Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1997, Qupperneq 2
2
FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997
Fréttir
Tólf ára dreng bjargað frá að hrapa átta metra ofan í gil:
Hann hékk á fingur-
gómunum á brúninni
- segir bjargvætturinn Gunnar M. Guðmundsson - var svolítið mikið hræddur - segir drengurinn
DV, Akureyri:
„Þaö er óneitanlega gaman að
geta komið á réttu augnabliki og
hjálpað,“ segir Gunnar M. Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri Sér-
leyfísbíla Akureyrar hf., en Gunnar
bjargaði á mánudaginn 12 ára göml-
um dreng, Sigmari Karli Ágústs-
syni, frá því að falla í Glerá skammt
frá skólanum.
Þar rennur áin í gili sem er 7-8
metra djúpt. Gunnar segir að dreng-
ir úr Oddeyrarskóla, sem hann
hafði keyrt í tölvufræðslu í Glerár-
skóla um morguninn, hafi verið að
leika sér nálægt ánni þegar einn
þeirra hrasaði. Hann hafði runnið
fram af gilbrúninni en þó náð taki á
brúninni með fingurgómunum og
hékk þar þangað til hjálp barst.
„Þegar ég sótti strákana og þeir
komu inn í bílinn kom í ljós að einn
þeirra vantaði. Ég sagði þeim að
fara út að leita að honum og einn
strákanna hljóp þá niður að ánni.
Hann veifaði svo til mín að koma og
þá sá ég hvað um var að vera. Ég
fikraði mig varlega að piltinum, svo
ekki færi fyrir mér eins og honum,
og tókst síðan að kippa honum upp.
Þetta gekk mjög vel og pilturinn bar
sig bara nokkuð vel þótt hann skylfi
svolítið en ætli mesta sjokkið hafi
ekki komið seinna,“ segir Gunnar.
Sigmar Karl segist hafa ætlað að
kíkja ofan í gilið þegar óhappið varð
og hann rann af stað fram af hrún-
inni.
„Ég rann á klaka og var næstum
farinn niður þegar ég náði að gripa
í klettinn. Strákamir voru famir og
heyrðu ekki þegar ég kallaði á
hjálp. En svo komu þeir og bílstjór-
inn bjargaði mér. Ég veit ekki hvað
ég hékk lengi þama en ég var dálít-
ið mikið hræddur," segir Sigmar
Karl. -gk
Norsk-íslenska síldin:
Frjálsar veið-
ar þvert á
hugmynd
Halldórs
„Við í sjávarútvegsnefnd bið-
um bara eftir því að ráðherrar
ríkisstjómarinnar og/eða meiri-
hluti nefndarinnar geri það upp
við sig hvort þar séu óskir um að
taka upp lögin um úthafsveiðar.
Þar til þessir aðilar hafa tekið
ákvörðun gerist ekkert í málinu í
sjávarútvegsnefnd," sagði Stein-
grímur J. Sigfússon, formaöur
sjávarútvegsnefndar Alþingis, í
samtali við DV.
Halldór Ásgrímsson var mjög
andvígur þeirri ákvörðun Þor-
steins Pálssonar sjávarútvegsráð-
herra að gefa veiðamar úr norsk-
íslenska síldarstofninum frjálsar i
vor. Hann sagði opinberlega að
taka þyrfti lögin um úthafsveiðar
til endurskoðunar vegna þess að
þau heimiluðu ekki kvóta á síld-
ina þar sem engin veiðireynsla
væri fyrir hendi.
Menn hafa undrast mjög hin
hörðu viðbrögð Halldórs Ásgrims-
sonar í þessu máli. Þeir sem hins
vegar muna enn ræðu hans á
flokksþingi Framsóknarflokksins
síðstliðið haust eru ekki hissa.
í þeirri ræðu opnaði Haildór í
fyrsta sinn á það að hann og flokk-
urinn gætu verið til viðtals um
gjald fyrir kvóta. í ræðunni nefndi
Halldór norsk-íslenska síldar-
stofninn sérstaklega. Hann sagði
hann dæmi um veiðistofn þar sem
ekki væri veiðireynsla fyrir hendi
og að komið gæti til greina að
leigja einhvem hluta þess kvóta
sem íslendingar fengu af heildar-
kvótanum í sinn hlut.
