Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1997, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1997, Blaðsíða 24
36 MIÐVIKUDAGUR 29. JANUAR 1997 Tími rólegheit- anna búinn „Tími rólegheitanna er búinn. Viö getum ekki leyft okkur leng- ur að dúlla í þessu." Valdimar Guðmundsson, form. Verkalýðsfél. A-Húnvetninga, í Degi-Tímanum. Lengi má beitt járn... „Ég hef verið mjög seinþreytt- ur til átaka eins og verkafólk er almennt. En lengi má beitt járn brýna að bíti.“ Sigurður T. Sigurðsson, form. Verkamannafél. Hlífar, i Degi- Tímanum. Ummæli Steindautt „Sennilega er mesta fréttin í samningamálunum sú að það er allt steindautt." Halldór Björnsson, form. Dags- brúnar, i DV. Ýmist ágengir eða ábyrgir „Fjölmiðlar á íslandi eru ým- ist of ábyrgir eða of ágengir en viö þurfum íjölmiðla sem eru hvort tveggja." Páll Þórhallsson lögfræöingur, í Alþýðublaðinu. Af því bara „Þetta er okkar helsta áhyggjuefni núna, ekki síst vegna þess að fólk er ekki að flytja héðan vegna atvinnuleysis heldur af því er virðist „af því bara“.“ Kristján L. Möller, bæjarfulltrúi á Siglufirði, um fólksfækkun, í Alþýðublaðinu. Froskar eru yfirleitt mjög litlir og fjöldi tegunda svo mikill að ná- kvæm tala verður ekki búin til. Froskar og froskdýr Geysilegur tjöldi tegunda er til af froskum og froskdýrum. Stærsta froskdýrið er kínverska risasalamandran (Andrias davi- dianus) sem lifir í Kína. Fullvax- ið dýr er að meðaltali 114 cm að lengd og vegur 25-30 kg. Stærsti froskur sem þekkist er hinn sjaldgæfi golíatfroskur (Gonraua goliath) sem finnst í Kamerún og Miðbaugs-Gíneu. Árið 1960 veiddist 3306 g kvenfroskur sem reyndist vera 34 sentímetra lang- ur. Smæsti froskurinn er örva- eiturfroskurinn (Sminthillus limbatus) sem lifir á Kúbu. Full- vaxið dýr er 8,5-12,5 mm að lengd. Smæsta froskdýrið er stutthöfða kartan (Phsylliphryne didactyla) sem lifir í Brasilíu. Meðallengd fullvaxins dýrs er 9,8 mm. Blessuð veröldin Eitraðasti froskurinn Virkasta eitur sem þekkist er unnið úr seyti kirtla í húð gullna örvaeiturfrosksins (Phyllobates terribilis) sem lifir í Kólombiu. Verða menn að nota þykka hanska þegar þeir fást við frosk- ana. Úr fullorðnum froski fæst nægilegt eitur (1900 míkrógrömm) til að bana um 1500 manns. Rigning og slydduél Við strönd Grænlands vestur £if Vestfjörðum er heldur vaxandi 995 mb lægð sem hreyfist norðaustur. 1045 mb hæð er yfir Bretlandseyj- um. Um landið vestanvert verður Veðrið í dag suiman og suðvestan stinningskaldi eða allhvasst og rigning fram eftir morgni en síðan allhvöss suðvestan- átt með hvössum snjó- eða slyddué- ljum. Þar léttir til með minnkandi vestanátt í nótt. Austan til verður suðvestan stinningskaldi eða all- hvasst, skýjað og víða rigning fram undir kvöld en síðan fer að létta til með minnkandi vestanátt. Þó má gera ráð fyrir éljum norðaustan til. Veður fer kólnandi og í nótt verður vægt frost um allt land. Á höfuðborgarsvæðinu verður sunnan og suðvestan stinningskaldi eða allhvasst og súld eða rigning fram eftir morgni en síðan allhvöss suðvestanátt með slydduéljum. Létt- ir til með minnkandi vestanátt í nótt. Hiti 4 til 7 stig í fyrstu en síð- an kólnandi, vægt frost í nótt. Sólarlag í Reykjavík: 17.06 Sólarupprás á morgun: 