Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1997, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1997, Síða 32
36 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997 Hrokafullur leikhúskóngur „Núna hefur hann ummynd- ast í hrokafullan leikhúskóng, sem reynir leynt og ljóst að fjar- stýra umfjöllun fjölmiöla um leikhúsið og eigin verk.“ Jón Viðar Jónsson leiklistar- gagnrýnandi, um Stefán Bald- ursson þjóðleikhússtjóra, í Degi-Tímanum. Friður og gleði „Sá sem olli ófriðnum er far- inn og hér ríkir mikil gleði.“ Jón Stefánsson, organisti og kór- stjórnandi í Langholtskirkju, í DV. Unglingavandamálið „Ég fuilyrði að unglingavanda- málið svonefnda yrði þeim mun auðveldara viðfangs sem meiri rækt væri lögð við tónmennta- kennslu í skólum landsins." Sigurður A. Magnússon rithöf- undur, í DV. Ummæli Heilinn í Finni Finnur ætti að skammast sín og drulla sér úr landi. Ég hef engu við þetta að bæta nema að ég vona að heilinn í honum komist í lag.“ Bubbi Morthens, um álver í Hvalfirði, í Degi-Tímanum. Allt átti að vera í lagi „Okkur var sagt þegar jám- blendiverksmiðjan var reist að þetta ætti aö vera nánast eins og heilsuhæli hvað mengun varðar." Jón Gísiason bóndi, í DV. Aftökur eru hvergi algengari en í þeim ríkjum í Afríku þar sem stans- lausar borgarastyrjaldir geisa. Dauðarefsing Dauðarefsing á sér langa sögu. Hana má rekja allt aftur til ný- steinaldar. Þetta sannaðist er Tollund-maðurinn fannst í Dan- mörku. Mörg ríki beita dauða- refsingu nú en mismikið. Kín- verjar eru til að mynda mjög duglegir við að taka sakamenn af lífi og er talið að um 500 manns séu dæmdir til dauða þar árlega. t stríðshrjáðum ríkjum Afriku er dauðarefsingum beitt bæði að undangengnum dómi og án dóms og laga. Fyrst afnumin í Liec- htenstein Fyrsta rikið til aö afnema dauðarefsingu í reynd var Liechtenstein og var það árið 1798. Síðustu aftökur á íslandi voru 12. janúar 1830, á Þristöp- um i Vatnsdalshólum. Þar voru hálshöggvin Friðrik Sigurðsson og Agnes Magnúsdóttir. í Banda- ríkjunum var dauðarefsing af- numin af hæstarétti með 5 at- kvæðum gegn 4 árið 1972. Síðan hafa 38 ríki tekið aftur upp dauðarefsingu. Blessuð veröldin Fjölmennasta hengingin Flestir menn sem hafa verið hengdir á einn gálga voru 38 Si- oux- indíánar sem hengdir voru skammt frá Mankato í Minnesota í Bandaríkjunum á annan dag jóla árið 1862. Var þeim gefið að sök að hafa myrt vopnlausa borgara. Nasistafor- ingi einn í Grikklandi lét hengja í einu 50 Grikki úr andspymu- fylkingunni í Aþenu 22. júlí 1944. Kólnar í kvöld Við strönd Grænlands vestur af Vestfjöröum er 962 mb lægð sem hreyfist norðaustur og grynnist. Þessi lægð skilur eftir sig lægðar- drag á Grænlandshafi. Yfir Bret- landseyjum er 1032 mb hæð sem hreyfist austur. Veðrið í dag í dag verður suðvestlæg átt, víða hvöss vestanlands en stinningskaldi eða allhvasst austan til á landinu fram eftir degi en síðan minnkandi. Suðvestan