Því er haldið fram að Þorsteini
Pálssyni hafi mislíkað þessi hug-
mynd HaUdórs mjög mikið, alveg
eins og LÍÚ-forystunni. Þorsteinn
sé því í raun að sýna það núna í
verki. Alla vega er fúllyrt að það
hafi ekki áður verið kaldara á
milli þeirra tveggja en nú.
.S.dór
100 íslenskir reiðhestar voru í gær sendir vestur um haf til Bandaríkjanna. Útflytjandinn, Valur Blomsterberg, segir
nægan markaö vera fyrir íslenska hesta þar og þeir njóti vaxandi vinsæida.
Stór markaður fyrir íslenska hestinn í Ameríku:
Hundrað tamdir gæöing-
ar vestur um haf í gær
- þetta er bara byrjunin, segir Valur Blomsterberg
„Þetta era hundrað tamdir, þægir
og fallegir reiðhestar sem fara bæði
til Kanada og Kalifomíu. Geti mað-
ur orðið við þessum óskum manna
fyrir vestan tel ég að markaðurinn
sé ótrúlega stór og möguleikamir
miklir. Þetta er bara byrjunin hjá
okkur. Ameríkanamir gera miklar
kröfur en geti maður uppfyllt þær
er borgað vel fyrir vöruna,“ sagði
Valur Blomsterberg, sem í gær var
að senda eitt hundrað hross með
flugvél vestur um haf.
Hann sagði að í hópnum væra
nokkrar hryssur og stóðhestar líka
en stærsti hlutinn væri tamdir og
J rödd
FOLKSINS
904 1600
Á að birta myndir
af dæmdum mönnum?
þægilegir reiðhestar.
„Það er mikill áhugi á íslenska
hestinum fyrir vestan en þessu
svæði hefur litið verið sinnt. Þó era
um 300 íslenskir hestar á Los Angel-
es-svæðinu. Þaö sem við erum að
gera er að efia þennan áhuga og
verða við óskum fólks um að fá ís-
lenska hesta," segir Valur.
Hann segist hafa verið búsettur
fyrir vestan og það hafi lengi blund-
að í sér að gera þetta vegna þess að
hann sagöist ailtaf hafa fúndið fyrir
áhuga hjá fólki á íslenska hestinum.
Hann segir að það séu fyrst og
fremst sportreiðmenn sem kaupa ís-
lensku hestana. Það era til sérstök
íbúðahverfi í Kalifomíu fyrir fólk
sem er með hesta. Fólkið er þá með
hestana heima við hús, eiginlega í
bakgarðinum, þannig að þeir verða
um leið eins konar heimilisdýr.
Eins eiga margir litla búgarða þar
sem þeir era með hestana sína.
Valur segir kröfumar miklar.
Hestamir verða að vera fulltamdir,
alþægir og hágengir töltarar. Töltið
segir'hann vera gagn númer eitt.
Hann vildi ekki gefa upp verð en
sagði að borgað væri vel fyrir góða
vöra. Verðið á islensku hestunum
vestra væri jafnvel betra en í Evr-
ópu.
„Það þykir ef til viil skrýtið en
skjótt er uppáhaldslitur Bandaríkja-
manna. Það er erfitt að verða við
þeim óskum því það er stutt síðan
öllum skjóttum hrossum var slátrað
á íslandi. Eins era mósóttir og
móálóttir og glófextir hestar eftir-
sóttir,“ segir Valur Blomsterberg.
-S.dór
DV, Ólafsfirði:
Pallbíll út af við Sauðanes
niður brekkuna við Sauðanes þegar
hann ók skyndilega inn i svolítinn
skafl sem hafði myndast í hægri
vegarkanti en ökumaður sá ekki.
Skipti engu togum að bíllinn snar-
snerist, fór út af og lenti á hvolfi
hægra megin við veg en á vinstri
hönd er aflíðandi halli niður í sjó.
