Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1997, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1997, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997 óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarforma&ur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aöstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgrei&sla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifmg: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, stmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Stjarnan Björk Það hefur ekki farið fram hjá nokkrum íslendingi að við höfum eignast stórstjömu. Megastjömu eins og þær heita í flölmiðlaheiminum erlendis. Björk Guðmunds- dóttir er ekki nema liðlega þrítug, fædd 1965, en hefur borið nafh íslands víðar en nokkur önnur manneskja og, það sem meira er, fest það í hugum fólks. Ekki þarf leng- ur að byrja upp á nýtt til að kynna land og þjóð eins og fram að þessu hefur orðið að gera í hverju „kynningar- átaki“. Við erum til fyrir stórum hluta heimsins vegna þess að við eigum Björk og hún hefur ekki hliðrað sér hjá því að nefna að hún sé íslendingur. Þvert á móti er þjóðemið stór hluti af ímynd hennar, á þennan eðlilega og tilgerðarlausa hátt sem er hennar vörumerki. Svo músíkölsk sem hún er ætti hún ekki í neinum vandræð- um með að tala Oxford-ensku, bandaríska flölmiðla- ensku eða hvaða mállýsku sem vera skal, en hún hefur kosið að tala enskuna með hreim sem ævinlega minnir á hvaðan hún kemur. Björk Guðmundsdóttir tekur við Tónlistarverðlaun- um Norðurlandaráðs þann 3. mars í Osló. Það er merk- ur áfangi fyrir dægurtónlist heimsins en sýnir engu að síður sérstöðu Bjarkar. Hún hefur haslað sér völl í dæg- urtónlistinni en hún er fyrst og fremst alvarlegur tónlist- armaður sem hefði getað farið hvaða leið sem hún hefði viljað í tónlistarheiminum. Það sem hún þráði var að skapa tónlist, frægðin var fylgifiskur þess og ekki endi- lega henni að skapi. Björk hefur drukkið í sig tónlist af öllu tagi allt frá bamsaldri, lært tónlist og hlustað markvisst á allar tón- listarstefhur, fordómalaust og með opnum huga. Hún er heima í nútímatónlist af öllu tagi og nauðaþekkir tónlist allra sem þar skara fram úr, hvort sem þeir eru kenndir við dægurlög eða alvarlega tónlist. Sjálf hefur hún byggt upp sína eigin tónlist jafnötullega, ekki látið hugdettur duga heldur unnið að mótun hennar þangað til hún var að minnsta kosti sátt í bili, ef ekki endanlega ánægð. Hún lifir í nútímanum af ástríðu, hlustar á og greinir hljóð hans og tóna. Hver hljómur er sérstakur, að hennar dómi, hvort sem hann kemur úr náttúrunni eða frá vél- um, og ef við viljum lifa í heiminum verðum við að þola öll þessi hljóð og finnast þau falleg. Við verðum að unna nútímanum, segir hún, því við eigum engan annan tíma. Ekki hefði hún þó náð svona langt á nótunum einum, og jafiivel ekki textunum þó að þeir beri vott um góða skáldgáfu. Aðalsmerki Bjarkar er hennar einstæða nátt- úrurödd sem hún beitir á óvenjulegan hátt. Hún hefúr lært að syngja en skólunin hefúr ekki rænt einlægni raddarinnar. Hún hefúr bamslegan tón sem gerir að verkum að menn halda Björk ennþá yngri en hún þó er. Kannski vegna þess að menn trúa ekki að þessi grímu- lausa vera sé búin að lifa í heiminum svona lengi. Björk var svo gæfúsöm ffarnan af ferli sínum að vera hvað eftir annað í slagtogi með drífandi listamönnum sem unnu að list sinni á eigin