Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1997, Síða 28
52
MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997
Bein í poka
til fólksins
„Við önsum því ekki lengur að
ríkisstjórnin geti komist upp
með það að í hvert sinn sem
samningar nálgast safni hún ein-
hverjum beinum í poka og hendi
út til fólksins."
Pétur Sigurðsson, forseti Al-
þýðusambands Vestfjarða, í DV.
Tíföld meðallaun
„Heildarlaun bankastjóra eru
út úr íslensku veruleikakorti,
þetta eru tíföld meðallaun ann-
arra bankastarfsmanna og eru
þá allir taldir."
Friðbert Traustason, form. Fél.
islenskra bankamanna.
Ummæli
Peningar bættu ekki
„Ef við ætlum okkur að kom-
ast í fremstu röð þarf að auka
æfingaálagið. Eftir að leikmenn
fóru að fá greitt er eins og þeir
reyni að sleppa frá þessu eins
létt og hægt er.“
Valdimar Grímsson, landsliðs-
maður í handbolta, í Morgun-
blaðinu.
Klepraður
mömmudrengur
„íslendingar bíða í ofvæni eft-
ir Dagsljósinu á kvöldin til að
ganga úr skugga um hvort hin-
um klepraða mömmudreng,
tákni velmegunaráranna, hafi
tekist að verða einni fellingu fá-
tækari.“
Guðbergur Bergsson rithöf-
undur, í DV.
Hluti tunglsins er þegar farinn að
skyggja á solina á myndinni sem
tekin er í byrjun sólmyrkva.
Sólmyrkvar og
tunglmyrkvar
Tunglmyrkvar hafa verið
reiknaðir út aftur til ársins 3450
f.Kr. og sólmyrkvar til 4200 f.Kr.
Fyrsta almyrkva á sólu sem
heimildir greina frá er getið á
leirtöflu sem fannst 1948 í rúst-
um borgarinnar Ugarit í Sýr-
landi. Rannsóknir á töflunni
benda til að myrkvi þessi hafi
orðið 5. mars 1223 f.Kr. Lengsti
sólmyrkvi sem mælst hefur var 7
mín. og 8 sek. en hann var 20.
júní 1955. Sást hann frá Filipps-
eyjum. Samkvæmt útreikning-
um á að vera 7 mín. og 29 sek.
langur sólmyrkvi 16. júlí 2186.
Blessuð veröldin
Sólblettir
Til þess að sólblettur sjáist án
stækkunar verður hann að þekja
að minnsta kosti 1/2000 hluta af
sólinni og vera þar með um 1300
milljónir km2 að stærð. Stærsti
sólblettur sem sögur fara af sást
á suðurhveli sólar 8. april 1947.
Flatarmál hans var um 18 millj-
ón km2. Sólblettir eru dekkri að
sjá af því að þeir eru meira en
1500° C kaldari en umhverfi
þeirra sem er 5500° C. í október
1957 töldust 263 sólblettir sem er
hæsta tala sólbletta sem vitað er
mn. Árið 1943 varaði einn sól-
bletturinn í 200 daga, frá því í
júní fram i desember.
Vaxandi norðanátt
Á vestanverðu Grænlandshafi er
nærri kyrrstæð 950 mb lægð sem
grynnist smám saman en um 500
km vestur af írlandi er 970 mb vax-
andi lægð sem hreyfist norðaustur i
stefnu á Færeyjar og siðar til norð-
urs eða norðvesturs.
Veðrið í dag
Fram eftir degi verður allhvöss
suðvestanátt með éljum um landið
suðvestan- og vestanvert en mun
hægari og úrkomulaust austan til á
landinu, snýst í vaxandi norðaust-
an- og norðanátt í kvöld. Hvasst
verður með snjókomu í nótt en víð-
ast annars staðar á landinu verður
veður fremur skaplegt. Frost verður
á bilinu 0 til 3 stig.
Á höfuðborgarsvæðinu lægir
smám saman þegar líður á daginn.
Sunnan- og suðaustankaldi verður
og áfram dálítil él í kvöld og nótt.
Frost verður 1 til 2 stig.
