Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1997, Side 10
10 *
TÍr
(fnenning
1 tít
MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1997
Hinn þunglyndi texti
Það er stórviðburður í hvert sinn þegar
á prent kemur doktorsritgerð um islenskar
nútímabókmenntir og þær eru raunar enn
harla fáar. Þetta verk Dagnýjar Kristjáns-
dóttur er rækilegasta athugun sem birst
hefur á íslensku um íslenskar bókmenntir
eftir stríð. Þó að í forgrunni séu skáldsögur
Ragnheiöar Jónsdóttir fyrir fullorðna er
hið stærra viðfangsefni bókmenntir
kvenna á árunum 1945-1965 og raunar ís-
lensk bókmenntasaga þessa skeiðs í heild
sinni.
í öðru lagi er ritið nýstárlegt að því leyti
að þar er beitt sálfræðilegum aðferðum við
bókmenntagreiningu og einnig femínískum
aðferðum. Hvorugt hefur verið gert áður í
íslensku fræðiriti af þessari stærð. Það er
Bókmenntir
Ármann Jakobsson
því óhætt að segja að hér sé ekki ráðist á
garðinn þar sem hann er lægstur, Dagný
ryður ekki eina braut heldur margar.
Um niðurstöður Dagnýjar er aðeins hægt
að hafa fá orð hér en hún mun verja ritgerö
sína á nýju ári og þá mun fara fram frekari
umræða um þær. í stuttu máli eru þær
þessar: Verk Ragnheiðar Jónsdóttur ein-
kennast af þunglyndi. Flokkurinn um Þóru
frá Hvammi, höfuðverk hennar, er eins
konar neikvæð þroskasaga konu sem ekki
tekst að ná eðlilegum þroska. Sama gildir á
einn eða annan hátt um aðrar sögur Ragn-
heiðar. Þar er áherslan á ósigra konunnar
og takmarkanir.
Dagný tengir túlkun sina á verkum
Ragnheiðar með glæsibrag við margs kon-
ar femínískar og sálfræðilegar kenningar
og síðan við aðrar bókmenntir eftirstríðs-
áranna og hlutskipti kvenna innan bók-
menntasögunnar. Niðurstaðan er sú að samfé-
lagsstaða kvenna sem fengust við skáldskap hafi
haft talsverð áhrif á þunglyndi textans. Á árun-
um 1945- 1965 voru konur sem fengust við skrift-
ir þagaðar í hel. Þeim var ekki ætlaður staður í
tvenns konar. Annars vegar er sjónum
beint að einstaklingnum og sálarlífi hans,
hins vegar að samfélaginu og aðstæðum
þar. Þetta hafa þótt andstæður en hvort
tveggja hefur verið viðfangsefni femínism-
ans. í greiningu sinni tekst Dagnýju að
tefla saman þessum andstæðum og sætta
þær. Það er þrekvirki og nánast einsdæmi
í íslenskri bók-
menntaumfjöll-
un. Kona verð-
ur til er fyrir,
þær sakir ein-
ar ótvírætt,
eitt mikil-,
vægasta
fræðirit
um ís-,
lenskar
bók-
mennt-
20.
Dagný Kristjánsdóttir - hefur skrifaö frumlegt brautryöjendaverk.
DV-mynd ÞÖK
uppreisn módemismans og þrátt fyrir miklar
vinsældir hafa því t.d. sögur Ragnheiðar Jóns-
dóttur ekki verið hluti bókmenntasögu þessa
tíma.
Aðferðimar sem Dagný beitir eru þannig
komið á
þessari öld,
öðru lagi má telja öraggt
að í kjölfarið leiði grundvallar-
breyting á íslenskri bókmenntasögu
aldar. Nú hafa konur fengið þar stað.
Um leið er verk Dagnýjar prýðilegt bók-
menntaverk, spennandi frá upphafi til
enda. Markmiðið mun vera að kynna ís-
lenskum almenningi bókmenntafræði-
kenningar sem mörgum hafa þótt
harðsoðnar og það tekst. Þó að hér sé á
ferð öndvegis fræðirit má einnig lesa bók-
ina eins og skáldsögu. Jafnvel þeir sem
ekki hafa lesið bækur Ragnheiðar geta því
notið verksins og það á enda mun víðara
erindi.
Þetta rit hefur verið tilnefnt til íslensku
bókmenntaverðlaunanna. Það er harla
ólíklegt að svo frmnlegt og vel skrifað
brautryðjendaverk í vísindum hreppi
þau ekki.
