Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1997, Page 13
FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997
13
Óvera
Þær stundir koma að íslending-
ur í Danmörku hlýtur að spyrja
sig hvort hann sé skáldskapur.
ímyndun. ísland er ekki til i Dan-
mörku. Ég held ég hafi varla
sleppt úr eintaki af Politiken síð-
ustu tvo mánuði og fullyrði að ís-
land hefur ekki svo mikið sem
borið á góma, utan hvað stöku
sinnum bregður fyrir smáauglýs-
ingu frá Flugleiðum þar sem ferð-
ir til „Ævintýraeyjunnar" eru fal-
boðnar.
Danmörk sífellt baksviöiö
Sama gegnir um útvarp og sjón-
varp, ekki vottur af íslandi. Og
það sem meira er: það er hægt að
fletta heilu sögubókunum án þess
að ísland komi þar fyrir. í Dan-
merkursögu Eriks Kjersgaards
fær ísland eina línu við sambands-
slitin 1918 og ekki einusinni nefnt
á nafn þegar fjallað er um tímabil-
ið 1940-1950. í Danmerkursögu
Palle Laurings er ______
sagt frá sjálfstæði ís-
lands í einni og
hálfri línu (til sam-
anburðar fær Nor-
egur eina og hálfa
síðu i sitt uppgjör).
Þetta þykir ís-
lendingi þeim mun
undarlegra sem það
er óhugsandi að
fjalla um íslenska
sögu án þess að Dan-
mörk sé þar bak-
sviðið. Nýlendukúg-
unin, einokunar-
verslunin, blóð-
mylking Dana á ís-
lenskri þjóð og gott
ef ekki Kaupmanna-
höfn reist fyrir gróð-
ann af íslandsversl-
uninni ... Þegar
þessar og svipaðar sakir eru bom-
ar upp á Dani fer þeim eins og pró-
fessomum sem var vanur að slá
úr pípunni sinni í gluggakistu
niðri í háskóla.
Einusinni vildi svo illa til að
glóðin sveif alla leið niður á stétt
Borgin sem kvikar. - Frá Kaupmannahöfn: Hér er stiginn ... þarna brúin ... þetta er kirkjan ...
Kjallarinn
Pétur
Gunnarsson
rithöfundur
þar sem hún lenti á
hausnum á ungum
syni kollega. Sá kom
rjúkandi inn til pró-
fessorsins og spurði
með þjósti: „Gerirðu
þér grein fyrir því að
þú varst næstum því
búinn að stórslasa son
minn?“ Og prófessor-
inn svaraði: „Ég vissi
ekki einusinni að þér
værað giftur!"
Á íslendingaslóð-
um
Danir vita ekki
einusinni að við vor-
um hjón! Hvað er hér á
_________ ferðinni? Stalinísk
hreinsun eða erflður
hjónaskilnaður þar
sem makinn hefur verið klipptur
út úr fjölskyldualbúmi og fjarlægð
öll verksummerki?
Nú ber þess að geta að Danir
eru einstaklega óforvitnir um aðr-
ar þjóðir. Þeim er tamast að hugsa
um sitt, ekki ósvipað taóistunum í
Bókinni um veginn sem hirtu ekki
um hundgá og hanagal í næstu
sveit. Öfugt við íslendinga sem
virðast oft á tíðum vera meira
heima í útlöndum en heima hjá
sér. Og hefur kannski alla tíð ver-
ið raunin, samanber að íslending-
ar skuli hafa skrifað sögu Norður-
„Danir vita ekki einusinni að við
vorum hjón! Hvað er hér á ferð■
inni? Stalinísk hreinsun eða erf-
iður hjónaskilnaður
landa í ótal Hryggjarstykkjum og
Heimskringlum á miðöldum.
En aftur að Dönum. Þessi ís-
lenska gloppa er holl áminning
um hve sagan getur verið huglæg,
það sem einn tekur fyrir veruleika
er öðrum bóla. Hjóm. Hér gefst
færi á að setja sig í spor þeirra
sem hafa orðið fyrir barðinu á
óverunni (konur, svertingjar,
minnihlutahópar). En ná líka fram
hefndum í klassísku verki Björns
Th.: Á íslendingaslóðum í Kaup-
mannahöfn. Þar er taflinu snúið
við: borgin sem kvikar með gný
sinn og læti verður eins og hver
önnur hilling hjá
hinni sem býr á
bak við með ör-
lög og afdrif allra
íslendinganna.
Hér er stiginn ...
þama brúin ...
