Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1997, Side 4
4
FIMMTUDAGUR 6. FEBRUAR 1997
Fréttir__________________________________
Á þriðja tug bíla í árekstri á Kringlumýrarbraut:
Margir ökumenn láta
eins og hásumar sé
- segir Baldvin Ottósson, aðalvaröstjóri lögreglunnar
Griðarlega stór árekstur varð á
Kringlumýrarbraut, undir göngu-
brúnni í Fossvogi, á fjórða tímanum
í gær. Á þriðja tug bíla lenti í
árekstrinum sem talið er að megi
rekja til mikillar hálku og skafrenn-
ings sem byrgði ökumönnum sýn í
óveðrinu í gær.
Fimm manns voru fluttir á slysa-
deild en að sögn Jóns Baldurssonar
yfirlæknis var ekki um alvarleg
meiðsl að ræða hjá neinum. Að sögn
lögreglu er þetta einn stærsti
árekstur sem menn muna eftir í
Slökkviðliösmenn þurftu körfubíla
til að geta skafiö snjó af þökum
húsa þar sem taliö var aö hætta
Stafaði af. DV-mynd s
fjölda ára. Fjölmennt lið lögreglu og
slökkviliðs var kallað á vettvang.
Gríðarlegt eignatjón varð í árekstr-
inum. Kringlumýrarbraut var lokuð
í langan tíma vegna slyssins og jók
það enn á ringulreiðina sem skapað-
ist í mjög erfiðri færð á höfuðborg-
arsvæðinu í gær. Nokkrir minni
háttar árekstrar urðu einnig í borg-
inni en engin slys urðu á fólki í
þeim.
„Um 40 björgunarsveitarmenn á
10 bílum og 50 lögreglumenn voru
fólki til aðstoðar og þeir voru marg-
ir sem þurfti að hjálpa. Miðað við
aðstæður gekk þetta í langflestum
tilfellum vel ef undan er skilinn
stóri áreksturinn. Við stýrðum öll-
um aögerðum frá sérstakri aðgerða-
stöð hér í lögreglustöðinni við
Hverfisgötu," segir Baldvin Ottóson,
aðcdvarðstjóri lögreglunnar, að-
spurður um óveðrið. Að sögn Bald-
vins var mest að gera um hádegið í
gær en þá var skafrenningurinn
Lögregla og hjálparsveitir höföu í nógu að snúast á höfuðborgarsvæöinu og
Suöurnesjum viö aö hjálpa fólki í vonskuveöri sem gekk yfir suövesturhorn
landsins í gær. Lögregla hjálpaöi hundruðum barna heim úr skólum í gær-
dag og hér sést lögregluþjónn aðstoöa þrjú börn sem áttu i erfiöleikum
vegna veðursins. Dv-mynd s
Gríöarlega stór árekstur varö á Kringlumýrarbraut í gær þegar á þriöja tug
bíla lenti í árekstri þar. Fimm manns voru fluttir á slysadeild en meiðsl þeirra
reyndust ekki alvarleg. Gífurlegt eignatjón varö í árekstrinum. Fjölmennt liö
lögreglu og slökkviliðs var kallaö á vettvang og Kringlumýrarbraut var lok-
uö í rúma tvo klukkutíma eftir slysiö. Dv-mynd pjetur
hvað mestur í borginni.
„Það hlýtur að vera mikill bjart-
sýnisandi í mörgum hér á Reykja-
víkursvæðinu því búnaður margra
bíla er með ólíkindum miðað við
tíðina. Margir ökumenn láta eins og
hásumar sé,“ segir Baldvin.
Tækjadeild borgarinnar var úti
með allt sitt lið og öll sín tæki í gær
en hafði vart undan skafrenningn-
um.
Engin mikil óhöpp urðu í Kópa-
vogi, Hafnarfirði og Garðabæ en þar
var illfært í mörgum hverfum.
Á Suðumesjum var mjög slæmt
veður lengst af í gær og mjög mikill
skafrenningur. Á Reykjanesbraut
lentu ökumenn í vandræðum en þar
skóf mjög mikið en engin slys urðu
þar. Þrír árekstrar urðu I Keflavík
en engin slys á fólki. Lögregla og
björgunarsveitir á Suðurnesjum
höfðu í nógu að snúast og aðstoðuðu
marga við að komast leiðar sinnar.
