Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1997, Qupperneq 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997
Mí'
J JJ
Hármissir:
Fer rosalega á sálina á sumum
- segir Eiríkur Þorsteinsson hársnyrtir
Hér hefur sérhannað gipsmót verið lagt yfir skailablettinn. Síðan er hárið
unnið eftir mótinu þannig að það falli algjörlega að höfuðlaginu.
Þegar kemur fram á miðjan ald-
ur fmna margir karlmenn fyrir
því að hárið er farið að þynnast.
En þeir eru fleiri sem þurfa að
kljást við þetta vandamál, sumir
karlmenn eru enn á táningsaldri
þegar hármissirinn byijar og sum-
ar konur hafa ekki farið varhluta
af hármissi. Sumum er nokk sama
og eru sælir og glaðir með sinn
skalla en fyrir aðra getur hármiss-
irinn orðið mikið áfall.
Tilveran spjallaði við Eirík Þor-
steinsson, hársnyrti og eiganda
Apollo hárs Stúdío sem sérhæfir
sig í aö hjálpa fólki sem á við þetta
vandamál að stríða.
Lyf virka takmarkað
Fyrst vildi Tilveran fá að vita
hvort til væru einhver lyf sem
væru til hjálpar. „í kringum 1983
byrjuðu að koma fram efni sem
eru framleidd úr blóðþrýstingslyfi.
Það var gerð tilraun á fongum i
Sing Sing með eitt af þessum efn-
um og ég vissi til að prinsinn af
Mónakó fór til Bandaríkjanna og
keypti þetta efni á svörtum mark-
aði, án árangurs. Þú getur kannski
hangið á því hári sem þú ert með
með því að nota þessi efni og
stundum geta þau hjálpað til í
blettaskallatilfellum. Hárvöxtur
getur aukist hjá sumum en það er
mjög sjaldgæft og þá venjulega hjá
fólki sem á í veikindum eða miss-
ir hárið af stressi. Hármissir er
nefnilega ekki alltaf í genunum,
það getur verið önnur ástæða fyrir
honum.“
Ýmsar leiðir færar
En þó að lyf dugi takmarkað er
ýmsar aðrar leiðir færar eins og
ísett hár, hártoppar og sérhannað
hár.
En hvernig er metið hvað er
best fyrir hvem og einn?
Eiríkur segir það að miklu leyti
vera spurningu um peninga hvað
menn vilji eyða miklu í að vera
fínir. „Sérhannað hár er t.d. búið
til úr raunverulegu mannshári,
það er tekið nákvæmt gipsmót af
hverjum og einum og hárið fram-
leitt eftir því.“ Eiríkur segir fæsta
vera nauðasköllótta, flestir séu
með kraga eða þunnt hár og sé
nýja hárið fest í það, c.a. einn
sentímetra inn á hárið sem enn sé
á. „Flestir koma með mjög ákveðn-
ar hugmyndir um hvemig þeir
vilja hafa sitt nýja hár. Sumir vilja
bara hylja leiðinlegan „mána“ en
halda samt kollvikum við enni,
aðrir vilja gjaman fá hárið sem
þeir höfðu á táningsaldri og enn
aðrir vilja fá lítið hár í byijun og
siðan auka það skref fyrir skref,
jafnvel í nokkur ár, áður en full-
komnum árangri er náð.
í dag er þetta orðið það fullkom-
ið að enginn á að geta séð annað
en hér sé um raunverulegt hár að
ræða. Það er þvegið eins og annað
hár, þú ferð í sund og stundar
íþróttir en það er æskilegast að sá
sem setti það á sjái um snyrtingu
á þvi. En þetta tekur tíma, það er
tveggja mánaða ferli frá því mótið
er tekið og þar til hárið er tilbúið.
En svo mikið er víst að það er
liðin tíð að menn þurfi að taka
ofan hárið og sofa með það á nátt-
borðinu,“ segir Eiríkur.
Hártoppar eða ísetning
En hvað með gömlu, góðu hár-
toppana? Eiríkur segir þá vera
svolítið öðruvísi. „Þeir eru t.d.
framleiddir í takmörkuðu litaúr-
vali og passa ails ekki á alla. Hár-
toppar eru framleiddir í staðlaðri
framleiðslu og passa alls ekki á þá
sem eru með mjótt eða mjög breitt
höfuð. Auk þess hylja þeir öll koll-
vik, flestir menn eru með kollvik
og ef þeir eru þannig frá náttúr-
unnar hendi þá eiga þau að vera. í
sérhönnuðu hári er tekið tillit til
þeirra.“
Ein leiðin enn er ísetning á hári
en þá er gervihári úr trjákvoðu
skotið i höfuðið með loftbyssu.
