Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1997, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1997, Síða 7
1^°%” MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997 %%i'ðir 2s Nýjung hjá Flugleiðum ef ferðast er með flugi og bíl: Skipulagðar ökuleiðir fyrir ferðamenn - merkt inn á kort og gisting innifalin „í dag leggjum við meiri áherslu á fyrir fram skipulagðar ökuleiðir, þ.e. að fólk hafi ákveðna áætlun sem það fylgir frá A-Ö þegar það ferðast með flugi og bíl. Það er nýtt hjá okk- ur og virðist henta mörgurn," sagði Kristín Aradóttir, forstöðumaður Út í heim-deildar Flugleiða. Kristín sagði að í raun væri þrenns konar fyrirkomulag í boði þegar fólk veldi sér flug og bíl - í fyrsta lagi að fólk skipulegði ferðina algjörlega sjálft, í öðru lagi gætu Flugleiðir mælt með ákveðnum öku- leiðum og í þriðja lagi gætu Flug- leiðir skipulagt ferðina fyrir fólk frá upphafi til enda, pantað gistingu á leiðinni og útvegað upplýsing£ir um hvað hægt er að skoða. „Ferðamátinn flug og bíll var mun vinsælli hér áður fyrr þegar annar hver íslendingur tók þann kostinn. Áhugi fólks á þvi hefur hins vegar minnkað, sem er alveg öfugt við þróunina erlendis, og því höfum við komið til móts við við- skiptavini okkar með þessum hætti. í nýjum feröabæklingi Flugleiða, „Flug og btir, er að finna ótal mögu- leika á slíkum ferðamáta. Við höfum strax orðið vör við fleiri fyrirspumir en í fyrra," sagði Krist- ín. U.þ.b. 30% af pakkaferðasölu Flugleiða eru í formi flugs og bíls og segir Kristín að ætlunin sé að leggja meiri áherslu á þann hluta. Skipulagðar ökuleiðir Hún sagði ferðamálaráð erlendis hafa lagt meiri áherslu á það undan- farin ár að þróa ákveðnar ökuleiðir um lönd sín og að þar hefði því orð- ið geysileg þróun. „Margrétarleiðin í Danmörku er t.d. mjög vinsæl. Henni fylgir ákveðin bók og skilti til að leiða fólk áfram og hægt er að fara inn á hana hvar sem er. Sama má segja um Konungsleiðina í Ósló, sem reyndar endar í Pétursborg í Leníngrad, og margar fallegar leið- ir, t.d. út frá Boston og Baltimore í Bandaríkjunum. Það eru því til ótal skemmtilegar ökuleiðir út um allan heim. Aðspurð sagði hún töluvert um að tvenn til þrenn hjón tækju sig saman í flug og bíl-ferðir en að einnig væri alltaf eitthvað um fjöl- skyldur með stálpuð böm. „Kaup- mannahöfn hefur verið vinsæl hvað þetta snertir og Lúxemborg og nú hafa bíialeigubílar aldrei verið ódýrari í Þýskalandi og því er einnig vinsælt að fljúga til Frank- furt,“ sagði Kristín. Samstarf við FÍB „Við erum að hefja samstarf við Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) og komum til með að bjóða þeim sem ætla að taka flug og bíl upp á ókeypis námskeið, m.a. í því hvemig á að aka erlendis og al- mennt að haga sér í flug og bíl-ferð og einnig verða þar kynntar öku- leiðimar," sagði Kristin. Algengast er að slíkar ferðir standi yfir í tvær vikur, en vika er lágmark, og svo getur fólk verið á ferðinni allt upp í mánuð. Verðbilið er breitt, allt eftir því hvert ferðast er og hvernig bíll er leigður. „Það kostar t.d. kr. 35.910 (á mann) að ferðast i bíl í B- flokki í Þýskalandi í eina viku og kr. 33.110 (á mann) ef fjórir era í bílnum. Svo er það u.þ.b. 10 þúsund krónum dýrara á mann- inn að ferðast til Bandaríkjanna. Við erum reyndar með sérstakt til- boð til Þýskalands ef ferðast er í júní, þá kostar vika með tveimur I bíl 29.910 og 27.110 kr. ef 4 em í bíl.“ Feróa-.. æyrnlyn Fiugleiöum Nýir og glæsilegir ferðabæklingar Ótal freistandi ferðamöguleikar Hagstætt verð og hagstæð kjör Barcelona Costa Brava - Costa Dorada Aldrei jafn ljölbreytt úrval gististaða. íslenskir fararstjórar og skoðunarferðir. Blanes, Lloret de Mar og Tossa de Mar á Costa Brava. Sitges og Vilanova i la Geltrú á Costa Dorada. i ölskyldulieiniur í Flo St. Petersburg Beach - Bradenton/Sarasota - Orlando - Ft. Lauderdale íslenskur fararstjóri í St. Petersburg Beach. Dvöl í sumarliústun Draumafrí ijölskyldunnar. Lalandia á Lálandi. Marielyst á Falstri. Oberhambachtal í Þýskalandi. Oasis í Bretlandi. Lystiseindir, sól og inunaöúr Siglingar með skemmtiferðaskipum um Karíbahaf. Vor í París Borg ástar og ævlntýra á sérstöku tilboðsverði 31. mars -12. maí. 10.000 kr. afsláttur af verði pakkaferða. íslenskur fararstjóri. Vor í Amsterdain 10.000 kr. afsláttur af verði pakkaferða í apríl og maí. Úrval sérferða við allra hæfi Náðu þér í nýju ferðabæklingana. Kynntu þér möguleikana. Komdu með út í heim! Út í heim 97 og Flug og bíll - Út í heim 97 liggja frammi á söluskrifstofum okkar og hjá ferðaskrifstofimum. m>N, Ferðalán Flugleiða Handhöfum Eurocard og Visa býðst nú að greiða fyiir öll flugfargjöld og pakkaferðir með raðgreiðslum til allt að 24 mánaða. FLUGLEIDIR Traustur íslenskur ferðafélagi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.