Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1997, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1997, Page 26
50 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997 Afmæli Tryggvi Gíslason Tryggvi Gíslason pípulagninga- meistari, Hraunbæ 103, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára i dag. Starfsferill Tryggvi er fæddur að Bergstaða- stræti 41 í Reykjavík og átti þar heima til sjö ára aldurs er hann flutti með foreldrum sínum að Urð- arstíg 14. Hann stundaöi nám í Austurbæjarskólanum og lauk það- an fullnaðarprófi. Tryggvi stundaði öll algeng störf sem til féllu á ungl- ingsárunum. Var m.a. í Bretavinn- unni við byggingu Reykjavikurflug- vallar. Þá sótti hann námskeið í raf- suðu hjá Gunnari Brynjólfssyni raf- suðumeistara og var ráðinn eftir það sem rafsuðumaður við lagnir hitaveitunnar frá Reykjum í Mos- fellssveit að hitaveitutönkunum á Eskihlíð í Reykjavík. Tryggvi stund- aði síðan vinnu sem rafsuðumaður, meðal annars í Vélsm. Hamri, eða allt þar til að hann hóf nám í pípu- lögnum hjá Lúther Salómonssyni 5. des. 1945. Hann stundaði bóklegt nám í Iðnskólanum i Reykjavík og lauk þaðan burtfararprófi á tveim árum. Á námsárunum var Tryggvi kos- inn sem fulltrúi pípulagninganema í fulltrúaráð iðnnemafélaganna í Reykjavík og Hafnarfirði frá 1946- 1949, var síðan kosinn formaður Iðn- nemasambands íslands 1948. Hann sat á þingum Alþýðusambands íslands og Sveinasambands byggingarmanna sem fulltrúi Sveinafélags pípulagningamanna árin 1950 til 1953 og var kos- inn formaður Sveina- sambandsins 1953-54. Frá miðju ári 1954 hefur Tryggvi starfað sem sjálfstæður verktaki í pípulögnum. Hann sat fjölda iðn- þinga frá árinu 1955 og var heiðrað- ur á degi iðnaðarins 1977 af stjóm Landssambandsins. Þá var hann sæmdur heiðursmerki Landssam- bands iðnaðarmanna 1982. Tryggvi sat í sfjórn Félags pípulagninga- meistara frá 1959-1984 sem varafor- maður, en þó lengst af sem ritari. Tryggvi var formaður löggilding- amefndar félagsins, hefur hann set- ið í prófnefnd frá 1960 og sem for- maður hennar frá 1987-1996 að hann hætti fyrir aldurs sakir. Árið 1984 hætti Tryggvi sjálfstæðum atvinnu- rekstri og hóf störf á Mælingastofu pípulagningamanna. Tryggvi er höf- undur félagsmerkis Fé- lags pípulagningameist- ara. Tryggvi var sæmdur gullmerki félagsins með borða árið 1980 og kosinn heiðursfélagi þess á aðal- fundi 1984 fyrir frábær störf í þágu félagsins. Þá var hann formaður Tafl- og bridgeklúbbsins frá 1968-1978 og sat í stjóm Bridgesambands ís- lands 1970-1978. Fjölskylda Tryggvi kvæntist 30.9. 1944 Öldu Jónu Sigurjónsdóttur, f. 3.2. 1924, húsmóður. Foreldrar hennar: Sigur- jón Stefánsson sjómaður og Ólafía Kristjánsdóttir. Þau voru búsett í Reykjavík. Böm: Gísli Þór, f. 5.4. 1945, hús- vörður, maki hans er Ingibjörg S. Guðmundsdóttir. Gísli á einn son og tvö barnabörn; Ólafur Þór, f. 29.9. 1946, pípulagningamaður, maki hans er Svanhvít Hlöðversdóttir, þau eiga þrjú böm og þrjú bama- böm; Sigurjón Þór, 1.7. 1950, verka- maður, hann á einn son; Tryggvi Þór, f. 20.5. 1952, skrifstofumaður, maki hans er Guðfinna Guðmunds- dóttir, hann á þrjú böm; Rannveig, f. 13. 