Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1997, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1997, Qupperneq 7
FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997 7 DV Sandkorn Hvor er hvor? Guðnl Ágústs- son alþingis- maður er einn af fjórum stjórxunála- möimum sem eftirherman Jóhannes Kristjánsson nær hvað best Sumir segja það eðlilegt vegna þess hversu sláandi líkir þeir eru i útliti og það svo að menn hafa tekið feil á þeim. Einu sinni var Guðni á ferð í Húnavatnssýslum og kom þá viö hjá Hallbirni Hjartarsyni í Kántrý- bæ á Skagaströnd. Þar sem Guðni gengur inn kemur kúreki norðurs- ins leðurklæddur og glæsilegur á móti honum, hneigir sig og segir. „Sæll vert þú og velkominn í mitt hús. Ert þú ekki hin landsfræga eft- irherma, Jóhannes Kristjánsson?" Guðni sagði svo vera og ákvað að leika nú Jóhannes Kristjánsson í þann hálftíma sem hann stóð við í Kántrýubæ. Hann yflrgaf staðinn án þess að leiðrétta misskilninginn. Skarð í tanngarði Önnur góð saga er til af þeim Guöna Ágústssyni og Jóhannesi Kristjánssyni. Það er frægt hvað Jóhannes stúderar vel þá menn sem hann ákveður að taka fyrir og herma eftir. Sagt er að hann gerþekki þá. Einu sinni kom hann til Guðna eftir að hafa hermt eftir honum og segir: „Guðni, ertu með skarð í tanngarð- inum að innanverðu vinstramegin?“ „Hvaða bull er i þér, ég er ekki með neitt skarð í tanngarðinumn?" sagði Guðni. „Ég tek eftir því,“ sagði Jó- hannes, „að þegar þú kemur í ræðu- stól og byijar að tsda gerir þú ákveðna geiflu sem bendir til að þú sért með þetta skarð." Þetta vakti forvitni Guðna og hann lét lækni skoða þetta og þá kom í ljós að Jó- hannes Kristjánsson hafði alveg rétt fyrir sér. Guðni var með skarð sem hann hafði ekki hugmynd um. Ég man ekki hvor Enn skal leitað í sögur Knúts Hafsteinssonar menntaskóla- kennara úr skólastofúnni. „Afstæði tím- ans hefur mörg- um kennaran- um reynst erfitt að koma nem- endum í skiln- ing um. Þetta mátti hinn landskunni skákmeistari og is- lenskukennari, Bragi Haildórsson, reyna. Á löngum ferli sínum hefur honum orðiö ljóst að þetta er eilíft vandamál. Hélt hann í einum tima um það langan og lærðan fyrirlest- ur yfir nemendum og klikkti út með þessum orðum. „Og muniö það, blessuð bömin mín, að ég vil ekki sjá á prófl svar eins og að Jónas HaUgrímsson hafi verið son- ur Hallgríms Péturssonar og drukknað á Breiðafirði." Eitthvað mun ræðan hafa skolast tfl hjá sum- um eins og oft vill verða því á næsta prófi kom í ritgerð. „Jónas Haflgrímsson var sonur Hailgríms Péturssonar en annar hvor þeirra (æ, ég man ekki hvor) drukknaði á Breiðafirði." Séra Geir með þekktan þokka Á dögunum var birt visa í Sandkorni um það þegar bleiki smokk- urinn fannst í Snorralaug í Reykholti. Þar sagði að svartur smokkur færi klerki staðarins betur en bleikur. Sú vísa var svar við þessari vísu Georgs bónda á Kjörseyi í Hrútafirði. Séra Geir meö þekktan þokka þenur brjóst og sperrir stél. Brúkar aðeins bleika smokka og ber þá sérstaklega vel. Umsjón Sigurdór Sigurdórsson Fréttir Utandagskrárumræöur á Alþingi vegna Æsunnar á hafsbotni: Vel hægt að ná skipinu upp - segir Stefán Hjartarson hjá Djúpmynd - mikil gremja fyrir vestan Sex ára drengur ákvað að labba heim úi" cVnbrmnr Fannst blautu. kaldur við Elliðaárbrýr „Utandagskrárum- ræðan af minni hálfu verður um fjárveiting- ar til Rannsóknar- nefndar sjóslysa. Þær hafa verið það knapp- ar á undanförnum árum að nefndin hefur illa getað sinnt því hlutverki sínu að finna orsakir fyrir sjó- slysum, þar sem það á annað borð er hægt. Ég ætla að fara fram á það við rikisstjórn og þing að stjórnmála- menn breyti afstöðu sinni tO þessara mála,“ segir Kristinn H. Gunnarsson, þing- maður Alþýðubanda- lagsins. Kolbrún Sverris- dóttir, sem missti eig- inmann og föður þeg- Æsan fórst á liðnu sumri og meö henni tveir menn. Nú þrýsta menn hart á að fariö veröi í þaö af krafti aö reyna aö ná skipinu upp af hafsbotni til þess aö reyna aö komast aö því hvað geröist þegar skipið sökk. ar