Sólarlag í Reykjavík: 18.15
Sólarupprás á morgun: 09.06
Síðdegisflóð í Reykjavík: 17.19
Árdegisflóð á morgun: 05.34
Veðrið kl. 6 í morgun:
Akureyri snjóél -2
Akurnes snjókoma -2
Bergstaöir skafrenningur -3
Bolungarvík snjóél -1
Egilsstaöir léttskýjaó -.2
Keflavíkurflugv. snjóél -2
Kirkjubkl. alskýjaö -2
Raufarhöfn léttskýjaó -2
Reykjavik skýjaö -2
Stórhöfði snjóél á síö. kls. -1
Helsinki skýjaó -7
Kaupmannah. skýjaö 3
Ósló snjókoma -1
Stokkhólmur snjókoma 0
Þórshöfn hálfskýjaö 3
Amsterdam léttskýjaö 3
Barcelona þokumóöa 8
Chicago léttskýjað 9
Frankfurt skýjaö 4
Glasgow alskýjaö 5
Hamborg skýjaö 4
London alskýjaö 4
Lúxemborg skýjaö 1
Malaga þokumóöa 9
Mallorca Miami þoka i grennd 4
París skýjaö 3
Róm þokumóöa 5
New York skýjaö 11
Orlando léttskýjaö 18
Nuuk alskýjað -19
Vín alskýjaö 5
Winnipeg léttskýjað -18
Jón Hörður Elíasson, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Hólmavík:
Hörmmig að horfa á krakka vinna nú til dags
„Það er slæmt að krakkar skuli
nær ekkert fá að vinna nú orðið
fyrr en þau verða 16 ára. Þegar þau
þá koma til vinnu vita þau mörg
hver ekkert hvað er að vinna og er
alveg hörmung upp á að horfa, það
er ekki góð stefna að mínu mati.“
Umdæmið sem Jón Hörður
stjómar nær alveg frá Brú í Hrúta-
firði í botni ísafjarðar og norður í
Árneshrepp Hann segir það allvel
búið tækjum og þegar verkefni
komi upp t.d. í sambandi við snjó-
mokstur þá sé frekar auðvelt að
leita til aðila sem bregðist jafnan
fljótt við og eigi margir stór og af-
kastamikil tæki til þeirra nota. Góð
tengsl eru við stöðvar Vegagerðar-
innar, öll þjónusta í sambandi við
stærri viðgerðarverkefhi er sótt til
Borgarness en yfirstjórn þessa
svæðis er á ísaflrði þar sem Gísli
Eiríksson verkfræðingur er yfir-
maður. Fastir starfsmenn em fimm
en þeim er fjölgað þegar leysa þarf
stærri verkefiii.
Jón Hörður segir helsta áhuga-
mál sitt vera að stunda stangaveiði
í ám og vötnum því hvergi sé auð-
veldara að gleyma áhyggjum líðandi
stundar en þar.
Kona hans er Jenný Jensdóttir,
skrifstofustjóri hjá Kaldrananes-
hreppi, og eiga þau þrjú böm. -GF
DV, Hólmavík:
„Ég var ekki nema 9 ára þegar ég
fór fyrst á sjó með fóður mínum.
Hann átti litla trillu og stundaði
hrognkelsaveiðar á hverju vori. Tólf
ára gamall byrjaði ég að vinna í
frystihúsinu á Drangsnesi. Allur
fiskur var þá handflakaður og mitt
verk var m.a. að taka körfumar
með beingarðinum og fara með þær
að hakkavélinni. Ég þurfti að lyfta
þeim í brjósthæð til þess að geta los-
að úr þeim en þær gátu verið um 40
kg að þyngd, marningurinn var sett-
ur á pönnur og síðan i frystitækin.
Ég vildi ekki hafa misst af þessari
reynslu. Á þessum árum fóra allir
krakkar og unglingar að vinna um
leið og þau gátu eitthvað gert. í
frystihúsinu var manni sagt að ef
maður gæti ekki það sem fyrir var
lagt þá gæti maður bara farið
heim,“ segir Jón Hörður Elíasson,
umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á
Hólmavík en hann tók við því starfi
1. janúar sl. Jón Hörður rifjar það
upp að á meðan bróðir hans var enn
þá innan við fermingu hafi það
komið nokkrum sinnum fyrir að
þeir bræður hafi farið á trillunni ffá
Drangsnesi til Hólmavíkur og eins
yflr að Smáhömrum, oftast í sam-
bandi við fólksflutninga. Þá var
Jón Hörður Elíasson
vegasamband verra en nú. Jón
Hörður stundaði sjómennsku frá 15
ára aldri, fyrst á bát fóður sins á
sumrin, síðan á vertíðum bæði á
Vestfjörðum og Suðurnesjum.
