Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1997, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1997, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRUAR 1997 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjérnarformaöur og útgáfustjéri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLRJR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aöstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Rits^órn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingan 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasiða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaðam.:462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk., Helgarblaö 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Hæstiréttur ber ábyrgdina í hverju málinu á fætur ööru haida hæstaréttarlög- menn því nú fram, aö Pétur Kr. Hafstein dómari sé van- hæfur til setu í dómi, af því aö annar hvor málsaðili hafi ýmist beint eða óbeint annað hvort verið með honum eða á móti honum í forsetakosningunum í fyrra. Þar á ofan spyrja aðrir hæstaréttarlögmenn, hverjir hafi lagt peninga inn á opinn og auglýstan bankareikn- ing, sem framboð Péturs notaði til skamms tíma. Vildu þeir vita, hvort mótaðili þeirra hefði gripið tækifærið til að reyna að gera hosur sínar grænar fyrir Pétri. Hæstiréttur hefði getað dregið verulega úr þessu öng- þveiti og borið blak af Pétri dómara, ef gripið hefði ver- ið til aðgerða strax að loknum forsetakosningum. Þá þeg- ar átti dómstóllinn að afla sér fræðilegrar aðstoðar í framboðsmáli Péturs, helzt virtra prófessora erlendra. Þannig hefði Hæstiréttur strax við lok réttarhlés í fyrrasumar getað haft í höndunum veJ. grundaðar vinnu- reglur um setu Péturs í dómi, samdar af erlendum þungavigtarmönnum. Þá hefði dómstóllinn sparað sér og Pétri mikið af endurteknum hremmingum vetrarins. Hæstiréttur hefur á mörgum fleiri sviðum sýnt dóm- greindarskort. Hann hefur til dæmis verið seinn að átta sig á, að hann á ekki lengur síðasta orðið um lög og rétt. Menn kæra einfaldlega dóma Hæstaréttar til Strassborg- ar og fá þeim þar hnekkt hverjum á fætur öðrum. Einn þekktasti hæstaréttarlögmaður landsins hefur meira að segja skrifað bók um Hæstarétt, þar sem því er meðal annars haldið fram, að dómstóllinn hafi kerfis- bundið reynzt hallur undir ríkisvaldið í úrskurðum sín- um og gert sig sekan um seinagang í ýmsum málum. Aðrir hafa haldið fram, að vinnubrögð Hæstaréttar hafi almennt hossað hinum sterku á kostnað hinna veiku í þjóðfélaginu. Þannig hafi seinagangur dómstóls- ins fælt öryrkja ffá því að kæra of lágar bótagreiðslur tryggingafélaga eða þvingað þá til að semja um of lágar bætur. Réttarörygginu hefur stafað hætta af seinagangi mála í Hæstarétti og hollustu hans við stjórnsýslu og valdaað- Ha í landinu. Þetta geta menn núna bætt sér upp með því að leita tH Strassborgar, sem tekið hefur við réttlætis- hlutverki einvaldskonungsins í Kaupmannahöfii. Ennfremur hefur Hæstiréttur haft forustu um kerfis- læga skekkju í mati íslenzkra dómstóla á glæpum, þar sem peningar eru taldir æðri lífi og limum. Þannig hef- ur mótazt sú hefð, að einungis er notaður lægri kantur- inn í refsiheimfidum laga í líkamlegum ofbeldismálum. Dómsmálaráðherra sá ástæðu tfi að kvarta yfir þessu í hátíðlegri athöfn við opnun hins nýja