Dagný Kristjánsdóttir. Kona verður til. Um skáld-
sögur Ragnheiðar Jónsdóttur fyrir fullorðna.
Bókmenntafræðistofnun Hl og Háskólaútgáfan
1996.
„Huldukona syngur
áé
Á sunnudagskvöldið hélt Arndís
Halla Ásgeirsdóttir einsöngstónleika i
Digraneskirkju og lék Jónas Inghmmd-
arson með henni á píanó. Það var fyrst
fyrir rúmri viku að ég heyrði þessarar
ungu söngkonu getiö og fýlgdi sögunni
að hér færi eitt mesta söngkonuefni
sem heyrst hefði lengi. Það var líka
auðfundið að eftirvænting lá í loftinu í
þéttskipaðri kirkjunni og gestir að
spyrja hveijir aðra, eins og íslendinga
er háttur, hvað þeir vissu um söngkon-
una.
Amdís Halla hóf tónleikana á Allelu-
ja úr Exultate jubilate eftir Mozart. Þar
reyndi strax á fimi hennar í flúruðum
kóloratúr, og söng hún þetta með glæsi-
brag, ekki vottur af spennu eða óöryggi.
Á eftir fylgdu þrjá óratoríuaríur eftir
Hándel; aría Kleópötra úr Júlíusi Ses-
ari, hið fallega Lascia chi’o piango úr
Rínaldó og gleðióðurinn Oh, had I
Jubals Lyre úr Jósúa. Rödd Amdísar
Höllu nýtur sín afar vel í þessari tón-
list, hún á létt með að syngja kóloratúr
og gerir það með þeim þokka sem til
þarf.
Sex þýskir Ijóðasöngvar vora næstir,
tveir eftir hvem þefrra Schubert,
Mendelssohn og Brahms. Rödd Amdís-
ar Höllu á síður heima í þýskum ljóða-
söng en óperutónlist. Röddin er falleg
og létt; - situr framarlega eins og sagt
er, og vantar kannski meiri þrótt í ljóð-
in. Þindarstuðningur var stundum
naumur þegar farið var af efsta sviði
raddarinnar á miðsviðið, og þá ekki
jafn tandurhreint sungið og ella. Þetta
átti sérstaklega við um lag Mendels-
sohns Das erste Veilchen. Leikræn túlk-
un var á mörkum þess að vera yfírdrif-
in í gamansöngvunum Die Manner sind
mechant eftir Schubert og Vergebliches
Standchen eftir Brahms, en létt rödd
söngkonunnar naut sín vel í þeim.
Eftir hlé byrjaöi Amdís Halla á fjór-
um íslenskum lögum. Lag Kaldalóns, Þú eina
hjartans yndið mitt, var sungið með þokka; lög
Jórannar Viðar, Karl sat undir kletti og Vort líf,
hápunktur íslenska hluta tónleikanna.
Túlkunin var hógvær og stillt en skil-
aði vel öllum kenndum sem í ljóðinu
eru fólgnar.
Síðast á efnisskránni vora þrjár óp-
eruaríur; In uomini in soldati, aría
Despínu úr Cosi fan tutte eftir Mozart,
Kommt ein Schlanker Bursch úr Der
Freischútz eftir Weber og loks Quel gu-
ardo il Cavaliere úr Don Pasquale eftir
Donizetti. í þessum glæsiaríum var
söngkonan sannarlega á heimavelli.
Hún fór léttilega með erfiöan kóloratúr,
söng músíkalskt og sýndi að hún er af-
bragðs leikkona.
Að vonum var mikið klappað og
stappað og tónleikagestir risu úr sæt-
um til að ítreka hrifningu sína. Þrjú
aukalög fylgdu, eftir Schubert, Strauss
og Puccini. Gaman veröur að fylgjast
með Amdísi Höllu Ásgeirsdóttur í
Tónlist
Bergþóra Jónsdóttir
Arndis Halla Ásgeirsdóttir - á erfiöustu hjallana aö baki.
DV-mynd ÞÖK
vora vel sungin en með helst til miklum leikræn-
um tilþrifum. Hið fallega lag Páls ísólfssonar við
ljóð Davíðs frá Fagraskógi, í dag skein sól, var
framtíðinni. Röddin hæfir vel í svoköll-
uö „soubrette" hlutverk þar sem reynir
á léttleika, kómík og leikhæfileika. Það
væri þó líka gaman að heyra hana t.d. í
Rossini-hlutverkum eins og Rosinu í
Rakaranum sem stundum er sungið af
sóprönum þótt samið sé fyrir mezzó.
