Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1997, Qupperneq 4
4
FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997
Fréttir
Islensku tónlistarverölaunin 1997 afhent i gærkvöldi:
Yndislegt að fá þennan titil
- segir bjartasta vonin, Anna Halldórsdóttir
eins og iðnaðarráð-
herra, Finnur Ing-
ólfsson, var kallað-
ur í gær, segist
vera sannfærður
um að íslensk tón-
list geti orðið upp-
spretta mikillar
verðmætasköpunar
á næstu árum.
„Mér leist ágætlega
á það sem ég heyrði
í kvöld en ég hugsa
fyrst og fremst um
hversu mikilvæg
tónlist gæti orðið
útflutningi okkar
íslendinga," sagði
iðnaðarráðherra.
Bjartasta vonin
á góöa vini
„Það er yndis-
legt, alveg stórkost-
legt að fá þennan
titil,“ sagði Anna
Halldórsdóttir sem
valin var bjartasta
vonin. Hún sagðist
vonast til þess að
titillinn myndi
hjálpa sér til þess að ná lengra á
sínu sviði. „Ég veit ekkert um
hvernig það muni ganga en ég
þakka sérstaklega góðum vinum
mínum eins og Orra Harðarsyni,
móður minni og útgefanda minum,
honum Rabba.“
Gunnlaugm- Briem var valinn
trommuleikari ársins fjórða árið í
röð. Hann segir að það sé margt á
döfinni hjá sér en var þögull sem
gröfín um hvað það nákvæmlega
væri. „Ég ætla að láta verkin tala,“
sagði Gunnlaugur, íbygginn á svip.
Eins og stór fjölskyIda
Páll Óskar Hjálmtýsson var
tillnefndur söngvari ársins og plata
hans, Seif, var tilnefnd geislaplata
ársins. Hann segir að ekki megi
taka verðlaun sem þessi of alvar-
lega. „Þegar jafnfámennur hópur og
íslenskir tónlistarmenn koma sam-
an á svona samkomu er þetta eins
og þegar fjölskylda hittist og velur
uppáhaldsættingjann. Það verður
því að taka þessum verðlaunum
með smá húmor en hann bætti því
líka við að honum þætti þetta stór-
skemmtileg samkoma.
-JHÞ
Það var mikið um dýrðir þegar ís-
lensku tónlistarverðlaunin voru af-
hent á Hótel Borg í gærkvöldi. Þar
gaf að líta fríðan hóp tónlistar-
manna sem var kominn saman til
þess að verðlauna þá sem hafa þótt
bera af í íslensku tónlistarlífi und-
anfarið ár. Þar voru tónlistarmenn
eins og Botnleðja (þeir einfaldlega
áttu kvöldið), Tríó Guðmundar
Steingrímssonar (heiðursverðlauna-
hafans í fyrra), Todmobile og Anna
Halldórsdóttir (hún fékk hinn eftir-
sótta titil Bjartasta vonin) komu
meðal annars fram. Kynnir kvölds-
ins var Helgi Pétursson.
Senuþjófarnir
Hljómsveitin Botnleðja stal sen-
unni í gærkvöldi með frábærri
sviðsframkomu. Að vonum voru
þeir félagar mjög sáttir við gott
gengi sitt á íslensku tónlistarverð-
laununum 1997. „Við erum bara
ánægðir," sagði Heiöar Örn Krist-
jánsson, einn meðlima Botnleðju,
um úrslit kvöldsins (auk hans skipa
þeir Ragnar Páll Steinsson og Har-
aldur Freyr Gíslason Botnleðju). Að
hans sögn eru aðdáendur sveitar-
innar flestir af yngstu kynslóðinni.
„Það getur hins vegar vel verið að
eldra fólk hafi gaman af okkur en
það er þá álitið stórskrýtið,“ sagði
Heiðar. Hann sagði að það sem væri
á dagskrá hjá þessu kraftmikla tríói
væri að reyna enn frekar fyrir sér
erlendis.
Samkvæmt því sem Friðrik
Karlsson segir, sem valinn var git-
arleikari ársins, ættu þeir Botn-
leðjumenn að eiga góða möguleika.
