Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1997, Síða 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997
Fréttir
Loðnufrystingin gæti verið í hættu vegna stöðunnar í kjarasamningunum:
Eigum hiklaust að setja á
yfirvinnu- og vaktavinnubann
- segir Eiríkur Stefánsson - þarf aðgerðir - segir formaður Alþýðusambands Austurlands
„Mér lýst orðið þannig á stöðuna
að það þurfi aðgerðir til að knýja á
um samninga," sagði Sigurður
Ingvarsson, formaður Alþýðusam-
bands Austurlands, í samtali við
DV í gær.
Hann var spurður hvort til stæði
að setja yfirvinnu- og vaktavinnu-
bann í loðnufrystingunni þegar
hún hefst og sagði hann engar
ákvarðanir hafa verið teknar þar
um.
„En við eigum marga möguleika
í stöðunni og það er mikill þrýst-
ingur í kringum loðnufrysting-
una,“ sagði Sigurður.
„Ég tel að við eigum hiklaust að
setja á yfirvinnubann og vakta-
vinnubann líka, þegar loðnufryst-
ingin hefst, verði ekki búið að
ganga frá
sérkjara-
samningum
þá,“ sagði
Eiríkur
Stefánsson,
formaður
Verkalýðs-
og sjó-
mannafé-
lags Fá-
skrúðsfjarð-
ar, í samtali
við DV.
Hann
segist heyra
það á fólki
á Austfjörð-
um að óá-
nægja sé
Loönufrysting gæti veriö í hættu vegna samningamála. Loönufrysting og hrogna-
taka standa aöeins skamman tfma og þá er unniö dag og nótt viö aö bjarga verömæt-
um. Ljóst er aö sú vinnsla er f uppnámi komi til yfirvinnubanns. Dv-mynd Hjörvar
mikil með
seinagang
kjarasamn-
inga og við-
brögð
vinnuveit-
enda við
kröfúm
verkalýðs-
félaganna.
..Ég á
von á því
að það sjóði
upp úr hjá
fólki fyrr
en síðar og
það vita all-
ir að
sterkasta
staða fólks
hér um slóðir til að þrýsta á um
kjarasamninga er í sambandi við
loðnufrystinguna," segir Eiríkur
Stefánsson.
Sigurðir Ingvarsson var spurður
hvað hann gæfi samningamálun-
um hjá ríkissáttasemjara langan
tíma áður en gripið yrði til að-
gerða.
„Samkvæmt nýju vinnulöggjöf-
inni verðum við að gefa ríkissátta-
semjara einhvern tíma. Ég held að
það sé nokkuð almenn skoðun, og
get tekið undir það að ef ekki verð-
ur eitthvað komið út úr þessu um
næstu mánaðamót sé tími aðgerða
kominn," sagði Sigurður Ingvars-
son.
-S.dór
Stuttar fréttir
Á aöra milljón króna safnaöist á tónleikum til styrktar Ólafi Helga Gíslasyni:
Eger
mjög
bæði anægður og
klátur fólkinu
- full kirkja á tónleikum
hundruð þúsunda komu umfram aðgangseyri
„Ég hef miklar áhyggjur af því að
með fyrirhuguðum stóriðjufran,
kvæmdum sé verið að eyðileggja
mikil verðmæti sem ferðaþjónustan
getur nýtt sér því eins og fram kem-
ur í könnuninni koma langflestir
vegna náttúrunnar og hreinleika
landsins," sagði Birgir Þorgilsson,
formaður Ferðamálaráös íslands, við
DV í gær þar sem kynntar voru nið-
urstöður rannsóknar á viðhorfi er-
lendra ferðamanna til ferðamála al-
mennt hér á landi.
Birgir segir að mikilvægt sé fyrir
menn að gera sér grein fyrir því að
náttúrufegurðin verði ekki nýtt í
krafti ferðamála þegar búið verði að
sökkva stórum hlutum landsins í
virkjanir og síðan í stóriðju í fram-
haldinu.
„ísland hefur haft hreinleika-
stimpil og hann fer engan veginn
saman við spúandi verksmiðjur,
hver svo sem mengunin er talin vera
frá þeim. Sjónmengunin ein er nógu
slæm. Við höfum svo mikla sérstöðu
að viö megum ekki skemma fyrir
okkur með stóriðjunni."
Birgir segist aðspurður telja að
ferðaþjónustan i heild verði að láta í
sér heyra þvi hún eigi miklu meiri
möguleika á íslandi en stóriðja.
„Hreinleikaímyndin er það sem
getur gert mikið fyrir okkur í sam-
bandi við matvælaffamleiðslu t.d.