„Þetta er sniðugt að því leytinu til
að hárið getur þést hægt og rólega,
allt eftir þvi hvað efnahagurinn
leyfir.“
Hármissir óháður aldri
Eiríkur segir upp og ofan hvem-
ig menn taki hármissi, sumum sé
alveg sama en aðrir taki þetta
mjög nærri sér. „Þetta getur farið
rosalega inn á sálina á mönnum,
það sem ég fæ oftast að heyra þeg-
ar menn hafa látið laga þetta er „af
hverju gerði ég þetta ekki fyrr.“
En leita konur til Eiríks?
„Karlar eru í miklum meiri-
hluta en ég hef fengið til min kon-
ur. Það eru þá konur sem eru
virkilega með vandamál, konur
sem t.d. hafa misst hárið af völd-
um skurðaðgerða. En maður fær
til sín karlmenn á öllum aldri, sá
yngsti var 16 ára og sá elsti 71 árs.
Áberandi hártoppar hræði-
leg sjón
„Ef hárleysið plagar mann þá er
hægt að gera margt í dag og það
eru alltof margir á götunum með
ljóta og áberandi hártoppa. Það
eru auðvitað viðbrigði þegar hálf-
sköllóttur maður er kominn með
þykkt og fínt hár og að sjálfsögðu
taka allir eftir því. En ef það er vel
gert þá gleymir fólk þessu fljótt.
Það er nefnlega regla að ef fólk
horfir á hárið á þér en ekki í aug-
un á þér þegar þú ert með eitthvað
þessu líkt á höfðinu þá sést það.“
En hvað finnst Eiríki síðan best
við starfið?
„Það sem er mest gefandi í þessu
starfi er að vita til að fólki líður
betur og er hamingusamt." -ggá
Þetta módel er með sérhannað hár þó ómöguiegt sé fyrir mannsaugaö að
nema það. DV-myndir Pjetur.
mitt breyttist
- segir 29 ára gamall maður með sérhannað hár
Tilveran spjallaði við 29 ára gaml-
an mann sem er með sérhannað hár
þó það sé engin leið að sjá að hér sé
um annað en hans eigið hár að ræða.
Ég var 18 ára gamall þegar ég fór
að missa hárið, kollvikin fóru sí-
hækkandi. Þetta angraði mig rosa-
lega, fór hreinlega á sálina á mér.
Það er hrikalegt fyrir svona unga
stráka að lenda í þessu. Ég fór að
leita hjálpar, það var sett á mig gam-
aldags hárkolla og þannig átti ég að
labba út. En ég var ailtaf ákveðinn í
að gera eitthvað af viti í málinu og ég
var 19 ára þegar ég fékk fyrst sér-
hannað hár. Litimir og magnið var
vandlega ákveðið og þá fyrst varð ég
ánægður. Það tók mig sex mánuði að
venjast þessu en það kom samt hægt
og rólega þar sem hárið var þykkt
smátt og smátt. Allt breyttist, sjálfs-
öryggið jókst, minnimáttarkenndin
hvarf og mér byrjaði að líða vel. Hár-
ið skiptir það miklu í sjálfsmynd
manna. Ég geri allt sem ég vil í dag,
fer í sund, fæ mér strípur og annað
og hef aldrei verið spurður að því
hvort hér sé ekki um mitt hár að
ræða. Eftir 10 ár hef ég aldrei fundið
fyrir efa hjá nokkrum manni. -ggá
Mataræðið
skiptir máli
Lélegt mataræði kemur illilega niður á hárinu. Það er
t.d. ástæðan fyrir því að lystarstolssjúklingar hafa í flest-
um tilfellum þunnt og matt hár. Jámskortur og blóðleysi
kemur einnig niður á fegurð hársins auk þess sem lang-
tímanotkun sýklalyfja getur orsakað hárlos. í síðarnefhda
tilvikinu geta B-vítamínskammtar hjálpað. Margir halda
einnig fram að ungum, kvenkyns grænmetisætum sé
hættara við hárlosi en öðrum.
Það er mjög æskilegt að dagleg næring innihaldi
prótein auk fimm skammta af grænmeti og ávöxtum. Sé
tekið upp rétt mataræði má búast við auknum gljáa og
aukinni þykkt en árangurinn kemur ekki strax, hann
kemur ekki fýrr en eftir um það bil þrjá mánuði. En hann
kemur! Það er bara um að gera að vera þolinmóður.