„Það vakti athygli mína að þessi
tónlist, sem var flutt hérna i kvöld,
er afar góð á alþjóðlegan mæli-
kvarða. Það var sérstaklega gaman
að heyra í þessum ungu tónlistar-
mönnum eins og Emiliönu og Botn-
leðju. Vandinn er helst sá að koma
sér á framfæri erlendis," sagði Frið-
rik.
■*»
Anna Halldórsdóttir, sem kjörin var bjartasta vonin, heill-
aöi áheyrendur meö söng sínum og skemmtilegri sviös-
framkomu þegar íslensku tónlistarverölaunin 1997 voru
afhent á Hótel Borg í gærkvöldi.
Guöi til dýröar
Söngvari ársins, Páll Rósinkranz,
var ánægður
með úrslitin
en þau virtust
koma honum
á óvart. „Ég er
ekki að leita
mér að upp-
hefð. Ég syng
Guði til dýrð-
ar.“ Trúarboð-
skapurinn er
honum afar
mikilvægur og
hann benti há-
tíðargestum á
að öll tónlist
kæmi frá
Guði.
Emiliana
Torrini var
valin söng-
kona ársins og
fannst „frá-
bært“ að
hreppa hnoss-
ið. Hún sagði
þó að það sem
hún hefði ver-
ið að gera að
undanfornu
væru byrj-
endaverk og
tónlist hennar
ætti ábyggi-
lega eftir að
þróast mikið.
„Ég horfi til
framtíðarinn-
ar,“ segir Em-
iliana Torrini en hún var einnig
valin söngkona ársins fyrir tveimur
árum.
Ánægður meö unga fólkiö
Heiðursverðlaunahafinn, Gunnar
Þórðarson, sem starfað hefur að tón-
list í um þrjá áratugi, var afar
ánægður með það sem hann fékk að
heyra í gærkvöldi á Hótel Borg.
„Þetta er afar frísklegt og kraftmik-
ið hjá þessu unga fólki sem hér hef-
ur komið fram. Mikilvægast er að
það hlusti á eigið hjarta í því sem
það er að gera,“ sagði Gunnar.
Kynnir hátíðarinnar, Helgi Pét-
Móöir Bjarkar Guðmundsdóttur og Bragi Ólafsson frá Smekkleysu hampa
gullplötum Bjarkar.
Gulh og platínuverölaun afhent
Viðurkenningar fyrir gull- og platínusölu voru einnig afhentar á Hótel
Borg í gærkvöldi. Platinuplötur eru: Post með Björk Guðmundsdóttur,
Gling gló með Björk og tríói Guðmundar Ingólfssonar, Þrír heimar með
Buhha Morthens, Mermann með Emilönu Torrini og Strumpastuð.
Þeir sem fengu viðurkenningar fyrir gullsölu voru Bubhi Morthens fyr-
ir plötuna Allar áttir, Diddú fyrir plötuna Diddú, Hljómsveit Ingimars Ey-
dal fyrir plötuna Kvöldið er okkar og Stone Free úr samnefndum söngleik.
Safnplötumar Pottþétt 96, Pottþétt 3, Pottþétt 4, Pottþétt 5, Pottþétt 6 og
Pottþétt jól fengu líka gullviðurkenningu. -JHÞ
Páll Rósinkranz, söngvari ársins,
flutti lagiö I believe in You við góöar
undirtektir.
Páll Óskar og Emiliana Torrini eru
svalt par og hlaöin verðlaunum. í
fyrra var þaö Páll Óskar sem var val-
inn besti söngvarinn en nú var kom-
iö aö Emilönu aö hampa verðlauna-
grip, hún var valin söngkona ársins.
Plata Páls Óskars, Seif, náöi gull-
plötusölu en plata Emiliönu, Mer-
mann, er söluhæsta plata ársins.
DV-myndir PÖK
Finnur Ingólfsson iðnaöarraöherra afhendir Gunnari Pórð-
arsyni heiöursveröiaun íslensku tónlistarverölaunanna
1997. Ráöherra lagði áherslu á aö íslensk tónlist væri dýr-
mæt útflutningsvara og uppspretta mikillar verðmæta-
sköpunar.
ursson, tók í sama streng. „Þetta er
frjálslegt og skemmtilegt.“
Horfa til útflutnings
„Ráðherra tónlistarútflutnings,“