-HJ
Pallbíll fór út af veginum við
Sauðanes, mitt á milli Ólafsfjarðar
og Dalvíkur, skömmu eftir hádegið í
gær. Ökumaður, sem var einn á ferð
á leið frá Ólafsfirði til Akureyrar,
slapp ótrúlega vel en bíllinn er tals-
vert skemmdur. Hann var að aka
Hvalveiðimálið:
Gengur
hægt vegna
viðkvæmni
Eins og skýrt var frá í DV í
síðustu viku mun nefndin sem
skipuð var til að fjalla um hugs-
axdegar hvalveiðar hér við land
leggja til að veiðar verði hafnar
aftur sem fyrst. Þegar DV upp-
lýsti þetta má segja að allt hafi
farið á hvolf sökum þess hve
málið er viðkvæmt.
Nú er unnið að því að semja
skýrslu nefndarinnar til ríkis-
stjómarinnar. Það gengur afar
hægt, samkvæmt heimildum
DV, vegna þess að embættis-
mennimir í nefndinni era svo
hræddir og viðkvæmir að þeir
þora ekki annað en að bera
hverja setningu undir yffrmenn
sína.
Ekki er vitað hvenær skýrslu-
gerðinni lýkur.
-S.dór
Stuttar fréttir
Gunnlaugur ósáttur
Gunnlaugur Sigmundsson, for-
maður nefndar sem samdi frum-
varp um einkavæðingu ríkisbank-
anna, segir að krukkað hafi verið
í það og það sem forsætisráðherra
sagði um málið sé annaö en
nefndin lagði tiL Alþýðublaðið
segir frá.
Hafísinn á förum
Hafisinn hefur fjarlægst landið
og er nú rúmlega 50 sjómílur frá
landi þar sem hann er næstur.
Ferskur fjárbóndi rekinn
Formaður félagsins - Ferskir
fjárbændur, sem stofnað var í
fyrra, hefur verið rekinn úr Kaup-
félagi V-Húnvetninga fyrir að
standa að sjálfstæöum innkaup-
um aðfanga og sölu afurða. RÚV
sagði frá
LÍÚ vill Fiskveiðasjóð
Kristján Ragnarsson, formaður
LÍÚ, viÚ síður að Fiskveiðasjóður
gangi inn í nýjan framkvæmda-
banka atvinnulífsins. Hami telur
hann í raun eign sjávarútvegsins.
RÚV sagði frá.
Sátt um loönuveiðar
Grænlendingar og íslendingar
hafa samið um loðnuveiðar og
mega hvorir um sig veiða 8.000
lestir úr loðnukvóta hvorir ann-
ars sem úthlutað verður í júlí í
sumar.
Tamningamaður rekinn
Hinrik Bragasyni hefur verið
vikið úr félagi tamningamanna í
kjölfar Hæstaréttardóms í Gýmis-
málinu. Gýmir fótbrotnaði í
keppni eftir að hafa verið deyfður
í kíölfar meiðsla.
Járnblendið í uppnámi
Líkur á samkomulagi við El-
kem um stækkim jámblendiverk-
smiðjunnar fara minnkandi.
Fundur í Kaupmannahöfn varð
árangurslaus og komu samninga-
menn heim í gær. Tæpar tvær
vikur eru þar til frestur Lands-
virkjunar vegna raforku í stærri
verksmiðju rennur út eftir tvær
vikur. Stöð 2 sagði frá.
Vafi um sjómanna-
afslátt
Ríkisstjórnin vinnur að út-
færslu lækkunar skattprósentu.
Stöð 2 segir að hugmyndir séu um
að afnema sjómannaafslátt í því
sambandi.
Nýrskelbátur álOOmillj.
Vestffrskur skelfiskur, sem er í
eigu Einars Odds, hefúr fest sér 100
milljón króna bát til skelfiskveiða í
stað Æsu. Byggðastofnun ætlar að
lána 40 milljónir kr. til kaupanna
og beðið um 60 milljónir hjá Fisk-
veiðasjóði. Stöð 2 sagði frá. -SÁ