Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1997, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1997, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997 Spurningin Guðlaugur Smári Ómarsson, at- vinnulaus: Nei, ég myndi ekki segja það. Rúnar Pálsson verslunarmaður: Já, sérstaklega þjóðernissinnaðir. Stundum jaðrar það við öfgar. Pétur Magnússon og Magnús Birgisson: Já, töluvert. Benedikt Sigmundsson sjómaður: Já, frekar. Guðrún Guðmundsdóttir hús- móðir: Já, ég held það. Það er stolt í þeim. Lesendur Er sameining Noröur- landa möguleg? PV ] Ekki norrænt samband í ESB-skilningi heidur skuldbundna samvinnu miili frjálsra nor- rænna landa, segir m.a. í bréfinu. Thorkild Shon, lögmaður í Husby, Danmörku, skrif- ar: Danmörk og Sví- þjóð eru þátttakend- ur í ESB, Evrópu- bandalaginu. Noreg- ur hefur tvisvar neitað þátttöku og Færeyjar, ísland og Grænland eru utan bandalagsin's. Þessi staðreynd hef- ur klofið Norður- lönd og myndað djúpa gjá milli land- anna. Danmörku og Svíþjóð er stjórnað meira og meira frá Brussel. Noregur og ísland eru frjáls að þessu leytinu og staða Grænlands og Færeyja er einkar athyglisverð sem þátttakenda í hinu danska ríkja- sambandi en utan ESB. í Danmörku er aðeins helmingur landsmanna fylgjandi ESB, jafnvel þótt Danmörk sé það landiö sem næst er megin- landinu, bæði í eiginlegri og óeigin- legri merkingu. Ég er þeirrar skoðunar að nú eigi að skapa grundvöll fyrir umræðu um fríverslunarsamskipti við ESB. Það leiðir svo til spurningarinnar um sjálfstæði landanna. En skref í þessa átt ættu ríkisstjórnir nor- rænu landanna að taka engu að síð- ur mjög fljótlega. Hér gæti orðið um að ræða norræna samvinnu um frí- verslun við ESB. Um hvað ætti svo norrænt sam- komulag að snúast? T.d. um sameig- inlegan gjaldmiðil (krónuna), sam- eiginlegar varnir landanna, hugsan- lega innan NATO, og jafnvel sam- eiginlega löggæslu, vegabréfaeftir- lit, sendiráð og utanríkispólitík. Og þar sem menn ættu að geta verið sammála um án flókinna viðræðna: frjálsan tilflutning á fjármagni, vör- um og auðvitað fólki. Ég vona að ég sé ekki of við- kvæmur en í ár minnumst við 600 ára frá Kalmarsambandinu. Það væri vel við hæf! á því ári sem nú er nýbyrjað að hefja viðræður um norrænt mótvægi við ESB. - Kannski var Margrét fyrsta of snemma á ferð og kannski er Evr- ópa í dag of snemma á ferð? Ég sé ekki fyrir mér norrænt samband i ESB-skilningi heldur þvert á móti skuldbundna sam- vinnu milli frjálsra norrænna landa. Það eina sem valið snýst um er: samvinna um að fara í eina sæng með allri Evrópu og gefa sjálf- stjómina á bátinn - eða að verja löndin sem eina heild. Við, sem höf- um síðari skoðunina, eigum að slá skjaldborg um Norðurlöndin utan ESB - þar sem hin evrópsku löndin (ekki enn þá a.m.k.) skilja ekki að sameining þeirra er alltof hættuleg. Myndbirtingar af óbótamönnum Halldóra Ólafsdóttir hringdi: Ég hugsa að fleiri en mér hafi brugðið við að lesa dómsúrskurð Héraðsdóms Norðurlands yfir hjón- unum sem drápu villtan ref á sl. ári. Dagur-Tíminn birti svo mynd af hjónunum sl. laugardag, nánast í fullri stærð, til þess að enginn færi nú í grafgötur um hvemig þetta dæmda fólk lítur út. Gott og vel. En mér finnst það nú ekki gott og bless- að þegar ekki má birta myndir af óbótamönnum sem hafa framið raunverulega glæpi gegn meðbræð- rum sínum. Stundum, en ekki alltaf, er nafn slíkra misindismanna birt samfara frétt um dómuppkvaðningu en aldrei myndir. í Danmörku, þar sem ég dvaldi um árabil - og reynd- ar einnig í Svíþjóð, vom samstund- is birtar myndir af glæpamönnum um leið og til þeirra náðist og úr- skurðað hafði verið að viðkomandi var valdur að fólskuverki. - Þetta ætti að vera venja hér einnig. Það er viss refsing í því og raunar kannski miklu meiri refsing en að loka viðkomandi inni. Myndbirting er því líka fyrirbyggjandi aðgerð. Hættum nú að látast og hrindum hræsninni frá okkur. Við viljum flest að refsing glæpamanna verði varanleg og þeir eiga hana vissu- lega skilið. Myndbirting sem refsing er mín krafa. Hvað með ykkur hin? Bæklingaþjóðin fríkar út Kristján skrifar: Það er alltaf um jpetta