Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1997, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997 Viðskipti Skattarnir Skattar eru ekki bara hugsaðir til þess að efla ríkissjóð, ef marka má grein í nýjasta tölublaði Vís- bendingar. Þar er bent á að þeir hafl líka áhrif á tekjuskiptinguna. Þeir sem lægstu launin hafa greiða enga skatta en skattbyrðin eykst síðan með hækkandi laun- um. Til þess er persónufrádráttur- inn. Maður með 100.000 króna mánaðarlaun hefur 17,44% skatt- byrði og maður með 200.000 kr. mánaðarlaun hefur 29,71% skatt- byrði. Sá sem er með 300.000 kr. í laun á mánuði lendir hins vegar í hátekjuskatti og þarf að greiða 38,80% af tekjum sínum í skatt. Búnaðarbankinn: Góð afkoma Rekstrarafkoma Búnaðarbank- ans var góð á árinu. Hagnaður fyrir skatta nam 516 milljónum króna en að teknu tilliti til tekju- og eignarskatts nam hagnaðurinn 328 mifljónum króna. Hagnaður ársins 1995 eftir skatta var 201 milljón og aukningin milli ára því 63%. Góða afkomu ársins má fyrst og fremst rekja til aukinna um- svifa og minni afskrifta útlána. Afskriftir 1996 voru 405 milljónir samanborið við 508 mflljónir 1995. Meðalstaða lausaijár á árinu 1996 var 14,5%. Mikill hagvöxtur í nýju tölublaði Kaupþings hf. kemur fram að gert sé ráð fyrir að hagvöxtur hér á landi á síöasta ári hafi verið 5,5%. Til saman- burðar er hann sagður 1,6% í Evr- ópusambandinu og 2,4% í Banda- rikjunum. Fimm ástæður eru nefndar fyrir miklum hagvexti; efling markaðsbúskapar, opnun tjármagnsmarkaða, aðild að EES, stöðugleiki og jafnvægi í þjóðar- búskapnum og hagstæð ytri skil- yrði. Ríkiskaup semur Rikiskaup samdi á dögunum við ACO ehf. varðandi kaup ríkis- stofnana á rekstrarvörum fyrir tölvur og prentara. Um er að ræða rammasamning til tveggja ára. Þá hafa Ríkiskaup gert rammasamn- ing viö Tæknival um kaup á rekstrarvörum íyrir tölvur. -sv Hólmadrangur: Góðar viðtökur DV, Hólmavik: „Við erum nokkuö ánægð með hvað viðtökur bréfanna voru góð- ar,“ segir Gústaf Daníelsson, framkvæmdastjóri Hólmadrangs hf. á Hólmavík, en í desember sl. hófst útboð á nýju hlutafé í þeim tilgangi að styrkja eigintjárstöðu fyrirtækisins. Bréfin voru aö nafnverði 15 milljónir króna eða samtals 67,5 mifljónir. Bréfin seldust öll á út- boðstímanum. Með sölu hlutabréfanna breikk- aði eignarhald fyrirtækisins eins og að var stefht en hlutur Kaupfé- lags Steingrímsfjarðar, stærsta eignaraðilans, minnkaði nokkuð. Hann verður rúmlega 50% eftir útboðið. -GF Verðbréfaþingið: Ríkisvíxl- arnir fyrir- ferðar- mestir Viðskipti á Verðbréfaþingi ís- lands og Opna tilboðsmarkaðnum voru í fyrradag fyrir rúma 1.124 miflj. kr. en langstærstur hluti við- skiptanna var í ríkisvíxlum, eða 1.114,6 millj. kr. Viðskipti meö hlutabréf voru fyr- ir aðeins 55 miflj. kr. Mest voru það hlutabréf í Eimskipafélagi íslands, 32.3 millj. kr„ Haraldi Böðvarssyni, 12.3 millj. kr„ og íslandsbanka, rétt rúmar 5 milljónir kr. -SÁ DV Snyrtivörukaupmenn og fríhöfnin í Leifsstöð: Ríkið í ósanngjarnri samkeppni við snyrtivörukaupmenn - segir Sólveig Magnúsdóttir, formaður samtaka snyrtivörukaupmanna við Laugaveg Framtíðarsýnin er auðvitað sú að fríhafnir innan Evrópska efhahags- svæðisins hverfi fyrir 1. júní 1999 en fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli er í ósanngjarnri samkeppni við aðrar snyrtivöruverslanir. Sala á snyrti- vörum í fríhafnarversluninni er meiri en í öllum snyrtivöruversl-. unum við Laugaveginn og rúmlega það,“ segir Sólveig Magnúsdóttir snyrtivörukaupmaður í versluninni Söru i Bankastræti. Snyrtivörukaupmenn við og í grennd við Laugaveginn í Reykja- vík hafa stofnað með sér samtök sem ætlað er að gæta hagsmuna þeirra sem versla með snyrtivörur, bæði gagnvart dreiflngaraðilum og gagnvart