Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1997, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1997, Qupperneq 5
MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1997 5 DV Fréttir Verður metafli á loðnuvertíð? I DV, Akureyri: Á ýmsu hefur gengiö á yfir- standandi loðnuvertíð. Vertíðin hófst í byrjun júlí og fyrri hluti vertíðarinnar, frá þeim tíma og fram að áramótum, var mjög góð- ur. Reyndar var rnn metafla að ræða en þá bárust á land 474 þús- und tonn. Geysilegur viðhúnaður var í landi fyrir síðari hluta vertíðar- innar sem stendur frá áramótum og fram undir lok marsmánaðar. Loðnubræðslum hefur fjölgað og endurbætur farið fram á öðrum þannig að þær afkasta nú mun meira en áður. Viðs vegar um land settu menn sig í stellingar til að geta hafið frystingu á loðnunni og víðs vegar í höfnum landsins, frá Austfjörðum og vestur til hafna á suðvesturhorni landsins, var tog- urum komið fyrir við bryggjur og ætlunin að frysta um borð í þeim. Væntingar manna hafa þó ekki gengið upp að öllu leyti. Sem fyrr hefur loðnan, þessi dyntótti smá- fiskur, gert mönnum lifið leitt með ófyrirséðri „framkomu" sinni. Loðnan hefur nefnilega reynst bæði blandaðri og smærri en und- anfarin ár og þá hefur hátt hlutfall hænga í aflanum komið mönnum á óvart, bæði fiskifræðingum sem minna lærðum. Einnig hefur tíðar- far verið sjómönnum mjög erfitt og þeir verið lengst af á veiðum í brælu og óhagstæðu veiðiveðri. Frysting fyrir Japansmarkað hefur gengið erfiðlega, enda gera Japanir miklar kröfur um stærð og hrognafyllingu loðnunnar. Virðist borðleggjandi að ekki tekst að frysta upp í samninga við Jap- ani en menn hafa hins vegar ekki gefið upp alla von um að frysta megi 15-20 þúsund tonn af þeim 40 Loðnuveiðin - yfirlit um veiöi á loðnuverötíöum á árunum 1990 til 1996 - QQ1 Oflfi 1 millj. tonn VÍIT.fcUv 879535 800.000? 706.056 75029 . p!iiil§ 635.953 600.000 " : ít 1 ! m wmJT* 1 SffJl' 400.000 ■f." 4r 287.515 WSp*’ kmmi' BBSja || ■ v, 200.000 <iirVL ...pilk- ÍMtfl. „.JBHmLz | '90-'91 '91-'92 '92- 93 '93-'94 '94-'95 '95-'96 '96-'97 Stefán Benediktsson: Góð tíðindi frá Skeiðarársandi „Ég held að það sé frekar að draga úr rennslinu núna,“ sagði Stefán Benediktsson, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli, í gærmorgun um rennsli Skeiðarár sem hafði um helgina verið í vexti - þó ekki í meira en „tæpu sumarrennsli". „Það er eins og hlaup hafi verið í gangi frá því seint í nóvember eða byijun desember," sagði Stefán sem kvaðst því ekki telja að Skeiðará mundi hlaupa í bráð - ekkert vatn væri í Grímsvötnum - hlaup myndi að líkindum gera hálfs til eins árs boð á undan sér. Því væru þessi tíðindi góð fyrir vegagerðarmenn sem höfðu, eins og aðrir, óttast að eftir hlaupið stóra á seinni hluta ársins fylgdi ann- að hlaup síðar. -Ótt PQWERTJZr SN Ú NIN GSHRAÐTENGI v Skútuvogi 12A, 5. 581 2530 þúsundum sem reiknað var með að frysta fyrir Japansmarkað. En loðnuveiðin heldur áfram hvað sem líður Japansmarkað. Af samtölum við skipstjórnarmenn undanfarna daga virðist ljóst að spár fiskifræðinga um geysilegt loðnumagn ganga eftir og mokveiði er dag eftir dag. Aflinn frá áramótum er kominn vel yfir 300 þúsimd tonn og heildaraflinn á vertíðinni því yfir 800 þúsund tonn. Gangi veiðarnar vel næstu 3-4 vikur er því ekki óraunhæft að ætla að um metveiði verði að ræða, og nokkuð ljóst virðist að vertíðin verður sú besta til þessa á áratugnum hvað aflamagn snertir, burtséð frá verðmæti loðnunnar. -gk Whirlpool ^ upphvottavéla á snarlæhkuöu verði! ^e&íúmtíídad ADP941 með fjórum þvottakerfum, 44 db. nú kr. eða 49.875 kr.stgr. verðáður 63.100 kr. ADP952 með fimm þvottakerfum, 39 db. nú v^vctvv kr. eða 65.930 kr.stgr. verð áður 79.900 kr. Heimilistæki hf Umboðsmenn um land allt. SÆTÚNI 8 SfMI 569 1500 þ a d (t e tn u t e k, (i e * t a n ti a d t i t tn á t a l I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.