þetta er kirkjan
... Og þegar við
göngum fram hjá
Friðriksspítala
sem nú hefur ver-
ið breytt í safn og
lesum á skildi að hér hafi Sören
Kirkegaard dáið, snúum við
ósjálfrátt plötunni við og sjá: hér
var það sem ástmögur þjóðarinnar
hvarf í fjaðrabliki.
Pétur Gunnarsson
Atvinnuréttur til sölu
Margt hefur verið sagt í umræð-
um um kvótakerfið og kvótabrask-
ið á fyrstu vikum ársins 1997 sem
vert er að hugleiða betur. Einkum
virðist vera þörf á því að skoða og
rökræða margt af því sem sjávar-
útvegsráðherra hefur látið hafa
eftir sér eða sagt í beinni útsend-
ingu við þjóðina. Jafnframt er rétt
að skoða það sem framkvæmt hef-
ur verið af stjómvöldum og tO
þess fallið að auka enn meir á
kvótabraskið.
Skoöum fyrst stjórnarat-
hafnir
Ráðherra gaf út reglugerð um
veiðar skipa á Flæmingjagrunni.
Þeir aflakvótar sem þar voru
ákveðnir voru einnig gerðir fram-
seljanlegir með sömu reglugerð.
Ráðherra lýsti því yfir í DV 30.
janúar sl. að þessi kvótasetning
væri gerð að ósk útvegsmanna,
enda voru það þeir sem fengu rétt-
inn til þess að selja kvótann og
gátu hagnast um tugi milljóna
með því að fá nú að selja veiðirétt
sem myndaður var með vinnu og
sókn íslenskra sjómanna á fjarlæg
mið. Þau sjónarmið sjómanna að
kvótinn og veiðirétturinn eigi
ekki að vera sér söluvara era
einskis virði í augum sjávarút-
vegsráðherra, með þau er ekkert
gert en um leið og LÍÚ vill auka
kvótabraskið er strax orðið við
þeirra óskum. Það er hins vegar
afar athyglisvert að það skuli fúll-
yrt af ráðherranum að kvótakerfi
sé miklu hag-
kvæmara en
veiðidagakerfi á
Flæmingja-
granni.
Þessi fullyrðing
er ekki rökstudd
og reyndar segir
ráðherrann að
hann þurfi að fá
upplýsingar frá
NAFO um
hvemig veiði-
dagar á Flæmingjagrunni séu tald-
ir. Hvemig getur sjávarútvegsráð-
herra gefið út reglugerð um fyrir-
komulag veiða á Flæmingjagranni
og haldið því fram að það sé hag-
kvæmt fyrir íslensku þjóðina að
úthluta kvóta og leyfa frjálst fram-
sal ef hann veit ekki hvað sókn-
ardagar gátu gefið í afla væru þeir
skilgreindir eins og veiðidagar
samanber DV-frétt 30. janúar 1997?
Það kann að vera að ráðherranum
finnist varasamt að styðjast við
réttlætið og að réttlætið hafi
stundum leitt menn á villigötur,
eins og hann sagði í beinni útsend-
ingu í Ríkissjónvarpinu sunnu-
daginn 26. janúar en varla verður
efast um að þjóðin vill réttlætið
frekar en kvótabrask-
ið.
„Hiö fullkomna
kvótakerfi"
Nú er greinilega
farin af stað fjöl-
miðla- og fundaher-
ferð þeirra aðila sem
vilja festa kvótakerf-
ið í sessi óbreytt og
halda því fram að
önnur eins hag-
kvæmni fyrir land og
lýð hafi ekki áður
verið fundin upp í
víðri veröld og kvóta-
kerfi fiskveiðanna sé
fyrir alla íslendinga.
Einkum segja postul-
ar kvótabrasksins að
landsbyggðin hafi
mikinn hag af kvóta-
kerfinu. Ég ætla að
leyfa mér að halda
því fram að með kvótakerfinu hafi
atvinnurétti sjómanna og fisk-
verkafólks verið stolið og sá réttur
hafi með óheftu sölukerfi á óveidd-
um fiski horfið úr byggðum víða
um land án þess að hægt sé að
sýna fram á að frá viðkomandi
stöðum sé óhagkvæmt að gera út
skip eða vinna fisk.
Á réttlætið og sannleikur-
inn aö ráöa för?
Ég hafði lengi vonað að Sjálf-
stæðisflokkurinn yrði trúr stefnu
sinni og stæði vörð um frelsi ein-
staklingsins á sem
flestum sviðum og að
kjörorðið stétt með
stétt væri í heiðri
haft. Því miður virð-
ist mér nú margt í
orðum og athöfnum
forystumanna í sjáv-
arútvegsmálum
benda til þess að þar á
bæ finnist mönnum
ekkert athugavert við
það að færa útgerðar-
mönnum eignarétt-
indi í þeim viðbót-
arafla sem íslenskir
sjómenn hafa unnið
upp fyrir islensku
þjóðina með sókn út
úr lögsögunni á und-
anfórnum árum.
