Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1997, Page 20
32
MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1997
Sviðsljós
Yfir fjörutíu alþjóölegir tískuhönnuöir sýna nú sköpunarverk sín í London á
sérstakri tískuviku. Hér er fyrirsætan Jodie Kidd í fötum írska hönnuöarins
Lainey Keogh. Slmamynd Reuter
Júlía Roberts.
Enn pískrað um
karlamál Júlíu
Roberts
Aumingja Júlía Roberts. Hún fær
aldrei að vera í friði með karlana
sína. Nú herma fregnir að slest hafi
upp á vinskap hennar og hins
snoppufríða Pasquetles Manocchias
sem hún kynntist við kvikmynda-
tökur í fyrra. Til stóð að þau gengju
i þaö heilaga en Pasquale mun víst
hættur við allt saman.
Júlía hefur ekki átt miklu láni að
fagna í ástarmálum sínum. Hún hef-
ur sést í fylgd fjölda frambærilegra
sveina en aldrei hefur neitt orðið úr
neinu, nema hvað hún giftist sveita-
raularanum frábæra Lyle Lovett
einu sinni. Það hjónaband entist þó
ekki lengi.
Afbv. kr. 117.500
IStóllínn ehf.
Smiðjuvegi 6d, Kópavogi, sími 554 4544
Snyrtivörur fyrir
hálfa milljón á ári
Það er ekki bara náttúran sjálf
sem sér til þess að kvikmynda-
leikarinn Tom Cruise, sem er
orðinn 34 ára, heldur drengjalegu
útliti sínu. Kappinn, sem vill
vera ungur að eilífu, notar neöii-
lega í kringum hálfa milljón ís-
lenskra króna í fegurðarmeðöl á
ári. Hillurnar í baðherberginu
hans eru að svigna undan rán-
dýrum húðkremum og í hvert
sinn sem hann fréttir af nýju
undrakremi útvegar hann sér
þaö strax.
Carl Philip
hamingjusamur
Carl Philip Svíaprins, sem er
orðinn 17 ára, er hamingjusamur
þessa dagana, að því er erlend
slúðurblöð fullyrða. Prinsinn er
sagður eiga sérlega góða vinkonu
á heimavistarskóla í Vármland í
Svíþjóð og svo erföi hann
draumavillu Bertils prins á
Djurgárden í Stokkhólmi.
Kryddstelpurnar þykja afskaplega Ifflegar þegar þær taka lagiö. Þá eru þær gjarnan fremur léttklæddar, eins og mynd þessi ber meö sér, og ögrandi í allri
framkomu.
Símamynd Reuter
Bresku popptónlistarverðlaunin afhent í vikunni:
Kryddstelpurnar elska
Thatcher og sigruðu
Margaret Thatcher og popptón-
list. Heldur óvenjuleg blanda en
engu að síður er jámfrúin helsta
fyrirmynd Kryddstelpnanna,
kvennasveitar sem kom, sá og sigr-
aði við afhendingu helstu poppverð-
launa Breta á mánudagskvöld.
Kryddstelpurnar, eða Spice Girls,
fóru heim með tvenn Brit-verðlaun.
Stelpumar, sem vekja athygli fyr-
ir djarflegan klæðnað hvar sem þær
koma, hafa verið að gera það ákaf-
lega gott að undanfornu. Þær hafa
náð efsta sæti vinsældalistanna í 31
landi en hjólin fóra fyrst verulega
GuHÉr
LEÐURHORNSÓFI
LEÐUR Á SLITFLÖTUM - ÝMSIR LITIR
Listamaöurinn, maðurinn sem hét
einu sinni Prince, tók lagiö í
London. Símamynd Reuter
að snúast þegar þær komust á topp-
inn í Bandaríkjunum með fyrstu
plötuna sína. Meira að segja Bítlun-
um tókst það ekki.
„Við emm sönnun þess að ýmis-
legt er hægt þegar stelpur taka sig
sarnan," sögu skvisumar fimm við
verðlaunaafhendinguna.
Kryddstelpur voru verðlaunaðar
fyrir bestu litlu plötu ársins og
einnig fyrir besta myndbandið.
En Kryddstelpurnar voru ekki
einar um að baða sig í sviðsljósinu
í Earls Court í Lundúnum á mánu-
dagskvöld. Velska rokkbandið Man-
ic Street Preachers gerði líka storm-
andi lukku en strákamir i sveitinni
eru nú óðum að jafna sig eftir hvarf
textahöfundar þeirra, Richeys nokk-
urs Edwards. Sá var fyllibytta og
lystarstolssjúkur og hvarf árið 1995
þegar hann var í meðferð vegna
þunglyndis. Bíll hans fannst í nám-
unda við hina frægu Sevem-brú en
ekki hefur fundist tangur né tetur af
popparanum sjálfum. Hann hefur
þó ekki opinberlega verið úrskurð-
aður látinn.
Grínistinn Ben Elton sló á létta
strengi og afsakaði að Margaret
Thatcher skyldi ekki vera meðal
gesta í salnum.
„Thatch átti að vera uppi á sviði
með Kryddstelpunum en það kom
ígerö við naflahringinn hennar,“
sagði spaugarinn.
Ýmsir fleiri fengu verðlaun, til
dæmis George Michael, hin amer-
íska Sheryl Crow og áströlsku
falsettupoppararnir Bee Gees. Fræg-
ir kollegar úr Ameríku sungu og
léku á samkomunni og var Lista-
maðurinn, sá sem einu sinni hét
Prince, einn þeirra.
—