Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1997, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1997, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997 Fréttir íslensku tónlistarverölaunin 1997: Stjornurnar takast a Andrea Gylfadóttir, Anna Hall- dórsdóttir, Björk Guðmundsdóttir, Emiliana Torrini og Margrét Krist- ín Sigurðardóttir eiga tvennt sam- eiginlegt. Þær hafa heillað áheyr- endur sína með söng sínum og eru allar tilnefndar til íslensku tónlist- arverðlaunanna 1997 sem besta söngkona ársins. Það er ómögulegt að gera sér grein fyrir hver þeirra muni hreppa hnossið enda allar ver- ið afkastamiklar að undaníomu. Björk var valin í fyrra og heldur áfram sigurgöngu sinni erlendis. Anna Halldórsdóttir sendi frá sér sína fyrstu plötu, Villtir morgnar, fyrir síðustu jól eins og Margrét Kfistín sem gaf út plötuna Fabula. Hinar söngkonurnar era gamal- reyndar i faginu en stjaraa Emil- iönu Torrini hefur skinið sérstak- lega bjart. Söngvari ársins Karlsöngvararnir sem tilnefndir eru sem söngvari ársins eru þeir Kópavogur: Dagblöð og fern- ur sér í tunnu „Við höfum verið með dag- blaðagáma í bænum en ekki fengið nógu mikið í þá. Þess vegna viljum við fara út í til- raun þar sem væri kannað hvernig fólk tæki i að flokka sorpið í tvennt, blöð, tímarit og femur í aðra tunnuna og allt hitt í hina. Þetta er of dýrt til þess að fara af stað með þetta um allan bæ án tilraun- ar ef hún svo gengi ekki upp og byrja þyrfti upp á nýtt,“ segir Sigurður Geirdal, bæjar- stjóri Kópavogs. Heilbrigðisnefnd bæjarins samþykkti bókun á dögunum þar sem skorað var á bæjar- ráð að gera ráö fyrir þessari flokkun við útboðsgerö vegna sorphirðu í Kópavogi. Hvatti hún til þess að skipt verði út plastpokum fyrir plasttunnur. „Þessi mál eru mikið rædd hér í bænum og við höfum fullan hug á því að gera úr- bætur. Við höfum þegar riðið á vaðið á bæjarskrifstofunum og nú er allur gæðapappír tek- inn af borðum hvers og eins og hann settur í gám. Þetta hefur gengið mjög vel og nú þyrftum við bara að innleiða þetta víðar í bænum. Þetta er vissulega mikið umhverfismál en þetta er ekki síður pen- ingamál því það er jú dýrt að urða allt þetta sorp.“ Sigurður segir að til greina komi að fá fólk í ákveðinni götu eða einhverju hverfi til þess að taka þátt í tilraun af þessu tagi og sjá hvemig til tækist. Hann sagðist allt eins reikna með því að í tilraunina yrði ráðist á næstu mánuðum. „Fólk hefur áhuga á þessum málum en við þurfum að kanna að hve miklu marki hugur fylgir máli. Viö höfum þegar boðið út sorphirðuna á ný og sá sem tekur hana að sér mun bara taka þátt í til- rauninni með okkur. í útboð- inu er gert ráð fyrir magni sorps og stærð svæðis og það á ekki að skipta máli hvort sorpið verður í einni tunnu eða tveimur." -sv " ■ ' fi Páll Óskar var valinn besti söngvarinn í fyrra og vakti mikla hrifningu gesta meö því aö mæta á verðlaunaafhend- inguna í gervi Bjarkar Guðmundsdóttur. Hann er nú aftur tilnefndur sem besti söngvari ársins. Bjarni Arason, Bubbi Morthens, Páll Óskar Hjálmtýsson, Páll Rósinkranz og Stefán Hilmarsson. Sá sem hefur sennilega komið mest á óvart af þessum söngvurum er Páll Rósin- kranz en hann gaf út vinsæla gospel- plötu fyrir síðustu jól. Stefán