Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1997, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1997, Page 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 1997 -segja þeir Gunnlaugur Ingibergsson, formaður og ívar Fróði Guðnason, skemmtanastjóri Svo lengi sem menn mima hafa ís- lendingar sótt til Danmerkur, bæöi í nám og starf, enda vorum við um langan tíma undir stjóm þessarar ágætu frændþjóðar okkar. Það eru ekki margir áratugir síðan það þótti býsna flnt að hafa dvalið í Dan- mörku og „vera sigldur". Þó svo sá tími sé liðinn er ekkert lát á að ís- lendingar sæki til Danmerkur í nám og starf. Það hefur verið starfandi íslend- ingafélag í Danmörku árum saman en í desembermánuði sl. tóku nokkrir áhugasamir íslending- ar sig saman og stofnuðu nýtt félag, Hagsmunasamtök ís- lendinga á Norðurlöndum, almennt kallað Landnáms- menn. Um jól og áramót voru staddir hér á landi formaður fé- lagsins, Gunnlaugur Ingibergs- son, og skemmtanastjóri þess, ívar Fróði Guðnason. Tilverunni lék forvitni á að vita meira um starf- semi félagsins og fékk þá félaga í spjall. Ymislegt í boði „Félagið sjálft var stofnað í desember en mun fara í gang og byrja að fá félaga inn nú á árinu 1997. Við erum þrjú stofnfélagamir, Þórdís Bach- mann gjaldkeri, ívar og ég sjálfur,“ segir Gunnlaugur. „Markmiðið er að fá íslend- inga til að koma saman og gera skemmtilega hluti saman á sanngjörnu verði. Það er ýmislegt í boði, t.d. ódýrar ferðir til og frá íslandi, ódýrar ferðir um Evrópu, ódýrir fraktflutningar á búslóðum og ýmislegt annað, t.d. böll sem verða mánaðarlega og svo náttúr- lega það sem fellur til hverju sinni.“ ívar segir mikið af íslendingum sem fari út án þess að þekkja aðra íslendinga sem búa í Danmörku. „Félagið er til að hjálpa fólki með ýmislegt, kynna fólk og hrista það saman.“ Gunnlaugur vill meina að þetta sé ákveðið vandamál í Dan- mörku. „Það er eins og það sé svo mikið af íslendingum sem sitji í sínu skúmaskoti og viti ekki tengsl- in og möguleikana í Kaupmanna- höfn. í slíkum tilfellum er best að leita til félaga, sérstaklega íslend- ingafélaga, sem hafa réttu þekking- una til þess að hjálpa löndum sínum að koma sér áfram. Það er enginn að segja að íslendingamir þurfi alltaf að vera saman innan félagsins, það er einnig hægt að benda fólki á hluti. Eins og t.d. hvemig skuli skrá sig í skóla, finna vinnu, leigja íbúð og annað í þeim dúr. Viljum ferðast saman ívar segir félagslifið þegar farið í gang en í febrúar verður fyrsta hópferðin á góðum kjörum; þá um og fleim, t.d. 10% afslátt á öllum mat og drykk á Pizza 67,“ segir ívar. Félagið er ekki búið að starfa lengi en nú þegar er mikið í boði og em félagsmenn komnir með fulla dagskrá auk margra hugmynda um skemmtilega hluti. „Þess vegna er svo mikilvægt að fá fólk inn í félagið, fólk sem getur bent á hluti og komið með uppá- stungur. Allir í félaginu eru jafnir, það ■ ' ' Of margir lokaðir hópar ívar segir Islendinga í Danmörku eyða miklum tíma með öðmm ís- lendingum. „En svo koma nýir aðil- ar út og vilja komast inn í þessa hópa og af hverju ekki að hafa félag sem auðveldar þeim það ef þeir vilja? Gunnlaugur bætir við að hann hefði þegið slíkt félag þegar hann flutti út. „Þess vegna finnst mér sniðugt að hafa einn stóran hóp þar sem aflir geta verið saman þó þeir eigi sína einkavini utan þess.“ Gömul ríkisstofn- un En hvað með gamla íslend- ingafélagið, stendur það sig ekki? „Ég þekki þau mál ekki svo vel en þær s ö g u r sem ég h e f heyrt af því er að Þeir Gunnlaugur Ingibergsson og ívar Fróði Guðnason eru búsettir í Danmörku og hafa stofnað þar nýtt íslendinga- félag af miklum áhuga og dugnaði. til Berlínar fyrir 600 d. kr. Félags- gjald er 10 krónur danskar á mán- uði sem þeim félögum finnst vera gjafverð. „Þetta er svo fljótt að borga sig upp, þeir sem em t.d. að fara til Berlínar era þegar famir að njóta þess þar sem ferðin er svo mikið niðurgreidd,“ segir Gunn- laugur. Meðlimir fá kort sem Pizza 67 í Kaupmannahöfn hefur styrkt kaup á og em ætluð sem afsláttar- kort. „Þau kort gefa nú þegar alls kyns afslætti á veitingastöðum, ferð- Mikill fjöldi íslendinga er búsettur í Danmörku og vilja þeir Gunnlaugur og ívar Fróði efta samkennd og samskipti meðal þeirra. skiptir engu máli hvar í stiganum þeir eru, hvort þeir era í stjórn eða óbreyttir félagsmenn," segir ívar. Snýst um vináttu Hafa þeir fúndið fyrir áhuga? ,Jú, vissulega. Auðvitað vilja allir hugsa málið, þaö hleypur enginn inn i hlut sem hann þekkir ekki al- veg strax. En við höfum