Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1997, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1997, Blaðsíða 20
24 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997 Iþróttir lECICMUIIIIÍA- KYNNING Rodman sendur til sálfræðings Dennis Rodman var á fóstudagskvöldið dæmdur í minnst 11 leikja bann í NBA-deildinni fyrir að sparka í lærið á ljósmyndara í leik fyrr i vikunni. Hann þaif að greiða 1,7 milljónir króna í sekt og þarf að fara til sálfræðings. Þaö fer síðan eftir útkomunni í því viðtali hvort bannið verður enn lengra. Rodman hefur tekið út tvo leiki og á því 9 eftir. Þar af eru sjö á útivöllum, meðal annars gegn liðum á borð við Seattle, Portland og Lakers. Miðað við hversu lið Chicago saknaði hans gegn Hou- ston í fyrrakvöld er ljóst að meistaramir mega búast við frekari erfiðleikum á næstunni. -VS NBA-deildin í fyrrinótt: „Stjórn á löngunum sínum“ - sagöi Hakeem Olajuwon sem lét þorstann ekki stööva sig gegn Chicago Múslíminn Hakeem Olajuwon hélt siðvenj- m- trúar sinnar á Ramadam-föstunni og bragðaði ekki dropa vatns þegar Houston valtaði yfir meistara Chicago í toppleik NBA- deildarinnar í fyrrakvöld. Múslímar neyta hvorki matar né drykkjar á meðan dagsbirtu gætir á fóstunni og Ola- juwon fór eftir því. Þaö kom ekki í veg fyrir stórleik hans, 32 stig og 16 fráköst, og glæsi- legan sigur Houston, 102-66. „Þetta er eitt það ótrúlegasta sem ég hef upplifað. Að sjá herra Olajuwon eiga þvilík- an stórleik án þess að fá sér einn einasta vatnsdropa," sagði félagi hans, Charles Barkley, sem missti af leiknum vegna meiðsla. „Ég fékk mér kjúkling og hrísgrjón snemma í morgun og vonaöi að það dygði. Ég var ekkert svangur en þorstinn var mikill. Ég reyndi að leiða hann hjá mér, málið er aö hafa stjóm á löngunum sinum,“ sagði hinn yfirvegaði risi, Hakeem Olajuwon, eftir leik- inn. Sannkölluö styrjöld „Ég er mjög ánægður með hvemig þetta þróaðist. Þegar spilað er við meistarana dug- ar ekkert annað en að spila vel. Liðið var mjög einbeitt fyrir leikinn og inni á vellinum geisaði sannkölluð styrjöld," sagði Olajuwon. Dennis Rodman lék ekki með, byrjaði að taka út 11 leikja bannið sem hann var dæmd- ur í fyrir helgina. Það munaði svo sannar- lega um hann og þó Jordan tæki fleiri fráköst en áöur í vetur, 14 talsins, var það engan veg- inn nóg. Sérstaklega ekki vegna þess að Scottie Pippen og Toni Kukoc áttu hörmuleg- an leik. „Þetta var mikill baráttuleikur. Mér leið vel allt þar til um miðjan siðasta leikhluta. Þá trylltust áhorfendur þegar tæknivilla var dæmd á Houston, og eftir það hmndi sóknar- leikur okkar en þeir hrukku í gang,“ sagði Phil Jackson, þjálfari Chicago. Sætur sigur hjá Orlando í hinum stórleik sunnudagskvöldsins vann Orlando óvæntan útisigur á nágrönnum sin- um í Miami, 87-99. Þetta var fjórði sigur Or- lando í fimm útileikjum í röð og staða liösins hefur vænkast mjög síðan Penny Hardaway fór aö spila á ný eftir meiðslin. Horace Grant var reyndar ekki með gegn Miami vegna meiðsla en það kom ekki að sök. „Við höfum sýnt góða kafla