Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1997, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1997, Blaðsíða 26
26 M3ÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1997 Afmæli_________________________ Ragnheiður Gyða Jónsdóttir Ragnheiður Gyða Jónsdóttir, dag- skrárgerðarmaður á Rás eitt, Hörpugötu 13, Reykjavík, er fertug í dag. Starfsferill Ragnheiður fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Þingholtunum. Hún lauk stúdentsprófi frá MR 1977, stundaði nám í frönsku við háskól- ann í Montpellier í Frakklandi 1978-79 og hugvísindum og sam- skiptafræðum við Parísarháskóla í Nanterre 1985-88. Ragnheiður var fulltrúi á aðal- skrifstofu RÚV 1979-82, dagskrár- fúlltrúi á RÚV 1982-84, umjónar- maður barnaútvarps RÚV 1985, fréttaritari RÚV í Frakklandi 1985-89, dagskrárgerðarmaður á Rás eitt 1989-91, ritstjóri síðdegisút- varps Rásar eitt 1991-93 og er dag- skrárgerðarmaður á Rás eitt frá 1993. Ragnheiður var varaformaður Starfsmannafélags ríkisútvarpsins 1998-96, situr í stjóm Starfsmanna- samtaka rikisútvarpsins frá 1996 og sat í stjóm Birtingar 1989-91. Fjölskylda Dóttir Ragnheiðar er Guðrún Val- gerður Ragnheiðardóttir, f. 27.6. 1991, nemi. Alsystir Ragnheiðar er Oddrún Vala Jónsdóttir, f. 3.10. 1962, fulltrúi á fréttastofu ríkisútvarps- ins. Háifsystur Ragnheið- ar, samfeðra, era Hólm- friður Jónsdóttir, f. 6.8. 1947, húsmóðir í Reykja- vík, en sonur hennar er Jón Múli Franklínsson, f. 23.7. 1973; Sólveig Anna Jónsdóttir, f. 29.5. 1975, fulltrúi hjá Gjaldheimt- unni í Reykjavík. Foreldrar Ragnheiðar: Jón Múli Ámason, f. 1921, útvarpsmaöur, tón- skáld og rithöfundur, og Guðrún Jóna Thorsteinsson, f. 1926, d. 1995. Ætt Jón Múli er bróðir Jónasar, rit- höfúndar og fyrrv. alþm., og Guðríð- ar, móður Jóhönnu Jóhannsdóttur blaðamanns. Jón Múli er sonur Áma, alþm. frá Múla, Jónssonar, alþm. í Múla í Aðaldal, hálfbróður Sigurðar skálds á Arnarvatni. Jón var sonur Jóns, skálds á Helluvaði í Mývatnssveit, Hinrikssonar, og Friðriku Helgadóttur, ættföður Skútastaðaættarinnar, Ásmunds- sonar. Móðir Árna í Múla var Val- gerður Jónsdóttir, þjóð- fundarm. í Lundar- brekku, Jónssonar, ætt- foður Reykjahlíðarættar- innar Þorsteinssonar. Móðir Jóns Múla var Ragnheiður, systir Helga i Brennu. Ragnheiður var dóttir Jónasar, steinsmiðs í Reykjavík, Guðbrandssonar, sjó- manns í Reykjavík, Guðnasonar. Móðir Guð- brands var Guðný Jóns- dóttir, b. á Höfðabrekku í Mýrdal, Jónssonar, sýslumanns í Holti í Mýrdal, Sigurðssonar. Móðir Jóns var Kristín Eyvindsdóttir „duggusmiðs“ Jónssonar. Móðir Jónasar var Ragnheiður Pálsdóttir, timburmanns í Reykjavík, Guðna- sonar, og Guðríðar Jónsdóttvu-, sjó- manns í Reykjavík, Ingimundarson- ar. Guðrún Jóna var dóttir Einars Odds Scheving Thorsteinsson, bróð- ur Magnúsar, föður Davíðs Sch. Thorsteinsson. Einar