Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1997, Page 2
2
MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1997
Fréttir
Annað uppboð ákveðið á sláturhúsi PatreksQarðar samkvæmt ákvæðum í lögum:
Gert til að bjarga
hagsmunum bæjarins
- segir bæjarritari
„Sýslumannsembættið hefur sam-
þykkt kröfu bæjarstjómar um að
annað uppboð fari fram á sláturhús-
inu. Það var ákveðið samkvæmt
ákvæðum í 27. grein uppboðslaga
þar sem tilboð var langt undir eðli-
legu uppboðsandvirði eignarinnar.
Tilboðið var meira að segja langt frá
því að ná upp í lögveðskröfur á
eigninni. Þetta er gert til að verja
hagsmuni bæjarins," segir Haukur
Már Sigurðarson, bæjarritari Vest-
urbyggðar, en ákveðið var í gær að
halda annað uppboð á sláturhúsi
Patreksfjarðar.
Eins og kom fram í DV var upp-
boð haldið á eigninni fyrir viku og
keypti Oddur Guðmundsson slátur-
hússijóri hana fyrir aðeins 700 þús-
und krónur en fasteignamatið var
rúmar 29 milljónir króna og bruna-
- ætla að bjarga eigin klúðri, segir sláturhússtjóri sem keypti eignina á 700 þúsund
bótamat rúmar 114 milljónir. A upp-
boðinu mættu engir fulltrúar bæjar-
stjómar Vestimbyggðar þó að bær-
inn ætti tæplega tveggja milijóna
króna kröfu í sláturhúsið. Eignin
var því mjög óvænt slegin Oddi sem
gerði hæsta tilboð í hana.
„Það sem olli því að fulltrúar bæj-
arstjómar mættu ekki á uppboðið
og gerðu tilboð var misskilningur á
milli mín og þeirra aðila sem áttu
kröfur í eignina um hvar hugsan-
legt boð mundi enda. Ég taldi mig
fullvissan um það klukkan 3 sl. miö-
vikudag að við þyrftum ekki að hafa
áhyggjur af okkar gildu lögveðskröf-
um enda höfum við þurft að gera
það fyrr en nú. Það kom þó á daginn
að við töpuðum þeirri lögveðskröfu.
Það skýrist á bæjarstjómarfundi á
morgun hvert framhaldið verður og
hvort bærinn mun bjóða í eignina á
komandi uppboði sem fer fram eftir
viku,“ segir Haukur Már.
Bjarga eigin klúöri
„Ég er auðvitað mjög ósáttur við
þessa niðurstöðu og það er ljóst að
bæjarstjóm er að reyna að bjarga
eigin klúðri. Mér skilst að bæjar-
stjóm ætli að skoða nánar hvað hún
muni gera en ég get ekki ímyndað
mér að hún sé að krefjast annars
uppboðs nema hún ætli þá að bjóða
í eignina. Ég mun skoða mín mál
betur frá lagalegum grundvelli,"
segir Oddur Guðmundsson sem
keypti sláturhúsið fyrir 700 þúsimd
krónur á uppboðinu fyrir viku.
„Þetta er mikill klaufaskapm- hjá
bæjarstjóm að bjóða ekki alla vega
þá upphæð sem hún átti þama í
kröfum. Þá finnst mér einnig mjög
skrítið af hverju Stofnlánadeild
landbúnaðarins skuli gefa húsið en
hún átti stærstu kröfúna í því. Mér
finnst hins vegar eðlilegt að bæjar-
stjóm krefjist þess að fá annað upp-
boð því hún er að tapa þama pen-
ingum og er að reyna að bjarga sér
út úr vandræðunum. Ég skil vel að
bændur hafi ekki boðið í sláturhús-
ið því þeir era orðnir langþreyttir á
eilífum töpum þar í sambandi við
slátran," segir Kristján Þórðarson,
bóndi á Breiðalæk og fyrrverandi
oddviti á Barðaströnd, vegna máls-
ins.
