Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1997, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1997
9
r
Vísindamenn reyna að eyða ótta við einræktaða kind:
Enn langt í ein-
ræktun manna
Bresku vísindamönnunum, sem
tókst að einrækta kindina Dolly,
mistókst aftur á móti í gær að eyða
ótta manna um að einræktun á
mannfólki væri á næsta leiti. Þvert
á móti fór óttinn eins og eldur í
sinu um alla heimsbyggðina. Dolly
er fyrsta dýrið sem tekist hefur að
einrækta úr frumu fullorðins dýrs.
Bill Clinton Bandaríkjaforseti
fyrirskipaði að þegar í stað yrði
gerð könnun á siðfræði einræktun-
ar, landbúnaðarráðherra Frakk-
lands kallaði fram hryllingsmyndir
af „sexfættum kjúklingum" og
nóbelsverðlaunaþeginn Joseph Rot-
blat líkti vísindaafreki þessu við
smíði kjamorkusprengjunnar.
Clinton hafði ekki fyrr heyrt tið-
indin en hann fyrirskipaði sér-
stakri nefnd að kanna siðfræðileg-
ar og lagalegar hliðar einræktunar,
einkum þó hvernig þær koma við
mannfólkið. Nefndin á að skila af
sér innan þriggja mánaða.
Á sama tíma leiddi skoðana-
könnun vestra í ljós að 87 prósent
Bandaríkjamanna telja að banna
eigi einræktun manna, þó svo sex
prósent aðspurðra segðust ekkert
hafa á móti þvi að láta einrækta
sig.
Ian Wilmut, sem fór fyrir hópn-
um sem skapaði Dolly, sagði í gær
að hann fengi ekki martraðir, auk
þess sem erfðavísindin ættu enn
langt í land áöur en hægt væri að
einrækta fólk.
„Við höfum gert það ljóst að við
sjáum ekki ástæðu fyrir því að það
yrði gert,“ sagði Wihnut við frétta-
menn sem heimsóttu hann og Dolly
á Roslin-stofnuninni nærri Edin-
borg.
„Ég trúi því að við sem tegund
höfum siðfræðina að leiðarljósi.
Gagnið að þessu er hugsanlega
mjög mikið. Kjarnorkuvopn eru
miklu hættulegri en þetta,“ sagði
Wilmut. Reuter
Nemendur í skóla rétttrúnaðarkirkjunnar í Moskvu læra hvernig hringja á kirkjuklukkum. Smíði kirkjuklukkna var
bönnuð í Rússlandi eftir byltinguna 1917 og ekki heimiluð aftur fyrr en seint á síðasta áratug. simamynd Reuter
AÐALFUNDUR 1997
Aðalfúndur Félags fasteignasala og Ábyrgðarsjóðs Félags fasteignasala
verður haldinn í fúndarsalnum Háteigi á 4. hæð á Grand Hótel Reykjavík
við Sigtún fimmtudaginn 27. febrúar 1997, kl. 17.00 síðdegis.
A dagskrá aðalfúndarins verða efitirtalin mál:
1. Skýrsla stjórnar um starfsemina á liðnu starfsári.
2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram.
3. Lagabreyting.
4. Kosning stjórnar.
5. Kjör endurskoðenda.
6. Ákvörðun félagsgjalda.
7. Önnur mál.
Stjómin
Aðalf undur
Nýherja 1997
Aðalfundur Nýherja hf. verður haldinn
miðvikudaginn 12. mars 1997
Fundurinn fer fram í Ársal
Hótel Sögu og hefst
stundvíslega kl. 16:00
ingur og skýrsla endur-
skoðenda munu liggja
frammi á skrifstofu
félagsins, hluthöfum
til sýnis, tveimur
vikum fyrir aðalfund.
Atkvæðaseðlar og
fundargögn verða
afhent á fundarstað.
Hluthafar sem ekki
geta sótt fundinn, en
hyggjast gefa umboð,
verða að veita slíkt
skriflega.
- Venjuleg aðalfundarstörf
- Tillaga urn heimild íélagsins
til kaupa á eigin hlutum skv.
55. gr. hlutabréfalaga
- Önnur mál, löylega upp borin
Kínverjar láta
andófsmenn
lausa
Eftir sjö mánaða leynilegar
viðræður eru þáttaskil talin vera
í sjónmáli í deilu Bandaríkjanna
og Kína um mannréttindi. Kín-
veijar hafa látið lausa þrjá and-
ófsmenn sem voru á lista sem
Anthony Lake, ráðgjafi BUls
Clintons Bandaríkjaforseta,
kynnti kínverskum ráðamönnum
í júlí síðastliðnum. Andófsmaö-
urinn Chen Ziming, sem sakaður
var um að vera einn af þeim sem
báru ábyrgð á uppreisninni á
Torgi hins himneska friðar, var
skyndilega látinn laus úr fangelsi
í nóvember en er þó hafður í
stofufangelsi núna. Stuttu síðar
var andófsmaðurinn Ulan Shovo
ffá Mongólíu látinn laus og í jan-
úar fékk blaðamaðurinn Xi Yang
ffelsi.
Deilt um útlend-
ingafrumvarp
Leiðtogi franskra sósíalista,
Laurent Fabius, réöst harkalega
á þingi í gær á lagafrumvarp um
hert eftirlit meö útlendingum.
Alain Juppe forsætisráðherra
sagði gagnrýnendur ffumvarps-
ins skara eld að köku öfgamanna
til hægri með því að gera ekki
mun á löglegum og ólöglegum
innflytjendum. 30 þúsund manns
efndu til mótmæla gegn frum-
varpinu i París í gær.
Loksins! Loksins! Loksins!
Það sem allir hafa veríð að faíða eftir. Sérsmíðaðar álrímlagardínur á verði sem á engan sinn
líkan, framleiddar af Sólargluggatjöldum með sömu frábæru þjónustunni eins og alltaf.
Tökum mál - Gerum tilooð - Setjum upp.
Gerið samanburð.
Veljum íslenskan iðnað.