10.14 Síðdegisflóð í Reykjavík: 22.04 Árdegisflóð á morgun: 10.21 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri skýjað 11 Akurnes súld 6 Bergstaöir hálfskýjaö 8 Bolungarvík rigning 5 Egilsstaóir skýjaö 9 Keflavíkurflugv. þokumóöa 7 Kirkjubkl. rigning 7 Raufarhöfn skýjaö 4 Reykjavík alskýjaö 7 Stórhöfói súld 7 Helsinki skýjaó -11 Kaupmannah. léttskýjaö -2 Ósló skýjað -6 Stokkhólmur léttskýjaó 2 Þórshöfn skýjaö 9 Amsterdam þokuruóningur 2 Barcelona alskýjaó 8 Chicago heiöskírt -17 Frankfurt snjókoma 0 Glasgow skýjaö 4 Hamborg þoka 1 London mistur 5 Lúxemborg skýjað -0 Malaga hálfskýjaö 14 Mallorca skýjað 5 Miami léttskýjaö 21 París þokumóöa 0 Róm lágþokublettir 3 New York heiöskírt -1 Orlando þokumóða 15 Nuuk snjókoma -12 Vín snjókoma 1 Winnipeg heiöskírt -26 Þráinn Hafsteinsson frjálsíþróttaþjálfari: Frjálsíþróttahöll varð til á tólf tímum „Það má segja að frjálsíþrótta- mótið í heild hafi farið fram úr öll- um vonum. Við vonuðumst að vísu eftir fleiri áhorfendum en ég held að veðrið hafi þar átt sök. Allt skipulag og umgjörð var alveg eins og við höfðum viljað hafa það og svo komu hin miklu afrek sem þarna unnust sem bónus ofan á allt saman," segir Þráinn Haf- steinsson, íþróttafræðingur og yf- irþjálfari hjá frjálsíþróttadeild ÍR. Hann ásamt bróður sínum Vé- steini Hafsteinssyni bar hita og þunga af hinu glæsilega frjálsí- þróttamóti sem haldið var í tilefni afmælis ÍR í Laugardalshöllinni um síðustu helgi. Undirbúningur haföi staðið lengi yfir: „Þetta var ákveðið í september en mesta vinnan var í desember og janúar. Fyrst var far- ið að hafa samband við útlending- ana og semja við þá og síðan var áhlaup í sambandi við að koma þessu á framfæri við fjölmiðla. Síðasti sólarhringurinn fyrir mót- ið fór síðan i að byggja frjáls- íþróttahöll í LaugardalshöUinni. Við fengum húsið kl. 17.00 á fóstu- dagskvöldið og fórum heim klukk- an rúmlega fimm um nóttina, þetta var sem sagt tólf tíma töm hjá þrjátiu manna liði. Þráinn Hafsteinsson. Eiginkona Þráins er hin kunna frjálsiþróttakona Þórdís Gísladótt- ir og gerði hún sér lítið fyrir og Maður dagsins sigraði í hástökkinu þótt hún væri að keppa við þær bestu á Norður- löndum: „Það að Þórdís skyldi vinna var toppurinn fyrir mig. Það bjóst enginn við að hún mynd- ir sigra en eins og hennar er von og vísa þá stendur hún sig aUtaf best þegar pressan er mest og stemningin er mikil. Ég hef komið nálægt fijálsíþróttum á íslandi frá þvi 1966 þegar ég fór að fara með fóður mínum á mótin og hef aldrei upplifað hér á landi á frjálsíþrótta- móti aðra eins stemningu eins og var í LaugardalshöUinni." Þráinn er íþróttafræðingur að mennt og kennir í Iðnskólaniun i Hafnarfirði auk þess að þjálfa. Hann segir frjálsar íþróttir vera í mikiUi uppsveiflu: „Ég hef stjóm- að uppbyggingunni hjá ÍR síðast- liðin tvö ár og þaö hefur ekki ver- ið erfitt að fá krakka tU að koma tU okkar, fjöldinn hefur margfald- ast þessi tvö ár enda er Reykjavík nánast óplægður akur fyrir frjáls- ar íþróttir og ég vinn í að plægja þann akur. í fyrstu var lögð mikU áhersla á að efla unglingastarfið en í vetur hefur verið lögð meiri áhersla á meistaraflokkinn og fékk ég Véstein bróður minn til liðs við mig. Hann tekur stóran hluta af þjálfun meistarflokksins og það er afskaplega gaman að vinna aftur með honum.