Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1997, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1997, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997 11 Fréttir Gunnlaugur Konráösson, skipstjóri á Naustavíkinni, ásamt áhöfn sinni eftir aö þeir komu tii hafnar í Reykjavík f gær. Þeir lentu í vonskuveöri á Faxaflóa í gærmorgun. DV-mynd S Á annan tug báta lenti í hrakningum í vonskuveðri: Gerði snældu- vitlaust veður - segir Gunnlaugur Konráðsson, skipstjóri á Naustavík „Það gerði snælduvitlaust veður eins og hendi væri veifað. Það voru 9-10 vindstig þegar mest var og menn voru ekkert að hanga þama úti heldur snera bátunum strax við og heim. Það er auðvitað alltaf hætta á ferðum í svona veðri, sér- staklega þegar það stendur svona á hlið, en þetta slapp allt saman mjög vel og allir komust hjá óhöppum," segir Gurmlaugur Konráðsson, skip- stjóri á Naustavík, en hann lenti í óveðri á Faxaflóa í gærmorgun. Á annan tug báta var á veiðum á svæðinu og lentu þeir í hrakningum í veðurofsanum sem skall óvænt á. Allir bátamir sneru rakleitt til hafhar og náðu þangað um hádegis- bil í gær en þeir höfðu verið við veiðar um 20-30 mílur frá bauju. „Við fórum út klukkan 3 um nótt- ina og það átti að vera allt í lagi með veðrið, allavega eitthvað fram eftir morgni. Það kom hins vegar vonskuveður fyrr en spáð var og var ekki um annaö að ræða en að hætta veiðum. Við fórum varlega og það er það sem gildir í svona veðri, ásamt því að bátamir séu vel búnir og í góðu standi," segir Gunnlaugur. Gunnlaugur lét smíða Naustavík- ina fyrir 22 ámm og segir að bátur- inn hafi ætíð reynst mjög vel. -RR Kaupa Skagamenn Sementsverksmiðjuna? DV, Akranesi: Til umræðu hefúr verið að að selja hluta af Sementsverksmiðj- unni á Akranesi eða hana alla. Gunnar Sigurðsson, forseti bæjar- stjórnar Akraness, sagði á aðal- fundi Skipasmíðastöðvar Þorgeirs og Ellerts um helgina að það væri spuming hvort Skagamenn ættu ekki að fara að fordæmi þeirra Þórðar Þórðarsonar, Harðar Páls- sonar, Sveins Knútssonar og Þor- geirs Jósepssonar og kaupa Sem- entsverksmiðjuna. Fjórmenningamir keyptu Skipa- smíðastöð Þ&E hf. fyrir tveimur árum og hafa skapað á annað hundrað störf á Skaganum sem tap- ast hefðu ef skipasmíðastöðinni hefði ekki verið bjargað. Gunnar sagði að það væri spurning hvort ekki ætti að skipa 6 manna nefnd til að koma á borg- arafundi þar sem lögð yrðu drög að kaupum á Sementsverksmiðj- unni. „Við Skagamenn eigum þama mikilla hagsmuna að gæta. Ég veit Þeir keyptu Skipasmíöastöö Þ&E, frá vinstri: Höröur Pálsson stjórnarformaöur, Þorgeir Jósefsson framkvæmda- stjóri, Þóröur Þ. Þórðarson og Sveinn Knútsson. DV-mynd Danlel að þetta spænska fyrirtæki, sem er ert um að leggja niður verksmiðj- mikilli afkastagetu sem ekki er að spá i verksmiðjuna, munar ekk- una. Það hefur yfir að ráða svo nýtt til fulls,“ sagði Gunnar. DVÓ EskiQöröur: Loðnuaflinn 45 þúsund tonn Ok inn í garð í Breiðholti Ökumaður ók bíl sínum inn i garð við Strýtusel í Breiöholti í fyrrinótt. Maðurinn, sem var einn í bilnum, ók í gegnum grindverk og beinustu leið inn í garðinn. Maðurinn er grunaður um ölv- un við akstur og gisti hann fangageymslur lögreglu. -RR Griggio ! trésmíðavélar Þegar gæðin skipta máli DV, Eskifixði: Nú hefur verið landað rúmlega 45 þúsund tonnum af loðnu á Eskifirði það sem af er þessu ári. Þar af hef- ur loðnuverksmiðjan tekið á móti 38.300 tonnum en um 3.300 tonn hafa farið í frystingu. Mest hefur verið fryst á Rúss- landsmarkað en um 700 tonn hafa verið ffamleidd fyrir Japan. Hrognafyllingin hefur verið síðustu daga 16-17% en hins vegar hefur stærðin verið vandamál. Japanir vilja hafa loðnuna stóra eða um 50-55 stykki i kílóinu. Á þetta hefur Verðbólga í nokkrum ríkjum Vlðsklpta- lönd island USA Noregur Oanmörii Flnnland Bretland Þýskaland Svíþjöð rrrai - frá des.'95 til des.'96 - skort. Það sem af er vertíð hafa um 55-60 stykki farið í kílóið. S.l. ár var metár hjá loðnuverk- smiðju Hraðfrystihúss Eskifjarðar, en þá tók verksmiðjan við 164 þús- und tonnum til bræðslu. Uppistaða hráefnisins var loðna eða um 120 þúsund tonn. Síld 35 þúsund tonn og Verðbólga á íslandi: Sama og í viðskipta- löndum Hagstofa íslands hefur sent frá sér tölur um verðbólgu í nokkrum ríkjum frá desember 1995 til desem- ber 1996. í ríkjum Evrópusambands- ins er hún 2,2% að meðaltali, í Sví- þjóð var 0,2% verðhjöðnun og 0,8% verðbólga í Finnlandi. Verðbólgan á íslandi á sama tímabili var 2,1% og í helstu viðskiptalöndum íslendinga 2,1%. í grafi með fréttinni má sjá hækk- un neysluverösvísitölu á tímabilinu í nokkrum löndum. -sv fiskúrgangur ýmiskonar liðlega 9.300 tonn. -Regina Skeifan 11 D • Sími 568 6466 Þú getur unnið nýju plötuna með Blur og Blur-bol u sfrax í síma

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.