Oddur var sonur Davíð Sch. Th., læknis í Reykjavík, hálfbróður Péturs Jens Th., kaupmanns og útgerðarmanns á Bíldudal, föður Muggs. Davíð var sonur Þorsteins Th., b. í Æðey, Þor- steinssonar. Móðir Davíðs var Hild- ur Guðmundsdóttir Scheving, sýslu- manns í Haga á Barðaströnd, Bjamasonar. Móöir Einars Odds var Þórunn Stefánsdóttir Stephen- sen, prófasts í Vatnsfirði, Péturs- sonar, prests á Ólafsvöllum, Stefáns- sonar, amtmanns á Hvítárvöllum, Ólafssonar, ættföður Stephen- senættarinnar. Móðir Péturs var Marta María Hölter, bróðurdóttir Andreu Hölter, ættmóður Knudsenættarinnar. Móðir Stefáns í Vatnsfirði var Gyðríður, systir Þur- íðar, langömmu Vigdísar, fyrrver- andi forseta. Gyðríður var dóttir Þorvalds, prests og skálds í Holti, Böðvarssonar, prests í Holtaþing- um, Högnasonar, prestaföður Sig- urðssonar. Móðir Þórunnar var Guðrún, systir Ragnheiðar, langömmu Ástu, ömmu Davíðs for- sætisráðherra. Guðrún var dóttir Páls Melsteð amtmanns og Önnu Sigríöar Stefánsdóttur, amtmanns á Möðravölliun, Þórarinssonar, ætt- föður Thorarensenættarinnar, Jóns- sonar. Móðir Önnu Sigríðar var Ragnheiður Vigfúsdóttir Scheving, sýslumanns á Víðivöllum, Hansson- ar, Sch. klausturhaldara þar, Lau- ritzsonar, sýslumanns á Möðravöll- um, ættföður Schevingættarinnar. Móðir Guðrúnar Jónu var Hólm- fríður Thorsteinsson af Hraunkots- ætt. Ragnheiður Gyöa Jónsdóttir. Þorlákur Friðrik Friðriksson Þorlákur Friðrik Friðriksson, bóndi að Skorrastað II við Neskaup- stað, er sjötugur í dag. Starfsferill Þorlákur fæddist á Eskifirði og ólst þar upp. Hann fór fimmtán ára til sjós og stundaði sjómennsku á vetrum til 1954. Þá var hann flokk- stjóri hjá Vegagerð ríkisins frá nítján ára aldri og til 1954. Hann hóf búskap á Snorrastöðum II og hefur verið bóndi þar síðan. Þorlákur hefur tekið virkan þátt í leiklistarstarfi í sinni heimasveit um árabil, er prýðlegur gaman- vísnasöngvari, hefur um áraraðir sungið í kirkjukóram og karlakór- um auk þess sem hann annast söng- stjóm. Hann hefur leikið á harm- óníku á samkomum á Austurlandi og víðar frá bamsaldri og samið all- ■íúörg lög sem sum hver hafa unnið til verðlauna en nokkur laga hans munu koma út á snældu í tilefni þessara tímamóta. Þá taka þau hjón- in virkan þátt í starfi Félags eldri borgara í Neskaupstað en kona Þor- láks er formaður félagins. Fjölskylda Þorlákur kvæntist 31.12. 1952 Jó- hönnu Guðjónsdóttur Ármann, f. 14.5. 1930, húsmóður. Hún er dóttir Guðjóns Ármann og Sólveigar Lovísu Benediktsdóttur, búenda á Skorrastað II. Böm Þorláks og Jóhönnu era Ágúst Ármann Þorláksson, f. 23.2. 1950, organisti og skólastjóri, kvæntrn- Sigrúnu Halldórsdóttur og eiga þau þrjá syni; Elínborg Kristín Þorláksdóttir, f. 15.11. 1952, leik- skólastjóri, en hennar maður er Fred Schalk og eiga þau þrjú böm; Jón Þorláksson, f. 16.12. 