Stofnlánadeild landbúnaðarins
var stærsti kröfuhafi sláturhússins
með um 10 milljóna króna kröfu.
Leifur Jóhannesson, framkvæmda-
stjóri Stofnlánadeildar, segir að það
hafi ekki borgað sig að taka við hús-
inu því enginn grundvöllur sé fyrir
rekstri þess.
„Við töpum þama um 10 milljón-
um og auðvitað er það mjög súrt.
Við töldum engan grundvöll fyrir
því að reka sláturhús þarna. Það er
fátt fé þama og bændur era komnir
út og suður til að slátra. Það virðist
einfaldlega ekki vera markaður til
að reka þetta hús,“ segir Leifur.
„Stofnlánadeildin hefur áður
reynt að reka þetta hús án árangurs
og saga þessa sláturhúss er búin að
vera tómt vesen. Mér hefði fundist
eðlilegt aö bæjarstjóm hefði boðið í
eignina, alla vega það sem samsvar-
ar hennar kröfum í henni en hún
fær nú annað tækifæri fýrst að ann-
að uppboð fer fram,“ segir Leifur.
-RR
Vatnsmál á Grundartanga:
Ekkert vatnsból getur
fullnægt vatnsþörf álvers
- segir Dagmar Vala Hjörleifsdóttir heilbrigðisfulltrúi
„Ekkert einasta vatnsból umhverf-
is Grundartanga getur fullnægt
vatnsþörf þessa iðnaðarsvæðis og
svo virðist sem Hollustuvemd megi
ekki minnast á þessa staðreynd, það
sé ekki í hennar verkahring að fjalla
um vatnstökumál heldur einungis
mengunarþáttinn, þótt vatnstöku-
málin séu raunveruleg aðalforsenda
þess að hægt sé að leyfa þessa starf-
semi á þessum staö,“ segir Dagmar
Vala Hjörleifsdóttir, heilbrigðisfull-
trúi Akranessvæðis innan Vestur-
landskjördæmis.
Dagmar Vala segir viðbrögð iðn-
aðarráðherra við rökum þeirra sem
láta sig stóriðju á Grundartanga
varða sýna fádæma virðingarleysi
ráðherrans gagnvart þeim. Hann
hafi lýst því yfir að vinna þeirra
skipti engu máli vegna þess að búiö
sé að ákveða að staðsetja stóriðju í
Hvalfirði og þeirri ákvörðun verði
ekki breytt.
„Ég vil benda á að starfsleyfistil-
lögur Hollustuvemdar era gerðar
fyrir álver á Grandartanga og því
hlýtur staðsetningin að skipta máli,“
segir Dagmar Vala.
Dagmar Vala segir að í ljós hafi
komið við athugun á starfsleyfistil-
lögum Hollustuvemdar fyrir Colum-
bia álverið á Grandartanga að rann-
sóknavinna, sem fram átti að fara
samkvæmt úrskurði skipulagsstjóra
Byrjað er aö safna undlrskriftaiistum I Hvalflröi tll aö mótmæla byggingu álvers Columbia Ventures á Grundartanga. Samtök
I þvf skynl veröa stofnuö f kvöld og munu Ifklega fá nafniö Björgum Hvalfiröi. Einn forvfgismanna hópsins, Linda
Samúelsdóttlr, húsfreyja f Tungu f Svfnadal, kynnlr hér málstabinn fyrir Ingunnl Björnsdóttur, fbúa f Skilmannahreppi, f gær.
DV-mynd BG
verið gerð búijártalning á svæðinu í
kring um Grandartanga eins og gerð
var á sínum tíma í Eyjafirði, Reyðar-
firði og á Vatnsleysuströnd í tengsl-
um við hugsanlega staðsetningu ál-
vers á þessum stöðum, sem hljóti þó
að vera ein meginforsenda þess að
um staðsetningu álversins, hafi ekki
verið unnin. „Þeir taka ekki á vatns-
tökumálunum og þau eru algerlega
óleyst ennþá.“
Hún segir það ennfremur koma í
ljós þegar starfsleyfistillögur Holl-
ustuvemdar era lesnar að ekki hafi
leyfa stóriðjustarfsemi í landbúnað-
arhéraði. „Það hlýtur að þurfa að
kanna hversu þéttur landbúnaður-
inn er á þessu svæði og hvort annað
svæði, t.d. Keilisnesið, sé þá ekki
hentugra," segir Dagmar Vala Hjör-
leifsdóttir heilbrigðisfulltrúi.