dómhúss Hæsta- réttar. Hann hefur síðan ítrekað þessa skoðun, enda er ljóst, að Alþingi ætlast tfi þess með refsirömmum sínum, að aUt svigrúm þeirra sé notað í báðar áttir. Svo hafa einstakir dómarar Hæstaréttar, einkum for- setar hans, stundað atferli, sem rýrir virðingu dómstóls- ins. Einn reifst við hemámsandstæðinga. Annar safnaði niðurgreiddum vodkaflöskum í kjaUaranum. Hinn þriðji stóð í undarlegum bréfaskriftum tfi manna úti í bæ. Vangeta Hæstaréttar tfi að búa í tæka tíð tfi starfsregl- ur um setu Péturs Kr. Hafstein í dómi er þannig ekki annað en eitt af langri röð dæma um þrönga hugsun og dómgreindarskort á þeim bæ. Þessi langa röð hefur dreg- ið úr virðingu dómstólsins og úrskurða hans. Hæstiréttur ber sjálfur mesta ábyrgð á stöðu sinni í áliti lögmanna og stjómmálamanna og á þeirri tfifinn- ingu almennings, að réttlæti komi frá útlöndum. Jónas Kristjánsson Á bolludag þurfti ég að skjótast milli húsa á bil og heyrði tilkynn- ingalestur fyrir fréttir klukkan 4. Þar á meðal var boðaður fundur um framtíðina, auglýstur af Fram- tíðarstofnun Háskóla íslands. Frummælandi og rökræðendur hver öðrum magnaðri að titlum en einhvern veginn stakk mig óþægi- lega að heyra aðeins eina konu nefnda í þessum glæsilega hópi. Ein kona og fimm karlar, að ég held. Er það hið eðlilega hlutfall rétt undir lok tuttugustu aldarinn- ar? Átján strákar og tvær stelpur Áður hafði annað dæmi stungið mig harkalegar. Ríkisstjóm Dav- íðs Oddssonar setti niður ráð til að smíða handa sér framtíðarsýn. Til starfa vom kallaðir átján karl- ar og tvær konur! Útkoman varð glæsileg skýrsla, Framtíðarsýn ríkissfjómar íslands um upplýs- ingasamfélagið. Auðvitað var kona starfsmaður og hún sat líka í verkefnisstjóm ásamt sex körl- um. Lokagerð skýrslunnar var fylgt úr hlaði af tveim karlkyns ráðherrum og hún var færð í stíl- „Þessi nýja öld sem færir mér frumheimildir heim í hús ... er mér alvarlegt umhugsunarefni." Er framtiðin í karlkyni? inn af heimspekingi af sama kyni. Skýringin er í báðum dæmunum augljós og klass- ísk. Ekki var leitað til manna heldur embætta. Það var í stjórastólunum sem framtíðarhópur ríkis- stjórnarinnar sat, og vissu- lega ekki bara þessari rík- isstjóm að kenna að þar sifja fáar konur. Nú má ekki hafa of mikl- ar áhyggjur af því hverjir semja skýrslur sem enginn mun fara eftir eða hverjir skemmta sér við skeggræð- ur á kvöldfundum. Fram- tiðin ræðst ekki af því. Og upp á síðkastið hefur mér þótt meiri ástæða til að hafa áhyggjur af öðm. Kjallarinn Heimir Pálsson íslenskufræöingur nota tækin sín. Enn eina ferð- ina mun sann- ast að öll ný tæknibrögð koma þeim fyrst að gagni sem minnst þurfa á þeim að halda. Öll ný tækni gerir hina riku rikari og hina fátæku hlut- fallslega fátæk- ari. Ný stétta- skipting Þau tæki sem við höfum hing- Upplýsingaöld hin nyja Allir eru að tala um nýja upplýsingaöld þar sem aðgengi upplýsing- anna getur að vísu orðið jafnt fyrir alla en mögu- leikarnir til að notfæra sér upplýsingarnar verða einimgis gefhir fáum út- völdum. Þessi nýja öld, þar sem töfraorðið er ekki tölva heldur net og vefir. Þessi nýja öld sem færir mér frumheimildir heim í hús. Þessi framtíðaröld hún er mér alvarlegt umhugsunarefni. Gengi fólks á upplýsingaöld mun fara eftir því hve vel tækja- vætt það er og hve vel það