Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1997, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1997, Page 19
18 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997 23 íþróttir Iþróttir Golf: Frábært skor hjá John Cook John Cook sigraði á Bob Hope mótinu í golfi, sem lauk í Indian Wells í Kalifomíu í fyrrinótt, meö glæsibrag. Cook lék síðari tvo dagana á 125 höggum, 62 höggum á laugardag og 63 á sunnudag og jafnaði með því met í PGA-mótaröðinni. Þetta afrek hafði áður að- eins verið leikið fiórum sinnum í sögunni og Cook var sjálfur síðastur til þess í júlí í fyrra. Cook þurfti á þessum snilldarleik að halda til að sigra á mótinu. Hann lék á 327 höggum en Mark Calcavecchia varð annar á 328 eftir að hafa verið efstur lengst af mótinu. -VS Knattspyrna: Danir lögðu Perúbúa Danmörk sigraði Perú, 2-1, ’ í fyiTÍnótt í fyrstu umferð keppninnar um Bandaríkjabik- arinn í knattspyrnu sem nú stendur yfir í Kalifomíu. Sören Andersen og Sören Colding skomðu mörk Dana en Nolberto Solano Todco fyrir Perú. Mexíkó vann sætan og lang- þráðan sigur á Bandaríkjamönn- um, 2-0, þann fyrsta á útivelli í 23 ár. Luis Roberto Alves og Al- berto Garcia Aspe skoruðu mörkin. -VS Júlíus skoraði fjögur í tapleik Júlíus Jónasson skoraði 4 mörk fyrir Suhr á sunnudaginn þegar liðið tapaði, 23-18, fyrir Amicitia Zúrich í úrslitakeppni svissneska handboltans. Suhr er í sjöunda sæti af átta liðum meö 2 stig. Winterthuer er efst með 7 stig. -DVÓ/VS Hasar í leik Bolton og Wolves Guðni Bergsson lék á ný með Bolton um helgina þegar liðið vann Wolves, 3-0, í ensku 1. deildinni í knattspyrnu. Guðni meiddist á nýársdag og hafðj ekki leikið síðan. Mikil barátta var í leiknum, einum of, því dómarinn kallaði á Guðna, sem fyrirliða Bolton, og Steve Bull, fyrirliða Wolves, til að róa liðin. Lárus Orri Sigurðsson lék all- an leikinn með Stoke sem vann Charlton, 2-1, og Þorvaldur Ör- lygsson kom inn á sem varamað- ur hjá Oldham sem gerði jafn- tefli við WBA, 1-1. -vs Gauti Laxdal í Stjörnuna Gauti Laxdal knattspymu- maður hefur gengið frá félaga- skiptum úr KA yfir í Stjörnuna en DV sagði frá því fyrir nokkru að hann væri væntanlegur í Garöabæinn. fírmakeppni FH Firmakeppni FH í innanhúss- knattspymu verður í Kaplakrika á laugardaginn. Leikið er eftir gömlu reglunum. Upplýsingar gefur Lúðvík í síma 555-2033. Handbolti: Hreinsað til hjá bikar- meisturum Magdeburg Einn þekktasti handknattleiksmaður Þýskalands til fjölmargra ára, homamaðurinn Holger Winselmann, mun ekki verða áfram í herbúðum þýsku bikarmeistaranna í Magdeburg. Forráðamenn Magdeburg em farnir að hreinsa til hjá liðinu og Winselmann verður ekki boðinn nýr samningur eftir yfirstandandi tímabil en hann hefur leikið með liðinu í 22 ár og á að baki 243 landsleiki, flesta fyrir Ausfiu'-Þýskaland sáluga. Fleiri leikmenn fá reisupassann. Nýir menn hjá liðinu verða Rússinn Atavin og Frakk- amir Guerig Kervadec og Joel Abati. -SK Kvennahandbolti: llieodór valdi nítján leikmenn Theodór Guðfinnsson, landsliðs- þjálfari kvenna í handknattleik, valdi í gær 19 leikmenn til æfmga fyrir landsleiki við Sviss sem fram fara í mars. Tvær stúlknanna koma erlendis frá, Halla María Helgadóttir fyrir- liði, frá Sola i