Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1997, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1997, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1997 29 DV Björg Jakobsdóttir og Dofri Her- mannsson leika hlutverkin tvö. Safnarinn í kvöld veröur sýning á Safn- aranum í Höfðaborg í Hafnar- húsinu. Safiiarinn er leikgerð Dofra Hermannssonar á hinni víðfrægu skáldsögu The Collect- or eftir John Fowles, en henni voru gerð eftirminnileg skil í kvikmynd fyrir mörgum árum. Skáldsagan Safnarinn er mörgum kunn þar eð bókin hef- ur verið valbók í enskudeildum margra framhaldsskóla hér á landi. Sagan er sálfræðitryllir um ungan mann, Ferdinand Clegg, sem vinnur mikla pen- inga í lottói, kaupir stórt hús í útjaðri Lundúna og notar það til að halda fanginni stúlkunni Miröndu sem hann elskar og hefur numið á brott. Tónleikar Það eru Björk Jakobsdóttir og Dofri Hermannsson sem fara með hlutverk Ferdinands og Miröndu. Leiksljóri er Gunnar Gunnsteinsson, María Ólafsdótt- ir hannar búninga og Anna Jóa hannaði leikmynd. Þess má geta aö leikgerð Dofra hlaut sam- þykki höfundar og mun vera eina leikgerðin eftir sögunni sem slíka náð hefur hlotið fyrir augum hans. Myndakvöld í kvöld kl. 20.30 verður fyrsta myndakvöld ársins á vegum Ferðafélags íslands í Mörkinni 6. Efni: Bergþóra Sigurðardóttir sýnir myndir og segir frá ferð í ágúst um Vestur-Skaftafellsýslu og Höskuldur Jónsson sýnir myndir frá gönguferð með Djúpá og Hverfisfljóti. Þingmenn á fundi Alþingismennimir Halldór Blöndal samgöngm-áðherra og Tómas Ingi Olrich halda fúnd í Kaupangi á Akureyri í kvöld, kl. 20.30. Samkomur Öldungaráð Hauka Spilakvöld verður í kvöld í Haukahúsinu og hefst það kl. 20.30. Sjálfstæðismenn í austurbæ og Norður- mýri Aðalfundur hverfafélagsins verður haldinn í Valhöll í kvöld, kl. 20.30. Gestur fundarins er Ásdís Halla Bragadóttir, aðstoð- armaður menntamálaráðherra. Spoogy Boogie á Gauknum Fönk og soul verður í fyrir- rúmi á Gauki á Stöng í kvöld þegar hljómsveitin Spoogy Boogie stígur á svið. Einsöngstónleikar Ólafs Árna Bjamasonar í Hafnarborg: ítalskar óperuaríur og sönglög í síðustu viku söng Ólafúr Ámi Bjamason á tvennum tónleikum Sinfóniuhljómsveitar ís- lands þar sem eingöngu var flutt Vínartónlist. Þar var hann í einsöngshlutverki ásamt Rann- veigu Fríðu Bragadóttur. Á tónleikunum gu- staði af Ólafi eins og ávallt og var honum vel fagnað að tónleikunum loknum. Ólafur Ámi er hér heima 1 stuttri heimsókn en hann býr ásamt eiginkonu sinni á Ítalíu. Skemmtamr í kvöld mun hann halda einsöngstónleika í Hafiiarborg í Hafnarfirði og er undirleikari hans Ólafur Vignir Albertsson. Uppistaðan er ítalskar óperuaríur en hann mun einnig syngja sönglög, íslensk og erlend. Ólafúr Ámi mun byrja á að syngja lög eftir Sigvalda Kaldalóns, síðan koma þrjú verk í óperettum og fyrir hlé mun hann svo syngja tvær aríur úr La Travi- ata eftir Verdi. Eftir hlé syngur hann tvær arí- ur úr Tosca eftir Puccini, aríu úr Don Carlo eft- ir Verdi og lýkur tónleikunum á aríu úr