stinningskaldi í kvöld og nótt. Allra austast léttir til en annars verða él. Veður fer kólnandi og i nótt verður hiti nálægt frostmarki suð- vestan til en annars frost 1 til 6 stig. Á höfuðborgarsvæðinu verður suðvestanátt, hvöss til að byrja með en síðan minnkandi, kaldi eða st- inningskaldi í kvöld og nótt með élj- um. Veður fer kólnandi og seint í dag frystir. í nótt má gera ráð fyrir vægu frosti. Sólarlag í Reykjavík: 16.40 Sólarupprás á morgun: 10.36 Síðdegisflóð í Reykjavlk: 17.33 Árdegisflóð á morgun: 05.51 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri Akurnes Bergstaöir Bolungarvík Egilsstaöir Keflavíkurflugv. Kirkjubkl. Raufarhöfn Reykjavík Stórhöföi Helsinki Kaupmannah. Ósló Stokkhólmur Þórshöfn Amsterdam Barcelona Chicago Frankfurt Glasgow Hamborg London Lúxemborg Malaga Mallorca Miami París Róm New York Orlando Nuuk Vín Winnipeg alskýjaö 4 skýjaö 4 léttskýjaö 3 skúr á síö. kls. 4 skýjaó 4 snjóél 2 alskýjaö 4 léttskýjaö 3 hagél 2 úrkoma í grennd 5 skýjaö -4 þokumóöa 0 þokumóöa -4 skýjaö -1 rigning og súld 9 lágþokublettir -2 rign. á síö.kls. 13 skýjaö -1 þokumóöa 2 skýjöa -1 þoka 2 skýjað 3 þokumóöa 1 þokumóóa 10 skýjaö 14 heiöskírt 13 alskýjaö 3 léttskýjaö 11 heiöskírt 1 heiöskírt 7 snjóél á síö.kls. -7 þokumóöa -1 alskýjaö -9 Anna María Guðmundsdóttir, stöðvarstjóri Pósts og síma í Reykjanesbæ: Afskaplega gaman að fara á skíði DV, Suðurnesjum: „Ég var mjög ánægð að fá starf- ið og hlakka til að takast á við það. Starfið er mjög fjölbreytt og alltaf eitthvað nýtt og skemmti- legt að gerast. Hér er mjög góður starfsandi og gott starfsfólk sem ég vinn með,“ sagði Anna María Guðmundsdóttir, nýráðinn stöðv- arstjóri Pósts og síma hf. í Reykjanesbæ, en hún er fyrsta konan sem sinnir þvi starfi þar. Anna María tók við starfinu 1. janúar sl. Anna María hefur unnið hjá fyrirtækinu í 15 ár og þekkir því allan rekstur þess mjög vel og einnig starfsmenn. í 13 ár var hún Maður dagsins fulltrúi Björgvins Lútherssonar stöðvarstjóra sem var búinn að vera í starfinu í 20 ár en hætti vegna aldurs. „Ég þekki starf stöövarstjóra mjög vel. Ég var fulltrúi hans og leysti hann alltaf af þegar hann fór í fri. Fyrst þegar ég byrjaði hjá fyrirtækinu var ég í inn- heimtu, sá um símareikninga og ; Anna María Guðmundsdóttir. þess háttar fyrstu 2 árin. Það eina sem ég hef ekki gert hér er tækni- vinna og að bera út póst.“ Ýmsar breytingar tóku gildi hjá fyrirtækinu í upphafi þessa árs. Tæknimönnum er nú stjómað frá Reykjavík en voru áður undir sfjóm stöðvarstjóra í Reykjanes- bæ. Þá er Póstur og sími á Kefla- víkurflugvelli komið undir stjórn Önnu Maríu sem var ekki áður. „Það er töluverð meiri ábyrgð að sinna nýja starfinu sem er í góðu lagi. Ég sé um daglegan rekstur á pósthúsinu sem er rek- ið eins og hvert annað fyrirtæki. Yfirstjóm er í Reykjavík. Póst- húsið er rekið sem sjálfstæð ein- ing og á náttúrlega að bera sig sem slíkt. Ég