“ Þráinn sagði að lokum að það væri þegar farið að skipuleggja næsta mót, búið væri að sanna að þetta væri hægt.- -HK Myndgátan Lausn á gátu nr. 1721: Hefur mikið aðdráttarafl Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi. ÍR-Stjarnan í handboltanum Nokkuð hefur verið um frest- anir á leikjum að undanfornu vegna veðurs og er leikur dags- ins í dag, viðureign ÍR og Stjöm- unnar í 1. deild handboltans, einn slíkur leikur. ÍR-liðið hefur verið á uppleið að undanfórnu íþróttir en lék á mánudagskvöld erfiðan leik við KA í undanúrslitum bik- arkeppni HSÍ og má reikna með að leikurinn sitji í því. Stjarnan er með sterkt lið sem hefur átt misjöfnu gengi að fagna. ÍR leik- ur á heimavelli og búast má við að leikurinn verði spennandi. Leikurinn hefst kl. 20. Útivera Gengiö um virkjunar- svæði Hitaveitunnar Á miðvikudagskvöldgöngu Hafnagönguhópsins verður farið frá Hafnarhúsinu kl. 20 og gengið með ströndinni inn að einni af gömlu borholunum við Höfða. Þaðan verður gengið um virkjun- arsvæði Hitaveitunnar og að aðal- bækistöð hennar við Bolholt. Þar mun Einar Gunnlaugsson jarð- fræðingur rifja upp i stuttu máli sögu Hitaveitunnar og segja frá starfsemi hennar í dag. Val verð- ur um að ganga til baka eða fara með SVR. Hugmyndin er að seinna verði genginn í áfóngum hitaveitustokkurinn upp i Mos- fellsbæ, að elstu borholunni þar. Uppruna jarðhitans á höfuð- borgarsvæðinu má rekja til útkulnaðar eldstöðvar (öskju) en legu hennar kynnir Hafhagöngu- hópurinn í annarri ferðaröð. Allir eru velkomnir í ferð með Hafna- gönguhópnum. Bridge I þessu spili eru spurning hvort sagnhafi hefur einhverjar vísbend- ingar til að fmna réttu spilaleiðina til að standa samninginn. Gerum ráð fyrir að AV séu góðir varnar- spilarar og samningurinn fjórir spaðar á suðurhöndina eftir þessar sagnir. Norður gjafari og enginn á hættu: * D6543 V ÁG5 K7 * 1062 * 108 V K10932 ■t D105 * G93 * ÁKG72 V 84 * 63 * ÁD74 Norður Austur Suður Vestur pass pass 1 * 2 ♦ 3 -t dobl 4 * p/h Samningurinn er í harðara lagi og lítur ekki vel út þegar útspil vest- urs er tígulfjarki. Það kemur sagn- hafa á óvart að kóngurinn heldur í blindum en þá eru tveir efstu í spaða teknir og síðan fer sagnhafi að undirbúa endaspilun. Hann spil- ar næst hjarta á gosann og austur drepur á kónginn. Austur spilar hjartatiunni til baka og austur setur drottninguna. Sagnhafi tekur á ás, trompar síðasta hjartað, spilar sig inn í blindan á tromp og síðan laufi með það fyrir augun að setja sjöuna. En austur er vakandi og setur ní- una. Sagnhafi setur drottninguna heima og vestur á slaginn á kóng- inn. í fjögurra spila endastöðu spil- ar vestur laufi til baka. Sagnhafi hefur um það að velja að setja tiuna eða sexuna í blindum en hvora leið- in á hann að velja? Það eru rök sem mæla með því að setja sexuna í blindum. Þau felast í þvi að ef vest- ur á bæði KG í laufi hefði góður varnarspilari í austur eflaust spilað laufi til að koma í veg fyrir enda- spilun þegar hann var inni á hjarta- kóngi. Þess vegna er rétt að spila upp á að gosinn sé hjá austri. ísak Öm Sigurðsson * 9 * D76 * ÁG9842 * K85

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.