skráð marga og emm þegar komin með mörg fyrirtæki á lista sem hyggjast hjálpa okkur. Það sem er þegar komið eru ódýrar flugferðir, ódýr sjófrakt, íslenskar bækur og íslensk tónlist á vildarkjömm og við erum búnir að fá jákvæö svör hvað varð- ar að flytja inn íslenska tónlistar- menn til að skemmta á skemmti- kvöldum. Þetta er beinagrind sem við erum að byggja á og það eiga eft- ir að bætast fuflt af öðrum hlutum við sem koma í ljós síðar," segir Gunnlaugur. „Að hluta til snýst þetta allt um peninga þvi það kostar að gera hlut- ina og hópurinn verður að vera ákveðið stór til að hægt sé að gera þá. En aftur á móti verðum við líka að gera okkur grein fyrir því að þetta er fyrst og fremst spuming um vináttu, það em allir vinir. Þetta er fjölskyldufólk jafnt sem ungt fólk og að sjálfsögðu skipuleggjum við dag- skrána eftir þörfúm áflra. Við ætl- um að halda spilakvöld jafn sem villt teiti, það fer eftir þörfum félag- anna.“ mer DV-mynd ÞOK fólk hefur ekki verið nógu ánægt,“ segir Gunnlaugur. „Jú, jú, auðvitað er þetta fint félag. Það heldur 1. des- ember ball og þorrablót sem em ágæt en okkur finnst ekkert meira en það gerast. Við höfúm nokkrum sinnum farið niður í Jónshús, þar hafa verið 5-6 hræður og engin stemning. í raun finnst minna á gamla ríkisstofn- um.“ ívari finnst einnig að starfsemin megi vera meira miðsvæðis. „Það eru viss kaffihús í mið- borg Kaupmannahafnar sem íslendingar sækja, stundum geta verið yfir 20 íslendinga á einu litlu kaffihúsi. Hvers vegna ekki þá að semja við ákveðið kaffihús þar sem má fá íslensku blöðin, gott verð á veit- ingum o.fl.? Það er eitt- hvað sem við ætlum að reyna að ná fram þegar félagamir verða fleiri. Við viljum ferskar hugmyndir og virkt fólk.“ Gunn- laugur segir að fljótt á giskað séu komnir 20-30 félagar nú þegar og það er ekki ennþá búið að stofna fé- lagið formlega þó það sé til á papp- ímnum. „Félagið á sína kennitölu og sinn reikning en þegar við fórum út aftur þá keyrum við allt í botn, fáum heimilisföng hjá íslendingum og skrifum þeim þar sem helstu málefni félagsins em kynnt og síma- númer þar sem hægt er að ná í okk- ur og fá nánari upplýsingar. Mér sýnist þetta lofa góðu en svo verður tíminn að leiða í ljós hvað verður. Við erum bara beinagrindur til að byija með, það er enginn að segja að við séum æviráðnir sem formaður og skemmtanastjóri. Þegar virkir aðilar eru komnir inn má gera breytingar. Við emm í þessu af áhuganum fyrst og fremst." Litlir hlutir skipta máli „Þórdís með mikla hæfileika og mikil sambönd i Danmörku og er að undirbúa vín- og snyrtivörukynn- ingar og svo er hún að fara í gang með förðunamámskeið fyrir stúlk- ur. Það em svo margir svona litlir hlutir sem skipta máli. Það eru einmitt svona hlutir sem fólk er að gera á íslandi, fara á briddsnám- skeið og syoleiðis. Þetta þekkist ekki meðal íslendinga í Danmörku. Við erum fullir af hugmyndum og viljum byggja þetta á íslenskum fyr- irmyndum, hlutum sem eru að ger- ast hér á landi. Ein hugmynd er t.d. brandarakvöld. Sem Islendingur ferðu einfaldlega ekki á dönsk brandarakvöld,“ segir Gunnlaugur. ívar tekur undir þetta og bætir við að mörgum íslendingum, sem komi, finnist líka erfitt að kynnast Dön- um. „Þá geta þeir sem hafa búið þar lengur létt undir með þeim ný- komnu, t.d. með því að kynna þá fyrir dönskum vinum sínum. Við höfum verið þarna lengi og þekkjum marga Dani og íslendinga þannig að upplýsingastreymið verður mikið.“ Gunnlaugur vill ekki meina að gamla íslendingafélagið sinni ekki þessum þætti en honum finnst vera nokkuð sterk námsmannalykt af þvi. „Það er nefnilega mikið af Is- lendingum sem ekki koma til Dan- merkur til að fara i nám heldur til að vinna. Við viljum blanda öllu saman, hvort sem þú grefur skurði eða ert í doktorsnámi. Það er ekkert illt á milli félag- anna en tíminn verður að leiða í ljós hverjum gengur betur. Góður punktur í almennu viðskiptalífi er að sá sem er hræddur við nýjan keppinaut er með samviskubit, sá sem er góður og traustur þarf ekki að hafa áhyggjur. Við kýlum á að hafa aflt fjölbreytt og ferskt. Það gætu kannski þrír strákar haft samband v i ð áhuga á rúgbí og vanta í lið, þá komum við því á framfæri og kannski leynast fleiri íslendingar sem vflja vera með. Og ef tfl kemur að fólk hefur áhugamál sem höfðar ekki til margra innan félagsins þá reynum við að koma því í samband við Dani á sömu bylgjulengd. Við útilokum ekkert sem er löglegt, heiðarlegt og jákvætt," sögöu þeir félagar að lok- um. ggá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.