Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1997, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1997, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1997 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Þáþað „Þá það,“ sagði þáverandi flármálaráðherra Nýja- Sjá- lands, Roger Douglas, þegar honum var árið 1984 bent á, að umbætur hans í efnahags- og fjármálum mundu kosta ósigur í næstu þingkosningum. Hann vildi fremur marka spor en sitja til þrautar í hægum sessi. Enginn man, hverjir hafa verið ijármálaráðherrar Nýja-Sjálands. Aðeins eitt nafn lifir í sögunni. Það er nafn Douglas, sem lagði grundvöll að viðreisn hagkerfis landsins. Um allan heim er vitnað til hans og róttækra aðgerða hans. Nafn hans er orðið að táknmynd. Þegar róttækra aðgerða er þörf, kalla þjóðir stundum á slíka stjómmálamenn, sem hafa sterka sjáifsmynd og telja sig ekki þurfa sífellt að spegla sig í skoðanakönnun- um. Þeir framkvæma það, sem þeir telja nauðsynlegt, og standa síðan eða falla í næstu kosningum. Saga nútímans man eftir þessum, en hefur gleymt hin- um. Hún man eftir Winston Churchill og Margaret Thatcher, sem fóru í framkvæmd eftir skoðunum sínum og létu ekki skoðanakannanir taka sig á taugum. Hún mun hins vegar gleyma starfsbróðumum John Mayor. Þjóðir í austanverðri Mið-Evrópu hafa sumar kallað á öndvegismenn, þegar þær þurftu í einu vetfangi að flytja sig úr hagkerfi Varsjárbandalagsins yfir í markaðsbú- skap Vestur-Evrópu. Þannig vegnaði Tékkum, Pólverj- um og Eistlendingum betur en mörgum öðrum. í löndum þeirra var skorið á hnúta og grundvöllur lagður að bjartri framtíð. Margir hinna ótrauðu stjóm- málamanna urðu ekki langlífir í embætti, en þeim mun varanlegri á spjöldum sögunnar. Þeir mældu þar árang- ur sinn, en ekki í skoðanakönnunum líðandi stundar. Himinn og haf er milli þeirra stjórnmálamanna, sem mæla árangur sinn á spjöldum sögunnar, og hinna, sem mæla árangur sinn af langlífi í hægum sessi. Því miður hefur hinum fyrrnefndu farið fækkandi í stjómmálum Vesturlanda á lygnu stjómmálaskeiði nútímans. í framtíðinni mun tveggja íslenzkra stjómmálamanna síðustu áratuga verða minnzt betur en flestra annarra slíkra frá sama tíma. Það em prófessoramir Gylfi Þ. Gíslason og Ólafur Bjömsson, sem vom hugmyndafræð- ingar Viðreisnar, upphafsatburðar íslenzks nútíma. Gylfi og Ólafur knúðu Viðreisn í gegn, af því að þeir vom sannfærðir um, að hún yrði þjóðinni til mikils gagns. Þeir vildu fremur skilja eftir sig spor í efhahags- sögu þjóðarinnar en að verða augnakarlar skoðanakann- ana. Mjög fáir slíkir menn hafa komið fram síðan. Síðustu árin hafa einkum valizt til pólitískra áhrifa hér á landi þeir menn, sem brennandi áhuga hafa á því einu að komast í ráðherrastól og sitja þar sem lengst. í núverandi ríkisstjóm eru eingöngu slíkir menn, sem væntanlega verða allir gleymdir eftir hálfa öld. Þetta eru síður en svo verri menn en hinir, sem telja sig fremur vera í stjómmálum til að hafa snögg og lang- líf áhrif heldur en að sitja um langan tíma að áhrifalaus- um völdum. Þeir koma bara ekki á þeim breytingum, sem þarf til að koma þjóðinni