kann að „Enn eina ferðina mun því sannast að öll ný tæknibrögð koma þeim fyrst að gagni sem minnst þurfa á þeim að halda. Öll ný tækni gerir hina ríku rikari...u að til kynnst hafa lotið „líkamleg- um“ skipunum. Við höfum getað stjómað þeim með höndum eða fótum. Þetta gildir augljóslega um bíla og færibönd, hrærivélar og þvottavélar og hvaðeina það sem átt hefur að létta okkur lífið. Þetta virðist lika við fyrstu sýn gilda um tölvumar en bara við fyrstu sýn. Þegar innar er rýnt kemur i ljós að í raun og vera hlýða tölv- umar „mállegum" skipunum. Að vísu tala þær ekki mannamál enn sem komið er, en þær tala vélamál og það er byggt á venjulegu mannamáli að viðbættri þeirri sérstöku tegund tungumáls sem kölluð er stærðfræði. Þetta er ein meginástæða þess að menn munu á komandi upplýs- ingaöld skiptast mjög i tvo hópa. Annars vegar þá sem kunna „mál- ið“ og geta látið tölvumar hlýða sér, ekki bara eins og ryksugur sem settar era í samband heldur sem skapandi tól, tæki sem gefa ótrúlegustu möguleika til þess að skoða og skilgreina, koma skoðun- um á framfæri og afla þeim fylgis, hafa samkipti við annað fólk um gervalla heimsbyggðina með allt öðrum og fljótvirkari hætti en mannkynið hefur látið sig dreyma um áður. Þessi hópur mun öðlast gifurleg völd, og ráða ótrúlega miklu um farsæld hins hópsins. Eins og stundum áður verður þessi forréttinda- hópur ekki sérlega fjöl- mennur. Það verður aftur á móti hinn hópurinn, sá sem getur að- eins nýtt sér það sem úrvalsliðið leyfir honum og skammtar. Og eins og er blasir við að í þessum hópum verði ekki jöfn hlutfóll milli kynjanna. Heimir Pálsson Skoðanir annarra Guðinn samkeppni „Á stuttmn ferli hefur Stöð 2 hvað eftir annað orð- ið að kaupa sér frið frá utanaðkomandi samkeppni og innri deilum eigenda. íslenska viðskiptamanna- stéttin, hagsmunapólitísk samtök og peningablokkir, einstaklingar og hópar, hafa lagst á eitt meö að af- sanna kenninguna um að frjáls samkeppni sé lausn- arorðið í ljósvakanum... Nú linnir loks látunum - sem viðskiptavinir Stöðvar 2 hafa orðið að borga - og ótrúlegt að nokkram detti í hug að leggja í enn einn slaginn. Og hvað verður þá til vamar guðinum samkeppni? RÚV!“ Stefán Jón Hafstein í Degi-Túnanum 25. febr. Óunninn fiskur úr landi „Það er alveg fáránlegt eftir að tollamúrar hafa verið afnumdir að íslendingar séu enn að senda óunninn afla í islenskar verksmiðjur í Bretlandi og Bandaríkjunum þar sem sífellt fleiri hundraðum manna er veitt atvinna við að fullvinna fiskinn okk- ar meðan hérlendis ríkir atvinnuleysi. Það er kom- inn tími til að stemma stigu við þessari þróun.“ Ástþór Magnússon í Mbl. 25. febr. Prósentuleikarnir 1997 „Á meðan samningaviðræður era í gangi er ill- mögulegt að meta hvenær gengur saman með aðil- um... Einstakar stéttir sem hafa til þess aðstöðu hefja síðan kröfugerð sem að jafnaði er töluvert um- fram það sem almennir launþegar fá... Þannig verð- ur 5.000 króna hækkunin sem allir aðrir launamenn en þeir lægstlaunuðu fá reiknuð út sem prósentu- hækkun og þeirri prósentu beitt á hærri laun. Verði hækkunin hjá ASÍ metin til 5% jafhaöarhækkunar þá munu þeir sem hafa 250.000 króna mánaðarlaun fara fram á 5% hækkun „eins og hinir" og fá 12.500 króna hækkun." Úr 7. tbl. Vísbendingar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.