Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1997, Síða 5
FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997
5
DV
Fréttir
Aldraðir vilja ræða samvinnu við launþegasamtökin:
Býst ekki við skjótum
úrbótum í skattamálum
segir Guðrún Einarsdóttir í aðgerðahópi aldraðra
-0
„Það er talað um að samvinna sé
milli ASÍ, aldraðra og BSRB, en ég
hef nú gefið lítið fyrir það. Það er
hins vegar sjálfsagt að ræða við
launþegasamtökin til að sjá hvort
við eigum samleið," segir Guðrún
Einarsdóttir, i aðgerðahópi aldr-
aðra, um jaðarskatta.
Hópurinn átti í fyrradag fund
með fjármálaráðherra og kynnti
honum tillögur hópsins í tekna- og
skattamálum aldraðra. Hópurinn
hefur áður ritað Ólafi Davíðssyni,
formanni jaðarskattanefndar, bréf
þar sem tíunduð eru jaðaráhrif
skatta á kjör aldraðra og hvernig
kjörin skerðast á stórstígan hátt ef
tekjur aldraðra fara yfir viss mörk.
Aðgerðahópur aldraðra hefur tek-
ið saman nokkur raunveruleg dæmi
um jaðaráhrif skatta á kjör aldr-
aðra. Eitt þeirra íjallar um konu
sem fékk 70.366 kr. STEF-gjöld á síð-
asta ári. Af þeirri upphæð greiddi
hún 29.512 kr. í skatt. Því til viðbót-
ar komu svo jaðaráhrif skattkerfis-
ins vegna þessara STEF-tekna og
skertu tekjutryggingu konunnar um
31.752 kr. og heimilisuppbót hennar
um 10.796 kr. Samanlagður skattur
og jaðaráhrif vegna aukateknanna
námu samtals 42.548, þannig að kon-
an tapaði beinlínis 1.698 krónum á
öllu saman.
Halldór Björnsson, formaður
Dagsbrúnar, sagði þegar þessar töl-
ur voru bornar undir hann, að jað-
aráhrif skatta á lágar tekjur og með-
altekjur væru óviðunandi og hags-
munir ellilifeyrisþega og launafólks
færu vissulega saman í þessum efn-
um.
Aðspurður um hvort beint sam-
starf Dagsbrúnar og verkalýðshreyf-
ingarinnar 1 heild og aldraðra kæmi
til greina sagði Halldór: „Verkalýðs-
hreyfingin hefur alltaf látið sér annt
um þennan hóp, sem á að verulegu
leyti rætur sínar innan hennar og
það er ljóst að hann hefur ekki far-
ið björgulega út úr skattkerfisbreyt-
ingum og sparnaðaraðgerðum und-
anfarinna ára.“ Halldór segir að
innan ASÍ sé starfandi nefnd sem á
að vera tengiliður hreyfingarinnar
við eftirlaunaþega og vettvangur
fyrir samvinnu í kjara- og skatta-
málum aldraðra.
Guðrún Einarsdóttir bindur ekki
miklar vonir við fund aðgerðahóps
aldraðra og fjármálaráðherra, sem
hafi gert mikið úr þeim köstnaði
sem breytingar á jaðarsköttum aldr-
aðra myndu kosta ríkissjóð ef farið
yrði að þeim kröfum sem aldraðir
hefðu sett fram.
Breytingar á bankakerfinu boðaðar:
Nýr banki með samein
ingu atvinnusjóðanna
- ríkishlutafélög um rekstur
„Tilkynning forsætisráðherra er
fagnaðarefni. Nú hefur allri óvissu
verið eytt og það liggur fyrir hvern-
ig farið verður í hlutina," segir Jaf-
et S. Ólafsson, framkvæmdastjóri
Verðbréfastofunnar hf., í samtali
við DV um þær breytingar sem rík-
isstjórnin fyrirhugar á bankakerf-
inu, einkavæðingu rikisbankanna
og fjárfestingalánasjóða atvinnulífs-
ins og Davíð Oddsson forsætisráð-
herra kunngerði á ráðstefnu um
einkavæðingu í Perlunni í Reykja-
vík í fyrradag. Jafet segir að breyt-
ingarnar séu löngu tímabærar enda
ítök ríkisins í peningamarkaðnum
hér einsdæmi á Vesturlöndum.
