Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1997, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1997, Blaðsíða 17
JOIT MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997 (férðir 33 » » Áskriftarferð DV og Flugleiða til Flórída: Tíu ferðavinningar til St. Petersburg Tíu skuldlausir áskrifendur geta átt von á glaðningi frá DV og Flug- leiðum því í hverri viku á næstunni verður dreginn út einn heppinn áskrifandi úr Sólarpotti DV sem fær ferð fyrir tvo með Flugleiðum ásamt gistingu í eina viku. Áfangastaðurinn er ekki af verri endanum því St. Petersburg Beach á Flórída hefur orðið fyrir valinu. St. Petershurg er syðst á miðvestur- strönd Flórídaskaga. Upp af strönd- inni rísa fyrsta flokks gististaðir og allt um kring eru veitingastaðir, skemmtistaðir, verslanir og hvers konar aðstaða til útivistar og af- þreyingar sem gerir dvölina þarna að sannkölluðu ævintýri fyrir alla fjölskylduna. íslenskur fararstjóri tekur á móti farþegum á Orlandoflugvelli og fylg- ir þeim á hótel í St. Petersburg Beach, en fararstjóri verður á staðn- um 27. maí til 2. september. Hann heldur kynnisfundi, hefur fastan viðtalstíma á hótelum og skipulegg- ur kynnisferðir. í boði eru spenn- andi kynnisferðir í allar áttir, til ÉmiÉÍMrlS sér þennan óvænta glaðning. Mikil- vægt er að vera skuldlaus áskrif- andi til þess að vera virkur þátttak- andi í leiknum en allir skuldlausir áskrifendur DV eru þátttakendur 1 áskriftargetrauninni. Vinningurinn gildir frá 27. maí til 1. september. -ÍS St. Petersburg Beach á Flórída er fjölskylduvænn staður og mikið af spenn- andi skemmtigörðum í nágrenninu. Miðborg St. Petersburg er sannar- lega tilkomumikil. dæmis heilsdagsferð í Walt Disney World, Bush Gardens eða ferð í Cy- press Gardens. Bush Gardens er rétt norður af horginni Tampa, al- hliða skemmti- og dýragarður með meira en 3.400 dýrum, og því er það algert ævintýri að gera sér ferð þangað. Þeir sem dveljast í St. Petersburg Beach ættu hiklaust að bregða sér til Tampa að minnsta kosti einu sinni og heimsækja einhvern þeirra staða sem borgin hefur upp á að bjóða. Adventure Island er frábær vatnsskemmtigarður, Childrens Museum er safn fyrir börnin á öll- um aldri, Harbour Island er versl- anamiðstöð og veitingastaðir við höfnina og Lowry Park Zoo er þriðji stærsti dýragarður I N-Ameríku. Fyrsti áskrifandinn og vinnings- hafi til St. Petershurg Beach var dreginn út 12. febrúar og nafn hans birt í síðasta helgarblaði DV. Vinn- ingshafi fyrstu vikuna var Hanna Karen Kristjánsdóttir frá Reykjavík en hún og maður hennar, Þórir Ge- orgsson, hafa aldrei áður komið til Flórida og voru örugg um að nýta Island beint er þjónusta sem nýtist íslendingum í útlöndum. Hringt er í talsímavörð á íslandi sem gefur samband og kostnaðurinn færist á sím- reikninginn heima. Númer þjónustunnar er misjafnt eftir löndum en handhægt lítið kort sem fæst á öllum ferða- skrifstofum geymir þær upplýsingar fyrir þig. ísland beint stendur til boða í eftirtöldum löndum Bandaríkin • Belgía • Bretland • Danmörk • Finnland Frakkland • Holland e írland • Ítalía • Kanada Lichtenstein • Lúxemborg • Mónakó • Noregur Nýja Sjáland • Spánn • Sviss • Svíþjóð • Þýskaland PÓSTUR OG SÍMI HF íslendingar geta notað GSM farsíma á helstu þéttbýlisstöðum á Islandi og einnig í flestum löndum Evrópu. Því fylgir hagræði, öryggi og ómæld þægindi að geta hringt næstum hvar sem er, hvenær sem er og að sjálfsögðu hvert sem er. íslenskan GSM síma má nota í eftirtöldum löndum Evrópu Austurríki • Belgía • Bretland • Danmörk • Eistland • Finnland Frakkland • Gíbraltar • Grikkland • Holland • írland • Ítalía Lettland Litháen • Lúxemborg • Noregur • Portúgal • Spánn Sviss • Svíþjóð • Tyrkland • Ungverjaland Þýskaland. Ef hringt er frá Islandi í GSM síma sem er í notkun í útlöndum þá greiðir sá sem hringir samkvæmt GSM innanlandstaxta, en eigandi símans greiðir símtalið til útlanda. http//:www.simi.is/mobile

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.