Maður dagsins
Jón Hörður minnist enn frekar
vinnureynslu sinnar og jafhaldra
sinna frá æskuárum. Foreldrar
hans áttu nokkrar kindur og það
var vinna hinna yngri að snúa
heyi.Fór hann til þeirrar vinnu á
hjólinu sínu því túnin voru utan við
kauptúnið.
DV
Þrír leikir í 2. deild-
inni í handbolta
Deildakeppninni i handbolta
fer nú bráðum að ljúka og ljóst
er hvaða lið keppa um sæti í úr-
slitakeppninni. Ekkert er leikið í
1. deildinni fyrr en um helgina
en í kvöld eru þrír leikir í 2.
deild. Víkingur, sem hefur unnið
alla leiki sína og er nánast búinn
að tryggja sér setu í 1. deild í
haust, keppir við HM í Mosfells-
bæ og hefst leikurinn kl. 20. í
Laugardalshöll veröa tveir leik-
ir. Kl. 18.30 leika KR og Keflavík
og kl. 20.30 Ármann og ÍH.
íþróttir
í körfuboltanum er einn leik-
ur á dagskrá, viðureign KR og
Keflavíkur i 1. deild kvenna.
Leikurinn fer fram í Hagaskóla
og hefst kl. 20.
Söngur Passíusálmanna
Passiusálmamir hafa verið
lesnir í útvarpinu og á síðustu
árum hafa einstaka kirkjur tekið
upp þann siö að lesa þá á fóstunni
og eins í heild á föstudaginn
langa. Það er gamall siður að
syngja Passíusálmana, siður sem
lagst hefur af. Það tókst að varð-
veita hluta af þessari gömlu þjóð-
menningu með hljóðritunum sem
gerðar vora á árunum 1960 til 1970
og eru þessar hljóðritanir ómetan-
legar heimildir um þessa gömlu
þjóðmenningu.
Tónleikar
Á fóstunni verða Passíusálm-
amir sungnir í Friðrikskapellu
við Valsheimilið og hefst söngur-
inn í kvöld, kl. 19.30. Smári Óla-
son kirkjutónlistarmaður mun
leiða sönginn sem verður á mið-
vikudögum og fóstudögum fram
að dymbilviku.
Bridge
' Tvímenningur er allt annað keppn-
isform en sveitakeppni og allt önnur
lögmál gilda í tvímenningi en sveita-
keppni. Hér er eitt dæmi frá Flug-
leiðamótinu í bridge, sem sýnir
glögglega þennan mun. Spilið kom
fýrir í tvímenningskeppninni og al-
gengasti samningurinn á hendur ns,
var 4 hjörtu spiluð á norðurhendina.
4 K3
44 ÁD10742
•f Á3
4 1042
4 ÁG1097
«4 863
♦ D
4 8753
4 D542
44 G95
4 K84
* KDG
Vestur gjafari og av á hættu:
Eftir að ns hafa sagt sig upp í 4
hjörtu er eðlilegt að hefja vömina á
því að spila út tígli. Ef útspilið er
tígulgosi, setur sagnhafi væntanlega
kónginn i blindum til að taka hjarta-
svíninguna og sér drottninguna
koma siglandi frá hendi vesturs. Á
hann að taka svíninguna i hjarta eða
ekki? Ef vestur á einspil í tígli og
austur hjartakónginn, er hætta á
stungu í tígullitnum. Hins vegar er
vestur líklegri til að eiga lengd í
hjarta og þar með hjartakónginn.
Þess vegna svínuðu margir spilar-
arnir í norður hjartanu, fengu á sig
stungu í tígli og gáfu auk þess slagi á
lauf og spaða. En refsingin var ekki
mikil og skorið fyrir að spila 4 hjörtu
og fá 9 slagi var ekki langt frá meðal-
talinu. Með því að spila tígli í upp-
hafi, er austur að sjálfsögðu að fiska
eftir tígulstungu, en með tígulgosa
út, upplýsir drottningin nánast leg-
una í tiglinum. Vel ígrundað útspil
hjá austri væri að hefja vömina á
tígultvisti, en það útspil hefur tvenn-
an tilgang. Annar er sá að benda á
laufmnkomu og hinn sá að fela leg-
una í tígli. Spilið hefur allt aðrar
áherslur í sveitakeppni. Eftir tígul-
gosa út, lyftir sagnhafi einfaldlega
hjartaás (því hann hefur efiii á að
gefa slag á litinn) og vinnur þannig 5
hjörtu. fsak Örn Sigurðsson