Forsætisráðherra boðaði frum-
varp um stofnun nýs banka, Fjár-
festingabanka atvinnulífsins hf.
sem ráðgert væri að tæki til starfa
1. janúar 1998. Jafnframt hinum
nýja banka verður stofnaður sér-
stakur nýsköpunarsjóður atvinnu-
lífsins. Stofnhlutafé Fjárfestinga-
banka atvinnulífsins verða allar
eignir Fiskveiðasjóðs, Iðnlánasjóðs,
Útflutningslánasjóðs og Iðnþróunar-
sjóðs að frádregnu framlagi úr sjóð-
unum til nýsköpunarsjóðsins.
Landsbanka og Búnaöarbanka
Heimilt verður að selja viðbótar-
hlutafé þannig að allt að 49% hluta-
fjár i nýja bankanum verði í eigu
annarra en ríkisins.
Forsætisráðherra boðaði einnig
stjórnarfrumvarp um stofnun hluta-
félaga um Landsbankann og Búnað-
arbankann, sem taka eiga til starfa
sama dag og hinn nýi Fjárfestinga-
banki atvinnulífsins hf. Hlutafé í
Landsbankanum og Búnaðarbank-
anum sagði forsætisráðherra að
yrði að fullu í eigu ríkisins og ekki
selt nema með sérstöku leyfi Al-
þingis. Hins vegar væri ætlunin að
allt að 49% hluta í bönkunum gæti
orðið í eigu annarra en ríkisins á
sama hátt og hins nýja Fjárfestinga-
banka.
„Einkavæðing er óhjákvæmileg-
ur þáttur í aðlögun íslensks efna-
hagslífs að því alþjóðlega við-
skiptaumhverfi sem við búum við.
Mikilvægt er að samkeppnisstaða
hagkerfisins sé eins og best verður
á kosið þannig að það geti staðist
samanburð við önnur lönd,“ sagði
Davíð Oddsson i ræðu sinni á
einkavæðingarráðstefnunni í gær.
-SÁ
I þeim er gert ráð fyrir að grunn-
lífeyrir, eða grunneftirlaun verði
21% af meðallaunum á almennum
vinnumarkaði, eða 27.246 kr. og
greiðist öllum sem náð hafa 67 ára
aldri án tillits til hjúskaparstöðu.
Þessi grunnlífeyrir njóti sömu
verndar og verðtryggingar og önnur
eftirlaun frá ríkinu.
Tekjutrygging verði 20,62% af
meðallaunum á almennum launa-
markaði, eða 26.755 kr. sem aðrar
tekjur upp að 36.820 kr. á mánuði
skerði ekki. Eftir það mark byrji
tekjutryggingin fyrst að skerðast
uns hún falli út við 129.744 kr. mán-
aðartekjur. Þetta fyrirkomulag vill
aðgerðahópurinn að nái til fólks í
sérhverri hjúskaparstöðu.
í þriðja lagi vill aðgerðahópur
aldraðra að heimilisuppbót og sér-
stök heimilisuppbót verði greidd
þeim sem ekki hafa aðrar tekjur en
grunnlífeyri og tekjutryggingu.
•Jiajjii jjjjj Manneskja fær 70.366 kr. Af þeirri upphæö þarf aö g Manneskjan hefur skerta t þær tekjur sem nemur 42. (Tekjutrygging um 31.752 V-iVÍ/ greiddar frá STEF. reiöa 29.512 kr. í skatt. ekjutryggingu og heimilisuppbót og skeröast 548 kr. vegna STEF-greiöslnanna. kr. og heimilisuppbót um 10.796 kr.)
Skerðingin verður því þannig: Greiösla frá STEF: 70.366 kr. & 42.548 kr. ° 29.512 kr.
“ -1.698 kr. tap v
Þessi hópur njóti auk þess ókeypis
áskriftar að einni útvarps- og sjón-
varpsstöð og hafi frían síma. í fjórða
lagi vill aðgerðahópurinn að skatt-
leysismörk verði færð til sannvirð-
is, eða í 79.384 kr. á mánuði. -SÁ
LAUGflRDflG KL. 10:00 TIL 16:00
ert
þú
JL aó leita aó...
/I //
FYRIR EYRUN
tf
fffftftffft
/IBIJRfjl
Hljóðkynningar
fara fram allann
daginn og byrja á
heila tímanum.
Ef þú gerir
MIKLAR
kröfur til
hljómgæða og ert
sífellt að leita að
fullkomnun.
þá ættir þú að
vera gestur á
uppákomu okkar.
Séríræ ö i n q a t
erlendís frá ætla
að leiða þig ínn í
heim hins
fullkomna hljóms
og um leíð
kynnum við það
nýjasta sem þeir
hafa upp á að
bjóða.
OELESTJOfl
MUSICAL FiDELITY
BRAUTARHOLTI S I M I 5 fi 2
Ueiting hundaleyta: 21. febrúar á Shuggabarnum