ber ábyrgð á þessu pósthúsi." Anna María hefur búið í Garð- inum frá því hún var barn en hún er fædd í Keflavík. Hún segir að þar sé friðsælt og gott að búa. En hún og eiginmaöur hennar, Sig- fús Dýrfjörð, stefha á að flytja til Keflavíkur. Anna María segir ástæðima vera að þau vinna ekki sama vinnutíma og því hentar mjög vel að vera í Keflavík. Sigfús, eiginmaður Önnu Mar- íu, er frá Siglufirði en hann sfarfar einnig hjá Pósti og síma en á Keflavíkurflugvelli og vinn- ur þar sem svæðisumsjónarmað- ur. Svo skemmtilega vildi til að Anna María var yfirmaður hans í nokkra daga þangað til tækni- mennimir fluttust undir yfir- sfjóm í Reykjavík. Anna María og Sigfús eiga eina dóttur, Önnu Kristínu, 25 ára, sem er búsett í Danmörku. -ÆMK Pungapróf Myndgátan hér aö ofan lýsir orðasambandi DV Jón Jónsson, skáld úr Vör, er áttræður í dag og verður þess minnst í Geröarsafni. Lesið úr verkum Jóns úr Vör í dag fagnar Ritlistarhópur Kópavogs áttræðisafinæli skálds- ins Jóns úr Vör í kaffistofu Gerð- arsafns á milli kl. 17.00 og 18.00. Jón úr Vör er fæddur þennan dag árið 1917 á Vatnseyri við Patreksfjörð. Á bernskuámm út- varpsins var hann ritstjóri Út- varpstíðinda, síðar fombókasali og lengst af bæjarbókavörður i Kópavogi. Upplestur í ár eru sextíu ár frá útkomu fyrstu bókar Jóns, Ég ber að dyr- um, og era því tvenn tímamót í lífi skáldsins á þessu ári. Næsta bók Jóns úr Vör, Stund milli stríða, kom út árið 1942, en kunnasta bók hans, Þorpið, birt- ist fyrir um hálfri öld, árið 1946. Á dagskránni í Gerðarsafni munu ýmsir lesarar flytja ijóð úr bókum Jóns honum til heiðurs. Jón úr Vör hefur um áratuga skeið verið búsettur í Kópavogi og er dagskráin afmæliskveða bæjarbúa til þessa merka sveit- unga síns. Bridge Hér er skemmtilegt spil sem kom fyrir í Blue Ribbons tvimennings- keppninni í Bandaríkjunum. Sagnir gengu þannig, austur gjafari og NS á hættu: * D107632 •0 ÁK * ÁD3 * 64 * ÁKG4 •0 -- 4 KG6 * KDG872 4 5 4* D1098543 •f 10874 * Á Austur Suður Vestur Norður Hampso Sherri Greco Rigal pass pass 1 4 1 4 pass 2 <0 34 3 44 4 4 4 «4 5 4 pass pass 5*4 dobl p/h Útspilið var laufkóngur og sagn- hafi, Sherri Winestock, fann strax lykilspilamennskuna, spaði að blindum. Vestur drap á kóng, spil- aði laufi sem Sherri trompaði og síðan kom hjarta á ásinn. Þegar leg- an kom í ljós trompaði Sherri spaða, svínaði tígli og trompaði enn spaða en austur henti tígli. Það olli sagnhafa engum áhyggjum því af sögnum var ljóst að skiptingin var 2-4-3-4 og því kom næst tígull á ás og spaði trompaður heim. Staðan var þessi: * — •e -- ♦ k * G97 4 D10 «4 Á 4 3 * — N V A S 4 — •0 G76 4 -- 4 10 4 — •0 D10 4 108 4 — Þegar síðasta tíglinum var spilað var vörnin hjálparvana. Ef austur henti laufi fékk sagnhafi síðustu slagina á trompin þrjú og ef austur trompaði og spilaði áfram trompi yrði síðasti slagur sagnhafa tígul- tían. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.