Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1997, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1997, Page 10
10 MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1997 Spurningin Hvernig spáir þú aö veöriö veröi í sumar? Magnús Björnsson bankamaður: Ég spái góðu sumri. Kristjana Sæmundsdóttir nemi: Það verður alveg rosagott. Sveinn Óskarsson framleiöslu- stjóri: Það verður örugglega gott. Sigurjón Antonsson, atvinnu- laus: Það verður gott veður. Helga María Hafsteinsdóttir og Silvía Margrét Valgeirsdóttir: Mikil sól og blíða. Alma Rós Ágústsdóttir nemi: Það verður rigning og gott veður til skiptis. Lesendur_________________ LSfríki Þingvallavatns og uppbygging þess Mikil veiöi var f Þingvallavatni, hvort sem var í net eöa á stöng. Ómar G. Jónsson skrifar: Margir hafa haft samband við mig vegna útgáfu bókar um stórur- riðann í Þingvallavatni sem Össur Skarphéðinsson alþm. og doktor í fiskivísindum skrifaði. í bókinni koma fram staðreyndir sem bændur og aðrir áhugamenn um lífríki Þingvallavatns hafa haldið fram en ekki fengið áheym fyrr en nú; að Þingvallvatn hafi iðað af stórurriða, bleikju og murtu fyrr á árum og veiðin því verið mikil. Ekki er lengur um það þráttað hvað skaðað hefur vatnið mest eða um það hrun sem orðið hefur á sér- íslenskum og sérstæðum fiskistofn- um þess. Mikil veiði var í Þingvalla- vatni eins og fyrr segir, jafnt í net sem á stöng. Silfurbjartur urriði var oft veiddur á stöng, bleikju- og murtuveiði var stunduð með netum að því marki sem markaðurinn leyfði á þeim tíma og væri væntan- lega verulegur í dag hefði veiöi- hrunið ekki komið til. Bændur við vatnið höfðu verulega búbót af þess- um veiðum, t.d. murtuveiði sem hrundi 1986 og þar með markaður sem fyrirtækið Ora í Kópavogi hafði unnið og staðið að til margra ára og er skaðinn því verulegur. í dag er Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna að kanna markað fyrir murtu í Japan. Nauðsynlegt er að reyna að bæta úr orðnum skaða. Passa þarf upp á að yfirborðssveifl- ur á vatninu verði sem minnstar þannig að hrygningarstöðvar og annað lífríki fái notiö sín. Kannað verði með staðbundið klak tO nokkurra ára til að koma urriðastofninum á stað, svo og þann möguleika að koma á hrygn- ingarsvæði við Steingrímsstöð. Gæta þarf að öllu framrennsli í Þingvallavatni og bæta úr þar sem þess er þörf. Annað lífríki við vatn- ið hefur ekki farið varhluta af mannanna verkum. Mink hefur t.d. fjölgaö gífúrlega við vatnið svo að öllu fuglalífi hefúr hrakað verulega á svæðinu. Úr þarf að bæta með reglulegri veiði á mink umhverfls vatnið en hann herjar á allt fuglalíf og uppgang urriðans eins og fram kemur í bók Össurar. Ég held að flestir landsmenn hafi áhuga á því að Þingvallavatn og umhverfl þess nái upp hinni fornu flskigengd svo og hinu fjölskrúðuga fuglalífl sem var i og við vatnið fyrrum. Jafnframt verði reynt að halda í gamlar hefðir og búsetu sem þarna hefur gilt um aldir. - Aö þessu þarf að stefna með góöri sam- vinnu og aðstoð manna sem til þekkja. Málflutningi héraðslæknis í Reykjavík mótmælt Matthias Kjeld skrifar f.h. stjóm- ar Domus Medica: Vegna yfirlýsinga sem hafðar eru eftir Lúðvíki Ólafssyni, heilsu- gæslulækni og settum héraðslækni Reykjavíkurhéraðs, finnur stjórn Domus Medica sig knúna til að koma á framfæri eftirfarandi at- hugasemdum: í viðtali við Lúðvík í DV 20. des. sl. og í grein hans i Mbl. 9. janúar, er geflð í skyn að 19 sjálfstætt starf- andi heimilislæknar í Reykjavík stundi læknisstörf undir einhverj- um ótilteknum „lágmarkskröfum" ónefndra aðila og ráði þess vegna ekki við einhver ótiltekin læknis- störf eins og t.d. „víðfeðm vanda- mál“. Ekki verður annað skilið af grein Lúðvíks en að Tryggingastofti- un ríkisins (TR) og læknafélögin hafl beinlínis samið um að téðir læknar stunduðu einhverjar undir- málslækningar, og varla munu TR og læknafélögin geta setið undir þeim ásökunum. í Domus Medica starfar stór hluti þessara 19 lækna og þar hafa læknar um langt skeið boðið þá bestu lækn- isþjónustu sem unnt er að veita, enda tekur hún ekki mið af „lág- markskröfum", heldur hámarkskröf- um með fúllkomnum blóðrannsókn- um, röntgen- og myndgreiningum hvers konar, hjúkrunarþjónustu og apóteki. - Þar er stutt í sýklarann- sóknh og sýni til vefjaskoðunar eru tekin á