Slíkri ímynd samræmist hreinlega
ekki að hafa álver inn á milli sveita-
bæjanna. Það gengur ekki upp og
ferðaþjónustan neyðist til þess að
beita sér af hörku til þess að vernda
hagsmuni sína í þessu tilliti. Menn
gætu þurft að velja milli ferðamála
eða stóriðju," segir Birgir Þorgils-
son. -sv
Stóðu fimm yfirmenn á Stöð 2
rétt að uppsögnum sínum?
j rödd
FOLKSINS
904 1600
Feröamál og stóriðja fara ekki saman:
Gætu þurft að velja á milli
- segir formaður Feröamálaráðs
/r
„Ég er ánægður og mjög þakklát-
ur. Þetta var mjög gott. Ég
ákvað hins vegar að fara
ekki sjálfur og hætta
þannig á að verða
veðurtepptur
fyrir norðan,"
sagði Ólafur
Helgi Gíslason frá
Brúum í Aðaldal
um tónleika sem
haldnir voru
honum til styrkt-
ar í Glerárkirkju
á Akureyri um
helgina. Á aðra
milljón króna
safnaðist á tón-
leikunum.
Eins og
fram kom í
DV fyrir
helgi er
Ólafur
Helgi
nýrna-
sjúkling-
ur. Hann
dvelur nú
mest-
megnis á
Landspíta-
lanum en báðir fætur hans voru
fjarlægðir i september síðastliðn-
um. Jóhannes Geir Sigurgeirsson,
Ólafur
Helgi Gíslason
frá Brúum í Aöaldal.
DV-mynd PÖK
að vel. Að mínu mati sló Sálubót,
blandaði kórinn í Suður-Þingeyjar-
sýslu, í gegn.“
Jóhannes sagði að allir sem
komu fram eða stóðu að samkom-
unni með einum eða öðrum hætti,
einstaklingar og fyrirtæki, hefðu
gefið vinnu sína eða það efni sem
til þurfti, t.a.m. söngskrá.
Ólafur Helgi þarf að fara í
nýmavél 3^4 sinnum í viku. Hann
sagði að fram undan hjá sér væri
nú að reyna að ná sér það vel að
hann gæti hafið endurhæfingu á
Reykjalundi. Hann vonast eftir að
fara í aðra nýmaskiptaaðgerð sína
í Kaupmannahöfn.
Þeim sem vilja styðja Ólaf Helga
er bent á að tekið er á móti fram-
lögum á reikningi númer 5000 í
Sparisjóði Suður-Þingeyinga og
númer 8500 í Búnaðarbankanum á
Akureyri.
Ótt
frændi Ólafs Helga, var einn þeirra
sem stóðu að styrktartónleikunum:
„Þetta gekk eins og best varð á
kosið,“ sagði Jóhannes Geir í sam-
tali við DV. „Við vitum að að-
göngumiðar vom seldir í kirkj-
unni fyrir 733 þúsund krónur - það
segir okkur að 500-600 manns hafi
verið í kirkjunni sem er eiginlega
meira en fúll kirkja.
Það voru líka styrktarlínur
á söngskránni sem fyrirtæki
gáfu, það skilaði 350-400
þúsund krónum. Það var
rúmlega húsfyllir og þetta
fór fram úr björtustu
vonum. Stemningin var
mjög góð og ég
held að öllum
hafi lík-
Minni ábyrgðir
Minna streymi er úr ábyrgöar-
sjóði launa nú en undanfarin ár.
Formaður sjóðstjómar segir á
Stöð 2 aö þetta beri vitni betra
efnahagsástandi.
SKÝRR eftirsótt
51% hlutabréfa í SKÝRR er eft-
irsótt og mun liklega seljast í stór-
um slumpum til innlendra og er-
lendra fjárfesta segir talsmaður
Kaupþings í viðtali við Stöð 2.
Fleiri dómar
Tifalt fleiri dómar em felldir í
skattsvikamálum en árin 1993 og
1994 segir í Degi Tímanum.
Ástæðan er sú að harðar er tekið
á skattsvikamálum en áður og eft-
irlit virkara.
Neyðarlínan
Nýtt forrit hjá Neyðarlínunni á
að koma í veg fyrir að neyðarköll
veröi vitlaust staösett og sjúkra-
bilar og lögregla send á rangan
stað eins og gerst hefúr. Forritið
sýnir hvaöan er hringt af landinu.
Stóriðja vafasöm
Stjóm Bændasamtakanna fagn-
ar umræðu um mengun og meng-
unarvamir í sambandi við álver á
Grundartanga. Stjómin telur að
stóriðja þar orki tvímælis í miðju
landbúnaðarhéraði.
Ný fréttastofa
Ingvi Hrafn Jónsson, fyrrv.
fréttastjóri Sjónvarpsins og
Stöðvar 2, er ráðgjafi Stöðvar 3
um fréttastofu og flutning á
fréttatengdu efni. Þetta kemur
fram í Degi-Tímanum.