Noregi, og Svava Sig- urðardóttir frá Eslov í Danmörku. Frá Haukum eru Auður Hermanns- dóttir, Hulda Bjamadóttir, Thelma Árnadóttir og Vigdís Sigurðardóttir, frá Stjömunni Fanney Rúnarsdótt- ir, Nína Björnsdóttir og Rut Stein- sen, frá Víkingi Guðmunda Krist- jánsdóttir, Helga Torfadóttir og Heiða Erlingsdóttir, frá FH Hrafn- hildur Skúladóttir ogBjörk Ægis- dóttir, frá ÍBA Anna Blöndal, frá KR Brynja Steinsen, frá Val Gerður Jó- hannsdóttir, frá ÍBV Ingibjörg Jóns- dóttir og frá Fram Þómnn Garðars- dóttir. -VS Björninn skellti SR Bjöminn, sem hingaö til hefur haft lítið að segja í stórveldin tvö í ís- hokkíinu hér á landi, skellti Skautafélagi Reykjavíkur, 7-6, á íslandsmót- inu um helgina. Björninn komst í 5-0, SR náði að jafna, 6-6, en Clark McCormick skoraöi sigurmark Bjamarins. Hann gerði 5 mörk í leiknum og hefur styrkt liðið geysilega. Andri Þ. Óskarsson og Sigurður E. Svein- bjamarson skoraðu hin mörk Bjamarins en Heiðar Ingi Ágústsson gerði 4 mörk fyrir SR, Pétur Már Jónsson og Sigurbjöm Þorgeirsson eitt hvor- -VS Slæmt tap West Ham Leeds vann góðan útisigur á West Ham, 0-2, í ensku úrvalsdeildinni í knattspymu i gærkvöldi en leikurinn fór fram á Upton Park, héima- velli West Ham. Garry Kefly skoraði fyrra markið á 53. mínútu með glæsilegu skoti beint úr aukaspymu og Lee Bowyer bætti við öðra á 70. minútu með góðu skoti í stöng og inn utan vítateigs. Með sigrinum skaust Leeds upp í 11. sætið með 28 stig og virðist vera að rétta úr kútnum eftir frekar dapurt gengi í vetur en West Ham er komið í alvarlega botnbaráttu. Liðið er með 22 stig í þriðja neðsta sæti en þijú neðstu liðin fafla í 1. deildina. -GH Tvö upp og tvo niður? Innan enska knattspymusambandsins er farin af stað umræða um breytingar fyrir keppnistímabilið 1997-1998, það er næsta tímabil. Margir eru hlynntir því að einfalda reglumar varðandi þau lið sem falla i 1. deild og komast upp í úrvalsdeild. Líklegt verðm- að teljast að á næsta tímabili muni tvö lið falla beint úr úrvalsdeildinni í 1. deild og tvö liö fari beint upp í úrvalsdeildina. í dag era reglumar þannig að tvö lið fara beint upp i úrvalsdeild úr 1. deild og síðan fer ffarn aukakeppni um þriðja lausa sætið í úrvals- deildinni. Búist er við mikilli andstöðu við þessar hugmyndir frá for- ráðamönnum 1. deildar liðanna. •bK Jóham til KRiiiga? Samkvæmt öruggum heimildum DV vilja KR-ingar fa Jóhann B. Guðmunds- son, Keflvíking, í sínar raðir fyrir komandi timabil í knattspymunni. Jóhann, sem verður 20 ára gamall á árinu, er fljótur og mjög flpur kantmaður sem lék stórt hlutverk með Keflavíkurliðinu á síðasta sumri og þá lék hann með U-18 ára landsliði Islands. Heimir Guðjónsson minna meiddur en haldiö var Heimir Guðjónsson tognaði illa í leik með KR-ingum á íslandsmótinu innanhúss um helgjna í fyretu var talið að liðbönd hefðu slitnað en í spjalli við Heimi í gær sagði hann að við læknisrannsókn hefði komið i ljós að þetta hefði verið togn- um. -GH ■ m ■ ■ ■ > Kristjan var látinn fara „Níu marka ósigur á heima- velli gegn Nettel- stedt um helgina var algjört kjafts- högg. Síðustu þrjár vikumar hafa verið liðinu erfiðar en á þeim tima hefur liðið tapað þrem- ur leikjum af fimm. Eft- ir jaftiteflið í Mag- deburg