leyti ársins sem þessi mikla bæklingaþjóö tekur á rás eftir bæklingum ferðaskrif- stofanna. Það var líka auglýst ræki- lega: Bæklingamir yfir sumarferð- imar komnir út, opið laugardag og sunnudag. Ég átti leið um miðbæ Reykjavíkur sl. sunnudag. Og þar gaf á að líta; ungir sem aldnir að ná í bæklinga hjá stærstu ferðaskrif- stofunni í miðbænum. Þar voru bumbur barðar, svona til árétting- ar, og laglegar stúlkur í rauðu úni- formi afhentu bæklingana. Sagt var í fréttum að um 600 manns hefðu skrifað sig fyrir sum- arferð án þess að líta í bækling! Svona er ásóknin mikil að komast úr landi. Bara eitthvað. Og nú er líka kostaboð í gangi fyrir korthafa, það má borga á allt að þremur árum. Þetta er lán í því óláni sem fylgir að skulda fyrir á greiöslukort- inu. En þetta eru nú bara 36 mánuö- ir! Og þegar fjölskyldan er nú búin að fara í þessa ferðina og á eftir 35 mánaða greiðslur, þá hlýtur að sneyðast um tíðni ferða næsta ár. Eða fer maður þá líka aðra ferð á 3 ára greiðslukorti o.s.frv. o.s.frv.? Þá verður nú gamanið tekið að káma, held ég. En bæklingaþjóðin mun áreiðanlega ekki gefa eftir fremur venju, hún pantar friið á greiðslu- korti þegar bæklingamir koma. Bandarískum vörum ýtt út Soiya hringdi: Ég er ekki hress með að lesa um að amerískum vörrnn eigi að henda út af markaði hér á landi vegna einhverra deilna við Evr- ópusambandið um merkingar. Ég hélt satt að segja að við þyrft- um ekki að sæta neinum kvöð- um af hendi ESB. Við erum ekki þar innanborðs. Ef t.d. bama- matur í glösunum sem maður hefur keypt hér handa bömum fæst ekki lengur er illa komið hjá mörgum mæðmnum með ungabömin sín. Og hrísgrjónin, hveiti og margt og margt annað sem hvergi fæst með slíkum gæðastimpli og frá Ameriku? Ég bara skora á yfirvöld að skoða málið. Hvað era þau að hugsa? Þorteinn Gísla- son þýddi Gylfi Þ. Gíslason hringdi: í DV sl. mánudag var spurt að því hver hefði þýtt söguna ívar hlújárn eftir Walter Scott. Mér er málið dálítið skylt því það var einmitt faðir minn, Þorsteinn Gíslason, sem þýddi söguna sem var gefin út sérprentuð af Lög- réttu. Önnur útgáfa kom árið 1910 hjá Gutenberg. Fyrir u.þ.b. hálfri öld gaf svo Leiftur út sög- una stytta með myndum, en þar var sleppt að geta þýðandans. 30 þúsund rík- isstarfsmenn Ingimar skrifar: Ég er ekki viss um að fólk á hin- um almenna vinnumarkaði geri sér grein fyrir þvi gífurlega bákni sem hið opinbera er orðið hér á landi. Það era um 30000 manns sem vinna hjá hinu opinbera í það heila tekið. Þar af era um 11000 sem vinna hjá Reykjavíkurborg einni. í landi þar sem aðeins eru um 90 þúsund vinnufærir og enn þá færri sem í raun halda uppi þjóðfélaginu, þá segir það sig sjálft að þessi stóri hópur launafólks hjá riki og sveitarfélögum er að meira eða minna leyti afætuhópur, aðrir en þeir sem gegna störfum sem telja verður bráðnauðsynleg, t.d. löggæslu, heilsugæslu og grunn- skólafræðslu. Blóðflæði til höfuðsins Gústaf skrifar: Læknir einn hrósaði í blaða- viðtali mjög allri viðleitni fólks til að hreyfa sig vel og mikið. Hreyfingin væri lífsnauðsynleg fyrir alla. Hann sagði einnig að ekki væri bara um það að ræða að styrkja vöðva og liðka sig, það væri líka stór þáttur í þessu öllu að koma blóðinu á hreyfingu, fá það til að streyma hraðar öðra hvora og um alla hluta llkam- ans. Nauðsynlegt væri að fá dembu af blóðflæði til höfuðsins, en það gerðist ekki nema reynt væri verulega á sig. Þetta allt fær fólk sem stundar líkamsrækt reglulega. Hún hleypir kappi í kinn. Það fmnur maður vel að lokinni góðri stund í æfmgasaln- um. Auðvitað gerist það líka eft- ir vel góða gönguferð. En hversu margir stunda slíka göngu reglu- lega? Áreiðanlega afar fáir. Snjall karl, Bent Guðjón hringdi: Ég heyrði í fréttum nýlega að fjármálaséníið Bent Scheving Thorsteinsson hefði selt bréf í ís- landsbanka fyrir um 80 milljónir króna. Þetta er áreiðanlega rétt aögerð, því síðar mun varla fást svona gott verð fyrir bréf í bank- anum. - Snjall karl, Bent, það fara ekki allir í föt manna eins og hans sem geta séð fram í tímann á fjármálasviðinu hér á landi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.