ríkisvaldinu. Kaupmenn- imir telja að ríkið veiti þeim ójafna samkeppni með rekstri snyrtivöru- verslunar í fríhöfninni í Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli og hyggjast koma athugasemdum um það á framfæri við utanríkisráðuneytið. Sólveig segir í samtali við DV að mjög mikil sala á snyrtivörum sé í Fríhöfninni, sérstaklega á haustin, í tengslum við verslunarferðir til út- landa. Þessi mikla sala komi ifla niður á snyrtivöruverslunum í því að þær selji minna, sem aftur geti leitt til minni magnafslátta hjá heildsölum og óhagstæðari inn- kaupakjara fyrir verslanimar. Þetta sé einn angi þeirrar óheilla- stefnu undanfarinna ára að flytja verslunina í stórum stíl úr landi. „Ég hef grun um að ef fólk gerði sér grein fyrir því hvað það þýðir fyrir þjóðfélagið að flytja á þennan hátt verslunina og atvinnuna við hana úr landi, á móti því að eyða peningun- um heima hjá okkur, þá myndi það hugsa sig tvisvar um,“ segir Sólveig. Enn fremur er hinum nýju sam- tökum snyrtivörakaupmanna ætlað að gæta hagsmuna smásöluaðila gagnvart framleiðendum og heildsöl- um snyrtivara. Nýlega vora vöru- gjöld á snyrtivörur felld niður sem ætti að þýða talsverða lækkun til neytenda. Snyrtivörukaupmaður sem DV hefur rætt við hefur kvartað undan því að innflytjandi sem hann skipti við hafi ekki viljað lækka verðið sem nam vörugjöldunum. Sólveig segist hafa orðið vör við kvartanir kaupmanna í þessa átt og svo virðist sem ekki hafi allir heild- salar hugsað sér að láta neytandann njóta niðurfellingar vörugjaldsins, en þau mál séu í athugun. „Ég á ekki von á öðru en þvi að niðurfefl- ing vörugjaldsins hafi verið gerð til hagsbóta fyrir neytendur öðrum fremur,“ segir Sólveig Magnúsdótt- ir. -SV/SÁ Verið var aö prófa nýja lo&nuflokkunarvél hjá Granda í gær en vélin, sem er alíslensk, flokkar loönuna eftir stærö og þyngd. Vélin er notuö til aö flokka frá loðnu til frystingar á Japansmarkaö. Á myndinni hefur vélin skilaö frá sér slíkri lo&nu og er hún komin í kariö sem sí&an ver&ur flutt út í togarann Snorra Sturluson sem liggur viö Grandabryggju og fryst þar. Lo&na er fryst um borö í togurunum Snorra Sturlusyni og Örfiriseynni en síöar einnig um borö f Þerneynni ef þörf krefur. DV-mynd Sveinn Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts á Akranesi: Hagnaður á milli ára jókst um 104% DV, Akranesi Aðalfundur Skipasmíðastöðvar Þorgeirs og-Ellerts var haldinn 14. febrúar sl. og þar kom fram að hagnaður félagsins hefði orðið 15,1 milljón króna og vaxið um 104,4% milli ára, en á fyrsta starfs- árinu undir stjórn nýrra eigenda varð hagnaðurinn 7,4 milljónir króna. Rekstrartekjur fóru 52% fram úr upphaflegri fjárhagsáætlun, urðu 475 milljónir, og höfðu auk- ist um 87%. Um áramót voru starfsmenn stöðvarinnar 77 en eru núna í febrúar 88. Á síðasta ári greiddi Skipa- smiðastöð Þorgeirs og Ellerts 161,3 milljónir króna í laun og flárfesti fyrir 45 milljónir, þar af í vélum og tækjum fyrir 32,3 milljónir króna. Auk þess var byggð 750 fermetra viðbygging við stáldeild fyrirtækis- ins fyrir 14 milljónir króna og var hún tekin í notkun í desember sl. Þorgeir Jósepsson framkvæmda- stjóri segir að mikiö hafi verið að gera hjá fyrirtækinu á starfsárinu og oft meira en hægt var að anna og verkefnastaða þess sé góð fram eftir árinu, einkum hjá stáldeild- inni. Samþykkt var að greiða hluthöf- um 10% arð og er það ósk stjórnar að sá arður renni til hlutaflár- kaupa í félaginu. Samþykkt var að auka hlutaféð um 19 milljónir króna en það var í árslok 1995 39,1 milljón króna. Þórðar Þ. Þórðarsonar hf. með 10,5 kr. og Hörður Pálsson með 6,7 Stærstu hluthafar eru Bifreiðastöð millj. kr„ ÍA hönnun með 8,4 millj. millj. kr. -DVÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.