Æsan sökk fyrir vestan, sendi í vikunni þingmönnum bréf þar sem hún fer þess á leit við þá að þeir skoði málið. Alþýðubandalag- ið bað í framhaldi af því um utan- dagskrárumræðu um áðurnefnt mál og verður hún á mánudag. „Ég hef orðið var við mikla gremju fólks fyrir vestan yfir því hvemig þetta mál hefur verið látið þróast. Það segir sig auðvitað sjálft hversu mikilvægt það er að fá úr því skorið hvað gerðist þegar Æsan sökk, ekki síst í ljósi þess að fyrir- hugað er að tvö fyrirtæki starfræki skip á kúfiskveiðum á næstunni, eitt fyrir vestan og annað á Norð- austurlandi. Ég held að það sé al- veg ljóst að menn fá ekki frekari upplýsingar að óbreyttu um það hvað gerðist nema með því að ná skipinu upp. Kostnaðurinn er ekki það mikill," segir Kristinn. Stefán Hjartarson, hjá Djúp- mynd, vann á sínum tíma að því að mynda flakið og hann segir að vel sé hægt að ná því upp af hafs- botni. Mun stærri skip hafi verið tekin upp en Æsan. „Þetta er auðvitað töluvert mál en við eigum mest af þeim búnaði sem til þarf. Við þurfum að fá víra að utan og síðan er bara að ákveða með hvaða hætti þetta á að gerast. Það eru nokkrar leiðir færar og ég hef sagt að hægt sé að gera þetta fyrir 18-20 milljónir," segir Stefán. - aldrei verið einn, segir móðir hans „Strákurinn hefur gefið þijár ólíkar skýringar á því af hverju hann ákvað að fara heim og ég veit því ekki hver er sú rétta. Ég held að þetta hafi verið ákvörðun sem tekin var í fljótfæmi en þakka fyrir að ár- vökufl borgarstarfsmaður sá hann á gangi við Elliðárbrýr og fannst hann eitthvað einn og umkomulaus. Hann var þá orðinn mjög hræddur og honum leið mjög illa í nótt. Hann er því heima hjá mér í dag,“ segir Gyða Lárusdóttir, móðir 6 ára drengs, Ellerts Inga Ellertssonar, sem ákvað að ganga heim á Klepps- veg úr Fellaskóla eftir morgun- kennsluna í fyrradag. Gyða segir strákinn hafa verið búinn í skólanum en hann hafi átt að fara í heflsdagsskólann eftir mat. Hún segir svo langt vera í skólann þar sem fjölskyldan sé nýflutt úr Breiðholtinu. „Strákurinn hefur aldrei verið einn, hvorki úti að leika sér né í umferðinni, og ég varð svo sjokkeruð þegar þessi yndislegi borgarstarfsmaður kom með hann að ég gáði ekki einu sinni að því að taka nafnið hjá manninum. Ég er hissa á því að fólk skuli ekki hafa stoppað fyrir honum fyrr því þama era miklar umferðargötur og sex ára barn getur ekki átt að vera eitt á ferð þama. Ég þakka guði fyrir að ekki fór illa og þessum góða manni fyrir hjálpa stráknum,“ segir Gyða. Eflert Ingi var blautur og kaldur þegar hann kom heim og að sögn Gyðu hefur gönguferðin verið rædd í skólanum og að séð verði til þess að strákur fari í heilsdagsskólann framvegis. Rétt er fyrir foreldra að brýna fyrir bömunum að fara ekki hugsunarlaust í gönguferð heim. Hjálpum DV, Akureyri: Vinir og stuðningsaðilar ungrar konu á Akureyri hafa opnað banka- reikning í Landsbanka íslands með það í huga að styðja konuna fjár- hagslega en hún gengst undir nýmaskiptaaðgerö á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn nú í febrúar. Unga konan, sem heitir Herdís Hauksdóttir, er 27 ára gömul og hef- ur átt við veikindi að stríða sem ágerst hafa síðari ár. Hún þurfti Ellert Ingi Ellertsson, 6 ára, fannst blautur og kaldur viö Elliöárbrýr eftir aö hann afréö aö ganga úr Fellaskóla og heim á Kleppsveg í fyrradag DV-mynd ÞÖK Hættumar era svo margar í um- ferðinni. -sv Herdísi nýtt nýra og eldri systir hennar fór með henni til Kaupmannahafnar og gaf henni annað nýra sitt. Of fljótt er að fullyrða um hvemig sú aðgerð tókst en vinir og stuðninsaðflar Herdísar vilja létta henni róðurinn í veikindum hennar með fiárhags- aðstoð. Þeir hafa stofnað reikning í nafni Herdísar í Landsbanka ís- lands (Brekkuafgreiðslu) á Akur- eyri og vonast eftir framlögum. Númer reikningsins er 63100 (kjör- bók). -gk HERRAR munið konudaginn, 23. febrúar. Þú færð undirfötin hennar hjá okkur. I >4 o<4 I>u Laugavegi 66 sími 551 2211

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.