Hilm- arsson breytti líka um stíl og sást það glögglega á plötu hans, Eins og er. Páll Óskar hélt til London og gerði þar stuðplötuna Seif. Hann lagði þar áherslu á hraða og dans- væna tölvutónlist (og djarfa texta). Lagahöfundur ársins Það hefur ekki borið mikið á Jó- hanni Helgasyni og plötu hans KEF í fjölmiðlum. Þrátt fyrir það hefur platan selst ágætlega og Jóhann er einn þeirra sem er tilnefndur sem lagahöfundur ársins. Rokkhetjan Bubbi Morthens er einnig þar á meðal enda átti hann eina vinsæl- ustu plötuna (Allar áttir) fyrir síð- ustu jól. Magnús Eiríksson gerði garðinn frægan með KK á plötunni Ómissandi fólk og er hann tilnefnd- ur til verðlaunanna. Að lokum má telja þá félaga Stefán Hilmarsson, Mána Svavarsson og Friðrik Sturlu- son en þeir unnu saman að gerð plötu Stefáns, Eins og er. -JHÞ Ekki ástæða til ann- ars en bjartsýni - segir Höröur Kristjánsson, ritstjóri Vestra Höröur Kristjánsson, ritstjóri Vestra á ísafirði. DV-mynd Guömundur DV, Flateyri: „Þetta hefur gengið framar okk- ar björtustu vonum - ekki hægt að kvarta undan viðtökunum. Við settum okkur ákveðið markmið varðandi dreifingu og tekjur og það hefur fyllilega staðist þrátt fyrir að auglýsingamarkaðurinn hafi dregist verulega saman,“ sagði Hörður Kristjánsson, rit- stjóri Héraðsfréttablaðsins Vestra á ísafirði. Vestri hóf göngu sína fyrir réttu ári í kjölfar þess að Vestfirska fréttablaðið hætti að koma út eftir 20 ára feril. Nokkur umræða hef- ur farið fram að undanförnu um erfiðleika í útgáfu staðarblaða vítt um landið og hafa verið í gangi þreifingar um sameiningu blaða. „Það kemur alltaf öðru hverju upp umræða um sameiningarmál en það er ekki neitt uppi á borð- inu að við séum að fara í ein- hverja sameiningu. Enda hef ég enga ástæðu til annars en vera bjartsýnn á að þessi útgáfa muni ganga vel áfram. Við erum með ágætisdreifingu um alla Vestfirði og einnig til Vestfirðinga um allt land og erlendis," sagði Hö ður.. Komdu í hvelli '(j0.000 kr. ; Daihatsu Charade TX '91, 5 g„ hvítur, ek. 81 I þús. km. Verð 390.000 (P) MMC Lancer GLX '88, ssk., brons, ek. 114þús. j km. Verð 450.000 | Dodge Shadow '88, ssk., hvítur, ek. 108 þús. J km. Verð 450.000 . I Nissan Sunny stw '88, 5 g., hvítur, ek. 119 þús. | km. Verð 390.000 í Lada station '94, 5 g., hvítur, ek. 41 þús. I km. Verð 430.000 500.000 - 1.000.000 kr. ! Hyundai Accent LSi —\ '95, 5 g„ blár, ek. 18 þús. / km. Verð 910.000 MMC Lancer GLX '91, 5 g„ grár, ek. 117 þús. km. Verð 770.000 Toyota Corolla XL '92, I ssk„ brúnn, ek. 89 þús. 1 km. Verð 750.000 Renault 19GTS '90, 5 g„ vínrauður, ek. 92 þús. km. Verð 550.000 Renault Express '94, 5 g„ hvítur, ek. 44 þús. km. Verð 840.000 1.000.000 kr. OG VFIR Hyundai Sonata 2000 '96, ssk„ 4 d„ grænn, ek. 10 þús. km. I Verð 1.690.000 I MMC Galant V6-24v '94, ssk„ 4 d„ vínrauð- I ur, ek. 38 þús. km. i Verð 1.980.000 MMC Pajero V6 '90, - 5 g„ 5 d„ blár, ek. 139 * þús. km. Verð 1.270.000 i Huyndai Elantra GT '95, ssk„ rauður, ek. 31 ' þús. km. Verð 1.250.000 , Ford Econoline Clun j Wagon XLT '93, ssk„ I hvítur, ek. 16 þús. km. | Ver' 1.870.000 ('ð)Greiðslukiör til allt að NOTAÐIR BÍLAR SUÐURLANDSBRAUT12 SlMI: 568 1200 BEINN SlMI 581 4060

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.