8.1955, leirlistakona, hún á tvo syni; Heimir Þór, f. 23. 1. 1960, íþróttakennari, maki hans er Ólafia Gústafsdóttir, þau eiga tvö böm. Systkini: Sigurður Svavar, f. 31.1. 1920, d. 12.6. 1988, hótelstjóri, máki hans var Jóna Salvör Eyjólfsdóttir, látin, þau áttu sex börn; Guðríður Sigrún, f. 28.12. 1924, maki hennar var Helgi Hjörleifsson, látinn, þau áttu þrjú böm; Guðrún Ester, f. 13.10. 1926, maki hennar var Valtýr Guðmundsson, látinn, þau áttu fjög- ur börn; Gísli Þorkell, f. 30.7.1928, d. 24.10. 1943; Þorkell Jón, f. 9.1. 1934, lögfræðingur í Rvk, maki hans er Margrét Davíðsdóttir, þau eiga þrjú börn; Garðar, f. 10.5. 1938, d. 15. apr- U 1941. Foreldrar: Gísli Þorkelsson, f. 26.9. 1857, d. 26.6. 1943, steinsmiður og múrari, og Rannveig Jónsdóttir, f. 23.9. 1898, d. 1.9. 1978, húsmóðir. Þau voru búsett i Reykjavík. Ætt Gísli var sonur Þorkels Þorkels- sonar, bónda á Grimsstöðum í Með- allandi, V-Skaftafellssýslu, og k.h., Guðrúnar Höskuldsdóttur frá Pét- ursey. Rannveig var dóttir Jóns Jónssonar og Þuriðar Jónsdóttur, þau bjuggu lengst af i Hvolhreppi. Tryggvi Gíslason. Páll Ásgeir Tryggvason Páll Ásgeir Tryggva- son, fyrrverandi sendi- herra, Efstaleiti 12, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára dag. Starfsferill Páll Ásgeir fæddist í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1942, embættisprófi í lög- fræði frá HÍ 1948 og öðl- aðist hrl.-réttindi 1957. Páll Ásgeir varð full- trúi í dómsmálaráðuneyt- inu 1948, fulltrúi í utan- ríkisráðuneytinu 1948, sendifulltrúi í Stokkhólmi sumarið 1952, deildar- stjóri í utanríkisráöuneytinu 1956, sendiráðunautur í Kaupmannahöfn 1960, sendifulltrúi í Stokkhólmi 1963, fyrsti siðameistari utanríkis- ráðuneytisins 1964, deildarstjóri varnarmáladeildar 1968-78, ráðu- nautur um vamarmál 1979, sendi- herra í Noregi, Póllandi og Tékkóslóvakíu 1979, sendiherra 1985 í Sovétríkjunum, Búlgaríu, Rúmen- ínu, Ungverjalandi, Austur-Þýska- landi og Mongólíu og sendiherra 1987-89 i Sambandslýðveldinu Þýskalandi, Austurríki, Grikklandi og Sviss og starfsmaður ráðuneytis- ins hér á landi síðan. Páll Ásgeir var formaöur togara- útgerðarfélagsins Júpíters og Mars 1945 og þar til félögin hættu starf- semi, sat í stjórn Aðalstrætis 4 hf. frá 1945 og formaður þess 1984, var varaformaður Stúdentaráðs HÍ 1945-46, sat í stjóm Nemendasam- bands MR 1946-56, formaður Stúd- entafélags Reykjavíkur 1951-52, varaformaður Starfsmannafélags Stjóm- arráðsins 1952-54 og for- maður þess 1968-70, for- maður Félagsheimilis stúdenta 1954-60, sat í stjóm Golfklúbbs Reykja- víkur í nokkur ár, forseti Golfsambands íslands 1970-80, var stjórnarfor- maður Pólarminks hf. 1970-75, einn af stofnend- um Lionsklúbbs Reykja- víkur 1951 og síðan ritari hans en formaður klúbbs- ins 1956-57 og síðan for- maður hans á fjörutíu ára afmæli hreyfingarinnar 1991. Páll Ásgeir hefur unnið til fiölda verðlauna i golfkeppnum. Hann vann 2 fyrstu verðlaun í II. flokki á landsmóti árið 1965. Páll Ásgeir hlaut hetjuverðlaun Carnegies 1937. Hann er stórriddari íslensku fálka- orðunnar, auk þess sem hann hefur verið sæmdur stórkrossi konung- legu norsku Ólafsorðunnar, stór- krossi þýsku þjónustuorðunnar, stórkrossi austurrísku þjónustuorð- unnar, er stórriddari með stjörnu af finnsku ljónsorðunni, stórriddari dönsku dannebrogsorðunnar og stórriddari sænsku norðurstjörn- unnar. Fjölskylda Páll Ásgeir kvæntist 4.1. 