að undanförnu og ef allir em heilir getum við unnið hvaða lið sem er. Það er mikill áfangi fyrir okkur að vinna Miami,“ sagði Hardaway eftir leik- inn. Orlando er nú aftur komið inn í mynd- ina með að komast i úrslitakeppnina en liöið virtist algerlega úr leik fyrir skömmu, enda verið með eindæmum óheppið með meiðsli i vetur. -VS NBA-DEILDIH Urslitin í nótt: Fæddur: 24. júlí 1963. Hæð: 2,06 m. Þyngd: 116 kg. Staða: Framheiji. Númer á treyju: 32. Heimilishagir: Giftur og á þrjú böm. NBA-leikir: 857 fyrir Utah, þar af 74 I úrslitakeppni. Meðalskor í NBA: 26 stig. Flest stig í leik: 61. Flest fráköst: 23. Flestar stoðsendingar: 10. Ferill: Utah fékk hann í ný- liðavalinu 1985 en tólf vom vald- ir á undan Malone. Tómstundir: Stangveiði, skot- veiði og nautgripabúgarður sem hann á i Arkansas. Ýmislegt: Hefur leikið alla leiki Utah i hálft fimmta ár og ekki misst af nema fjórum leikj- um liðsins frá byijun. Hefur skorað 2.000 stig eða meira níu tímabil í röð og er 9. stigahæsti leikmaður NBAfrá upphafi með 23.343 stig. Er stigahæsti og frákastahæsti leikmaður Utah frá upphafi og einnig sá sem leikið hefur flestar mínútur fyrir félagið. Hefur verið valinn átta ár í röð í byrjunarlið í stjömuleik NBA og spilaö síðustu níu leiki. Valinn „maður leiksins" í stjörnuleikjunum 1989 og 1993. Ólympíumeistari með fyrsta „draumaliði" Bandaríkjanna í Barcelona 1992 og fékk annað ólympíugull í Atlanta 1996. Setti stigamet hjá Utah þegar hann skoraði 61 stig í leik gegn Milwaukee árið 1990. New York-Washington .... 95-79 Ewing 22, B.WUliams 17, Johnson 15 - Webber 17, Howard 13, Muresan 11. Philadelpbia-Milwaukee . 104-114 Iverson 31, Stackhouse 23 - Robinson 29, Baker 22, Perry 17, Newman 12. Atlanta-Charlotte.......106-97 Smith 31, Laettner 23, Blaylock 20 - Rice 33, Divac 21, Curry 16. Minnesota-San Antonio . . . 96-83 K. Gamett 20, Marbury 20, Gugliotta 18 - Del Negro 22, M.Williams 20. LA Lakers-Dallas.........109-99 Van Exel 24, Jones 21, Campbell 17, - Jackson 22, Gatlrng 21, Mashbum 19. Denver-New Jersey......132-123 L. Ellis 36, McDyess 29, Jackson 21 - GUl 30, J. Williams 26, Pack 20. Utah-Cleveland ...........94-74 Malone 32, Homacek 19, Russell 7 - Phills 17, MarshaU 13, Geary 11. Phoenix-Detroit...........89-86 Johnson 19, Ceballos 18, Chapman 17 - Hunter 23, HUl 19, Dumars 18. Seattle-Vancouver .......112-96 Payton 30, Kemp 23, Schrempf 20 - Anthony 24, Rahim 19, Rogers 14. Úrslitin í fyrrinótt: Miami-Orlando.............87-99 Lenard 21, Brown 14, Mouming 14 - Hardaway 19, Anderson 18, Scott 18. Houston-Chicago .........102-86 Olajuwon 32, Willis 20, Drexler 17 - Jordan 26, Wennington 14, Longley 12. Indiana-Philadelphia ... 111-107 Smits 20, Miller 20, McKey 17, Best 15 - Iverson 37, Weatherspoon 18. Vancouver-Toronto .......100-92 Rahim 26, Peeler 17, Edwards 13 - Stoudamire 34, Williams 15, Rogers 14. LA Clippers-Cleveland . . 