1954, tré- smíðameistari, kvæntur Þóranni Freydísi Sölvadóttur og eiga þau tvær dætur; Sólveig María Þorláks- dóttir, f. 4.10. 1956, skrifstofustjóri en maður hennar er Birgir Guð- mundsson og eiga þau tvær dætur; Friðný Helga þorláksdóttir, f. 4.6. 1961, hjúkranarfræðingm- en maður hennar er Ingþór Sveinssson og eiga þau tvö böm; Guðjón Steinar Þor- láksson, f. 17.10.1963, tónlistarkenn- ari en kona hans er Dagbjört Elva Sigurðardóttir og eiga þau tvo syni. Systkini Þorláks: Hall- dór, f. 5.11. 1918, húsvörð- ur á Eskifirði; Margrét, f. 14.3. 1920, símavörður í Keflavik; Kristinn, f. 14.2. 1922, nú látinn, var bú- settur í Stykkishólmi; Þorvaldur, f. 10.7.1923, nú látinn, verkamaður á Eskifirði; Helga, f. 31.1. 1925, húsmóðir í Reykja- vík; Guðni, f. 8.4. 1930, bókari í Stykkishólmi; Ámý, f. 12.1. 1932, hús- móðir í Reykjavík; Helgi Seljan, f. 15.1. 1934, félagsmálafull- trúi í Reykjavík; Vilborg, f. 4.10. 1946, húsmóðir á Dalvík. Foreldrar Þorláks vora Friðrik Ámason, f. 7.5. 1896, d. 25.7. 1990, hreppstjóri og verkamaður á Eski- firði, og k.h., Elínborg Kristín Þor- láksdóttir, f. 4.5. 1891, d. 11.1. 1945, húsmóðir. Ætt Friðrik var bróðir Guðrúnar, móður Áma Helgasonar, fyrrv. póst- og símstöðvarstjóra í Stykkishólmi. Friðrik var sonur Áma, útgerð- armanns á Eskifirði, Halldórssonar, b. á Högnastöðum í Helgu- staðahreppi. Móðir Frið- riks var Guðný Sigurðar- dóttir, b. í Tunguhaga, Péturssonar, og Hallgerð- ar Bjamadóttur, b. á Hallbjamarstöðum, Ás- mundssonar, b. í Stóra Sandfelli, Jónssonar, bróður Hjörleifs læknis, langafa Ámýjar, ömmu Sigurbjöms Einarssonar biskups og Aðalheiðar Bjamfreðsdóttur alþm. Móðir Hall- gerðar var Guðný ljósmóðir Áma- dóttir, b. á Kappeyri í Fáskrúðsfirði, Stefánssonar, ættföður Sandfellsætt- arinnar, Magnússonar. Elínborg var systir Helga, föður Áma í Stykkishólmi. Elínborg er dóttir Þorláks, b. á Kárastöðum í Austur-Húnavatnssýslu, Oddssonar, og Ingigerðar Helgadóttur. Porlákur Friðrik Friöriksson. Skúli Viðar Lórenzson Skúli Viðar Lórenzson branavörður, Grandar- gerði 2 C, Akureyri, er Áimmtugur í dag. Starfsferill Skúli fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hann lauk sveinsprófi í rafvirkjun 1970 og stundaði þá iðn til 1975. Þá var hann fastráð- inn við Slökkvilið Akureyr- ar og hefúr starfað þar slð- an. Skúli hefur setið í stjóm íþrótta- félagsins Þórs, hefúr verið formaður Sálarrannsóknarfélags- ins á Akureyri í sjö ár og er nú formaður Þrí- hymingsins, andlegrar miðstöðvar á Akureyri. Hann hefur starfað mikið að andlegum málum og starfar nú sem miðill. Fjölskylda Skúli Viöar Skúli kvæntist 10.8, Lórenzson. 1968 Guðrúnu Hólm fríði Þorkelsdóttur, 30.6.1949, starfsmanni á bamaheim ili. Hún er dóttir Þorkels Eggerts sonar, fyrrv. varðstjóra Slökkviliðs Akureyrar, og Sigurlaugar G. Páls- dóttur húsmóður sem lést 1995. Böm Skúla og Guðrúnar era Sig- urlaug Skúladóttir, f. 1.5.1968; Aðal- heiður Skúladóttir, f. 30.3. 