forsendum og hugsuðu minna um vinsældir á markaðinum. Þetta gerir hana sjálfstæðari núna gagnvart erlendum útgefendum, eftir- litsmönnum þeirra og hlekkjum markaðarins. Þetta list- ræna sjálfstæði, víðtæk þekking á tónlist og opinská og einlæg framkoma hafa aflað henni djúprar virðingar tónlistarmanna um víða veröld, jafrit ungra sem aldinna. Tákn þeirrar virðingar eru æðstu tónlistarverðlaun Norðurlanda sem hún hlýtur eftir tíu daga. Hennar heill. Silja Aðalsteinsdóttir DY Viö höfum sofiö á veröinum og á mörgum stööum á landinu blasa viö erfið umhverfisvandamál og umhverf- isslys, segir m.a. í grein Vilhjálms. Umhverfismál - aukin áhersla sveitarfélaga Umhverfismál og náttúruvemd eru umfangsmikill málaflokkur sem snertir flesta þætti mannlífsins. Þróun mála hefur orðið sú að úrlausnir í umhverfismálum eru meðal brýn- ustu verkefna á al- þjóðavettvangi. Þjóðum heims er að verða æ ljósara að hreint umhverfi og óspillt náttúra séu hin verðmæt- ustu lífsgæði, sem hverri þjóð beri að varðveita og styrkja fyrir kom- andi kynslóðir. íslendingar hafa gríðarlegra hagsmuna að gæta varðandi virka framkvæmd um- hverfis- og náttúmvemdar. ímynd landsins út á við er hrein og óspillt náttúra og mengun hér á landi er tiltölulega lítil miðað við önnur lönd. Á þeim grunni er unnið að markaðs- setningu matvæla- vinnslunnar og ferðaþjónustunnar. Bætt umgengni við landið og hafið er því ein mikilvæg- asta forsenda þess að styrkja stöðu þessara atvinnu- greina í landinu. Við höfúm þó sof- ið á verðinum og á mörgum stöðum á landinu blasa við erfið umhverfis- vandamál og umhverfisslys. Þar ber hæst rýmun landgæða og stór- felld eyðing gróðurs og jarðvegs. Jarövegur og gróður em náttúm- auðlind sem okkur ber skylda til að verja og hlúa að. Við höfúm bæði menntun og fjármagn til að takast á við þetta vandamál og það eigum við að geta með markvissari hætti en raunin er í dag. Stóraukiö fjármagn í umhverfisverkefni Á undanfomum árum hafa sveitarfélögin lagt stóraukið fjármagn í umhverflsbætur sem nemur milljörðum króna og nærtækast í því sambandi að nefna kostnaðarsamar fram- kvæmdir margra sveit- arfélaga varðandi úr- bætur í sorp- og hol- ræsamálum. Víða á landinu hefur verið efnt til samstarfs sveitarfé- laga í einstökum lands- hlutum um sorphirðu og eyðingu sorps með góðum árangri. Skil á spilliefnum hér á landi em með þvi allra minnsta sem gerist mið- að við nálæg lönd. Ástæöan er sú að sá sem skilar slíkum efnum til forgunar hefur af því verulegan kostnað. Ný lög um spilliefnagjald og framkvæmd þeirra mun tví- mælalaust auka skil spilliefna. Sveitarfélög og fyrirtæki þurfa jafnframt að auðvelda fólki að koma frá sér endurvinnanlegum úrgangi og stuðla þannig aö meiri flokkun sorps hjá heimilum og fyr- irtækjum. Viðleitni sveitarfélaganna til að vinna að úrbótum þarf að njóta stuðnings umhverfisyfírvalda og skilningur þarf að vera á því að aðstæður sveitarfélaganna era misjafnar, bæði af fjárhagslegum og landfræðilegum ástæðum. Umhverfisráðuneytið var stofn- að á árinu 1990. Frá stofnun þess hefur skilningur á umhverfismál- um aukist og ennffemur verið gerðar umtalsverðar breytingar á lögum og reglugerðum varðandi umhverfismál. Umhverfisráðuneytið og Sam- band íslenskra sveitarfélaga hafa átt góða samvinnu um fjölmörg mál á sviði umhverfismála og hef- ur sambandið komið á framfæri ýmsum ábendingum og tillögum sem miðað hafa að því að auðvelda sveitarfélögum að gegna því mikil- væga hlutverki sem þeim er ætlað i umhverfismálum. Framkvæmdaáætlun um umhverfismál Nú er unnið að undirbúningi ráðstefnu um umhverfismál á veg- um umhverfisráðuneytisins, Sam- bands íslenskra sveitarfélaga og norrænu ráðherranefndarinnar, sem haldin verður á Egilsstöðum 9.