ríkti bjartsýni fyrir leikinn gegn Nettelstedt en hún varð að engu strax í byrjun leiksins. Þá klúðruðum við fimm dauðafæram í röð og Nettelstedt komst i 0-6. Þá var við- ureignin í raun töpuð,“ sagöi Kristján Arason, þjálfari þýska liðsins Wallau Masenheim, i samtali við DV í gær. „Þegar illa gengur er þjálfarinn veikasti hlekkur- inn“ Kristján var í gær- kvöldi látinn taka pok- ann sinn hjá Massen- heim en liðinu hefur gengið illa að undan- fórnu. Fyrir skömmu tapaði Massenheim í bikarkeppninni fyrir Bad Schwatau sem leik- ur í næstu deild fyrir neöan. „Þegar illa gengur i þýska handboltanum er þjálfarinn veikasti hlekkurinn. Það er því miklu betra að reka einn heldur en tólf,“ sagði Kristján. í leiknum um helgina náði Wallau að saxa á forskot Nettelstedt nið- ur í þrjú mörk en þá fór liðið aftur flla með þrjú tæikifæri. Kristján sagði að þeir Martin Schwalb og Frédric Volle næðu ekki nógu vel saman í sókninni. Þeir vildu báðir leika stærsta hlutverkið. Ennfremur væri mark- varslan slök en til marks um það varði markvörðurinn aðeins tvö skot i fyrri hálfleik sl. sunnudag en á sama tíma varði markvörður Nettelstedt 14 skot. Óánægja var með gengi liðsins fyrir leik- inn gegn Nettelstedt og hún magnaðist mjög eftir ósigurinn stóra gegn Nettelstedt. Það var svo í gær sem Kristjáni var til- kynnt að honum hefði verið sagt upp störfum. Hann sagöist ekki geta sagt um það á þess- ari stundu hvað tæki við hjá sér. -JKS Hitinn alla að drepa Gífurlegur hiti hefur sett mark sitt á opna ástralska mótið í tennis en þetta er fyrsta stórmót ársins. í gær komst hitinn í rúmar 40 gráður og margir keppendur áttu í miklum erfiðleikum, sérstaklega í kvennaflokki. Pete Sampras sigraði andstæðing sinn eftir mikla erfiðleika og Sampras sagðist aldrei hafa keppt við erfiðari aðstæður. Þá sigraði Thomas Muster frá Ausfiuriki Jim Courier frá Bandaríkjunum. Á myndinni er belgíska stúlkan Dominique Van Roost en hún sigraði Chöndu Rubin frá Bandaríkjunum þrátt fyrir að hníga til jarðar vegna hitans í tvígang. Símamynd Reuter Besti knattspyrnumaður heims aö mati landsliösþjálfara víös vegar um heiminn er Brasilfumaöurinn Ronaldo. Hann er hér meö verölaunagripinn ásamt Alan Shearer sem varö í þriöja sæti í kjörinu. Símamynd Reuter Ronaldo knattspyrnu- maður ársins 1996 Brasilíska undra- barniö Ronaldo, leik- maður Barcelona á Spáni, var í gærkvöldi útnefndur knattspymu- maður ársins 1996 af Alþjóða knattspymu- sambandinu, FIFA, en yfir 100 landsliðsþjálf- arar víðs vegar um heiminn stóðu að val- inu. Ronaldo hlaut 329 stig í efsta sæti. I öðru sæti varð Líberíumað- urinn George Weah hjá AC Mflan með 140 at- kvæði en hann var kjörinn knattspyrnu- maður ársins 1995. Alan Shearer frá Englandi, leikmaður Newcastle, varð í þriðja sætinu í kjörinu með 123 stig. Matthias Sammer, Þýskalandi, varð fjóröi með 109 stig, Jurgen Klinsmann, Þýska- landi, fimmti með 54 stig, Nígeríumaðurinn Nwankwo Kanu sjötti með 32 stig, ítalinn Pa- olo Maldini varð í sjö- unda sæti með 25 stig, Króatinn Davor Suker áttundi með 24 stig og Gabriel Batistuta, Argentínu níundi með 19 stig. -GH Reykjavíkur-Þrótt- Þjálfara vantar Iverum vann Baggio fer ekki ur á toppnum á Bolungarvík Gunnar