1947 Björgu Ásgeirsdóttur, f. 22.2.1925, d. 7.8. 1996, húsmóður. Hún var dóttir Ásgeirs Ásgeirssonar forseta og konu hans, Dóru Þórhallsdóttur for- setafrúar. Börn Páls og Bjargar em Dóra, f. 29.6.1947, húsmóðir og kennari, var gift Davíð Janis tölvufræðingi og eiga þau þrjá syni; Tryggvi, f. 28.2. 1949, bankastjóri íslandsbanka, kvæntur Rannveigu Gunnarsdóttur líflyfiafræðingi og eiga þau tvö böm; Herdís Pálsdóttir, f. 9.8. 1950, húsmóðir, fóstra og sérkennari, gift Þórhalli E. Guðmundssyni mark- aðsstjóra og eiga þau þrjár dætur; Ásgeir, f. 29.10. 1951, flugumferöar- stjóri, kvæntur Áslaugu Gyðu Ormslev og eiga þau þrjú böm; Sól- veig, f. 13.9. 1959, húsmóðir og leik- ari, gift Torfa Þorsteini Þorsteins- syni fisktækni og eiga þau þrjú böm. Systkini Páls Ásgeirs: Jóhanna, f. 29.1. 1925, húsmóðir og fram- kvæmdastjóri; Rannveig, f. 25.11. 1926, húsmóðir og þýðandi; Herdis, f. 29.1. 1928, húsmóðir; Anna, f. 19.8. 1935, húsmóðir. Foreldrar Páls Ásgeirs vora Tryggvi Ófeigsson, f. 22.7. 1896, d. 18.6. 1987, skipstjóri og útgerðarm- aður í Reykjavik, og kona hans, Herdís Ásgeirsdóttir, f. 31.8. 1895, d. 3.10. 1982, húsmóðir. Ætt Tryggvi var sonur Ófeigs, b. í Ráðagerði í Leiru, bróður Helgu, langömmu Árna Þ. Árnasonar, skrifstofustjóra í iðnaðarráðuneyt- inu. Ófeigur var sonur Ófeigs, b. á Fjalli, bróður Sigríðar, langömmu Kristins Finnbogasonar fram- kvæmdastjóra. Ófeigur var sonur Ófeigs ríka, b. á Fjalli og ættfóður Fjallsættarinnar, Vigfússonar, bróð- ur Sólveigar, langömmu Guðnýjar, móður Guðlaugs Tryggva Karlsson- ar hagfræðings. Móðir Ófeigs á Fjalli var Ingunn Eiríksdóttir, b. og dbrm. á Reykjum, Vigfússonar, ætt- föður Reykjaættarinnar. Móðir Tryggva var Jóhanna Frímanns- dóttir, b. í Hvammi í Langadal, Bjömssonar, b. í Mjóadal, Þorleifs- sonar. Móðir Frímanns var Ingi- björg Guðmundsdóttir, b. í Mjóadal, bróður Ólafs, foður Amljóts á Bæg- isá, langafa Arnljóts Bjömssonar prófessors. Móðir Jóhönnu var Helga Eiríksdóttir, b. á Efri-Mýrum, Bjamasonar. Móðir Eiríks var Ingi- gerður, systir Þorleifs ríka i Stóra- dal, langafa Jóns alþingisforseta, föður Pálma á Akri. Móðir Ingigerð- ar var Ingiríður Jónsdóttir, b. á Skeggsstöðum, Jónssonar, ættfóður Skeggsstaðaættarinnar. Herdís var dóttir Ásgeirs, skip- stjóra í Reykjavík, Þorsteinssonar. Móðir Ásgeirs var Herdis Jónsdótt- ir, systir Guðrúnar, langömmu Jó- hannesar Nordals, og systir Mar- grétar, móður Jóns Þorlákssonar forsætisráðherra. Móðir Herdísar var Rannveig Sigurðardóttir, skip- stjóra í Reykjavík, Símonarsonar, bróður Krisfiáns, langafa Halls Sim- onarsonar blaðamanns og Sigríðar, móður Friðriks ÓMssonar stór- meistara. Bróðir Sigurðar var Bjami, faðir Markúsar, fyrsta skóla- stjóra Stýri- mannaskólans, afa Rögnvcdds Sigurjónssonar píanó- leikara. Páll Ásgeir verður að heiman á afmælisdaginn. Páll Ásgeir Tryggvason. Hl hamingju með afmælið 19. febrúar 75 ára Sigfús Sigurðsson, Snon-abraut 56, Reykjavík. 