skip- anna yfir 5000 hö. Þróunin er hröð. Danir, sem lengi hafa verið ein mesta fiskveiðiþjóð Evrópu, sér- staklega í Norðursjónum, hafa síð- ari árin viljað sækja meira á út- hafið og hafa því að undanfomu keypt veiðirétt frá Grænlending- um, einkum á Reykjaneshrygg, og nú einnig í fyrsta skipti einnig á loðnu út frá Norður- Grænlandi. Byggt á þessum kaupum gera Danir nú kröfu til þess að land- helgislína ís- lands verði ekki miðuð við Kol- beinsey og hótar utanríkisráð- herra Dana mál- sókn gegn ís- landi fyrir alþjóöadómstólnum í der Haag til að fylgja eftir kröfu sinni. Hafréttarsáttmálinn í New- York Þessi nýi hafréttarsáttmáli var samþykktur í New York í ágúst 1994 og bíður nú vísast samþykkis tilskilins fjölda rikja til endanlegr- ar staðfestingar hans. Hafréttar- dómstóll samkvæmt ákvæðum hans er nú nýlega tekinn til starfa í Hamborg og fengu ís- lendingar að tilnefna einn dómara í hann. Sáttmálinn staðfesti að fiskilögsaga sé sett til verndar hagsmun- um íbúanna og skuli vera 200 mílur. Óheimilt er að flytja hana lengra út. Eng- in fiskilögsaga til- heyrir óbyggðum eyj- um eða skerjum og era Bretar þannig að missa yfirstjóm á veiðum umhverfis Rockall af þeim sök- um. Stjórnun úthaf- sveiða, þ.e. utan 200 mílna, skal vera sam- eiginlega í höndum aðliggjandi landa. Þetta era einfaldar reglur sem koma fljótlega til fram- kvæmda um allan heim. Ef útgerð- ir vilja stunda veiðar á fjarlægum miðum verða þær að stunda út- gerð frá bækistöðvum sem hafa rétt til veiða á viðkomandi haf- svæðum, t.d. Kamtsjatka, Namib- íu, Falklandseyjum eða Chile. „Jan Mayen fiskilögsagan" íslenskum stjómmálamönnum, og þó einkum blaðamönnum, gengur mjög illa að skilja að nú er upp ranninn nýr tími í fiskistjóm- un. Danmörk stefndi Noregi fyrir dómstólnum í Haag til viðurkenn- ingar á miðlínu milli Jan Mayen og eyðilandsins í N- Grænlandi og fengu bæði löndin viður- kennd svæði þar í mars 1994, gegn at- kvæði eina sérfróða dómarans. Hvoragt þessara landa á rétt á fiskilögsögu þarna samkvæmt nýja haf- réttarsáttmálanum. Fiskilögsaga er ekki viðurkennd við eyði- lönd. Þessi dómur er þannig úreltur nú samkvæmt honum og nýtt málskot heyrir undir nýja hafréttar- dómstólinn í Ham- borg. ísland verður nú að aðlaga fiskilög- sögu sína þessum nýju reglum og afnema að miða grunnlínupunkta við Kolbeinsey (sem er í raun ekki til lengur) og Hvalbak, en I staðinn kemur að nú á ísland rétt á að færa út fiskilög- sögu sína í 200 mílur í átt til Grænlands því að þar gildir ekki lengur miðlina. Krafa íslands nú er því enn fremur að niður falli fiskilögsögur sem Norðmenn hafa tekið sér einhliða við eyðilöndin Jan Mayen, Svalbarða og Bjarnar- ey, en allt norðurhafið lúti sameig- inlegri stjórn aðliggjandi rikja, þ.e. íslands, Færeyja, Noregs og Rússlands. Þetta er krafa íslands i dag. Önundur Ásgeirsson „Engin fískilögsaga tilheyrir óbyggðum eyjum eða skerjum og eru Bretar þannig að missa yfír- stjórn á veiðum umhverfís Rockall af þeim sökum. Stjórnun úthafs• veiða, þ.e. utan 200 mílna, skal vera sameiginlega í höndum aðliggjandi landa. Kjallarinn Önundur Ásgeirsson fyrrv. forstjóri Með og á móti Áskorun á biskup íslands að sitja áfram Ekkert athuga- vert viö slíka áskorun I sjálfu sér væri ekkert óeðli- legt við það þótt einhver eöa ein- hverjir tækju sig saman um að skora á herra Ólaf Skúlason, biskup íslands, að endurskoða ákvörðun sína um starfslok, hvort sem það væru prestar eða almenning- ur sem vildi gangast fyrir slíku. Hins vegar myndi ég telja að ef þetta væri ætl- unin þyrftu viðkomandi að ráðfæra sig við biskupinn fyrst um það hvort af hans hálfu kæmi til greina að sinna slíkri áskorun. Sjálfur tæki ég ekki þátt í áskorun af þessu tagi nema að höfðu samráði við bisk- upinn og eftir að hafa þannig kannaö vilja hans sjálfs til áframhaldandi setu. Annars væri allt unnið fyrir gýg. Ég tel ekkert óeðlilegt við þaö þótt far- ið yrði af stað með undirskrifta- söfnun af þessu tagi og fyllilega sambærilegt við það þegar farið er af stað með undirskriftasöfn- un í sambandi við prestskosn- ingar og annað. Á sama hátt teldi ég ekkert óeðlilegt viö það þótt jafnframt yrði farið af stað með aðra undirskriftasöfnun til stuðnings því að ekki yrði skor- að á biskupinn að sitja áfram.“ Sóra Hreinn Hjart- arson, sóknarprest- ur í Felia- og Hola- sókn. Myndi ýfa upp sár „Það er ekkert athugavert við það að menn hafi skoðun í þessa veru. Ég er hins vegar á móti því að menn fari af stað með slíka undirskriftasöfnun vegna þess að með því eru þeir að ýfa upp mál frá því á síöasta ári sem ollu kirkjúnni mjög miklum sárs- auka og urðu til þess að veikja mjög stöðu Ólafs Skúlasonar og gera honum illfært aö sinna áfram störfum biskups íslands, eins og hann sjálfur viðurkenndi á presta- stefnu. Þeir sem ætluðu sér aö sýna honum stuðning núna með slíkri undirskriftasöfnun væru aö gera honum mikinn óleik vegna þess að síðan hann gaf út yfirlýsingu sína um starfslok á prestastefnu í fyrra hefur ríkt ákveðin sátt innan kirkjunnar sem hefur leitt til þess að friður hefur verið til að sinna eðlilegu starfi í kirkjunni og kirk- justjórninni. Sá friður byggist á yfirlýsingu herra Ólafs frá því í fyrra. -SÁ Séra Kristján Bjömsson sóknar- prestur, rítstjóri Kirkjuritsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.