Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1997, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1997, Side 28
32 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997 Sviðsljós Golden Globe-verðlaunin afhent á sunnudagskvöld: Madonna er langflottust stelpnanna í Hollywood Madonna var virðuleikinn upp- málaður en Lauren Bacall rak upp vein. Hvar annars staðar en í Hollywood, við afhendingu Golden Globe-verðlaunanna? „Ég hef verið svo ótrúlega lánsöm undanfarið ár,“ sagði kynbomban, söngkonan og leikkonan þegar hún hafði tekið við verðlaunum fyrir frammistöðuna í dans- og söngva- myndinni Evitu. Þar átti Madonna að sjálfsögðu við fæðingu frumburð- ar síns og vinnuna við Evitu. Hún var kjörin best leikkvenna í aðal- hlutverki í söng- eða gamanmynd. „Ég er að fríka út,“ sagði hin gamalreynda Lauren Bacall sem líka fékk verðlaun, fyrir aukahlut- verk í kvikmynd. Lauren lék í mynd Barbru Streisand, Spegillinn hefur tvö andlit. Já, það var mikið um dýrðir f Hollywood þegar Golden Globe- verðlaunin voru afhent á sunnu- Madonna heldur á Golden Globe- verðlaunagripnum sem leikkonan Nicole Kidman afhenti henni. dagskvöld, enda oft litið á verð- launaveitingu þessa sem vísbend- ingu um hvert óskarsverðlaunin fara þegar þeim verður dreift í mars. Evita, mynd Alans Parkers, fór heim með flest verölaun, eða þrenn, verölaunin til Madonnu meðtalin. Hún var kjörin besta myndin í flokki söng- og gamanmynda og einnig var hún verðlaunuð fyrir besta lagið. Tom Cruise var kjörinn besti leikarinn í söng- eða gamanmynd fyrir hlutverk sitt í Jerry Maguire. Besti leikarinn í dramatískri mynd var álitinn vera Geoffrey Rush í Shine og besta leikkona í sama flokki var Brenda Blethyn í Leynd- armálum og lygum sem sýnd er í Reykjavík um þessar mundir. Besti leikstjórinn var kjörinn hinn tékk- neski Milos Forman fyrir myndina um klámkónginn Larry Flynt sem bráðlega verður sýnd hér. Golden Globe verðlaunin eru einnig veitt fyrir besta sjónvarps- efnið og í þeim flokki fengu góðvin- ir okkar, þau Gillian Anderson og David Duchovny úr Ráðgátum, verðlaun sem bestu leikarar og þáttaröðin var kjörin besta drama- syrpan. Það eru samtök erlendra frétta- manna í Hollywood sem veita Golden Globe-verðlaunin. Játvarður opin- berar trúlofun sma í sumar Yngsti sonur Elísabetar drottningar, Játvarður prins, ráðgerir að opinbera trúlofun sína og Sophie Rhys-Jones í sumar, að því er breska blaðið Express greindi frá í gær. Játvarður, sem er 32 ára, hef- ur verið í ástarsambandi við Sophie í þrjú ár. Þeir sem grannt hafa fylgst með málefh- um konungsfjölskyldunnar hafa hins vegar bent á að hann hafi beðið með aö opinbera trúlofun- ina þar til fyrirtæki hans, sem framleiðir sjónvarpsefhi, væri komiö almennilega á koppinn. Því er einnig haldið fram að skilnaðir bræðra hans tveggja, Karls og Andrews, hafi orðið til þess að hann hafi viljað vera al- veg viss um hug sinn. Vinir okkar úr Ráðgátum, þau Gillian Anderson og David Duchovny, áttu verðlaunin svo sannarlega skilið. Drottning rómantíkurinnar, sjón- varpsleikkonan Jane Seymour, kem- ur til Golden Globe-athafnarinnar. Tom Cruise getur verið ánægður með afrakstur síðasta árs, verðlaun og fullt af peningum. Helen Mirren reynir að bíta f verö- launagripinn sinn. Slmamyndir Reuter Hagstœð kjör Ef sama smáauglýsingin er birt undir 2 dálkum sama dag er 50% afsláttur af annarri auglýsingunni aW mill/ hirr,/, 1ns, v. yo, *ÍL Or Smáauglýsingar 550 5000 Breski tískuhönnuöurinn Alexander McQueen vakti mikla athygli fyrir klæðnaðinn sem hann teiknaði fyrir franska tískukónginn Givenchy og sýndur var í Parfs um helgina. Þar á meöal voru fallegar hvftar buxur meö gylltum hnöpp- um og gulröndótt toppstykki, heldur efnisrýrt. McQueen hefur ekki áöur teiknaö fyrir Givenchy. Sfmamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.