102-107 Vaught 21, D.Martin 17, Sealy 17 - Phills 25, Mills 22, Brandon 22. Portland-Utah ...........102-96 Anderson 26, Sabonis 22, Rider 21 - Homacek 22, Malone 17, RusseU 16. Hakeem Olajuwon var í miklum ham gegn Chicago í fyrrakvöld. Hann lét sér nægja aö boröa hrísgrjón og kjúkling eld- snemma um morguninn, áöur en birti af degi, og fastaöi síö- an aö hætti múslíma og komst vatnslaus í gegnum stórleikinn. Slmamynd Reuter NBA-deildin í körfuknattleik í nótt: - Phoenix lagði Detroit og Atlanta vann 17. heimaleikinn í röð Starks er meiddur viðureignum liðanna. Buck Wifli- ams var besti maður New York og tók m.a. 7 sóknarfráköst. Minnesota, með tvo af efhilegustu leikmönnum deildarinnar, Kevin Garnett og Stephon Marbury, i aðal- hlutverkum, fór létt með San Anton- io. Denver var komið með 113 stig eftir þrjá leikhluta gegn New Jersey en slakaði þá á og vann „aðeins“ 132-123. Lakers náði sér á strik á ný eftir tvo tapleiki á heimavelli og vann Dallas nokkuð auðveldlega. Shaq náði ekki 20 stigum, aldrei þessu vant, en tók 13 fráköst. Malone fór illa meö okkur Utah lék frábærlega í þriðja leik- hluta gegn Cleveland, skoraði þá 32 stig gegn 10 og tryggði sér sigurinn. „Karl Malone fór illa með okkur í kvöld og þeir völtuðu yfir okkur í seinni hálfleik," sagði Bobby Phills hjá Cleveland. Seattle vann sinn 8. sigur í jafn- mörgum leikjum frá áramótum og stakk Vancouver af strax í fyrsta leikhluta. Gestimir frá Kanada minnkuðu reyndar muninn í 3 stig þegar 4 mínútur voru eftir en Seattle jók þá forskotið á ný og skor- aöi síðustu 10 stigin í leiknum. John Starks, bakvörður hjá New York, er úr leik í 1-2 vik- ur. Starks lenti í árekstri við Kevin Johnson hjá Phoenix um helgina og fékk slæmt högg á viðbein. Starks er annar stigahæsti varamað- ur NBA-deildarinnar og þriðji stigahæsti leikmaður New York þó hann byrji ávallt á bekknum. -VS Phoenix Suns, sem tapaði fyrstu 13 leikjunum í vetur, heldur áfram uppsveiflu sinni og sigraði í nótt hið sterka lið Detroit, 89-86, í hörkuleik eftir að Detroit hafði náð fimmtán stiga forystu í þriðja leikhluta. „Þetta var besti leikur okkar það sem af er tímabilinu. í seinni háif- leik sýndum við hluti sem við höf- um ekki áður gert í vetur og liðið lék frábærlega á lokakaflanum,“ sagði Danny Ainge, þjálfari Phoen- ix. Kevin Johnson var besti maður Phoenix og hann hirti boltann af Grant Hill þegar 4 sekúndur voru eftir og tryggði þár með liði sínu sigurinn. Atlanta hefur leikið mjög vel það sem af er vetri, sérstaklega á heimavelli, og vann þ£ir í nótt sinn 17. sigur í röð þegar Charlotte kom í heimsókn, 106-97. Uppselt var þriðja leikinn í röð en um áramót var Atlanta með lökustu aðsóknina i austurdeildinni. „Við erum stoltir af þessari sigurgöngu og nú reynir hvert liðið af öðru að stöðva okkur,“ sagði Steve Smith, sem skoraði 31 stig fyrir Atlanta, en liðið náði 18 stiga forskoti í fjórða leikhluta. Philadelphia tapaði sínum 13. leik í röð þegar liðið sótti Milwaukee heim. Enn sigrar New York New York vann Was- hington í 14. skiptið í röð á heima- velli og í 19. skipt- ið í síð- UStU 20 \ \ „Besti leikur okkar í vetur“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.