Það er ekki auðvelt fyrir ungan
söngvara að stíga í fyrsta sinni skrefið
fram á sviðið þegar væntingarnar era
óhemjumiklar. Amdís Halla býr að
góðu; hefur fallega rödd, glæsilega og
öragga framkomu og músíkalskt inn-
sæi; hæfileika sem gefa vísbendingar
um að mikils sé að vænta af henni í
framtíðinni. Það sem á undan er gengið
er námið, skólunin, með öllu sínu erfiði.
Þefrri þrautagöngu lýkur seint fyrir
söngvarann, en Amdís Halla á alla erfiöustu
hjallana að baki.
Útvarpstónleikar
Á fimmtudagskvöldið efnir
Ríkisútvarpið til tónleika með
Sinfóníuhljómsveit íslands.
Hljómsveitarstjóri verður Emilio
Flavio Scogna frá Ítalíu, og ein-
leikari er annar ítali. Það er Raf-
ael Gintoli sem leikur fiðlu-
konsert eftir argentínska tón-
skáldið AIiciu Terzian. Enn frem-
ur flytur hljómsveitin verk eftir
Respighi og Ginastera.
Hverjar eru ásynjur?
En mestum tíöindum sætir
frumflutningur á verki eftir Þor-
kel Sigurbjömsson, Úr Gylfag-
inningu. „Þetta er einn kafli úr
Gylfaginningu," segir tónskáldið,
„kafli 36, minnir mig, Hverjar
eru ásynjumar? Verkið er fyrir
söngrödd og hljómsveit og Ingi-
björg Guðjónsdóttir syngur það
með hljómsveitinni - og hún
syngur á spænsku!"
Blaðamaður hváir hissa og fær
skýringu: „Jorge Luis^
Borges þýddi á sin-
um tíma aUa,
Gylfaginningu á|
spænsku, og þeg-
ar ekkja hans.l
Maria, kom hing-l
að fyrir fáeinumi
árum langaðú
menn til
skemmta henni með''
því að flytja fyrir hana eitthvað
úr þýðingunni. Þá setti ég saman
þetta verk um kaflann um kven-
þjóðina - Ingibjörg söng og Stein-
unn Birna spilaði undir á píanó
vestur í Norræna húsi. Ég var
sjálfúr i útlöndum svo að ég hef
aldrei heyrt það.
í fyrra kom svo upp sú hug-
mynd að það væri gaman að út-
færa verkið nánar - fýrir hljóm-
sveit og söngvara, þannig að
strangt til tekið er þetta aðeins
fmmflutningur á þessari gerð
verksins."
Það verður fróðlegt að heyra
hvemig texti Snorra hljómar á
spænsku. Tónleikarnir era í Há-
skólabíói og hefjast kl. 20.
Andblær
Eitt af tímaritunum sem kom
með háflóðinu rétt fyrir jól var
Andblær, 5. hefti, og hefst á fal-
legri ljóðrænni kveöju til tíma-
ritsins frá Hákoni Aðalsteins-
syni. Mörg önnur Ijóðskáld eiga
efni í ritinu, meðal þeirra Þor-
varður Hjálmarsson, sem birtir
sýnishorn úr nýrri ljóðabók
sinni, New Orleans árla morguns
í desember, Óskar
Ámi Óskarsson
(sem birtir vægast
sagt framlegt Ijóð
sem heitir
„Tveir hvítir
kettir i snjó“),
Kristján Þórð-
ur Hrafhsson
og Steinunn
Ásmundsdótt-
ir.
Prósatextar eru af
ólíku tagi, meðal annai-s smásög-
ur eftir Anton Helga Jónsson,
Rúnar Helga Vignisson, Kristján
Kristjánsson og Bjama Bjama-
son. Blendingur ljóðs og prósa er
eftir Þröst Helgason sem heitir
„Ólund skáldsögunnar“ og segir
sögu skáldsagnaritunar á Vest-
urlöndum á fimm síðum. Þetta
gæti veriö þeim fyrirmynd sem
nú gefa út þúsund síðna bók-
menntasögur. Svona er raunsæja
skáldsagan afgreidd snyrtilega:
Þá vatt hún sér út í hversdaginn
gekk um götur og torg og
rannsakaði mannlifiö af nákvæmni.
Hún tyftaði og tók til með ágætum
árangri en fannst svo allt 1 einu
þessi iðja ekki nógu merkileg lengur.
Andblær hefur pósthólf 1542,
121 Reykjavík.
Umsjón
Silja Aðalsteinsdóttir