Gunnarsson og læri- sveinar hans í Elverum unnu Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, sagði í gær að Ro- Þróttur úr Reykjavík náði Bolvíkingar ætla sér stóra langþráðan sigur í norsku 1. berto Baggio væri ekki á fórum þriggja stiga forystu í 1. deild hluti í 4. deildinni í knattspymu defldinni í handknattleik um frá félaginu. karla í blaki um helgina með 3-0 á næstu leiktíð. Á síðasta tíma- helgina. Elverum lagði Stavanger, „Samningur Baggios rennur sigri gegn KA á Akureyri. ÍS bili komust þeir í undanúrslit en 29-21, en er sem fyrr í næstneðsta út árið 1998 og við vfljum hafa vann Stjömuna, 3-2. Þróttur R. nú hafa þeir tekið stefnuna á að sæti deildarinnar með 5 stig en hann í okkar herbúðum. Hann er með 27 stig, Þróttur N. 24, ÍS komast upp í 3. defld. liðið í sætinu fyrir ofan er með 10 spflaði eins og meistari í leikn- 14, KA 9 og Stjaman 6 stig. Forráðamenn félagsins leita stig. Herkules, lið Hrafnkels Hall- um gegn Cagliari á sunnudaginn ÍS vann Víking, 3-0, í 1. deild þessa dagana logandi ljósi að dórssonar, er komið í 8. sæti eftir og sýndi hvers hann er megnug- kvenna og er með 21 stig. Þrótt- spilandi þjálfara fyrir liðið og sigur á Kristianstad, 30-24. ur,“ sagði Galliani en Baggio ur N. er með 17 og á tvo leiki til era áhugasamir beðnir um að Drammen er í efsta sæti en liðið hefur ekki verið sáttur við hlut- góða, Víkingur er með 3 stig en hafa samband við Magnús Hans- sigraði Sandefjörd í toppslag um- skipti sitt hjá félaginu og með KA ekkert. -VS son í síma 456-7486. -GH feröarinnar, 28-23. -GH þjálfarann Arrigo Sacchi. -GH Tveir leikir í Þýskalandi - 16 leikmenn valdir og þar með hefst undirbúningurinn fyrir HM Þorbjöm Jensson, landsliðsþjálf- ari í handknattleik, tilkynnti í gær þá leikmenn sem skipa landsliðið gegn Þjóðverjum í tveimur lands- leikjum ytra um aðra helgi. í liðinu er 13 útispilarar og þrir markverðir. Þorbjöm lítur á leikina við Þjóðverja sem góðan undirbún- ing fyrir HM í Japan sem hefjist eig- inlega með þessum leikjum. Fyrri leikurinn verður 1. febrúar I Lud- wigshafen og sá síðari í Russels- heim daginn eftir. í hópnum era kunnugleg nöfn en Þorbjöm ákvað hins vegar að fara með þrjá markmenn í fórina og í þeim hópi er hinn ungi og efnilegi Hlynur Jóhannesson úr HK. Sigurður Bjarnason hjá þýska lið- inu Minden er kominn á nýjan leik í hópinn en með valinu gefst honum tækifæri á að sýna hvað í honum býr. Sömuleiðis fær Róbert Sig- hvatsson aftur valinn. Dagur Sig- urðsson og Ólafur Stefánsson hjá Wuppertal leika ekki fyrri leikinn gegn Þjóðverjum því á sama tíma er leikur hjá liðinu i 2. deildinni. Þeir mæta hins vegar galvaskir í síðari leikinn. Héöinn inni í myndinni Þorbjöm sagði á fundinum í gær að Héðinn Gflsson væri greinilega allur að koma til og ef áframhald yrði á því væri hann að sjálfsögðu inni í myndinni. „Eftir leikina við Þjóðveija hef ég jafnvel hugsað mér að kíkja á leik með Héðni,“ sagði Þorbjöm í gær Þjóðveijum tókst ekki að tryggja sér sæti á HM í Japan og í kjölfarið lét Amo Ehret af störfum. Mun Heiner Brand stýra þýska liðinu í fyrsta sinn gegn íslendingum í Lud- wigshafen. Það var Þjóðveijum mik- ið áfall að komast ekki tfl Japan. Brand er ætlað að koma þýska