-RR
Dagfari
Angan heimahaga bönnuð
Ramakvein berast nú frá íslend-
ingum búsettum ytra, einkum í
Danmörku og Sviþjóð, og það ekki
að ástæðulausu. Þorrinn stendur
nú sem hæst og mörlandinn kýlir
vömbina um allt land og mið. En
það á ekki við um landa okkar sem
búa fjarri heimahögum. Danir hafa
neitað að taka við þorramatnum og
svipaða sögu er að segja af Svíum.
Þetta er auðvitað hið mesta fólsku-
verk norrænna bræðra okkar og
ber að svara jafnt með viðskipta-
þvingunum sem og pólitískum að-
gerðum.
Nógu erfitt er að dvelja langdvöl-
um flarri landi sínu þótt mönnum
sé ekki gert það ómögulegt að finna
angan heimahaganna. Færi til þess
gefst aldrei betra en á þorra. Þá
hafa menn fengið senda til sín
súrsaða hrútspunga, svið og sviða-
sultu, bringukolla, harðflsk og
hangikjöt. Allur ilmar þessi matur
yndislega, vel súrsaður og reyktur.
Erflðara er í seinni tíö að útvega
súrsaðan hval en útsjónarsamir
menn ráða þó viö að að bjarga hval
í pakkann. Ónefht er enn það sæl-
gæti sem ilmar best, sjálfúr hákarl-
inn. Þorrablót, hvort sem þau eru
hér á landi eða ytra, eru heldur
brágð- og lyktarlaus án hákarls og
brennivíns.
Þetta skilja skandinavískar
skrifstofublækur ekki. Þær banna
viðtöku á góðmetinu og gripa fyrir
neflð berist pakki af vel súrsuðu og
kæstu góðmeti frá íslandi. Þvílíkur
söfnuður. Þessir frændur okkar
bera við reglugerðafargani Evrópu-
sambandsins og segjast ekki mega
taka við pungungum. Þetta er auð-
vitað helber fyrirsláttur. Þessar
pempíur þola bara ekki þjóðlega
matarlykt. Úrkynjunin er slík að
þeir eta í mesta lagi pasta og græn-
fóður og stöku skinkurúllu til þess
að styðja danskan landbúnað.
Þorrablót á að halda í Kaup-
mannahöfn 15. febrúar. Kokkamir
hafa verið ráðnir og allt er til reiðu
- nema sjálfur þorramaturinn.
Hvað gera bændur þá? Verður boð-
ið upp á dönsk vínarbrauð og
lagtertur? Er hægt að bregða skin-
kunni í súr eða svíða svínshausa
til málamynda? Eru eistun undan
svímun boðleg í sultu? Allt þetta er
heldur klént, eins og Jón Viðar
orðar það. Svíar eru raunar engu
betri. Þorrablót þar i landi verða
líklega haldin meö alræmdum kjöt-
bollum að þarlendum sið. Tóm
gefst vart til þess að súrsa þær svo
þær verði ætar.
íslendingar í Danmörku og Sví-
þjóð geta því vart blótað þorra í
þetta sinn. Þeir geta þó, að þjóðleg-
um, sið blótaö þeim skandinav-
ísku skrifræðisþrælum og ilm-
vatnspempíiun sem banna inn-
flutning á þjóðlegum þorramat. Sá
gjörningur er raunar punkturinn
yfir i-ið. Þetta kemur nefnilega í
kjölfar þess að Danir brenndu
hangikjöt og annað góðmeti sem
íslendingar sendu fullir stolts til
Danaveldis þá er forseti íslands
heimsótti herraþjóðina fyrrver-
andi. Og ekki nóg með það. ís-
lenskir gæðaostar voru sendir
með forsetanum en þeir frændur
okkar kunnu ekki að meta vam-
inginn. Þeir endursendu því
ostana.
Það er hægt að sætta sig við það
að meðferðin á þorrapungunum
flokkist undir móðgun en að
brenna eða endursenda góðmeti
sem sent er með þjóðhöfðingjanum
er hrein stríðsyfirlýsing. Stoltir ís-
lendingar geta ekki annað en
brugðist við slíku. Lágmark er að
utanríkisráðherra kalli danska
sendiherrann á sinn fund og mót-
mæli í nafni osta, hangikjöts,
hrútspunga og hákarls.
Beri munnleg mótmæli ekki ár-
angrn- verður að grípa til aðgerða.
Þá ber ráðherra að gefa þeim góða
manni vel verkaðan hákarl, súran
bringukoll og hrútspunga og vita
hvort hann lætur sig ekki.
Það væri kannski nægileg hótun
að láta hann lykta af hákarlinum?
Dagfari