70 ára Ólafur Ásgeirsson, Hjaltabakka 26, Reykjavík. Ólafur verður að heiman á afmælisdaginn. 60 ára Svavar Sigurðsson, Hlíðarhjalla 64, Kópavogi. Jakob Ólafsson, Túngötu 19, Isafirði. Hreggviður Hendriksson, Esjubraut 28, Akranesi. Sveinn Gíslason, Blikahólum 4, Reykjavík. 50 ára Rebekka Gunnarsdóttir, Birkibergi 34, Hafnarfirði. Signý K. Jónsdóttir, Seljahlíð 7b, Akureyri. María Gísladóttir, Birtingakvísl 68, Reykjavík. Ingibjörg Finnbogadóttir, Óðinsvöllum 7, Reykjanesbæ. Hervin S. Vigfússon, Miðbrekku 1, Ólafsvik. Eyrún Gunnarsdóttir, Frostaskjóli 63, Reykjavik. Björk Magnúsdóttir, Víkurbakka 22, Reykjavík. 40 ára Erla Jóhannesdóttir, Vallarflöt 5, Stykkishólmi. Hrund Logadóttir, Núpi 2, Fljótshlíöarhreppi. Auður Rafhsdóttir, Hjarðarhaga 15, Reykjavík. Nanna Kristín Jóhannsdóttir, Miðgörðum 8, Grenivík. Friðrik Sveinsson, Lónabraut 31, Vopnafirði. Jón Hliðar Runólfsson, Hringbraut 51, Hafiiarfirði. Lilja Huld Sigurðardóttir, Leiratanga 21a, Mosfellsbæ. Friðbjörg Helgadóttir, Heimavöllum 11, Reykjanesbæ. Jóhanna Stefánsdóttir, Lyngbrekku 1, Húsavík. Friðrika Guðjónsdóttir, Túngötu 5, Húsavík. Þórunn Ásmundsdóttir, Kambaseli 36, Reykjavík. Kristín Jónsdóttir, Kvistabergi 21, Hafnarfirði. Ossur Össur Guðmundur Guðbjartsson, bóndi og kennari, Láganúpi, Vestur- byggð, er sjötugur í dag. Starfsferill Össur er fæddur á Láganúpi í Rauðasandshreppi, V-Barðastrand- arsýslu. Hann stundaði nám við héraðsskólann á Núpi 1944-45 og varð búfræðingur frá Hvanneyri 1948. Hann var við framhaldsnám í búvísindadeild Bændaskólans á Guðmundur Guðbjartsson Hvanneyri veturinn 1949-50. Össur var kennari í Rauðasandshreppi 1950-53, 1955-56 og 1958-59. Hann var bóndi á Láganúpi frá 1953. Hann var framkvæmdasfióri Sláturfélags- ins Örlygs í Örlygshöfn 1956-58. Hann var i stjóm Búnaðarfélags Ör- lygs í Rauðasandshreppi 1950-75, þar af formaður um 10 ára skeið. Össur var í hreppsnefnd Rauða- sandshrepps frá 1958 til 1986, þar af oddviti 1970-86, og í sýslunefnd í nokkurn tíma. Hann var fulltrúi V- Barðstrendinga á þingum Stéttar- sambands bænda 1956-75 og 1979-1986 og fulltrúi Búnaðarsambands Vest- fiarða á Búnaðarþingi 1962-86. Össur var í stjórn Orkubús Vestfiarða frá stofnun í þrjú ár. Össur hefur alltaf verið búsettur á Láganúpi. Fjölskylda Óssur kvæntist 18.7. 1953 Össur Guömundur Guöbjartsson. Sigríði Guðbjartsdóttur frá Lambavatni á Rauðasandi, f. 5.8. 1930. Foreldrar hennar vora Guðbjartur Egilsson og Halldóra Kristjánsdótt- ir. Börn Össurar og Sigríð- ar: Guðbjartur, f. 16.2, 1954, rekur bókhalds- skrifstofu á Höfn í Homafirði; Valdimar, f. 4.5. 1956, verksfióri hjá Umbúðamiðstöðinni; Hilmar, f. 2.6.1960, bóndi, bæjarfull- trúi og búnaðarþingsfulltrúi; Egill, f. 16.4 1964, póstur í V-Barðastrand- arsýslu, og Kári, f. 7.4. 1969, náms- maður. Foreldrai- Össurar voru Guðbjart- ur Guðbjartsson, f. 15.7. 1879, bóndi á Láganúpi, og Hildur Magnúsdótt- ir, f. 16.8. 1889.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.