milli þrepa í sögunni. Þjóðarhagur kallar á róttækar breytingar á ýmsum sviðum, einkum í hinum hefðbundnu atvinnuvegum, fjölþjóðasamstarfi og í miðstýringu af hálfu ríkisins. Kvótakerfi í landbúnaði og fiskveiðum riða til dæmis til falls og hin dauða hönd miðstjómarinnar flækist víðar fyrir. Við þurfum fólk, sem vill bylta þessu, skilja eftir spor og hljóta varanlegan orðstír. Við þurfúm fólk, sem segir „þá það“, ef því er spáð falli í næstu kosningum. Jónas Kristjánsson ÖLiS r > ■; -) i.i , Auöur segir að þjóðarsál íslendinga sé álíka hörundsár og prinsessan á bauninni. Fordómar Af orðum þeirra að dæma sem hringja misjafnlega ergilegir í Þjóðarsálina á rás 2 virðist þjóðar- sál okkar íslendinga álíka hör- imdsár og prinsessan á bauninni og hafa jafn nákvæmar hugmynd- ir um hvemig fólk eigi að vera og drottningin í því ævintýri. Mörg- um þykir þetta eflaust hlægilegt ævintýri; boðskapurinn er eitt- hvað á þessa leið: Ef þú ert sannur aristókrati þá emjarðu undan einni baun þó bunki af dýnum liggi milli þín og hennar. Þitt hör- und er nefnilega langtum við- kvæmara en á alþýðupakkinu! Nokkuð skringilegur mæli- kvarði það en það á líka við marg- ar sams konar hugmyndir sem skjóta upp kollinum bæði í Þjóð- arsálinni og daglegum hjartslætti þjóðarinnar og flokkast undir eitt sjúkdómsheiti: fordóma. Fordómar vinsælir Að vísu skal viðurkennt að það er afskaplega gef- andi og ekki síður gaman að slá um sig með fordómum, setjast í dómara- sætið og ríkja um stund þó hún vari kannski ekki leng- ur en eitt símtal í gegnum útvarp allra landsmanna. Enda eru fordómar vinsælir, svo og fylgifiskar þeirra á borð við einelti og ofbeldi sem vaxa hratt í frjórri jörð. Úrvalið er lika svo gott að hver og einn getur valið sér fordóma eftir sínum per- sónulega smekk. Fæstir vilja þó skera sig úr og reyna að koma sér upp fordómum sem ganga í fólkið í kringum þá, eins og til dæmis um þá sem eru með eilítið dekkri eða ljósari húð en þeir sjálfir eða öðruvísi á annan hátt. Þeir þurfa aðeins að hljóma spennandi svo við- komandi fordæm- andi hljómi sem ábyrgur þjóðfélags- þegn og ekkiskaðar ef hann getur bryddað upp á áhugaverðum rök- ræðum í kjölfarið. Ef einhver á í vandræðum með að finna fordóma til að gera sig vinsælan er ágætt að benda honum á samkyn- hneigða. Fordómar í þeirra garð eru ailt að því sígildir. Sá sem hefur þá get- ur vitnað svart á hvítu i Biblíuna, gert sig stóran á almannafæri við góðar undirtektir og jafnvel klagað í áðumefnda Þjóðarsál eða Velvakanda. Verst er bara að margir veigra sér við að flagga þeim. Allt of margir segja: „Ég hef enga fordóma gagnvart þessu fólki en...“ Undir niðri kraumar hugsunin að manneskjan sé fædd í hlutverk kynbótanauts og eigi að fjölga sér út í hið óend- anlega, skítt með aila ást! Eöiilegt fóik Það á að gangast við svona fin- um fordómum, annars þjóna þeir ekki sínu hlutverki, að réttlæta tilveru þess sem hefur valið þá sem sinn persónulega skjöld. Frekar en dylja afstöðuna ætti fólk að segja: Mitt kristilega siðferði ræður skoð- unum mínum, ekki for- dómar, og það segir: „Gagnkynhneigðir, grannir og barasta heil- brigðir Aríar: Eðlilegt fólk!