1972 en sambýlismaður hennar er Þórður Friðriksson og era böm hans Frið- rik Ingi og Steinar Logi; Hólmfríður Guðrún Skúladóttir, f. 7.4. 1973 en sambýlismaður hennar er Tryggvi Kristjánsson og er sonur þeirra Skúli Lórenz, f. 16.10. 1996; Eva Björg Skúladóttir, f. 27.4. 1976. Systkini Skúla era Pállna A. Lór- enzdóttir, húsmóðir í Reykjavík; Gunnar H. Lórenzson, fyrrv. verk- stjóri ÚA á Akureyri; Magnús G. Lórenzson, vélstjóri á Akureyri; Gísli K. Lórenzson, forstöðumaður á Akureyri; Steinunn G. Lórenzdóttir; Ingibjörg H. Lórenzdóttir, matráðs- kona á Akureyri. Foreldrar Skúla vora Lórenz Halldórsson, f. 23.2. 1904, d. 25.1. 1995, frá Eskifirði, og Aðalheiður Antonsdóttir, f. 2.1. 1907, d. 29.8. 1978, frá Urðum í Svarfaðardal. Skúli og Guðrún taka á móti vin- um og vandamönnum á afmælisdag- inn í félagsheimli Þórs, Hamri á Akureyri, frá kl. 17.00-21.00. 15% staðgreiðslu- og greiðslu- aW mil/í himi, 'hs, kortaafsláttur og stighœkkandi birtingarafsláttur____________ Smáauglýsingar 550 5000 Tll hamingju með afmælið 15. janúar 85 ára Magnús Marfasson, Æsufelli 2, Reykjavík. 80 ára Guðmundur Ragnar Einars- son, Melgerði 21, Kópavogi. Eiginkona hans er Sigrún Magn- úsdóttir. Þau taka á móti gestum í safnaðarheimilinu Borgum laugardaginn 18.1. nk. Elfsabet Þórhallsdóttir húsmóðir, Eyjaholti 8, Garði. Eiginmaður hennar er Bjarni Helga- son. Þau taka á móti gestum í samkomuhúsinu Garði laugardaginn 18.1. nk. eft- ir kl. 18.00. Sigþrúður Jórunn Tómasdótt- ir, Austurbraut 6, Njarðvík. Kristin Hartmannsdóttir, Melstað I, Hofshreppi. 70 ára Ingibjörg Snæbjömsdóttir, gæslukona við Þjóðminjasafn- ið, Safamýri 23, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Hjör- leifur Jónsson, fyrrv. forstjóri. Sigurður Amórsson, Heiðargerði 47, Reykjavík. Nfels Blomsterberg, Lambastekk 2, Reykjavík. 60 ára Guðný Jóhannsdóttir, Bakkahlíð 12, Akureyri. Aðalsteinn Þór Guðbjömsson, Spóahólum 14, Reykjavlk. Oddný Pétursdóttir, Miðvangi 41, Hafiiarfirði. 50 ára Bjöm Guðjónsson, bóndi og tré- smlðameistari, Syðri-Hömrum n, Ásahreppi. Eiginkona hans er Vigdls Þor- steinsdóttir, bóndi og hús- móðir, en þau tuttugu og fimm afinæli. Þau era að heiman. Sigrún Reynarsdóttir, Neshaga 14, Reykjavík. Magnús Magnússon, Dalbraut 6, Höfn I Homafirði. Sigríður Guðmundsdóttir, Hlíðargötu 24, Fáskrúðsfirði. Bjami Jónsson, Hvassaleiti 12, Reykjavík. eiga jafiiframt ára brúðkaups- 40 ára Nína Kolbrún Guðmundsdótt- ir, Brúnalandi 28, Reykjavík. Guðbjörg Guðmundsdóttir, Grenimel 9, Reykjavík. Ingibergur Bjamason, Amarsmára 12, Kópavogi. Magnús Snorrason, Stórholti 13, ísafirði. Eva Eðvarðsdóttir, Borgarvík 6, Borgamesi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.