landsliðinu í hóp þeirra bestu á nýj- an leik. 16 manna hópurinn, sem Þor- bjöm valdi í gær fyrir leikina við Þjóðverja, lítur annars þcmnig út: Markverðir: Bergsveinn Bergsveinsson .... UMFA Guðmundur Hrafnkelsson.........Val Hlynur Jóhannesson..............HK Aðrir leikmenn: Sigurður Bjamason .. Minden Bjarki Sigurösson UMFA Valdimar Grímsson .. . Dagur Sigurðsson ... Wuppertal Patrekur Jóhannesson . Gústaf Bjamason Haukum Konráð Olavson Ólafur Stefánsson .. . Wuppertal Geir Sveinsson . . Montpellier Róbert Duranona KA Róbert Sighvatsson . . .. . Schíitterwald Júlíus Jónasson TV Suhr Gunnar B. Viktorsson . ÍBV -JKS Gunnar íþrótta- maður ársins Gunnar Steinþórsson, sund- maðurinn efnilegi úr Aftureld- ingu, var útnefndur íþróttamað- ur Mosfellsbæjar 19% af íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæj- ar á sunnudaginn. Gunnar setti 20 Islandsmet í fjölmörgum sundgreinum á ár- inu 19%. Hann varð meistari í öllum greinum á aldursflokka- meistaramóti íslands. Rafn Ámason, frjálsíþrótta- maður úr Aftureldingu, varð í öðra sæti í kjörinu og Guðmar Þór Pétursson, hestamaður úr Herði, varð þriðji. Einnig voru veittar viður- kenningar til íslands- og bikar- meistara úr Mosfellsbæ, fyrir þátttöku í landsliðum og til efni- legra unglinga. -VS Stúlkurnar best- ar í karlaflokki Guðmundur E. Stephensen úr Víkingi sigraöi Markús Árna- son, Víkingi, 2-0, í úrslitaleik á LA Café mótinu í borðtennis sem fram fór á sunnudaginn. Guðmundur er því sem fyrr ósigrandi í meistaraflokki á mót- um innanlands. Eva Jósteinsdóttir, Víkingi, vann Lilju Rós Jóhannesdóttur, Víkingi, í úrslitum í meistara- flokki kvenna. Þær stöllur kepptu líka í 1. flokki karla og þar gerðu þær sér lítið fyrir og unnu alla karlana og Eva vann síðan Lilju í úrslitaleik. Þetta er annað mótið í röð sem þær leika þennan leik. Hólmgeir Flosason, Stjörn- unni, sigraði í 2. flokki karla, Tryggvi Pétursson, Víkingi, í byijendaflokki, Pétur Ó. Steph- ensen, Víkingi, í eldri flokki karla og i tvíliðaleik meistara- flokks sigruðu Víkingamir Guð- mundur E. Stephensen og Ingólf- ur Ingólfsson. -VS Skvass: Fyrsta tap Kims í fimm ár Kim Magnús Nielsen tapaði um helgina í fyrsta skipti í fimm ár fyrir íslenskum skvassleik- ara. Heimir Helgason lagöi hann þá að velli, 3-2, í hörkuspenn- andi úrslitaleik á móti í Vegg- sporti en leikurinn stóð í rúm- lega hálfa aðra klukkustund. Hrafnhfldur Hreinsdóttir sigr- aði Ástu Ólafsdóttur, 3-0, í úr- slitaleik í opnum flokki og íris Ragnarsdóttir vann Emu Guð- mundsdóttur, 3-0, i úrslitaleik í A-flokki kvenna. -VS Karate: Ásmundur og Edda sigruðu Ásmundur ísak Jónsson og Edda Lúvísa Blöndal úr Þórs- hamri sigraðu í opnum flokkum karla og kvenna á opnu meist- aramóti í kata sem Shotokan karatesamband íslands hélt um helgina. Daníel Pétur Axelsson, Þórs- hamri, sigraði í keppni á lægri gráðum (9.-4. kyu), Vilhjálmur Svan Vilhjálmsson, KFR, í flokki 17-20 ára og í yngri flokkum sigraðu Sólveig Krista Einars- dóttir, Þórshamri, Auður Skúla- dóttir, Þórshamri, og Hákon Bjamason, Fylki. -VS KR vann Njarövík KR sigraði Njarðvík, 93-62, í 1. defld kvenna í körfubolta í gær- kvöld. Staðan var 43-30 5 hléi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.