“ Þó verðum við að muna hversu lítið þarf til að fordómar hætti að vera aðeins í kjaftinum á fólki og verði að nátt- úrulegum vindum sjón- deildarhringsins. Sá sem fordæmir finnur i baráttumál- inu tilgang sinn hér á jörð og verð- ur loks maður með mönnum, sama hversu margir berjast fyrir tilverurétti sínum vegna mann- dómsprófs fordæmandans, enda eru þeir hvort sem er langtum ómerkari en hann sjálfur sem finnur strax fyrir agnarsmárri baun ef hún er að þvælast fyrir í baráttu hans fyrir betri heimi handa sér og sínum líkum. „Aðgát skal höfð í nærveru sál- ar,“ sagði Einar Benediktsson. Þeim orðum snúa fordæmendur sér í vil og emja angistarfullir: „Sá fordæmdi sýnir mér enga aðgát með útliti sínu og hegðun enda er svona fólk eflaust sálarlaust!" Undirrituð tekur heils hugar und- ir það og snýr þessari fleygu setn- ingu hiklaust sér í vil, ekki síst þar sem hún sjálf hefur afskaplega mikla fordóma gagnvart fordóm- um og öllum sem nýta sér líf ann- arra sjálfum sér til framdráttar; því það er svo auðvelt að brjóta niður sálir. Auður Jónsdóttir „Sá sem fordæmír finnur í bar■ áttumálinu tilgang sinn hér á jörð og verður loks maður með mönn- um, sama hversu margir berjast fyrir tilverurétti sínum vegna manndómsprófs fordæmand- ans...u Kjallarinn Auður Jónsdóttir verkakona Skoðanir annarra Hornrekur í skólakerfínu „Skólakerfið virðist hafa brugðist rétt við þörfum þeirra nemenda sem mælst hafa með minna en með- algreind og í hoði er stuðningskennsla, sérkennsla og ýmiss konar námsaðstoð til þeirra, sem ekki ná meðalárangri í hefðhundnu skólastarfi. En það má ekki verða til þess, að þeir sem búa yfir afburða- greind, verði homrekur í skóla og sjái meira og minna um grunnskólanám sitt sjálfir. Gera á aukn- ar kröfur til þessara barna og leggja vinnu í einstak- lingsbundnan- námskrár, allt eftir getu og þörfum hvers og eins.“ Úr forystugrein Mbl. 14. jan. Kerfi ranglætis „Sá milljarður króna sem hlutur eins einstaklings er metinn á í Samherjaveldinu er þrisvar sinnum hærri upphæð en nemur niðurskurði þessa árs í heilbrigðiskerfinu. Segir þetta ekki allt sem segja þarf? Hversu lengi ætla valdamenn að berja höfðinu við steininn og neita að hlusta á rök réttlætis og al- mennrar skynsemi? Og hversu lengi ætla kjósendur að fylgja þeim stjómmálaflokkum að málum, sem standa vörð um kerfi ranglætis og mestu misskipt- ingu sem átt hefur sér stað í sögu þjóðarinnar?" Úr forystugrein Alþbl. 14. jan. Hófstilltur gagnrýnandi „Það er til marks um hve aum íslensk blaða- mennska er að eini verulega óvinsæli fjölmiðlamað- urinn skuli vera tiltölulega hófstilltur leiklistargagn- rýnandi. Blaðamennska gengur ekki út á að afla sér vina og viðhlæjenda. Vinsældasókn og viðskipta- hyggja í fjölmiðlum hefur því miður ruglað marga í stéttinni i ríminu. Og fleiri, sem utan hennar standa, en eiga við hana að etja. Einn þeirra er þjóðleikhús- stjóri. Hann á ekkert með að ofsækja gagnrýnanda Sjónvarpsins á hátíðarstund íslenskrar leiklistar.“ Stefán J. Hafstein í Degi-Tímanum 14. jan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.