Stuttar fréttir
8,7% upp í kröfur
8,7% fengust upp í almennar
kröfur í þrotabú Kjötmiöstöövar-
innar sem varð gjaldþrota árið
1988. Kröfúr voru 327,7 milljónir
en 28,4 fengust greiddar. Við-
skiptablaðið segir frá.
Sameining blaöa
Víkurblaðið á Húsavík verður
fylgiblað Dags-Tímans á fimmtu-
dögum framvegis. Jóhannes Sig-
urjónsson, ritstjóri Víkurblaðs-
ins, verður jafnframt blaðamaður
Dags-Tímans á Húsavík.
Forgangur til starfa hjá P&S
Póstmannafélag Islands og Fé-
lag ísl. símamanna hafa samið
viö Póst og síma um að félags-
menn hafi forgang til starfa hjá
fyrirtækinu.
Þak á kvótann
RÚV sagði frá hugmyndum
sjávarútvegsráðherra að setja þak
á aflaheimildir, kvóta á kvóta ein-
stakra sjávarútvegsfyrirtækja og
hvort krefjast eigi dreifðrar
eignaraðildar í sjávarútvegsfyrir-
tækjum sem eiga mikinn kvóta.
Þórarni V. ekki sjálfrátt
Framkvæmdastjóra VSÍ er
hreinlega ekki sjálfrátt að bjóða
1,5% hækkun lægstu launa. Tilboð
VSÍ er svívirðilegt, segir Sigurður
T. Sigurðsson, formaöur Hlífar í
Hafiiarfirði, í Alþýðublaðinu.
Atlaga aö landsbyggðinni
Sjávarútvegsráðherra gagnrýnir
mnmæli formanns Alþýðuflokks-
ins um að fjárfestingar lífeyris-
sjóða í sjávarútvegsfyrirtækjum
séu ótraustar. Þau séu atlaga að
landsbyggðinni. RÚV segir frá.-SÁ
j rödd
FOLKSINS
m904 1600
rétft að staðsetja álver
í Hvalfirðinum?
Bandaríski körfuboltinn í nótt:
Houston vann loksins New York
Úrslit í NBA-deildinni í nótt:
Boston-Golden State .... 116-108
Atlanta-Mlnnesota........95-93
Houston-New York........106-86
Chicago-Washington .... 108-107
Phoenix-Denver.........110-101
Portland-Detroit.........95-86
LA Lakers-Vancouver .... 91-81
Sacramento-Indiana......105-98
Atlanta vaim sinn 7. leik í nótt gegn
Minnesota í jöfniun leik. Steve Smith
skoraöi 26 stig fyrir Atlanta en fyrir
Minnesota skoraði Tom Gugliotta 22
stig.
Chicago haföi af nauman sigur gegn
Washington, þökk sé Michael Jordan
sem gerði 39 stig fyrir Chicago. Chris
Webber skoraði 33 stig fyrir Bullets.
Kevin Johnson geröi 25 stig og Cedric
Ceballos 23 þegar Phoenix lagöi Denver.
Laphonso Ellis gerði 33 stig fyrir Den-
ver.
Sacramento hafi af sigur gegn Indiana i
framlengingu. Mitch Richmond gerði 7
stig í framlengingunni fyrir Scramento,
en alls 37 í leiknum. Antonio Davis
skoraöi 30 stig fyrir Indiana.
Houston vann New York í fyrsta sinn
siðan í úrslitum 1994. Barkley gerði 29
fyrir Houston og tók 12 fráköst.
Shaquille O’Neal gerði 24 stig fyrir
Lakers gegn Vancouver í Forum. -JKS