Rósa- riddaranum eftir Richard Strauss. Tónleikarn- Ólafur Árni Bjarnason syngur sönglög og aríur í Hafnarborg ir hefiast kl. 20.30. f kvöld. Víða snjór á vegum j Þjóðvegir landsins eru yfirleitt færir en víða er snjór á vegum og hálka. Nokkrar leiðir á Norður- og Austurlandi em ófærar, má þar nefna Mývatnsöræfi, Möðrudalsör- Færð á vegum æfi, Mjóafiarðarheiöi, Öxafiarðar- heiði, Lágheiði og Kísilveg. Leiðin Kelduhverfi-Kópasker er fær í slóð- um, það sama á við um leiðina á milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur og milli Fnjóskár og Kross. Sandvík- urheiöi er þungfær. Dóttir Önnu Lísu og Vignis Litla telpan á myndinni fæddist á fæðingardeild Landspítalans 11. desem- ber kl. 12.50. Hún var viö Barn dagsins fæðingu 2470 gi'ömm og mældist 49 sentímetra löng. Foreldrar hennar em Anna Lísa Benedikts- dóttir og Vignir Örn Stef- ánsson og er hún þeirra fyrsta bam. dags^Jjjý Ray Liotta leikur lækni sem spraut- ar sig tilraunalyfi til að auövelda leit aö moröingja eiginkonu sinnar. Ógleymanlegt í Ógleymanlegt (Unforgettable) leikur Ray Liotta lækni, Dr David Krane sem er líkskoðari. Þegar myndin hefst leikur grunur á að hann sé morðingi eiginkonu sinn- ar og leitar hann allra ráða til að sanna sakleysi sitt. Hann kemst að því að vísindamaður, Dr Martha Briggs, hefur verið að gera tilraunir með flutning á minni á milli heila og þótt til- raunin sé langt í frá að vera tilbú- in þá reynir Krane formúluna á sér með aðstoð heila og mænu- vökva úr látinni eiginkonu sinni. Hann vill þannig komast á morð- stað til að sjá hver er hinn raun- verulegi morðingi. Kvikmyndir Auk Liotta leika í myndinni Linda Fiorentino, Peter Coyote, Christopher McDonald, David Paymer, Kim Cattrall og Kim Coates. Leiksfióri er John Dahl, sem hefur á síðustu árum vakið at- hygli fyrir kvikmyndir sínar Red Rock West og The Last Seduction. Nýjar myndir: Háskólabíó: Sleepers Laugarásbíó: Flótti Kringlubíó: Moll Flanders Saga-bíó: Ógleymanlegt Bíóhöllin: Lausnargjaldið Bíóborgin: Kvennaklúbburinn Regnboginn: That Thing You Do Sfiömubíó: Ruglukollar Gengið Almennt gengi LÍ nr. 15 15.01.1997 kl. 9.15 Einina Kaup Sala Tollaenni Dollar 67,730 68,070 67,130 Pund 113,140 113,720 113,420 Kan. dollar 50,150 50,460 49,080 Dönsk kr. 11,1480 11,2080 11,2880 Norsk kr 10,6000 10,6590 10,4110 Sænsk kr. 9,7130 9,7660 9,7740 Fi. mark 14,2320 14,3160 14,4550 < Fra. franki 12,5740 12,6460 12,8020 Belg. franki 2,0589 2,0713 2,0958 Sviss. franki 49,2600 49,5300 49,6600 Holl. gyllini 37,8100 38,0300 38,4800 Þýskt mark 42,4700 42,6900 43,1800 ít. lira 0,04365 0,04393 0,04396 Aust. sch. 6,0330 6,0710 6,1380 Port. escudo 0,4254 0,4280 0,4292 Spá. peseti 0,5079 0,5111 0,5126 Jap. yen 0,57820 0,58170 0,57890 írskt pund 111,180 111,870 112,310 SDR 95,58000 96,16000 96,41000 ECU 82,5600 83,0500 83,2900 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 Á NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA í ÁSKRIFT ÍSÍMA 550 5752

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.