Hvort skyldi það nú
vera að við væram að
ræða um réttlætið
eða sannleikann þeg-
ar atvinnuréttur sjómanna er af-
hentur útgerðinni til sölu hvar
sem er i Norður-Atlantshafi og
nýtingarréttur þjóðarinnar að
þeim réttindum er skráð söluvara
þess sem á fiskiskip, aðrir hafa
ekki neitt þar um að segja?
Guðjón A. Kristjánsson
„Ég ætla að leyfa mér að halda því
fram að með kvótakerfinu hafí at-
vinnurétti sjómanna og fískverka-
fólks verið stolið og sá réttur hafí
með óheftu sölukerfí á óveiddum
físki horfið úr byggðum víða um
land
Kjallarinn
Guðjón A.
Kristjánsson
forseti Farmanna- og
fiskimannasambands
Islands
Meö og
á móti
Skaða hvalveiðar ferða-
þjónustu?
Stórskaðar
okkur
„Það er ekki nokkur spurning
að ef við hefjum hvalveiðar stór-
skaðar það ferðaþjónustuna.
Imynd íslands sem auðugs lands
hvað varðar náttúrufegurð
myndi skekkj-
ast verulega
því umheimur-
inn skilur ekki
að umhverfis-
væn ferðaþjón-
usta og hval-
veiðar fari
saman. Aukn-
ingin í ferða-
þjónustu í
heiminum er
hvergi meiri en í hvalaskoðun og
það er talað um aukningu sem
nemur á annan tug prósenta á
ári. Það er alþekkt að viðskipta-
vinir okkar í ferðaþjónustunni
er fólk sem hugsar mikið um um-
hverfismál og náttúruvernd. Það
er rannsakað aö yfir 90% feröa-
manna sem kemur til íslands
kemur vegna óspilltrar náttúru
sem er ekki bara gróðurfar og
landslag, heldur einnig dýralíf og
hvalir eru hluti af því. Ef við för-
um að hefja hvalveiðar og
skekkja þessa mynd, hverfur all-
ur trúverðugleiki í ferðaþjónustu
okkar og af verður stórskaði. Það
mætti líkja því við að við mynd-
um hefja malarnám í Jökulsár-
gljúfrum."
Engin hætta
„Allar upplýsingar, sem menn
hafa um þetta frá aðilum sem
hafa reynslu í þessum málum,
segja að hvalveiðar skaði ferða-
þjónustu alls ekki. Á fundi í
Reykjavík fyrir
skömmu talaði
norskur emb-
ættismaður
sem þekkir vel
til þessa máls
og í máli hans
kom fram að
frá því Norð-
menn hófu
hvalveiðar hef-
ur ferðamönn-
um þar í landi fjölgað um pró-
sentutugi, mig minnir að sú tala
sé 40%. Ferðamálastjóra var boð-
ið að senda fulltrúa á þennan
fund en sendi engan en Ferða-
málaráð var á sama tíma með
fund á Hótel Sögu og menn
gengu um eins og grenjandi ljón
í leit að hvalkjöti til að éta þar.
Mín skoðun er afdi-áttarlaust
sú að feröaþjónustunni stafi alls
engin hætta af hvalveiðum. Ég
vil spyrja: Hvert fóra rúturnar
með feröamenn þegar hvalskurð-
ur fór fram í Hvalfirði? Ég get
svarað þessu sjálfur því rúturnar
fóru beinf upp í Hvalfjörð og svo
mikill var atgangurinn að oft
varð að ýta fólkinu frá, allir
vildu skoða hvalskurð. Ég er
sjálfur í ferðaþjónustu og hef
flutt ferðamenn um ísafjarðar-
djúp og víðar. Það er byssa á
bátnum og fólk var að spyrja út í
það mál. Þá kom í ljós að þetta
fólk vissi nákvæmlega ekkert um
hvali eða hvalveiðar en þegar því
var sagt að íslendingar lifðu af
hvalveiðum sýndi það hvalveið-
um skilning. Ég hef ekki nokkr-
ar áhyggjur af því að hvalveiðar
skaði ferðaþjónustuna, ekki
nokkra." -gk
Kjallarahöfundar
Athygli kjallarahöfunda er
vakin á því að ekki er tekið við
greinum í blaðið nema þær ber-
ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu-
diski eða á netinu.
Netfang ritstjómar er:
dvritst@centrum.is
Páll Þór Jónsson,
hótelstjóri á Húsa-
vík.