-10. júni nk. í samvinnu við Eg- ilsstaðabæ. Þar verður fjallað um það á hvem hátt sveitarfélögin geti sem best unnið að fram- kvæmdaáætlun um umhverfismál. Hún byggir á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar, sem kom fram í yfirlýsingu heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um um- hverfi og þróun, Ríóyfirlýsingunni frá 1992 og framkvæmdaáætlun sem ber nafhið Dagskrá 21 (Agenda 21). Til að aukinn árangur náist í umhverfis- og náttúravemd þurfa allir aðilar að leggjast á eitt, sveit- arfélög, ríki, félagasamtök og al- menningur. Einnig er nauðsynlegt að víðtæk samvinna og samstaða sé í þjóðfélaginu um stjómun, stefnu og framkvæmd umhverfis- mála. Sú skipan mála hlýtur jafn- framt að vera eölilegust að fram- kvæmdin og ábyrgðin sé í höndum þeirra er mestra hagsmuna hafa að gæta og næst viðfangsefhinu standa. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Kjallarínn Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson forma&ur Sambands ís- lenskra sveitarfélaga „Viðleitni sveitarfélaganna til að vlnna að úrbótum þarf að njóta stuðnings umhverfísyfírvalda og skilningur þarf að vera á þvi að aðstæður sveitarfélaganna eru misjafnar, bæði af fjárhagslegum og landfræðilegum ástæðum Skoðanir annarra Breytt viðhorf „Merkja má að samtök atvinnurekenda og laun- þega era að taka upp ný og markvissari vinnubrögð, sem miðast við þær öra breytingar sem era í þjóðfé- laginu. Samskipti starfsmanna og atviimurekenda mega ekki snúast að mestu um kjaramál og byggja á tortryggni og átökum ... Það er æskilegt að fyrirtæki semji í ríkari mæli við starfsmenn á grundvelli eigin rekstrar, þó innan ákveðins ramma sem samtök laun- þega og atvinnurekenda hafa komið sér saman um.“ Þorkell Sigurlaugsson í Viðskiptablaöinu 19. febr. Hagsmunir neytenda „Heilbrigðiseftirlit með matvælaframleiðslu er síst lakara í Bandaríkjunum en Evrópu og þrátt fyr- ir mismunandi merkingar er nú unnið að því á veg- um bandarískra og evrópskra stjómvalda að sam- ræma reglur inn umbúðamerkingar. Færa má rök fyrir því að hagsmunum íslenskra neytenda verði hest þjónað með því að islensk stjómvöld amist ekki við handarískum vöram á markaði hérlendis þar til séð verður hvort þessi vinna skilar árangri. Það er ótvirætt hagsmunamál fyrir neytendur að matvæla- flutningar frá Bandaríkjunum verði áfram sem greiðastir. íslendingar gerðust aðilar að EES til að nýta kosti frjálsra viðskipta en í því fólst ekki að dregið skyldi úr viðskiptmn við aðrar heimsálfúr.“ KjM í Viðskipti/Atvinnulíf Mbl. 20. febr. „Það verður aö fá ferska vinda erlendis frá inn í . bankakerfið. Þessi þröngi markaður hér með sam- tryggingu og fákeppni er að ganga af venjulegum við- skiptaskilyrðum dauðum. Fákeppni er orðin mikið vandamál í íslensku atvinnulífi. Hún kemur einnig með meiri styrkleika fyrirtækja. Þeir sem vora sterk- ir era nú orðnir mjög öflugir og skirrast ekki við að kaupa út samkeppni... Er það þetta sem almenning- ur, eigandi bankanna, vill í bankakerfinu?" Ágúst Einarsson í Alþ.bl. 20. febr. Blási um bankakerfið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.