staðnum. Stjórn Domus Medica telur það óviðunandi að settur héraðslæknir í Reykjavík skuli halda því fram í blöðum, að læknisþjónusta í Domus Medica og á nokkrum stöðum sé ekki eins góð og hún ætti að vera þegar hið gagnstæða er nær sanni. Þeir bækluðu bíða og bíða Svala Guðmundsdóttir skrifar: Það er orðið áberandi hve lengi bæklaöir einstaklingar þurfa að bíða eftir tiltölulega einföldum að- gerðum. Dæmi eru um bið svo mán- uðum skiptir vegna aðgerða sem hafa áður verið skráðar niður sem nauðsynlegar viðkomandi einstakl- ingi. Hér kemur til sögunnar ákvörðun þingmanna og jafnvel ráðherra, sem hafa ákveðið að skera niður og láta loka sjúkrahúsdeild- um sem annast bæklunaraðgerðir. Það kostar mikið að láta t.d. aldr- að fólk bíða eftir aðgerð. Fróðlegt væri að láta taka saman tölu og upplýsa um þann kostnað. Fólk í þessari aðstöðu missir oft kjarkinn, verður ósjálfbjarga og auðvitað upp á aðra komið. Síðan endar það inni á elli- og hjúkrunarheimilum langt um aldur fram. Læknar eru allir af vilja gerðir til að leysa málið, en þeir eru í fjár- svelti og deildunum lokað. Á meðan hrynja sjúklingar niöur og deyja. Það er kannski makmiðið með fjársveltinu? - Ég hvet alla þá sem í þeirri aðstöðu eru - að þurfa á bæklunaraðgerðum að halda - að láta í sér heyra. Það er nefnilega skylda heilbrigðisyflrvalda að leysa þetta mál hið allra fyrsta. DV Bílastuldir og viðurlög Búi Jóhannesson skrifar: Við og við greina fjölmiðlar frá því að bílum hafi verið stolið. Oftar en ekki koma þeir í leitirn- ar en skemmdir eða þá að ýmis búnaður hefur verið fjarlægður úr þeim. Ég miimist þess ekki að hafa lesið um hver viðurlög séu við þessum brotum, og væri fróðlegt ef fjölmiðlar tækju þenn- an sérstaka þátt afbrota fyrir og þá um leið hver viðurlögin væru. Kannski þetta sé ábata- söm iðja hér líkt og víða erlend- is, en þar eru bílastuldir mjög al- gengir. Dæmdir ofbeld- ismenn á feró Bergljót skrifar: Atvikið á Eskifirði, þar sem brjálæðingur lék lausum hala og stórskemmdi eigur fólk og réðst jafnvel á lögreglumenn, minnir á það að alltof algengt er að dæmd- ir menn gangi lausir áður en þeir afþlána sekt sína. Þessi stór- hættulegi maður, sem Eskfirð- ingar hýstu, var frá Akureyri að sögn og í fréttum útvarps t.d. var greint frá því að hann ætti lang- an afbrotaferil að baki. Slíkfr of- beldismenn hljóta að eiga sterka bakhjarla að annaðhvort í dóms- kerfmu eða annars staðar sem standa í vegi fyrir því að svona menn séu undir lás og slá. - En hvers konar réttarkerfi búum við eiginlega við? Jassmessa hjá Lúter? Einar Ámason hringdi: Mér blöskrar hvað kirkjan okk- ar er kærulaus og að því er virð- ist ógnandi gagnvart okkur sem viljum veg hennar sem mestan. Kirkjan er ekki stundarfyrir- bæri eða skammtímaafþreying. Mér flaug þetta í hug þegar ég heyrði auglýsta í útvarpstilkynn- ingum, ,jassmessu“ í einni af kirkjunum hér í Reykjavík. Eitt- hvert tríóið átti að leika þama jass og skemmta áhorfendum. Hvar er nú biskupsembættið og hvar er virðing stjómvalda fyrir ríkistrúnni? Jass og pólitískar predikanir eiga ekki heima í okkar kirkju. Ég lýsi skömm minni á kirkjuyfirvöldum lands- ins og hananú! Galavision besta erlenda sjón- varpsstöðin Gunnar skrifar: Ég er einn þeirra sem er svo stálheppinn að hafa fjárfest í sjónvarpsloftneti (svonefndum diski) sem nær fjölmörgum sjón- varpsstöðvum frá gervihnettin- um Astra I. Þar nást margar, margar stöðvar, þýskar, enskar og þ.á m. ein frá Mexíkó sem sjónvarpar beint til Spánar, en næst furðuvel hér á landi, eink- um eftir myrkur. Þetta er ein besta erlenda sjónvarpsstöðin sem maður á kost á. Ekki síst á laugardagskvöldum þegar sjón- varpað er skemmti- og tónleika- þætti með alveg frábærum skemmtikröftum. Og allt er þetta auðvitað í hinum svonefnda „lat- neska“ stíl, sem ekki skemmir. Gervihnattasjónvarpið er fram- tíðin - og alveg ókeypis! Fiskur erlendis frá Svanhildui' hringdi: Það er illa komið fyrir okkur íslendingum þegar kaupa þarf fisk erlendis frá til að vinna hér á landi. Þetta hefúr nú verið við- tekin venja, t.d. með Rússafisk- inn og nú síðar með fisk frá Nor- egi (af öllum löndum!) eins og gerðist á Akureyri. Hvemig er það; erum við íslendingar að veslast upp sem fiskveiði- og fiskvinnsluþjóð?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.